Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 46
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
46
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
KNATTSPYRNA
íuénR
’FOLX
■ RAGNAR Margeirsson og
Einar Ásbjörn Ólafsson, sem leika
með Keflavíkurliðinu, urðu bik-
armneistarar með Fram í fyrra.
Tveir aðrir leikmenn Keflavíkur-
liðsins, Daníel Einarsson og Grét-
ar Einarsson léku með Víði gegn
Fram í úrslitaleiknum í fyrra.
■ RAGNAR Margeirsson hefur
leikið þrjá. bikarúrslitaleiki og skor-
að mörk í þeim öllum. Hann skor-
aði eins mark Keflvíkinga 1982
og 1985 - 1:2 gegn Akranesi og
1:3 gegn Fram. Þá skoraði hann
eitt af fimm mörkum Fram 5:0
gegn Víði í fyrra.
■ ÞORSTEINN Bjarnason var
varamarkvörður Keflavíkurliðs-
ins, sem varð bikarmeistari 1975,
eða í eins skiptið sem Keflavík
hefur unnið bikarinn. Einar Gunn-
arsson skoraði þá sigurmarkið, 1:0,
Sgn Akranesi.
SJÖ leikmenn Keflavíkur-
liðsins hafa leikið bikarúrslitaleik.
Það eru: Þorsteinn Bjarnason,
Ragnar Margeirsson, Sigurður
Björgvinsson, Óli Þór Magnús-
son, Einar Ásbjörn Ólafsson,
Daníel Einarsson og Grétar Ein-
arsson.
■ FJÓRIR leikmenn Valsliðsins
hafa leikið bikarúrslitaleik. Atli
Eðvarðsson, sem var bikarmeistari
með Val síðast þegar félagið vann
bikarinn - 1977, með því að vinna
Fram, 2:1, Guðmundur Baldurs-
son, markvörður, sem hefur orðið
bikarmeistari með Fram, Sævar
Jónsson, sem lék síðast þegar Val-
ur lék til úrslita - 1979. Valur
tapaði þá, 0:1, fyrir Fram. Fjórði
leikmaðurinn er Sigurjón Krist-
jánsson, sem lék með Keflavíkur-
liðinu 1985 gegn Fram, 1:3.
■ BALDUR Scheving dæmir
úrslitaleik Mjólurbikarkeppninnar.
Baldur varð bikarmeistari með
Fram 1970 og 1973. Línuverðir
verða Ólafur Lárusson og Bragi
Bergmann. Þeim til aðstoðar verð-
ur Gísli Guðmundsson.
■ HÖRÐUR Helgason, þjálfari
Vals, varð bikarmeistari með Fram
1970, en þá vann hann það afrek
í undanúrslitum að tryggja Fram
sigur yfir KR, með því að vetja
vítaspymu frá Ellert B. Schram,
formanni KSÍ. Hörður þjálfaði lið
, Akraness, sem varð bikarmeistari
^1983, 1984 og 1986. Hörður þekk-
ir ekki að tapa úrslitaleik, sem þjálf-
ari.
IMíu dæmdir
M a
i leikbann
NÍU knattspyrnumenn voru
dæmdir í leikbann á fundi
aganefndar KSÍ í gær. Einn
leikmaður úr 1. deild var
dæmdur í bann. Það er
Björn Olgeirsson, sem fékk
eins leiks bann - fyrir að
hafa fengið að sjá fjögur gul
spjöld.
Tveir ieikmenn úr 2. deild
fengu eins leiks bann.
Hreiðar Hreiðarsson, Breiðablik
og Guðmundur Hilmarsson, FH.
Fimm leikmenn ( 3. deiid fengu
eins leiks bann. Viktor Viktors-
son og Örn Guðmundsson, Aft-
ureldingu, Kristján Björgvins-
son og Gyifí Rútsson, Gróttu og
Sigurður Haraldsson, Stjörn-
unni. Þá var Þorlákur Rjörns-
son, Árvakri, 4. deild, dæmdur
í eins leiks bann.
Rainer fursti af Mónakó
á leið til íslands?
Miklar líkur á að Rainer og Albert sonur
hans komi til að sjá Mónakó leika gegn Val
„VIÐ höfum undirbúið okkur
að taka á móti Rainer fursta
af Mónakó, ef hann kemur
hingað til lands til að horfa á
leik Vals og Mónakó í Evrópu-
keppni meistaraliða 6. sept-
ember," sagði Eggert Magn-
ússon, formaður knatt-
spyrnudeildar Vals, í viðtali
við Morgunblaðið í gær.
Rainer er mikill knattspyrnu-
áhugamaður og sér flesta
leiki Mónakósliðsins, sem hann
getur séð. Það eru miklar líkur á
að hann og sonur hans Albert
komi til íslands til að sjá Mónakó
ieika gegn Val.
Búiðaðtakafrá svfturá
HótelSögu
Nú þegar er búið að taka frá
tvær svítur á Hótel Sögu, þar sem
þeir feðgar koma til með að dvelj-
ast, ef að íslandsferð þeirra verð-
ur.
Rainer er mjög stoltur af fram-
gangi leikmanna Mónakós undan-
farin ár og sér hann alla heima-
leiki Mónakó - á hinum glæsilega
keppnisvelli Mónakó, ef hann er
í heimahögum. Mætir þá til leiks
með trefíl í félagslitum Mónakó -
um hálsinn.
Rainer furstl af Mónakó á Laugardalsvöllinn?
Hvað
segja
Þjálf-
ararnir?
Hörður Helgason, þjálfari Vals-
manna, sagði að bikarúrslita-
leikur væri hápunktur leikmanna
og þjálfara á keppnistímabikinu á
íslandi. „Bæði félögin eru ákveðin
að tryggja sér bikarinn. Það er orð-
ið langt síðan að Valsmann hafa
staðið uppi sem bikarmeistarar, eða
síðan 1977. Bikarúrslitaleikurinn
verður örugglega mikill baráttuleik-
ur,“ sagði Hörður.
Frank Upton, þjálfari Keflavík-
urliðsins, sagði að það væri
stór stund fyrir alla knattspymu-
menn að leika til úrslita í bikar-
keppni. Það er mjög skemmtilegt
fyrir alla Keflvíkinga að við leikum
til úrslita. Ég á von á að leikurinn
verði góður og fjörugur," sagði
Upton.
Landsleikur
á Akranesi
ÆT
Islendingar og Færeyingar leika
vináttulandsleik í knattspyrnu í
dag kl. 18.30 á Akranesi. Siegfried
Held, landsliðsþjálfari, mun til-
kynna byijunarlið sitt rétt fyrir leik-
inn, eins og hingað til.
Morgunblaöið/Einar Falur
Ragnar Margeirsson hefur skorar í öllum bikarúrslitaleikjum, sem hann tekið þátt I. Ragnar varð bikarmeistari
með Fram í fyrra.
KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN
KNATTSPYRNA
BIKARINN
Valsmenn til Hveragerðis, en
Keflvíkingar í bíó í Reykjavík
ÞAÐ er mikill hugur í herbúðum
Valsmanna og Keflvíkinga, sem
leika til úrslita í Mjólkurbikar-
kepðpninni á Laugardalsvellin-
um á laugardaginn.
eikmenn liðanna eiga rólega
idaga fram undan, þar sem
þjálfarar liðanna leggja mesta
áherslu á að leikmenn sínir komi
vel hvíldir til leiks. Valsmenn verða
með æfíngu í dag á félagssvæði
sínu, en þeir halda síðan til Hvera-
gerðis á föstudaginn, þar sem þeir
gista eina nótt á Hótel Örk. Það
gafst þeim vel fyrir bikarleikinn
gegn Fram á dögunum, sem þeir
unnu — 3:1. Síðasta æfing Vals-
manna fyrir leikinn verður á
grasvellinum í Hveragerði á föstu-
daginn kl. 3.
Keflvíkingar hafa annan hátt á.
Þeir æfðu í gærkvöldi og verða svo
með æfíngu á morgun - síðustu
æfínguna fyrir úrslitaleikinn. Leik-
menn Keflavíkurliðsins ætla að fara
saman í kvikmyndahús í Reykjavík
á föstudagskvöldið. „Það er ekki
búið að ákveða hvaða mynd við
sjáum, en myndin Á ferð og flugi
með Steve Martin, sem er sýnd í
Háskóabíó, kemur sterklega til
greina. Það er frábær gaman-
mynd,“ sagði Sigurður Björgvins-
son, fyrirliði Keflavíkurliðsins.