Morgunblaðið - 08.09.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.09.1988, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, inT , u„ ,,__, . ftpvnunroBQiy GiG/uaMuoaoM VIE)SKIPriAIVINNUIJF fimmtudagur 8. september 1988 ...I Opinber stjórnsýsla Aætlun Norðmanna um „Nýttríki“ Umsjón: Ámi Sigfússon, Bjami Ingvarsson og Leifur Eysteinsson Á miðju síðasta ári setti norska ríkisstjórnin fram áætlun um nútimalegri starfsemi hins opinbera, sem kallast „Den nye staten". Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir nokkrum atriðum hennar. Höfuðmarkmið áætlunarinnar eru: 1. Betri opinber þjónusta. 2. Hagkvæmari rekstur hins op- inbera. Til þess að ná markmiðunum leggur ríkisstjómin áherslu á að: 1. gefa stjómsýslunni meiri möguleika á að forgangsraða verkefnum 2. auka sjálfstæði opinberra stofnana í daglegri umsýslu 3. opinberar stofnanir taki í ríkari mæíi upp stjómun sem miðar að skilgreindum árangri 4. bæta stjómun opinberra stofn- ana, starfsskilyrði og möguleika opinberra starfsmanna til að skila góðu starfi. í áætluninni em tillögur um ný- breytni og aðgerðir til að auka af- köst stjómsýslunnar. Þeim er ætlað að leiða til stórbættrar þjónustu við einstaklinga, fyrirtæki og aðra við- skiptavini hins opinbera og bæta því þjóðfélagið í heild. Ekki er talið gerlegt að koma áætluninni allri í.framkvæmd fyrir ákveðinn tíma. Ríkisstjómir þurfi ávallt að huga að nýsköpun í opin- bemm rekstri sem miða bæði að aukinni og betri þjónustu og að betri nýtingu aðfanga. Ríkisstofn- anir þurfi einnig að vinna sífellt að sama marki. Norðmenn telja að markmiðum um betri og hag- kvæmari þjónustu hins opinbera verði ekki náð með afmörkuðum aðgerðum á fáum völdum mála- flokkum eða stofnunum. Engin ein aðgerð muni leiða til stórfelldrar og varanlegrar breytingar á starf- semi hins opinbera. Það sem mestu máli skiptir er að gera víðtækar breytingar, halda uppi stöðugri við- leitni til umbóta og gera menn vilj- uga til að bæta starfsemi hins opin- bera. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að tryggja samræmi í aðgerðum, þannig að unnið sé eftir ákveðnum sóknaráætlunum. í áætluninni eru sett fram markmið, einstökum að- gerðum lýst og reynt að stuðla að því að nýsköpun verði eðlilegur þáttur í starfsemi hins opinbera. Það er hlutverk ríkisstjómarinnar að marka stefiiuna og móta þær hugmyndir sem eiga að liggja til grundvallar i þessu starfi. Sfðan er það hlutverk stofhana að bera ábyrgð á að úrbætumar komist f framkvæmd. Nokkur áhersluatriði Betri stjómun. Þegar opinber þjónusta er veitt þarf ávallt að hafa þarfir viðskiptamanna í huga. Opin- ber þjónusta hefur aðeins þann til- gang að bæta líf í landinu. Sé opin- ber þjónusta bæði hagkvæm og árangursrík em fá rök fyrir því að fela einkaaðilum hana í hendur. Sífellt em gerðar auknar kröfur um skilvirkari og betri starfsemi hins opinbera. Til þess að verða við kröf- unum þarf að bæta og einfalda stjómsýsluna. Stjómvöld þurfa að vera virkari og starfsemi stofnana markvissari. Tilgangurinn með starfsemi einstakra opinberra stofnana er æði oft óljós og mark- mið sömuleiðis. Samkvæmt lögum er stofnunum oft ætlað „að auka“, „stuðla að“ o.s.frv. sem segir í raun lítið til um hvers ætlast er af stofn- uninni. Oft er erfitt að skilgreina í hveiju góður árangur opinberra stofnana felst og mæla hann. Ekki bætir úr skák að lítið er reynt að meta hvaða árangri starfsemin hef- ur skilað. Samkvæmt áætluninni er ætlun- in að auka sjálfstæði stofiiana en gera jafnframt auknar kröfur til þeirra um að starfsemin sé mark- viss og árangursrík. ATOK Norðmenn leggja til atlögu gegn kerfinu. Ríkisstofnunum er meðal annars falið að: — setja sér markmið og undirmark- mið í samráði við ráðuneytin — gera grein fyrir hvaða árangri þær hafa náð — gera áætlanir um starfsemi sína. Bætt opinber þjónusta. Áætl- uninni er ætlað að bæta opinbera þjónustu. Lögð er áhersla á að sú hlið starfseminnar sem snýr beint að almenningi virki vel, að andlit hins opinbera út á við sé aðlaðandi og að viðskiptamenn fái úrlausn mála þegar þeir snúa sér til hins opinbera. í þessu sambandi þar því að: — stytta biðtíma fólks og hraða málsmeðferð hjá opinberum stofnunum — gera opinberar stofnanir að gengilegri fyrir viðskiptamenn — bæta þjónustu — leita eftir áliti almennings og viðskiptamanna — koma upp sérstökum upplýs- ingamiðstöðvum. Tölvunotkun. Til þess að bæta þjónustu hins opinbera þarf að vanda undirbúning tölvuvæðingar þannig að tölvutæknin nýtist sem best. Endurskoðun á hlutverki ráðu- neyta. Ráðuneytin eru ekki undan- skilin i áformum ríkisstjómarinnar um nýsköpun. í því sambandi er ætlunin að: — koma á reglulegum tilfærslum starfsmanna — auka sveigjanleika í fjárlagagerð þannig að stofhanir fái að ráða meiru um notkun flárveitinga, enda setji þær sér ákveðin mark- mið og geri sfðan grein fyrir árangri af starfsemi sinni — samtengja tölvukerfi ráðuneyta — breyta stjómarskránni þannig að unnt verið að ráða æðstu ORTOLVUTÆKNI ESSELTE SYSTEM TOSHIBA - Ljósritunarvélar Gæði, afköst og öryggi á betra verði. Við bjóðum 7 gerðir TOSHIBA Ijósritunarvéla ásamt fylgihlut- um og rekstrarvörum. Allar gerðirnar eru með beina pappírsbraut sem eykur gahg- öryggið.. Þær eru gerðar fyrir mismun- andi álag, frá 3000 síðum upp í 300.000 síður á ári. Stærri vélarnar hafa einstaka eiginleika svo sem Ijósritun í tveimur litum samtímis, Ijósritun valins hluta frumrits, hliðrun, hvíta kanta og sérstaka stillingu fyrir bókaafritun. Stækkun og smækkun er stillanleg í 1% þrepum frá 65% í 151%. Viðurkennd varahluta- og viðgeröarþjónusta. Verð frá kr. 48.268,- staðgreitt (gengi 29/8 ’88), góö greiöslukjör. Lfttu við í Ármúla 38 og við finnum TOSHIBA Ijósritunarvél sem hentar þér. TOSHIBA Listagóðar Ijósritunarvélar! ORTOLVUTÆKNl ■ Töivukaup hf. sími: 91-687 \ Ármúla38,108 Reykjavík fax: 91-687 BÚÐARKASSAR í ÚRVALI Standast allir fullkomlega kröfur nýju reglu- gerðarinnar (Nr. 407-1988) um búðarkassa. örugg og góð þjónusta. Verð frá kr. 19.800.-st9r - • BMC, A100 Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, simi 68-69-33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.