Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 35 Nýr flugvélahreyfill „frumsýndur“ á Islandi ÍSLENDINGAR fengu fyrstir Evrópubúa að líta eigin augum nýjustu tækni í þróun farþega- flugvéla á Keflavíkurflugvelli sl. sunnudag. Tækniundrið er flug- vél af gerðinni McDonnell Dougl- as MD-8I, sem er búin nýrri gerð flugvélahreyfils, General Electr- ic „Unducted Fan“ (UDF) skrúfu- hverfli öðrum megin og venju- legum þotuhreyfli hinum megin. Þessi nýja gerð hreyfils samein- ar kosti þotuhreyfilsins og loft- skrúfunnar og sem dæmi um eldsneytisnotkun mun framtíðar- flugvél knúin tveimur UDF- hreyflum (McDonnell Douglas MD-92) nota innan við helming af því sem Boeing 727 200 notar. Nýi hreyfillinn er ennfremur tal- inn mun hljóðlátari en þotu- hreyflarnir sem knýja farþega- flugvélar í dag. Viðkoma sýningarflugvélar McDonnell Douglas og General Electic á Keflavíkurflugvelli er sögulegur atburður því þetta er í fyrsta sinn sem flugvél þessi er sýnd almenningi, en hún er nú á leiðinni á alþjóðaflugsýninguna í Famborough í Bretlandi, sem hefst 4. september nk. Aðstandendur nýju flugvéla- tækninnar, McDonnell Douglas og General Electric, héldu kynningar- fund í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sl. sunnudag fyrir fulltrúa Flug- málastjómar, flugfélaganna og fjöl- miðla þar sem þeir gerðu grein fyr- ir tilraunum sínum í máli og mynd- um. General Electric-hreyfíllinn er sá fyrri af tveimur „Ultra High By- pass“-hreyflum sem verða reyndir á MD-81-þróunarvélinni, en í haust hefjast tilraunir með hreyfil sem fyrirtækin Pratt & Whitney og Alli- son hafa hannað í sameiningu. Þessir hreyflar eru hannaðir utan um háþróaðan hverfílkjama sem er framan við tvær raðir af breiðum og sveigðum loftskrúfublöðum sem snúast í gagnstæðar áttir. Hreyfl- amir em með það sem kallast mjög hátt framhjáhlutfall, eða „Ultra High Bypass Ratio“, en það er hlut- fall lofts sem streymir í gegnum hverfilkjamann og loftið sem streymir í gegnum spaðana. í full- komnum þotuhreyflum sem em í notkun á farþegaflugvélum í dag er þetta hlutfall einn á móti sex, en er einn á móti þijátíu og sex í „UHB“-hreyflum. Tilraunaflug með General Electr- ic-hreyfílinn hófust í marsmánuði á sl. ári og stóð fyrri hluti reynslu- flugsáætlunarinnar yfir í heilt ár. Síðari hluti reynsluáætlunarinnar hófst í síðasta mánuði og em sýn- ingarflug innifalin í þeim hluta til- raunanna. Nýju „UHB“-hreyflamir frá Gen- eral Electric og Pratt & Whitn- ey/Allison munu væntanlega knýja nýja kynslóð farþegaflugvéla sem McDonnell Douglas er nú að bjóða flugfélögum: MD-91 sem mun taka 114 farþega og MD-92 sem mun taka 165 farþega. Þessar flugvélar em ætlaðar til notkunar á stuttum og miðlungslöngum flugleiðum og byggja á reynslu McDonnell Dou- glas sem hófst með smíði DC-9- farþegaþotunnar. Þegar hafa mörg flugfélög lýst yfír áhuga á MD-90- kynslóðinni, en fyrstu flugvélar knúnar General Electric-UDF- hreyflum geta verið tilbúnar til af- hendingar árið 1993. Ennfremur er McDonnell Douglas með áform um að bjóða flugfélögum lang- dræga útgáfu af MD-92-vélinni, sem gæti flogið um 5.200 km leið með 180 farþega. Til stóð að sýna gestum „UHB“- sýningarvélina að innan en vegna rigningar og hvassviðris síðdegis á sunnudag varð að hætta við nánari skoðun, en engu að síður fengu viðstaddir mjög gott innsýni í flug- vélatækni framtíðarinnar. - PPJ Morgunblaðið/PPJ Vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli var breitt yfir nýtisku loft- skrúfublöð McDonnell Douglas/General Electric „UHB“-sýningaryél- arinnar, en enn sem komið er eru blöðin ekki búin afísingarbúnaði. ísafjarðarflugvöllur: Minniháttar bilun í F okkemum Ekki nauðlending, en lent af öryggisástæðum, segir blaðafulltrúi Flugleiða MINNI háttar bilun í aflúttaksgír við hreyfil olli þvi að lent var af öryggisástæðum, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flug- leiða. Fokker flugvél frá félaginu þurfti að lenda aftur á ísafjarðar- flugvelli skömmu eftir flugtak á mánudagskvöld og hafði verið slökkt á öðrum hreyfli vélarinnar vegna þessarar bilunar. Einar sagði að ekki hefði verið um nauðlendingu að ræða, heldur einungis verið að framfylgja ströngum öryggisreglum, sem gilda um flug. Aflúttaksgírinn sem bilaði er ekki hluti af sjálfum hreyflinum og hefur ekki áhrif á flughæfni vélarinnar. Gírinn knýr ýmsan aukabúnað í flugvélinni, svo sem loftræstikerfí og fleira. Flugvirkjar voru sendir vestur á ísafjörð strax á mánudags- kvöld og gerðu þeir við bilunina til bráðabirgða. Vélinni var flogið til Reykjavíkur í gærmorgun fyrir afli beggja hreyfla og þar var viðgerð lokið. Einar sagði flugvélina vera komna í lag og í fulla notkun á ný. Hann sagði að aldrei hefði verið hætta á ferðum, flugvélin hefði get- að flogið á öðrum hreyflinum ef þess hefði þurft. Hins vegar hefði verið fylgt ströngustu öryggisregl- um og lent strax aftur. Einar sagði tíðni bilana ekki hafa aukist í Fokker vélunum, viðhald og eftirlit væri einn stærsti kostnað- arliðurinn í rekstri innanlandsflugs Flugleiða. Hann sagði ennfremur að þetta mikla eftirlit tryggði, að t.d. hreyflar vélanna væru teknir í gegn frá grunni með ákveðnu milli- bili og því væru þeir í reynd yngri en sjálfar vélamar. Eftir því sem flugvélamar verða eldri, aukast kröfur um viðhald og eftirlit og sagði Einar Sigurðsson að í engu væri slakað á kröfunum að hálfu Flugleiða og Fokker vélamar væm í mjög góðu ástandi. Börn að leik með eldspýtur SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt að Furugrund 72 í Kópavogi í gær. Þar höfðu börn borið eld að barka úr tauþurrkara í kjallara hússins og lagði nokkurn reyk frá. Slökkviliðið var örskamma stund að slökkva í barkanum og fjarlægja hann. Þurrkarinn er jafnheill eftir og áður. Við eigum ennþá nokkra bíla á þessu frábæra tilboðsverði, kr. 669.500- (hann kostaði áður 748.000-) Samkvæmt gengisskráningu 5. júlí 1988. VIÐ TÖKUM GÓÐA NOTAÐA BÍLA UPP í KAUPVERÐIÐ. HONDA CIVIC SEDAN kr. 669.500- H HONDA HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.