Morgunblaðið - 24.08.1988, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
JKwgiiiiIiIjifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur SigtryggSson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Frjálsræði
jafngildir velmegun
Umræður um efnahags-
mál og úrræði í þeim eru
líklega meiri, almennari og
líflegri hér á landi en í flestum
öðrum ríkjum. Er næsta fág-
ætt að þessi mikilvægi mála-
flokkur sé jafn yfirgnæfandi
í stjómmálaumræðum. Hve
erfiðlega okkur gengur að
komast að einni niðurstöðu
um hvaða leiðir sé skynsam-
legast að fara til að ná hér
hæfilegu jafnvægi í efna-
hagslífínu bendir eindregið til
þess, að vangaveltumar beri
ekki alltaf þann árangur sem
að er stefnt. Allir hafa það
yfírlýsta markmið að bæta
kjörin og sjá til þess að at-
vinnufyrirtækin séu rekin á
heilbrigðum grunni. Enginn
vill auka þenslu, erlenda
skuldasöfnun á að takmarka,
efla á innlendan spamað,
spoma gegn verðbólgu,
styrkja verðgildi krónunnar
°g tryggja fulla atvinnu.
Markmiðum velferðarþjóð-
félagsins á ekki að fóma og
stuðlað skal að ftjálsræði, þar
sem framtak einstaklinga fær
að njóta sín.
Um þessi markmið eru
menn sammála. Helst er deilt
um frjálsræðið. Forsjá ríkis-
ins er þó alls staðar á undan-
haldi; jafnt í Burma sem Sov-
étríkjunum. Sýnist sú skoðun
engu að síður eiga nokkum
hljómgmnn enn hjá okkur,
að kannski sé lausnarorðið
að fínna í því að stjóma efna-
hagskerfínu „með handafli"
eins og það er orðað, það er
með aukinni opinberri íhlutun
í stórt og smátt. Hafa hug-
myndir um slíkt sett töluverð-
an svip á umræður um úr-
ræði gegn þeim vanda, sem
nú er við að etja í stjóm-
málum og eftiahagsmálum.
Þegar afstaða er tekin til
slíkra meginatriða, má sú
staðreynd ekki gleymast, að
þeim mun meira sem frjáls-
ræðið hefur orðið því meiri
efnahagsleg velmegun er í
landinu. Hafta- og skömmt-
unarkerfi hefur hvergi skilað
jafngóðum eða betri árangri
en frjálsræði. Þvert á móti
segir sagan okkur, að þeim
mun meiri sem opinbera
stjómin er því meiri vand-
ræði, fátækt og örbirgð.
Nefnd sú sem ríkisstjórnin
skipaði til að veita ráð í efna-
hagsmálum hefur nú skilað
tillögum sínum. Áður en þær
liggja ljósar fyrir er ekki unnt
að taka afstöðu til einstakra
atriða þeirra. Meginniður-
staða nefndarinnar kemur
ekki á óvart, sem sé sú að
við lifum um efni fram. At-
vinnulífíð stendur ekki undir
þeim byrðum, sem á það hafa
verið lagðar. Vinnuafl er svo
dýrt, að fyrirtæki fá ekki þær
tekjur á mörkuðum erlendis,
sem duga til að standa undir
kostnaði við það. Jafnframt
em peningar orðnir of dýrir
fyrir veikbyggð fyrirtæki.
Þegar þessi niðurstaða
nefndarinnar liggur fyrir á í
fyrsta lagi eftir að koma í
Ijós, hvort stjómmálamenn-
imir, þeir sem við höfum ko-
sið til að fara með mál okk-
ar, séu sammála forsendum
og niðurstöðum nefndarinn-
ar. Þá eiga forystumenn
öflugra almannasamtaka eft-
ir að segja álit sitt. Loks er
nauðsynlegt að ná sem
víðtækastri samstöðu um
leiðir til að snúa vörn í sókn.
Það verður þyngsta þrautin,-
Sagan og hinar stöðugu um-
ræður um efnahagsmál sýna
okkur, að hér er ekki nema
að öðmm þræði um lögmál
efnahagslífsins að tefla, kenj-
ar stjómmálalífsins, barátta
stjómmálamanna og tog-
streita hagsmunaafla vega
ekki síður þungt og stundum
þyngra, þegar á hólminn er
komið.
í glímunni við stundar-
vanda er mikilvægt að missa
ekki sjónar á því, sem mestu
skiptir, þegar til lengri tíma
er litið. Engin rök hníga að
því, að íslensk efnahagsstarf-
semi skilaði betri árangri, ef
hún yrði hneppt í meiri opin-
berar viðjar og klukkan yrði
færð til baka. Eins og áður
sagði hefur hagur þjóðarinn-
ar batnað jafnt og þétt með
auknu frjálsræði. Við þá stað-
reynd ættu menn að staldra
nú þegar þeir velta fyrir sér
efnahagsúrræðum og leiðum
út úr alvarlegum vanda.
Skattur á vaxtatekjur myndi minnka sparnað, segja forráðamenn verðbréfasjóða.
Skattur á vaxtatekjur
aði vexti og minnkaði s
Varhugavert að ráðast sífellt á sparifjáreigendur, segir Pét
SKATTUR á vaxtatekjur væri
fráleitur við núverandi aðstæð-
ur, að mati forráðamanna verð-
bréfasjóða sem Morgunblaðið
ræddi við í gær. Við gerð tillagna
um efnahagsaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar hefur sú hugmynd
aftur skotið upp kollinum að
heimta skatt af vöxtum til jafns
við aðrar tekjur. Þær röksemdir
sem helst eru taldar mæla gegn
skattlagningu vaxtatekna eru
þær að innlendur sparnaður
myndi minnka, vextir hækka og
telgur ríkissjóðs verða sáralitlar
þrátt fyrir mikla fyrirhöfn.
Ávöxtun sparifjár er einn fárra
tekjustofna ,sem eru undanþegnir
skatti. Þó er höfuðstóll verðbréfa
skattlagður. Á hann leggst 1% eign-
arskattur. Engar tölur liggja fyrir
um hugsanlegar tekjur ríkissjóðs
af skattlagningu vaxtatekna. Að
mati Sigurðar B. Stefánssonar
framkvæmdastjóra Verðbréfa-
markaðar Iðnaðarbankans yrði hér
aðeins um nokkra tugi milljóna
króna að ræða á ári.
Stjómvöld í öðmm löndum hafa
gjaman lagt skatt á vexti þegar
innlendur spamaður hefur þótt
keyra úr hófi. Nýleg dæmi um þetta
em Danmörk, Vestur-Þýskaland og
Japan. Hér á landi em aðstæður
gjörólíkar. Innan við tíu prósent
þjóðarframleiðslunnar, sem nemur
270 milljörðum, em bundin í verð-
bréfum. í Danmörku vom aðstæður
á hinn bóginn þær að innlán banka
vom jöfn þjóðarframleiðslunni en
verðbréfaeign þreföld sú upphæð.
„Menn hljóta að hugsa sig um
tvisvar áður en þeir leggja skatt á
vexti, því hann getur haft ófyrirsjá-
anleg áhrif á spamað," sagði Sig-
urður.
„Það verður að teljast varhuga-
vert af ráðamönnum sem eiga að
heita ábyrgir að vera sífellt að ráð-
ast á sparifjáreigendur. Tala um
að lánskjaravísitalan sé af hinu illa,
vextir of háir, fjármögnunarfyrir-
tækin „ófreskjur" og „grár markað-
ur“. Menn ættu heldur að stuðla
að almennu trausti á sparnaði til
mótvægis við hættulega erlenda
skuldasöfnun þjóðarinnar," sagði
Pétur Blöndal framkvæmdastjóri
Kaupþings.
Hópur innan ráðuneyta fjármála
og viðskipta hefur kannað skatt-
lagningu vaxtatekna með hliðsjón
af öðmm tekju- og eignasköttum.
Sá skilningur hefur verið lagður í
þetta mál að slíkur skattur geti
orðið eitt af næstu skrefunum í
endurskoðun skattkerfisins.
Að sögn Bolla Þórs Bollasonar
efnahagssérfræðings fjármálaráðu-
neytisins hefur aldrei verið reiknað
með því að tekjur af þessari skatt-
Lykilat
verðból
- segir Vilhjálmur
„ÞAÐ er lykilatriði að taka fóðrið
frá verðbólgunni," sagði VO-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
Há laun eru ekki or-
sök efnahagsvandans
- segir Magnús L.
„Ég trúi ekki fyrr en á reynir að
bjarga eigi efnahagsmálum þjóð-
arinnar með því að skerða laun
þeirra sem hafa á ndlli 38.000 og
55.000 krónur á mánuði f laun.
Ég held að enginn geti með fullri
sanngimi haldið því fram að þessi
laun séu orsök þess efnahags-
vanda sem við búum við,“ sagði
Magnús L. Sveinsson formaður
Verslunarmannafélags
Reykjavíkur.
Magnús sagði að hin gífurlega
flárfesting í verslunarhúsnæði á und-
anfömum ámm sýndi að kaupsýslu-
menn hafí haft úr miklu fjármagni
að spila til annarra hluta en launa-
greiðslna. Magnúsi leist illa á það
ef nú ætti að bjarga offjárfestingu
Sveinsson
þeirra með því að skerða laun versl-
unarfólks.
Ennfremur sagði Magnús að á
sama tíma og hugmyndir um kjara-
skerðingu skjóta upp kollinum þá
sækjast mörg verslunarfyrirtæki eft-
ir lengdum opnunartíma sem hefur
í for með sér auknar yfirvinnugreiðsl-
ur. Það væri því ljóst að orsök þeirra
erfíðleika sem steðja að þessum fyrir-
tækjum'væm ekki launaliðimir.
„Niðurfærsluleiðin getur vel komið
til greina og mér fínnst sjálfsagt að
kanna allar leiðir áður en farið er út
í gengisfellingu, því hún bitnar ekki
síst á þeim sem lægstu launin hafa,“
sagði Magnús. „Það verður að skoða
málið í víðara samhengi með tilliti
til þeirra sem em á þessum lágu laun-
atöxtum. Því má ekki gleyma að á
sama tíma og þessir lágu taxtar
hafa verið í gildi hefur stór hluti
vinnuveitenda ákveðið miklu hærri
laun. Það hafa þeir varla gert nema
vegna þess að þeir treystu sér til
þess. Hafí þeir gengið of langt verð-
ur að skoða það dænii áður en laun
þess fólks sem vinnur eftir töxtum
er skert.
Um möguleikann á því að kaup-
hækkun sem, taka á gildi 1. septem-
ber, falli niður, sagði Magnús að þar
væri um beina kjaraskerðingu að
ræða. „Versliinarfólk sem hefur á
bilinu 38—55.000 krónur á mánuði
má ekki við neinni launaskerðingu.
Það er ekki réttlætanlegt, þó erfið-
leikar steðji að, að skerða laun þessa
fólks," sagði Magnús L. Sveinsson,
formaður Verslunarmannafélags
Reykjavíkur.