Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. AGUST 1988
Gandhi á slysstað
Tala látinna af völdum jarðskjálfta, sem varð á sunnudag í
Nepal og indverska sambandsríkinu Bihar, virðist ekki eins há
í Bihar og menn óttuðust í fyrstu. Er talið að 165 manns hafi
týnt lífi í ríkinu en hins vegar fer fjöldi fórnarlamba í Nepal
sífellt vaxandi og telja þarlendir embættismenn mögulegt að
meira en þúsund Nepalbúar hafi farist. Engar fregnir hafa
enn borist frá mörgum afskekktum þorpum í hlíðum Himalaja-
fjalla og það gætu liðið allt að tvær vikur þar til hægt verður
að meta tjónið í öllu landinu. í bænum Dhankuta í Nepal, sem
er nær alveg í rúst, sofa hundruð manna undir berum himni
af ótta við fleiri jarðskjálfta og vegna skorts á tjöldum. íbúar
segja að skortur sé á vatni í bænum. Verð á matvælum hefur
rokið upp úr öllu valdi og matarbirgðir, sem stjórnvöld hafa
lofað að verði sendar á staðinn, eru enn ókomnar. Á mynd-
inni sést Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, ræða við
fómarlömb jarðskjálftans í bænum Darbhanga í norðurhluta
Bihar á mánudaginn.Á innfelldu myndinni virðir íbúi i nep-
ölsku borginni Bhaktapur fyrir sér skemmdirnar á húsinu þar
sem hann bjó.
Reuter
George Bush efast ekkí
um hæfni Dan Quayle
Chicago, Reuter.
GEORGE Bush, forsetaefni
Repúblikanaflokksins, ávarpaði
næststærstu samtök fyrrverandi
hermanna í Bandarikjunum í
fyrradag. í ræðu sinni vísaði
Bush á bug ásökunum á hendur
varaforsetaefni flokksins, Dan
Quayle, þess efnis að hann hefði
notfært sér aðstöðu sína til að
komast undan herþjónustu í Víet-
nam með því að ganga í Þjóð-
varðliðið árið 1969.
„Á þeim tíma sem Dan Quayle
gekk í Þjóðvarðliðið var skortur á
mönnum þar. Hann gerði því skyldu
sína með því að láta skrá sig en
nú liggur hann undir eindregnum
ásökunum fyrir að hafa gert skyldu
sína,“ sagði Bush. „Það er annað
sem segir alla söguna um Quayle;
hann fór ekki til Kanada," bætti
hann við. Sú athugasemd hans féll
í góðan jarðveg á fundinum. Al-
gengt var að ungir menn færu til
Kanada til að komast hjá því að
verða sendir til Víetnam.
Bush endaði ræðu sína á því að
segja að hann væri stoltur af vara-
forsetaefni sínu. „Hann brenndi
ekki herkvaðningabréf sitt né held-
ur bandaríska fánann eins og svo
margir gerðu til að mótmæla
stríðinu í Víetnam. Ég er hreykinn
af að hafa valið hann sem varafor-
setaefni mitt,“ sagði Bush.
Þær dylgjur, að Quayle hafi kom-
ið sér undan herþjónustu með því
að ganga í þjóðvarðliðið, hafa varp-
að skugga á kosningabaráttu Bush,
sem samkvæmt nýjustu skoðana-
könnunum hefur 9% meira fylgi en
keppinautur hans, Michael Dukakis.
Quayle ávarpaði fund fyrrverandi
hermanna í fyrrakvöld, eða nokkr-
um klukkustundum á eftir Bush.
Þar hélt hann því fram að hann
hefði ekki beitt áhrifum til þess að
fá inngöngu í Þjóðvarðlið Indian-
aríkis. Það hefði verið skortur á
mönnum í liðið bæði áður og eftir
að hann sótti um.
Samkvæmt könnun Reuters-
fréttastofunnar kysu leiðtogar ríkja
í .rómönsku Ameríku og Afríku í
aðalatriðum Michael Dukakis sem
forseta í stað George Bush. Þessu
er hins vegar öfugt farið hjá ráða-
mönnum í Vestur-Evrópu og Aust-
ur-Asíu. Þeir standa nokkuð jafnt
að vígi í Miðausturlöndum en Bush
virðist þó njóta örlítið meira fylgis
meðal Araba og Gyðinga en Bush.
Sovézkir fréttáskýrendur hafa hins
vegar sagt Dukakis betri kost.
Blaðið Des Moines Register, sem
er stærsta dagblað í miðvesturríkj-
um Bandaríkjanna, skoraði í gær á
George Bush að losa sig við Dan
Quayle sem varaforsetaefni. Blaðið,
sem talið er óháð stjómmálaflokk-
um í skoðunum, sagði að deilumar
um veru hans í Þjóðvarðliðinu ýðfu
upp gömul sár tengd Víetnamstríð-
inu og ættu eftir að draga athyglina
frá kosningamálunum.
Rógtungur í Nígeríu:
Forsetinn sagður
hafa skotið ráðherra
Ráðherrann ber orðróminn til baka
Lagos, Reuter.
DAGBLAÐ stjórnarinnar í
Nígeríu, Daily Times, birti á
mánudag viðtal við varnar-
málaráðherra landsins til að
kveða niður orðróm þess efnis
að ráðherrann hafi látist í skot-
bardaga við forseta landsins,
Ibrahim Babangida, hershöfð-
ingja.
„Þessi orðrómur er neyðarlegur
fyrir mig og ríkisstjómina," sagði
ráðherrann, Domkat Bali, hers-
höfðingi, í viðtali við dagblaðið.
Bali hefur verið haltur síðan í
borgarastyijöldinni í Nígeríu á
ámnum 1967-70. Hann gekkst
nýlega undir uppskurð í Vestur-
Þýskalandi þegar þetta gamla
mein tók sig upp. Orðrómur um
að forsetinn hefði drepið ráðherr-
ann í skotbardaga komst þá á
kreik. Ráðherrann brá því á það
ráð að láta birta við sig viðtal í
dagblaði stjómarinnar til að binda
enda á frekari Gróusögur.
Babangida komst til valda í
Nígeríu árið 1985. Auk þess sem
Bali gegnir embætti vamarmála-
ráðherra í stjóm Babangida er
hann æðsti yfirmaður hersins í
Nígeríu.
TJULLUM OG TJEIÁ
SPORTBÍL OG SPÍTTBÁT