Morgunblaðið - 24.08.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
29
Vogar:
Skrifstofur flytja í
þjónustumiðstöðina
Vogum.
SKRIFSTOFUR Vatnsleysu-
strandarhrepps fluttu nýlega í
nýtt húsnæði í þjónustumiðstöð-
ina að Iðndal 2 i Vogum. í að-
stöðu sveitarfélagsins verða al-
menn afgreiðsla, skrifstofur
byggingaf ulltrúa og sveitar-
stjóra, fundarsalur og bókasafn.
í þjónustumiðstöðunni verða
einnig heilsugæsla og banki auk
matvöruverslúnar Kaupfélags
Suðurnesja, sem þegar er tekin
til starfa.
Vilhjálmur Grímsson sveitarstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þessi breyting á húsnæði sveitar-
félagsins hefði aldrei komið til nema
vegna þess að þetta var hluti af
stærra dæmi sem verið var að leysa.
Vilhjálmur Grímsson sveitarstjóri, Kristín Kristjánsdóttir, Brynhildur Morgunbiaðið/Ejjóifur M. Guðmundsson
Jónsdóttir starfsfólk á skrifstofu og Omar Jónsson oddviti í nýja
húsnæðinu.
Þjónustumiðstöðin í Vogum.
Það lá fyrir á haustdögum að kaup-
félagið myndi missa húsnæðið sem
verslunin hafði á leigu 'vegna þess
að eigandinn þurfti að nota það
undir eigin starfsemi og það lá eng-
in lausn fyrir hvemig þessi mál
ættu að vera hér í byggðarlaginu.
Þá kom upp sú hugmynd að byggja
þjónustumiðstöð og það dæmi gekk
upp með því að hreppurinn kæmi
hér inn í það húsnæði sem hann
hefur nú í félagi við aðra sem hér
verða.
Vilhjálmur Grímsson sagði að
það yrði síðan að koma í ljós hvem-
ig þetta reynist, en hann telur þetta
til framfara fyrir byggðarlagið. „Ég
vona svo sannarlega að íbúamir
kunni að meta þetta og að þjónustu-
miðstöðin eigi eftir að lífga upp á
mannlífíð í byggðarlaginu,“ sagði
Vilhjálmur. _ EG
SELENA
ÚTVÖRP
Mjög næm tæki fyrir
rafhlöður og 220 W.
* FM
* LW
* MW
* 5 stuttbylgjur.
Bifreiðar og
landbúnaðarvélar hf.
Ármúia 13,
Suðurlandsbraut 14.
Sími 681200.
SÓA/U800 OG900ERU NÚ EINNIG FÁANLEGIR
MEÐ HEFÐBUNDNUM SKRUFUBÚNADI
Bátasmiðja Guðmundar eykur enn á fjölbreytni Sóma bátanna. Sómi 800 og Sómi
900 sem til þessahafaverið með hældrifi eru nú einnig fáanlegirmeð hefðbundnum
skrúfubúnaði (skv. einkaleyfi Jóns Gíslasonar) allt eftir óskum kaupenda.
Aflið nánari upplýsinga hjá Bátasmiðju Guðmundar, Hafnarfirði.
hÁTA-
SMIÐJA
ATHUGIÐ AÐ NUNA ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ PANTA BÁT FYRIR NÆSTU
VERTÍÐ.
J5UÐWUNDAR
eyrartröð 13
P.O. BOX 82
221 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 50818 & 651088
C
0PNA 0LÍS & BP GOLFMÓTIÐ
fer fram í Grafarholti 27. og 28. ágúst.
Lelknar verða 36 holur. Keppt verður í karla og kvennaflokkl án forgjafar og allir keppendur í
elnum forgjafarflokki. Ræslng hefst kl. 8 báða dagana. Þátttökugjald er kr. 1.500.-
1. verðlaun: Blkar, Hoenson relðhjól og golf-
boltar.
2. verðlaun: Bikar, grlll og golfboltar.
3. verðlaun: Blkar, grlll og golfboltar.
Allir keppendur fá glæsilegan gjafapakka.
Aukaverðlaun verða fyrir að vera næstur holu á
tvelmur höggum í 18. holu: Ferðaútvarpstæki.
Síðastliðið ár var uppselt, trygglð ykkur pátttöku og rástíma í golfskálanum í Graf arholti i síma 8 28 15.