Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 3

Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 3
Gjaldþrot MORGUNBLÁÐIÐ, VIÐSKlFriAlVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 8. SÉPTÉMBER 1988 °B 3 Víxlar með afföllum urðu versluninni aðfalli Kröfur í þrotabú Sportvöruverslunar Ingólfs Óskarssonar 71 milljón en eignir á móti á bilinu 7-15 milljónir Einstakir kröfuhafar í þrotabú Sportvöruverslunar Ingólfs Óskars- sonar hafa óskað eftir því við bústjórann, Hróbjart Jónatansson hdl. að hann veki athygli ríkissaksóknara á því með hvaða hætti forsvarsmaður fyrirtækisins fjármagnaði starfsemi þess. Þessi fjár- mögnun var einkum með þeim hætti, að forsvarsmaður fyrirtækis- ins fékk fólk, aðallega viðskiptaaðila heildverslunarinnar, til að sam- þykkja vixla sem hann seldi siðan í bönkum með þeim miklum afföll- um sem um slík viðskipti gilda. Þegar þeir víxlar gjaldféllu, voru þeir framlengdir með nýjum víxlum og að endingu var það gífurleg- ur fjármagnskostnaður sem reið fyrirtækinu að fullu. Fyrirtæki Z-Gardínubrautír íKópavogi sameinast rekstri Alnabæjar Sportvöruverslunin var lýst gjaldþrota fyrr á árinu, en verslun þessi var meðal hinna elstu í þess- ari grein hér á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kröfufrestur rann út um mitt sumar reyndust heildarfjárhæð krafna í búið liðlega 71 milljón króna, sem þykir með ólíkindum há fjárhæð miðað við ekki um- fangsmeiri rekstur. Hróbjartur Jón- atansson, bústjóri, segist hingað til hafa viðurkennt kröfur að fjárhæð um 40,5 milljónir kr. Þar er Verzl- unarbankinn með hæstu kröfuna eða um 10 milljónir króna, Kaup- þing með um 7 milljónir króna og heildverslunin Hoffell með um 5 milljónir króna. Þar að auki liggur fyrir krafa frá Alþýðubankanum sem Hijóbjartur segist ekki hafa fallist á enn sem komið er en gerir ráð að skili sér inn í búið og geti numið um 7 milljónum króna. Þá liggja fyrir ýmsar smærri kröfur en stærsta krafan eða 20 milljónir króna er hins vegar frá forsvars- manni Madam í Glæsibæ, sem ein- mitt mun hafa samþykkt víxla með þeim hætti sem lýsir í upphafí, og þannig eiga stóran þátt í gjaldþroti Madam sem segir frá á öðrum stað. Bústjóri hefur þó ekki fallist á þessa kröfu hingað til vegna skorts á full- nægjandi gögnum. Hróbjartur segir að þegar hann hafí komið að búinu um 10 dögum eftir að fyrirtækið var tekið til gjaldþrotameðferðar að beiðni eig- andans, þá hafi þar legið fyrir þrír kaupsamningar sem eigandinn hafí gert nokkru áður. í fyrsta lagi hafí þar verið um að ræða sölu á hús- eigninni við Klappastíg, þá sjálfri versluninni og síðan á heildverslun- mmm— Islenska auglýsinga,- stofan tek- ur tíl starfa ÍSLENSKA auglýsingastofan hf., samrunafyrirtæki auglýs- ingastofanna Octavo hf og Svona gerum við, tekur til formlega til starfa í dag. Fyrirtækið verður til húsa í Framtíðinni, Faxafeni 10. í frétt frá fyrirtækinu segir að stefna þess verði að leggja ríka áherslu á markvissa undir- búningsvinnu með könnunum og rannsóknum sem unnar verða af sérmenntuðum markaðsráðgjöf- um fyrirtækisins í samvinnu við viðskiptavini. Þá segir ennfremur að sérhæfíng við alla hönnun og úrvinnslu auglýs- inga verði mikil þar sem fjöldi fag- lærðra auglýsingateiknara og hönn- uða starfí hjá fyrirtækinu. Auglýsingastofan Flj ótt* Flj ótt er sjálfstæð rekstrareining innan ís- lensku auglýsingastofunnar hf. og miðar starfsemi hennar að stuttum vinnslutíma og lágmarkstilkostnaði. Framkvæmdastjóri íslensku aug- lýsingastofunnar er Jónas ólafsson og listrænn framkvæmdastjóri Kristján Friðriksson. inni sem eigandinn rak einnig. Hró- bjartur segist við skoðun á þessum kaupsamningum hafa talið þá alveg viðunandi út frá hagsmunum þrota- búsins og ekki séð ástæðu til að rifta þeim. Nokkur óvissa mun þó ríkja um afdrif kaupanna á heild- versluninni. Hún var seld Puma- umboðinu sem m.a. forsvarsmenn skólverslunarinnar Axels Ó. standa að, á um 4 milljónir króna, en helstu verðmætin í þessari sölu voru ann- ars vegar I*uma-umboðið og hins vegar Arena-umboðið. Nú hefur hins vegar komið á daginn að Ar- ena fyrirtækið úti hefur ekki sætt sig við þessi skipti og er Heildversl- un Björgvins Schram komin með það umboð. Hróbjartur segir einnig, að enn hafí ekki heldur borist svar frá aðalstöðvum Puma-fyrirtækis- ins um það hvort það fallist á fram- angreinda sölu fyrir sitt leyti. Drátt- ur á svari kann þó að stafa af því að Puma-umboðið í Danmörku, sem fyrirtækið hér skipti einkum við, mun einnig hafa orðið gjaldþrota, eftir þeim upplýsingum sem Morg- unblaðið hefur, en að öðru leyti er ekki vitað að önnur tengsl séu á milli þessara tveggja gjaldþrota. Þá segir Hróbjartur að fyrirtækið hafi átt á þriðju milljón króna inn á bindireikningum í þremur bönk- um, Verslunarbanka, Alþýðubanka og Utvegsbanka, sem viðkomandi bankar telji sér bera upp í kröfur þeirra í búið en bústjóri hefur ekki viljað fallast á þau sjónarmið. Hró- bjartur segist því gera ráð fyrir að eignir búsins geti hlaupið á bilinu frá 7-8 milljónum króna í versta falli upp í um 15 milljónir króna, ef björtustu vonir bústjóra rætast. Z-Gardínubrautir, Skemmuvegi 10, Kópavogi hefur hætt starf- semi sinni þar og sameinast rekstri Álnabæjar að Siðumúla 32. En Álnabær hefur nýlega flutt starfsemi sina frá Síðumúla 22 að Síðumúla 32 i Reykjavík. Að sögn forráðamanna fyrirtæk- isins hefur Álnabær um árabil sér- hæft sig í öllu sem viðkemur glugg- um, s.s. gluggatjöldum, gardínu- brautum, rimlatjöldum og sólarg- ardínum fyrir baeði heimili og fyrir- tæki. Sér pöntunarþjónusta sé á gluggatjöldum og gardínubrautum fyrir arkitekta og stærri verk. Álna- bær heldur áfram starfsemi sinni í Keflavík eins og hingað til. Aðaleigendur Álnabæjar eru Magni Sigurhansson og Guðrún Kristinsdóttir. fierra GARÐURINN Aðalstræti 9 - Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.