Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
Kærufrestur vegna „skattlausa“ ársins að renna út:
Hveijir geta enn átt von á
skattlækkun eða bótum?
eftirSnorra Olsen
Þann 29. júlí sl. lauk álagningu
opinberra gjalda á árinu 1988 og
var lögð fram álagningarskrá.
Álagning ársins 1988 er að mörgu
leyti sérstök vegna þess að hinn
1. janúar sl. var tekin upp stað-
greiðsla skatta. Þetta hefiir það í
för með sér að við áiagningu árs-
ins 1988 er felld niður innheimta
á álögðum tekjuskatti og útsvari
af launatekjum ársins 1987. í
álagningarskrá kemur m.a. fram
álagður tekjuskattur og útsvar
sem kemur til innheimtu og sú
§árhæð sem felld er niður. Álagð-
ur tekjuskattur einstaklinga nam
1.292.832 þús. kr. Af þessari fjár-
hæð er um 2/a vegna áætlana sem
líklega, verða felldar niður eftir að
kærur frá viðkomandi einstakling-
um hafa verið afgreiddar. Kærur
vegna allra álagðra opinberra
gjalda ársins 1988 að kirkjugarðs-
gjöldum undanskildum, þurfa að
hafa borist skattstjóra eða um-
boðsmanni hans eigi síðar en 27.
ágúst nk.
í tengslum við álagningu opin-
berra gjalda ákvarðar skattstjóri
bamabætur, bamabótaauka, hús-
næðisbætur og vaxtaafslátt.
Bamabætur á árinu munu nema
um 2.317 milljónum kr. og skipt-
ast þær á milli rúmlega 70 þús.
einstaklinga með eitt bam eða
fleiri á framfæri. Bamabótaauki
nemur um 677 milljónum og skipt-
ist hann á milli tæplega 25 þús.
einstaklinga. Húsnæðisbætur
nema um 410 milljónum og skipt-
ast þær á milli tæplega 10 þús.
einstaklinga. Vaxtaafsláttur nem-
ur um 680 milljónum kr. og skipt-
ist hann á milli rúmlega 25 þús.
einstaklinga.
Húsnæðisbætur
Þeir sem eiga rétt á húsnæðis-
bótum á árinu 1988 eru eingöngu
þeir sem keyptu eða hófu byggingu
íbúðarhúsnæðis á árunum 1984—
1987, til eigin nota í fyrsta sinn.
Hjón og sambúðarfólk sem skatt-
lagt er saman á árinu 1988 og
hafa keypt eða byggt saman íbúðar-
húsnæði á árunum 1984—1987 og
uppfylla skilyrði um rétt til hús-
næðisbóta, eiga hvort um sig rétt
á húsnæðisbótum.
Bygging íbúðarhúsnæðis telst
hafin þegar vottorð (úttekt) bygg-
ingafulltrúa liggur fyrir um að und-
irstöðum byggingar sé lokið eða
þegar samningur er gerður um
byggingu og þá miðað við að hús-
næðið verði fokhelt í eigu rétthafa
bótanna.
Eftirfarandi reglur gilda um það
hvað telst vera fyrsta íbúðarhús-
næði einstaklings:
1) Ef um er að ræða fyrsta íbúðar-
húsnæði sem einstaklingurinn
eignast.
2) Hafi einstaklingur átt íbúð áður,
en selt hana, afhent eða afsalað
sér henni fyrir 1. janúar 1978
og hafi hann ekki átt íbúð frá
þeim tíma til og með 1983 telst
íbúð sem hann keypti eða hóf
byggingu á á árunum 1984—
1987 vera fyrsta íbúðarhúsnæði
hans.
3) íbúð sem einstaklingur á eða
átti og hann keypti eða byggði
1987 eða síðar telst ekki vera
fyrsta íbúð hans ef eignarhluti
hans er/var undir 10%.
4) íbúð sem einstaklingur eignaðist
fyrir arf eða gjöf 1987 eða síðar
telst ekki vera fyrsta íbúð hans
ef eignarhluti hans eftir arftök-
una eða gjöfina er innan við
34%.
5) Hafi einstaklingur keypt eða
byggt íbúðarhúsnæði á árunum
1978 til og með 1983 en selt
það, afhent eða afsalað sér fbúð-
arhúsnæðinu og eignarhaldstími
hans hefur varað skemur en 2
ár áður en hann keypti eða
byggði íbúðarhúsnæði á árunum
1984—1987 telst síðara íbúðar-
húsnæðið vera fyrsta íbúðar-
húsnæði í eigu hans.
Eins og áður er greint frá hafa
skattstjórar úrskurðað um hús-
næðisbætur á árinu 1988. í ein-
hveijum tilvikum hafa skattstjórar
synjað umsækjendum um hús-
næðisbætur. Þeir umsækjendur
sem hafa fengið synjun skattstjóra
um húsnæðisbætur geta gert at-
hugasemdir við ákvörðun skatt-
stjóra og skulu þær berast til skatt-
stjóra viðkomandi umdæmis fyrir
1. september nk.
V axtaaf sláttur
Heimild samkvæmt skattalögum
til þess að draga frá tekjum vaxta-
gjöld vegna öflunar íbúðarhúsnæðis
féll úr gildi 1. janúar sfðastliðinn.
Þess í stað voru tekin upp ákvæði
um húsnæðisbætur sem greint var
frá hér að framan og sérstök
ákvæði um vaxtaafslátt sem gilda
í sex ár frá og með álagningarárinu
1988. Einstaklingar sem keypt hafa
eða hafið byggingu íbúðarhúsnæðis
til eigin nota á árinu 1987 eða fyrr
og eiga ekki rétt á húsnæðisbótum
eiga rétt á sérstökum skattafslætti,
vaxtaafslætti, í allt að sex ár talið
frá og með álagningarárinu 1988
ef hann hefði á þeim árum haft
vaxtafrádrátt samkvæmt þeim
reglum sem giltu fyrir 1. janúar
1988 um vaxtafrádrátt. Vaxtaaf-
sláttur er reiknaður þannig út að
hann nemur 40% af frádráttarbær-
um vöxtum þegar frá þeim hefur
verið dregin fjárhæð sem svarar til
7% af tekjuskattsstofni hvers
manns. Sé um hjón að ræða er
framangreint hlutfall reiknað af
samanlögðum tekjuskattsstofnum
þeirra beggja. Hámark er á því hve
frádráttarbærir vextir geta orðið
og breytist það í samræmi við
skattvísitölu.
Barnabætur
Á árinu 1988 greiðir ríkissjóður
/
bamabætur með hveiju bami sem
er innan 16 ára aldurs sem heimilis-
fast er hér á landi og er á fram-
færi þeirra manna sem skattskyldir
era hér á landi samkvæmt 1. gr.
laga nr. 75/1981. Bamabætur era
greiddar út með fjóram ársfjórð-
ungslegum greiðslum. Bamabætur
greiðast frá og með fyrsta ársfjórð-
ungi eftir að bam fæðist eða öðlast
heimilisfestu hér á landi til og með
þeim árs^órðungi að 16 ára aldri
er náð eða heimilisfesti er slitið.
Skattstjóri ákvarðar bamabætur.
Telji einhver að bamabætur sínar
séu ekki rétt ákvarðaðar getur hann
leitað til skattstjóra með skriflega
beiðni um leiðréttingu. Skal beiðnin
lögð fram eigi síðar en 30 dögum
eftir útborgun bótanna. Ákvörðun
skattstjóra skal liggja fyrir við upp-
haf næsta útborgunartímabils
bamabóta.
Barnabótaauki
Með hveiju bami innan 16 ára
aldurs á árinu 1987, sem heimilis-
fast er hér á landi og er á fram-
færi þeirra manna, sem era skatt-
Snorri Olsen
skyldir hér á landi skv. 1. gr. laga
nr. 75/1981, greiðir ríkissjóður
bamabótaauka til framfæranda
bamsins. Bamabótaauki skerðist
eftir því sem tekjur og eignir fram-
færanda fara upp fyrir ákveðnar
fjárhæðir. Skerðingarhlutfallið mið-
að við tekjuskattsstofn er breytilegt
eftir því hve mörg böm era á fram-
færi viðkomandi aðila. Skerðingar-
hlutfallið er 7% fyrir 1. bam, 6%
fyrir 2. bam, 5% fyrir 3. bam og
4% fyrir böm umfram það.
Bamabótaauki er ákveðinn af
skattstjóra við álagningu. Athuga-
semdir við ákvörðun skattstjóra um
bamabótaauka má kæra til skatt-
stjóra viðkomandi umdæmis innan
tilskilins kærafrests.
Höfundur er deildarstjóri í tekju-
deild fjármálaráðuneytisins.
Dæmi:
Hjón sem hafa samanlagðan tekjuskattsstofn að fjárhæð
1.000.000 kr. og greiða 400.000 kr. í frádráttarbæra vexti fengju
90.000 kr. í vaxtaafslátt.
400.000 x 40% = 160.000
1.000.000 x 7% = - 70.000
Vaxtaafslátturerþákr. 90.000
Einstaklingur sem hefur tekjuskattsstofn að íjárhæð 700.000 kr.
og greiðir 350.000 kr. í frádráttarbæra vexti fengi 91.000 kr. í
vaxtaafslátt.
350.000 x 40% = 140.000
700.000 x 7% = - 49.000
Vaxtaafslátturerþákr. 91.000
Á árinu 1988 er vaxtaafsláttur greiddur út og stafar það af því
að verið er að taka upp staðgreiðslu skatta. A áranum 1989 til
1993 mun vaxtaafsláttur ekki verða greiddur út.
Því meira sem til er af ein-
hverju, því minna virði...
eftir Pétur Björnsson
Lögmálið, „því meira sem til er,
því minna virði er hver eining" á
jafnt við peninga sem vöra, þjón-
ustu, hugmyndir o.s.frv.
Öll hagkerfi era grandvölluð
meira eða minna á þessu lögmáli.
Skortur á „pólitískum ag-a“
Við Islendingar rekum þjóðarbú-
skap sem býr við árvissan halla á
fjárlögum, vegna þess að við lifum
einfaldlega um efni ffarn og getum
ekki staðið undir þeim kerfum og
skuldbindingum, sem við höfum
stofnað til og ríkið þarf að greiða.
Þetta hefur það í för með sér að
rétta þarf af gengi krónunnar á
hveiju tímabili, svo hægt sé að
halda hagkerfinu í jafnvægi.
Svo lengi sem regla er á þessu
og málum ekki slegið á frest, verða
fómimar ekki eins sárar. (Samkv.
lögmálinu að ofan því halli á fjárlög-
um er brúaður með aukinni penin-
gagrentun.)
Ákveðinn hluti fjárlagahallans er
til kominn fyrir bruðl hjá opinberam
stofnunum og ráðuneytum, umfram
Qárlög. Einnig á sér stað misnotkun
(abuse) á kerfunum.
Framorsakir okkar vandræða í
rekstri þjóðarbúskaparins má rekja
til skorts á aðhaldi, því hérlendis
þekkist ekki „pólitískur agi“ eða
„pólitísk prinsip".
Annar stór þáttur í vandræðum
okkar með þjóðarbúskapinn á rætur
sínar að rekja til stjómskipulags
okkar, þar sem ekki era gerð skýr
skil milli löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds í sijóm landsins, eins
og tíðkást hjá öðram vestrænum
þjóðum.
„Rogastans'1
Ríkisstjómin bíður átekta og ýtir
vandamálunum á undan sér, sem
tíminn síðan magnar upp og gerir
að lokum illviðráðanleg, líkt og lítill
eldur sem stækkar og verður að
báli, ef ekkert er að gert.
Ef stjómvöld era ákveðin, eins
og nú háttar málum, að halda áfram
að skattleggja nýja stofna með
virðisaukaskatti til þess að seðja
sivaxandi halla á fjárlögum, þá
koma þessar álögur til með að virka
sem neikvæðir skattar, sem sam-
hliða innlendum lántökum ríkissjóðs
munu hrifsa burtu fjármagn frá
atvinnuvegunum og sverfa svo að
einstaklingum að stöðnun nær að
setjast að í hagkerfinu.
Stöðnunin tekur með sér langan
hala gjaldþrota svo að lokum stefnir
í „rogastans" (stagnflation), stöðn-
un með verðbólgu, þegar hjól at-
vinnulífsins hætta smám saman að
snúast.
— Við finnum fyrst fyrir því
að við lifum um efni fram, þegar
við verðum vör við að skattlagn-
ing er orðin neikvæð, byrjar að
bijóta niður kerfið og velta öllu
úr jafnvægi.
Sama niðurstaða verður upp á
teningnum ef „niðurfellingarleið-
inni“ er beitt af ríkisstjóminni gegn
verðbólgunni. Hún mun óhjákvæmi-
lega skapa ójöfnuð í kerfinu, sam-
fara þungri miðstýringu ríkisvalds-
ins. Hún mun kasta fyrir borð þeim
árangri sem hefur áunnist gegnum
þróun undanfarinna ára í átt til
fijáls markaðar og afnáms ríkis-
rekstrar og ríkishafta.
Það er einmitt þessi þróun sem
byggir sterkari grundvöll undir
þjóðarframleiðslu okkar og gerir
okkur kleift að standa betur að vígi
gagnvart öðrum iðnvæddum þjóð-
um ( vaxandi samkeppni á alþjóða-
vettvangi.
Á nýjuin vígstöðvum
Verðmætasköpun okkar er sett
í hættu með þróun mála í dag sem
einkennast af verðbólgu, halla á
ijárlögum og viðskiptum við útlönd
og nýjum fjáröflunarleiðum rfkisins.
Meðan þetta er að gerast er nýtt
vandamál í uppsiglingu. Fiskurinn
okkar á Bandaríkjamarkaði hríð-
fellur í verði og eftirspum minnkar.
Dýrkeyptur biti
Bandaríkjamarkaður hefur hing-
að til verið talinn okkar besti og
verðmætasti markaður erlendis fyr-
ir okkar fiskafurðir. Það væri mjög
alvarlegt mál ef við misstum hann
niður.
Náttúravemdaröfl og grænfrið-
ungar halda uppi mikilii áróðurs-
herferð í Bandaríkjunum og hafa
hvatt fólk til þess að sniðganga
íslenskar afurðir, vegna hvalveiða
okkar.
Nú benda flestar líkur til þess
að við séum að taka afleiðingunum
af þrákelkni og einblíni í hvalveiði-
málunum, sem getur reynst þjóðinni
dýrkeyptur biti.
Hran á þessum markaði getur
valdið meiriháttar efnahagslegu
tjóni hjá okkur og sett okkar bú-
skap úr jafnvægi. Búast má við
samskonar viðbrögðum hinum meg-
in Atlantshafsins.
Tími er kominn fyrir okkur að
skoða markaðsmálin með raunsæj-
um augum, og finna út hversu
þungt hvalurinn vegur í framtíð
okkar og velgengni.
Pétur Bjömsson
„Nú benda flestar líkur
til þess að við séum að
taka af leiðingunum af
þrákelkni og einblíni í
hvalveiðimálunum, sem
getur reynst þjóðinni
dýrkeyptur biti.“
— Allt þetta fyrir svo lítinn þátt
sem hvalveiðar eiga í þjóðarfram-
leiðslu okkar. —
Uppgjör, g'engisfelling’
Með fæðingu verðbólgu upp úr
seðlaprentun ríkisins, sem belgir