Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
21
* *
Olgan í Israel
Framtíð Vesturbakkans óljós
þrátt fyrir höfnun innlimnnar
YITZHAK Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, hafnaði alfarið
kröfum ýmissa harðlínumanna í
ísrael um að Vesturbakkinn yrði
innlimaður í ísraelsrikis. Framtíð
Vesturbakkans er hins vegar engu
ljósari en fyrr og engan veginn
hægt að segja fyrir um hvenær
mál hans skýrast. Af ísraels hálfu
eru þó hreinar línur um að Frelsis-
samtök Palestínu (PLO) munu þar
hvergi nærri koma, en Shamir
segir hins vegar að samningavið-
ræður við Palestinuaraba komi til
greina, svo framarlega sem full-
trúar PLO séu víðs fjarri.
„Staða Júdeu-Samaríu (Vestur-
bakkans) er opin til umræðu," segir
Shamir. „Við erum reiðubúnir til
þess að semja við Palestínuaraba,
við erum reiðubúnir til þess að semja
við Egypta og við erum reiðubúnir
til þess að semja við Jórdani." Þegar
Shamir talar á þessum nótum mætti
halda að þar færi „dúfa“ í herbúðum
Herut-flokksins, en hingað til hefur
Shamir og flokkur hans verið ræki-
lega til hægri í litrófí stjómmálanna.
Hemt-flokkurinn myndar Likud-
bandalagið ásamt Fijálslynda
flokknum, sem er nær miðju.
Reuter
Shimon Peres og Yitzhak Shamir
brosa breitt, en líklegt má telja
að þeir eigi eftir að sýna tenn-
urnar á annan hátt áður en geng-
ið verður til kosnina i nóvember.
Þegar Shamir útilokaði innlimum
Vesturbakkans létti mörgum Pa-
lestínumönnum og hófsömum ísrael-
um, sem óttuðust hið versta eftir að
Hussein Jórdaníukonungur varpaði
af sér allri ábyrgð og tilkalli til Vest-
urbakkans.
Innlimun stríðir gegn Camp
David-samkomulaginu
Shámir hefur undirstrikað að innli-
mun Vesturbakkans myndi stríða
gegn Camp David-samkomulaginu,
sem þeir Menachem Begin, þáver-
andi forsætisráðherra Israels, og
Anwar Sadat, þáverandi Egypta-
landsforseti, gerðu með sér árið 1978
ogtryggðu þannig frið milli ríkjanna.
í samkomulaginu var kveðið á um
heimastjóm Palestínuaraba til bráða-
birgða, en í kjölfar hennar áttu að
sigla viðræður um framtíð Vestur-
bakkans. Viðræður um fyrirkomulag
þessa hafa hins vegar siglt í strand
og til þessa hafa ísraelar sýnt málinu
lítinn áhuga, enda telja þeir sig
ómögulega geta misst Vesturbak-
kann af öryggisástæðum. Fari ísrael-
ar af Vesturbakkanum má benda á
að vegalengdin frá landamæmm
hans við ísraels til sjávar er ámóta
og frá Gróttu á Seltjamamesi til
Kópavogs, þannig að auðvelt væri
að slíta landið í tvennt, ef arabaríkin
gerðu árás á ísrael eina ferðina enn.
„ísrael hefur orð á sér fyrir að
standa við gerða samninga, við eram
trúir því sem við leggjum nafn okkar
við,“ segir Shamir. „Sá grannur sem
Camp David-samkomulagið byggist
á er hinn eini, sem við getum byggt
varanlegan frið á. Það sem lagt er
til grandvallar er sú staðreynd að
arabar og gyðingar búa hér saman
og að því verði ekki breytt."
Með því að halda sig við Camp
David samkomulagið, sem útilokar
innlimun Vesturbakkans, hefur
Shamir útilokað einn mögulegan far-
veg mála á svæðinu, en í raun er
framtíðin jafnmiklum myrkram hulin
og fyrr.
Hussein Jórdaníukonungur til-
kynnti Palestínaröbum það hinn 31.
júlí að hann hefði ekki frekari af-
skipi af Vesturbakkanum. Hins veg-
ar sagðist hann virða tilkall PLO til
þess að stofna þar sjálfstætt ríki
Palestínuaraba. Áfi Husseins, Abd-
ullah konungur, innlimaði Vestur-
bakkann í Jórdaníu eftir sjálfstæð-
isstríð ísraels árið 1948, en 1967
hemámu fsraelar hann í Sexdag-
astríðinu eftir innrás arabaríkjanna.
Jórdanir héldu þó áfram ýmsum op-
inberam rekstri með samþykki ísra-
ela.
Viðræður við Palestínu-
araba
Þrátt fyrir að Shamir fallist á við-
ræður við Palestínuaraba hefur hann
ekki látið uppi hvaða Palestínuaraba
hann á við, utan það að viðræður
við menn sem tengjast PLO á ein-
hvem hátt era ekki á dagskrá. Slíkar
viðræður kunna þvi að verða fjarlæg-
ar enn um sinn. Það getur þó verið
vísbending um að einhver breyting
verði þar á, að Shimon Peres, form-
aður Verkamannaflokksins og ut-
anríkisráðherra, hefur rætt við ýmsa
hófsama leiðtoga á Vesturbakkan-
um, sem telja má að hafi einhver
tengsl við PLO.
Kosningar verða í ísrael í nóvem-
ber næstkomandi og er kosninga-
skjálfta þegar farið að gæta. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum hefur
Likud-bandalag Shamirs sótt mjög á
að undanfömu og er það rakið til
ákveðinnar afstöðu þess til Intifada.
Verkamannaflokkur Peresar hefur
hins vegar verið mun óákveðnari í
afstöðu sinni og sýnt vilja til samn-
ingaviðræðna við Palestínuaraba, en
það virðist hafa bitnað mjög á flokkn-
um.
Enn um sinn virðist framtíð Vest-
urbakkans því hanga í lausu lofti og
má telja líklegt að á því verði engin
breyting fyrir kosningar, ef þá.
A.M.
Byggt á viðtali breska blaðsins Obs-
ervervið Yitzhak Shamir.
Gaza-svæðið:
Barsmíðar skipuleffar?
Gaza. Dailv Teleirranh. ^ ^
Gaza, Daily Telegraph.
AÐ SÖGN starfsmanna Samein-
uðu þjóðanna á Gaza-svæðinu hafa
ísraelskir hermenn niðurlægt og
stundað reglubundnar barsmíðar
á Palestínuaröbum á Gaza-svæð-
inu. Undanfarnar tvær vikur hafa
hermennimir farið inn í flótta-
mannabúðir og íbúðarhverfi á
Gaza-svæðinu, þar sem þeir hafa
veist að flóttamönnunum — jafn-
vel þannig að menn hafa bein-
brotnað fyrir vikið. Að sögn tals-
manns ísraelshers hafa engar
breytingar orðið á afstöðu her-
stjórnarinnar til barsmíða.
Hjálparstofnun Sameinuðu þjóð-
anna, sem starfrækir búðir, skóla og
sjúkrahús á Gaza-svæðinu hefur lát-
ið í ljós áhyggjur sínar við ísraels-
stjórn vegna barsmíðanna.
Ahrifa Intifada far-
>
ið að gæta í Israel
Tel Aviv, Reuter.
ÞEGAR Palestínuarabar hentu
benzínsprengjum ofan af þaki
verslunarmiðstöðvar í Tel Aviv f
júní siðastliðnum óttuðust margir
Israelar að Intifada — uppreisn
Palestínuaraba — hefði breiðst út
af hernumdu svæðunum og inn til
ísraels. Handsprengja, sem særði
25 manns f hafnarborginni Haifu
á laugardaginn var, styrkti það
álit margra að hin átta mánaða
langa uppreisn væri einnig háð
innan ísraels.
Stjómmálamenn og yfirvöld hafa
reynt að draga úr ótta þessum. „Vita-
skuld era dæmi þess að upp komi
tilvik þar sem þjóðemiskennd býr að
baki, en þau era óskild og koma upp
hér og þar,“ segir lögreglustjórinn í
Tel Aviv, Yigael Marcus.
Tel Aviv er höfuðborg ísraels í
flestu tilliti nema hinu opinbera, en
opinberlega er Jerúsalem höfuðborg
ríkisins. Erlend ríki neita þó lang-
flest að viðurkenna Jerúslem sem
höfuðborg og era sendiráð erlendra
ríkja því í Tel Aviv.
Borgin og nágrannabyggðarlög
hennar era stærsti borgarkjarni ísra-
els og í raun miðpunktur Israelsrík-
is. Þar er menningarlífið blómlegast
og athafnalífíð sömuleiðis. Borgin
var stofnuð fyrir tæpum 80 áram
og var fyrsta borgin á seinni tímum,
sem einungis var byggð gyðingum.
Enginn særðist í sprengjukastinu
í júní, en sprengjunum var varpað
niður í hliðargötu. Síðan hefur lög-
reglan í Tel Aviv haft afskipti af
meira en fjöratíu málum, sem relqa
má til stjómmálaskoðana, og hafa
þau aldrei verið jafnmörg á svo
sköjnmu tímabili.
Átök araba og gyðinga hafa auk-
ist að undanfömu. Þrír arabar létust
af völdum fkveilq'u, fimm arabar vora
barðir illilega, reynt var að drekkja
ísraelskum dreng og íkveikjur og
gijótkast hafa verið tíðar.
Að auki hefur veggjakrot, þar sem
hakakrossar og slagorð til stuðnings
Frelsissamtökum Palestínu (PLO)
era fyrirferðarmest, aukist svo mjög
að borgaryfirvöld hafa sett á laggim-
ar sérstakan flokk borgarstarfs-
manna, sem einungis sér um að
hreinsa slagorðin.
Sumar aðgerðir ísraela virðast til
þess eins fallnar að niðurlægja Pal-
estínuaraba. Þannig hafa þeir t.a.m.
verið neyddir til þess að hreinsa göt-
ur með höndunum einum. í annað
skipti var hópur karla látinn hrópa:
„Lengi lifi Shamir!" (forsætisráð-
herra ísraels) á hebresku og áður
en hópnum var sleppt vora þeir, sem
einhvem mótþróa sýndu, valdir út
og þeir slegnir eða í þá sparkað.
Um 190 manns hafa leitað til
sjúkrahúsa á Gaza-svæðinu undan-
famar vikur vegna meiðsla, sem þeir
segjast hafa hlotið af völdum ísraels-
hers.
Starfsmenn hjálparstofnunarinnar
segjast hafa af því áhyggjur að ísra-
elsher hafi nú tekið upp þá stefnu
að beija skipulega á Palestínuaröb-
um. Undanfama átta mánuði hafa
borist fregnir af einstökum barsmíð-
um, en slíkt hefur verið rakið til ein-
stakra hermanna frekar en að þeir
hafi fyrirskipanir um slíkt.
Yosef Harish, ríkissaksóknari
ísraels, krafðist þess í febrúar að
yfírstjóm hersins gerði hermönnum
sínum ljóst, að bannað væri að beija
á mótmælendum eftir að þeir væra
handteknir eða að beita valdi til þess
að refsa þeim eða niðurlægja. Þá
höfðu fregnir borist um að ísraelskir
hermenn beittu barsmíðum í auknum
mæli í viðureign sinni við Palestínu-
araba.
EF EKKI... M GETURDU MISSIAF
SPORTBÍL OG SPÍTTBÁT
Gerið verðsamanburð
Vetrartískan frá m.a.:
Roland Klein - Burberry -
YSLo.fl.
Búsáhöld - leikföng
- sælgæti - jólavörur o.fl.
Rr. 190.- (ánburðargjalds)
B. MAGNUSSON HF.
HÓLSHRAUNt 2 - SlMI 52866
1 klst.= 50 kr.
Breytingum á stöðumælum
er nú lokið. Nú kostar
klukkutíminn 50 krónur.
Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar