Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, VSXSKDPTIjðQVINNULlF FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 B 7 Ferðaþjónusta 000011 234565 STRIKAMERKI — Versl- un ÁTVR í Kringlunni er ein fárra verslana sem notar afgreiðslukassa sem lesa strikamerkin og fyrir bragð- ið þarf þar aldrei að loka vegna verð- breytinga, þökk sé því hversu fljót- legt er endurverðmerkja samkvæmt strikamerkjakerfinu. Innfellda mynd- in sýnir hvemig strikamerkin er útlít- andi. umbúðir. Þorsteinn vildi meina að það vantaði stefnumorkun og við- ræður milli þessara aðila og sam- ræmdar aðgerðir. Hann tók það þó fram að strikamerkingamar væm það sem koma skal, en taldi hæpið að búast við því að þær yrðu al- mennar hérlendis fyrr en eftir 3-5 ár. Flestir þeir sem rætt var við vom sammáía því, en tiltóku heldur styttri tíma. Þegar Haukur Alfreðsson var spurður að þvi hvort ekki væri nægileg samvinna milli þessara tveggja aðila, sagði hann að engin opinber umræða hefði farið fram, en þetta væri auðvitað rætt innan nefndarinnar, sem í eiga sæti full- trúar þessara aðila, og þeirra sem leita til Iðntæknistofnunnar. Að því er fram kom í viðtölum sem Morg- unblaðið átti um strikamerkingam- ar, var greinilegt að flest fyrirtækin höfðu kynnt sér þær, misvel að vísu. Einn viðmælandi sagði að það mætti í rauninni teljast undarlegt að íslendingar, eins nýjungagjamir og þeir em, skuli ekki hafa tileink- að sér notkun strikamerkinga nú þegar. Spumingin er því hvenær koma strikamerkingamar á allar íslenskar vömtegundir og í verslan- ir, en ekki hvort af því verður. Ráðstefna, þar sem innlendir og eriendir aðilar flytja erindi um strikamerkingar, verður haldin í næsta mánuði í tengslum við sýn- ingu tölvufræðinema í Laugardais- höllinni í Reykjavík. Ætlunin er að kynna um leið strikamerkingar fyr- ir verslunareigendum og fleiri aðil- um af því tilefni. Neytendur Neytendasamtökin eiga áheym- arfúlltrúa f EAN-nefndinni, en ekki tókst að ná í neinn þar til að fá álit þeirra á strikamerkingunum. Strikamerki á vömm þýða td. að ekki er nauðsynlegt fyrir verslan- imar að verðmerkja vömmar. Neyt- endasamtök, m.a. í Svfþjóð, hafa mótmælt þvf að verðmiðum sé sleppt og em vömmar því yfirteitt einnig verðmerktar. Annars koma allar upplýsingar um verð, vömteg- und og stærð umbúða fram á kassa- kvittunni. En helsti kostur strika- merkinga fyrir neytandann er þó líklega sá að hættan á röngum ás- lætti á kassa er hverfandi. Betrí nýtinghjá nýju hótelunum íágúst FERÐAÞJÓNUSTAN tók vel við sér í ágúst eftir fremur slakt vor og fyrri hluta stunars. Lágt gengi Bandaríkjadollars sl. haust og verkfallið í vor eru talin hafa spillt talsvert fyrir þesari grein framan af. Nú virðist hins vegar hafa rætzt nokkuð úr. Þannig var nýtíng nýju hótelanna mun betri í ágúst en fyrr í sumar. — Nýting hjá okkur hér í Holiday Irm hefur verið mjög góð. Hún hefur verið alveg í takt við það, sem við áttum von á og jafii- vel enn betri, sagði Guðbjöm Guð- jónsson hótelstjóri í viðtali við við- skiptablaðið. — Hér á hótelinu em 100 herbergi og nýtingin var um 90% í ágúst Ég tel þessa góðu nýtingu vera fyrst og fremst að þakka Holiday Inn hótelkeðjunni. Um 20% að- sóknarinnar hér er í beinum tengslum við Holiday Inn keðjuna. Óbeint er hún meiri, því að ýmsir hópar, sem hingað koma, geta verið komnir í gegnum Holiday Inn keðjuna, án þess að maður viti það. Á þessum tíma em gestir okkar að lang mestu leyti útlend- ingar. Fyrir skömmu var hér t.d. yfirfullt og þá vom íslendingar hér á aðeins þremur herbergjum. Aðsókn datt litið eitt niður í júli og sennilega vegna þess, að þá vom engar ráðstefiiur í borg- inni og ekkert um að vera. Vorið var all gott, en auðvitað skaðaði verkfaUið okkur talsvert. Á því er enginn vafí. Hins vegar lítur haustið vel út. Ég er bjartsýnn á haustið og á hótelrekstur hjá okk- ur íslendingum almennt í framtíð- inni, ef rétt er á haldið. — Þetta hefur gengið alveg þokkalega og samkvæmt vonum, sagði Steinþór Júlfusson, hótel- stjóri Flug-hótels í Keflavík. Á hótelinu em 39 tveggja manna herbergi og þijár svítur, sem leigð- ar hafa verið út fyrir tvo. — Útlit- ið í haust er líka alveg þokkalegt. Á meðan við vomm að komast f rmg, var aðsókn eitthvað minni. ágúst var aftur á móti búið að vera mjög gott og ég er þokkalega bjartsýnn varðandi haustið. Gestir okkar hafa að lang mestu le; verið útlendingar, enda þótt lendingar séu aðeins teknir að auka komur sínar hingað og em þá héma sfðustu nóttina, áður en þeir fara til útlanda. Við geymum hér líka bíla fyrir fólk, enda emm við eina hótelið á landinu, sem hefur bílageymslu í lgallara. Nokkuð er um það, að eriendar FERÐAMENIM—útiit er fyrir gott haust í ferðamanna- iðnaðinum. flugáhafiiir gisti hér. Þá er hér talsvert af Bandaríkjamönnum, sem hingað em komnir f tengslum við vamarliðið og dveljast þá oft all lengi hér á hótelinu. Nefna má, að fyrir skömmu gistu hér 9 menn úr kanadfska hemum í tvær næt- ur. Þeir vom á leið til írans, þar sem þeir áttu að vera hluti gæzlu- sveita Sameinuðu þjóðanna, er fylgjast munu með því, að vopna- hléð milli írans og Iraks verði haldið. Helzta nýjungin, sem hótelið hér hefur upp á að bjóða, er að- staða til ráðstefnuhalds. Ég vonast til þess, að hún eigi eftir að koma okkur að miklu gagni í vetur. Þetta er góður 40 manna salur, sem er ætlaður fyrir ráðstefnur, fundi, samkomur, veizlur o. s. frv. Félag fslenzkra iðnrekenda verður t. d. hér með ráðstefnu innan skamms. Allt á sínum staö meö :shannon: :datastor: skjalaskáp Skrifborð frá Labofa Seljum nú nokkrar vlnnustöðvar frá Labofa á sérstöku afsláttarverðl. HÖNNUnJ • GAÐI • ÞJÓNUSTA Verið velkomin í sýningarsal okkar að Hesthálsi 2-4, þar sem við höfum til sýnis skrifborð og skápa frá Labofa á sér- stöku tilboðsverði. krisoAn siggeirsson SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Hesthálsi 2-4 • sími 6721IO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.