Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 Metaðsókn að Verkmenntaskólanum: 30 nemendur í sum- um bekkjardeildum Metaðsókn er nú að Verkmenntaskólanum á Akureyri og nálg- ast nemendur í dagskóla nú 900, sem er rúmum hundrað nemend- um fleira en í fyrra. Nemendur öldungadeildar verða á bilinu 130 til 150, en innritun öldunga stendur enn yfir. Verkmenntaskólinn verður settur í Akureyrarkirkju klukkan 10.00 fimmtudaginn 1. september og kennsla hefst mánudaginn 5. september. Baldvin Bjamason skólameist- ari sagði í samtali við Morgun- blaðið að reynt yrði að koma öllum umsælqendum fyrir í skólanum og væru bekkjardeildir yfirsetnar. „Hingað til hefur talan 25 verið heilög tala hvað varðar fjölda nem- enda í einni bekkjardeild, en nú er svo komið að í vetur verða allt að 30 nemendur í sumum bekkjar- deildana. Verst kemur þetta niður á þeim sem sóttu um Menntaskól- ann og Verkmenntaskólann til vara. Þegar svo kom á daginn að MA hafði ekki pláss fyrir þá, vor- um við hjá VMA búnir að fylla öll okkar pláss og krakkamir lentu eiginlega á milli skers og bryggju. Af því leiðir að við höfum einfald- lega þurft að ijölga í bekkjardeild- unum þó stofumar séu alls ekki byggðar fyrir svo marga. Góðar horfur em á því að skólinn geti hýst alla þá sem sótt hafa um þó svo að við höfum ekki fengið einn einasta fermetra að auki frá því við höfðum til umráða í fyrra. Því verður einfaldlega að lengja vinnu- dag kennara og nemenda." Sorphreinsunarmenn: Fá hækkaðan bónus og lækkaðan starfsaldur Frá slysstað við Baldursheim. Morgunblaðið/Rúnar Þór UNDIRRITAÐUR hefur verið endurskoðaður samningur um kaup- aukakerfi við sorphreinsun hjá Akureyrarbæ milli kjarasamninga- nefndar Akureyrarbæjar og verkalýðsfélagsins Einingar. Fj’órir á spítala eftir bflveltu FJÓRIR voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri i gær eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi við býlið Baldursheim i Arnarneshreppi. Nýi samningurinn er nánast með sama sniði og áður og gerir hann ráð fyrir sama starfsmanna- fjölda og áður, fimm sorphreinsun- armönnum og einum bílstjóra. Kaupaukinn, sem reiknaður var á laun sorphreinsunarmannanna, gerði ráð fyrir 31%, en nú er gert ráð fyrir að viðmiðunin hækki upp í 35%. Á móti lækkar starfsaldur- sviðmiðunin um sex ár. Hún var áður tólf ár, en fer niður í sex ár. „Kaupaukinn er reiknaður af ákveðnum taxta verkalýðsfélags- ins Einingar. Við hækkum bónus- prósentuna og lækkum starfsald- urinn þannig að þetta kemur svip- að út og áður. Verið var fyrst og fremst að færa kjarasamning sorphreinsunarmannanna til þess horfs sem kjarasamningur Eining- ar er í dag,“ sagði Karl Jörunds- son starfsmannastjóri Akureyrar- bæjar í samtali við Morgunblaðið. Reiknað er með að kaupaukinn greiðist á 22 daga í mánuði til sex manna. Fimm þeirra fá tíu tíma á Hljóðbylgjan Dagskrá um Kiss Útvarpsstöðin Hljóðbylgjan gengst fyrír dagskrá um þunga- rokkhljómsveitina Kiss í kvöld milli kl. 20 og 24. Hljómsveitin er væntanleg til landsins 30. þessa mánaðar til tónleikahalds. Það eru dagskrárgerðarmennim- ir Pétur Guðjónsson og Snorri Stur- luson sem sjá um kynninguna en þeir eru miklir áhugamenn um tón- Iist hljómsveitarinnar. dag og bílstjórinn ellefu tíma. Ef tímum þeirra fjölgar umfram þetta, skiptist kaupaukinn á fleiri tíma og lækkar þar með. Ef aftur á móti sorphreinsunin gengur vel, geta tímamir orðið færri og kaup- aukinn þar með meiri. Tímakaup sorphreinsunarmanna er 259,45 krónur. Kaupaukinn gefur hins- vegar þetta 18 til 20 þúsund krón- ur á mánuði, að sögn Karls. Húsavík. Af verklegum framkvæmd- um á vegum Húsavíkurbæjar á Morgunblaðið/Silli Unnið við vegagerð frá Þorvalds- staðaá að Miðfjöru. Óhappið varð um klukkan 15.40 og fór þá sjúkrabifreið á slysstað. Bíllinn, sem var af gerðinni Volks- wagen Passat, hafði farið út af veginum og farið þar tvær veltur. Bíllinn er gjörónýtur. Sex manns voru í bílnum, hjón og fjögur böm. þessu árí eru mestar fram- kvæmdir við Húsavíkurhöfn og er áætlað að vinna í ár fyrir um 43 milljónir króna. Verkið hófst með vegagerð neð- an bakka frá Þorvaldsstaðaá, út Stangabakkafjöru að Búðará, eða þar sem við taka hafnarmann- virkin í Miðfjöru. Vegur þessi er um leið sjóvarnargarður til að hindra sjávarrof úr bakkanum, en farið hefur að bera á því undanfar- in ár. Aðalframkvæmdin er breikkun Norðurgarðs, sem nú er aðalat- hafnasvæði við afgreiðslu vöru- flutningaskipa og geymsla vöm- gáma. Framan við núverandi garð er ekið stórgrýti, sem verður und- irstaða breikkunar á garðinum og jafnframt brimbrjótur fyrir höfn- ina. Verkið hefur gengið vel í sumar undir stjóm Guðmundar Hjartar- sonar verkstjóra hjá Vitamála- skrifstofunni. Þetta er fyrsti áfangi af þremur, sem áformaðir em við endurbyggingu á Norður- garði. - Fréttaritari Ökumaður slapp ómeiddur ásamt einu barnanna í aftursæti, en hin fjögur vom flutt í sjúkrahús. Kon- an, sem sat í framsæti, kenndi meins í hálsi og í baki og eitt bam- ið, sem er 9 ára gamalt, fékk höfúð- högg og skurð við það, að sögn Spænska fjöllistafólkið, sem skemmt hefur í Reykjavík und- anfarna daga, er nú að færa sig norður og heldur sýningar á Akureyri dagana 25.-31. ágúst. Fyrstu listamennimir komu í bæinn í gær á bflum sínum og var þá meðfylgjandi mynd tekin. Hóp- urinn ætlar að slá upp sýningar- Felixar Jósafatssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Hin bömin sem fóm í sjúkrahúsið reyndust lítið meidd. Aðstæður em allar mjög góðar á þeim kafla er óhappið varð, vegur- inn beinn og lagður bundnu slit- lagi, að sögn Felixar. Hjónin í fram- sætunum vom bæði í bílbeltum. tjaldi sínu fyrir framan Samkomu- hús Akureyringa og verða sýningar þar haldnar klukkan 20.00 á virkum dögum og klukkan 20.00 og 15.00 um helgar. Fyrsta sýningin fer fram annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.00. Á myndinni em þau Zemg- anno, Alesc, Ziska, Michel og Brig- itte, en þau kalla sig The Flying Trampers. Hafnarframkvæmdir á Húsavík Unnið fyrir 43 milljónir í ár Spænski sirkusinn sýnir á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.