Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 45

Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MHDVHCUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 4o ínémR FOLK ■ SKAGAMAÐURINN Elías Víglundsson lék sinn fyrsta leik i 1. deild á mánudaginn. Hann kom inn á sem varamaður í síðari hálf- leik í leik Víkings og ÍA. Þess má geta að hann er bróðir Aðalsteins Víglundssonar sem einnig leikur með ÍA. ■ DANIEL Passarella, fyrirliði heimsmeistara Argentínu 1978 er hættur við að hætta! Hann var ákveðinn að leggja skóna á hilluna, en hann hefur nú skrifað undir samning við River Plate. Hann lék áður með liðinu og var fyrirliði er liðið sigraði í argentínsku deildar- keppninni 1980. Passarella mun líklega fylla skarðið sem Oscar RugÆferi skilur eftir sig, en hann var seldur til Logrenes fyrir viku síðan. Pasarella kom heim frá ít- alíu í vor, en þar lék hann með Fiorentina og Inter Mílanó. ■ ERIC Cantona, dýrasti leik- maður Frakklands var í gær rekinn úr franska landsliðinu, fyrir æru- meiðandi ummæli í garð landsliðs- þjálfarans Henri Michel. Forseti franska knattspymusambandsins, Jean Fomet-Fayard, sagði að Cantona fengi ekki að leika með nokkru frönsku landsliði, fyrr en annað yrði ákveðið. Cantona sagði Michel „getulausan þjálfara" og „einna líkastan skíthæl." Cantona viðurkenndi að ummæli sínur hefðu verið „frekar ókurteisisleg" og baðst afsökunar. Cantona er talinn hæfíleikaríkasti knattspymumaður Frakka og átti að leika stórt hlut- verk í heimsmeistarakeppninni 1990. Þrátt fyrir allt segir Henri Michel að ekki sé loku fyrir það skotið að Cantona komist aftur í liðið, gegn því að hann reyni að hemja skapið. I ALEXANDER Zavarov frá Dynamo Kiev hefur skrifað undir samning við Juventus. Samningur- inn gildir til þriggja ára, en Zava- rov er 27 ára. Þá em sæti útlend- inga fullskipuð hjá Juventus. Hjá liðinu em nú auk Zavarov, Daninn Michael Laudrup og Rui Barros frá Portúgal. ■ BOBBY Robson, landsliðs- þjálfari Englendinga, hefur traust stjómar enska knattspymusam- bandsins, þrátt fyrir að liðinu hafí gengið illa í Evrópukeppninni. Rob- son hélt á fund stjórnarmanna í gær og þar var honum boðið að halda áfram með liðið í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar 1990. ■ FRAKKAR em nú að und- irbúa sig fyrir heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu 1990. Lið þeirra mætir Tékkum í dag. Lið Frakka er mjög ungt og aðeins tveir leik- menn hafa leikið fleiri en 15 lands- leiki. Það er markvörðurinn Joel Bats og bakvörðurinn Manuel Amoros. Sovétríkin - Tékkóslóvakía 20 : 16 Flugleiðamótið {handknattleik, íþrótta- höllin á Akureyri, þriðjudaginn 23. ágúst 1988. Gangur leiksins: 2:0, 3:1, 4:2, 4:4, 5:5, 8:6, 8:7, 12:7, 12:8, 14:8, 14:12, 16:12, 16:13, 17:13, 18:13, 18:14, 19:14, 20:14, 20:16. Mörk Sovétrílqaima: Atawin 4/1, Chewtzow 3, Tuchkin 3, Gopin 2, Now- itzky 2, Karschakevic 1, Nesterov 1, Swiridenko 1, Tjumentsev 1, Wasiliev 1, Scharowarow 1. Varin skot: Lawrow 10/5, Dorosc- henko 5. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Tékkóslóvakíu: Sovadina 4, Folta 3, Bamruk 3, Jindrichovsky 3/1, Skandik 2, Stika 1. Varin skot: Mesiarik 13/2. Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: 280. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson og voru þokkaleg- ir. HANDKNATTLEIKUR „Tek ekki ákvörðun strax - en margt kemur til greina“ - segir Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari í handknattleik „ÞAÐ er mér og Víkingum fyrir bestu að ég taki ekki við liðinu og samkomulag þar um var gert í mesta bróðerni. Hvað ég geri hins vegar eftir Ólympíu- leikana er ekki Ijóst á þessu stigi, ég tek ekki ákvörðun strax, en margt kemurtil greina,u sagði Bogdan Kowalc- zyk, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, við Morgunblaðið aðspurður um hvað tœki við hjá honum eftir Seoul. Frétt Morgunblaðsins um að Bogdan yrði ekki þjálfari Víkings á komandi keppnistímabili eins og um hafði samist vakti að vonum mikla athygli. En hvers vegna var þessi ákvörðun tekin nú? „Margt spilar inn í, sem óþarfí er að tíunda, en ákvörðunin var tekin að vel athuguðu máli. Best var fyrir báða aðila að ganga frá þessu strax frekar en að bíða með það,“ svaraði Bogdan. Eftir heimsmeistarakeppnina í Sviss 1986 gerði Bogdan nýjan samning við HSÍ fram yfír Ólympíu- leikana í Seoul. Jón Hialtalín Magn- ússon, formaður HSI, sagði að þá FLUGLEIÐAMÓTIÐ Ömgi Sovétnr ■ eikur Sovétmanna og Tékka á k Akureyri í gærkvöldi var Qör- ugur og mjög vel leikinn á köflum. Það sem stendur upp úr var frábær IBBi markvarsla beggja; Stefán til að mynda varði Amaldsson Lawrow hinn sov- skrífarfrá éski hvorki meira né Liæyn minna en 5 vítaskot, tjthjá lönnum öll í fyrri hálfleik. Sovétmenn sýndu einu sinni hve lið þeirra geysilega sterkt. Sigurinn var aldrei í hættu, Tékkar náðu aðeins þrisvar að jafna en aldrei að komast yfír. Naumt tap B-liðs- insgegnSviss Bogdan Kowalczyk. hefði verið ákveðið að ræða ekki um framhaldið fyrr en eftir Ólympiuleikana og það verður ekki gert. Er, er Bogdan með eitthvað í takinu? „Eins og ég hef áður sagt þá ÍSLENSKA B-liðið var aðeins hársbreidd frá því að ná jafn- tefli gegn því svissneska á Akranesi í gærkvöldi á Flug- leiðamótinu. Júlíus Jónasson var bestur í íslenska liðinu, átti frábæran leik. Eins var Birgir Sigurðsson góður, svo og Hrafn Margeirsson í mark- inu. Hann stóð sig vel. Jafnt var á öllum tölum í fyrr hálfleik, ísland komst einu sinn yfir um miðjan hálfleikinn, og Júlíu: Jónasson jafnaði svo úr víti rét fyrir hlé; staðan hálfleik 11:11. Svisslendingar skoruðu tvö fyrsti mörkin í seinni hálf leik og það reyndist íslendingun Sigþór Eiríksson skrífarfrá Akranesi erfítt því þeir áttu sífellt undi>- högg að sækja eftir það. B-liðið náði tvívegis að jafna, 16:16 og 17:17, en komst aldrei yfír. Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi og var íslenska liðið dyggilega stutt af áhorfendum á Akranesi. Strákarnir voru aðeins hársbreidd frá því að jafna á síðustu sekúndunum — KR-ingurinn Sig- urður Sveinsson komst inn úr hom- inu en Peter Hiirlimann varði glæsi- lega. Tryggði Svisslendingum þar með sigurinn. ísland B - Sviss 18 : 19 Flugleiðamótið í handknattleik, íþróttahúsinu á Akranesi, þriðjudaginn 23. ágúst 1988. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:2, 3:3, 4:4, 4:5, 5:5, 5:6, 6:6, 7:6, 7:8, 9:9, 10:10, 11:11, 11:13, 12:14, 13:16, 14:15, 14:16, 16:16,. 16:17, 17:17, 17:18, 17:19, 18:19. Mörk íslands: Júlíus Jónasson 8/3, Birgir Sigurðsson 5, Sigurður Sveins- son 2, Valdimar Grímsson 2, Héðinn Gilsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 9/1 og Bergsveinn Bergsveinsson 3. Utan vallar. 6 mínútur. Mörk Sviss: Rupin Martin 7, Stefan Scárer 6, Hansruedi Schumacher 2, Alex Ebi 2 og Jens Meyer 2. Varin skot: Peter Hurlimann 4 og Remo Kessler 3. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Erhard Hoffmann og Man- fred Prause og stóðu sig þokkalega. Áhorfendur: 300. veit Guð einn hvað framtíðin ber í I að svo stöddu. Kannski fer ég bara skauti sér. Ýmislegt kemur til í langþráð frí, en slíkt hefur ekki greina, en ég vil ekki opinbera neitt I gerst í 16 ár,“ sagði Bogdan. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Álftamýri 1-44 og raðhús Háaleitisbraut 117-155 Safamýri 57-95 Óðinsgata Grettisgata Laugavegur Bankastræti Glaðheimar Vogahverfi Samtún Drekavogur BREIÐHOLT Bakkar Stekkir VESTURBÆR Tómasarhagi Flyðrugrandi GRAFARV0GUR Svarthamrar Vegghamrar Krosshamrar UTHVERFI Hraunbær Stigahlíð 49-97

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.