Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐDE), FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 B 3 Rás 1: Fasteignir BB Leikritið Fasteignir eftir breska rithöfundinn Louise Page 30 verður flutt á Rás 1 í dag. Gwen og Dick eru hjón um ~“ sextugt og búa í nágrenni Lundúna. Dóttir Gwen af fyrra hjónabandi sem ekki hefur látið í sér heyra í tuttugu ár birtist dag nokkum ásamt vini sínum og eiga þau von á bami. Þau hafa mikla löngun þeirra til að sameinast sem fjölskylda en hagsmunir þeirra sem einstaklinga rekast á. Leikendur em: Sigurveig Jónsdóttir, Þór- unn Magnea Magnúsdóttir, Erlingur Gíslason- og Kristján Franklín Magnús. Ámi Ibsen þýddi verkið en leikstjóri er Inga Bjamason. Leikritið verður endurtekið á þriðjudagskvöld kl. 22.30. Stöð 2: Ustamannaskálinn ■i Á dagskrá 15 Lista- manna- skálans í dag er þátt- ur um ungverska hljómsveitarstjórann George Solti. Er Solti var rúmlega tvítugur varð hann að yfírgefa Ungveijaland vegna Gyðingahaturs og hefur hann dvalið á Vesturlöndum síðan, en hann er nýlega orð- inn 75 ára. í þættin- George Solti. um er sýnt er Solti fór aftur til Ungveija- lands til að sijóma ungversku ríkissinfóníunni í fyrsta sinn, hann ræðir um sitt fyrra líf og heimsækir bemskuslóðir í Búdapest. Um- sjónarmaður þáttarins er Melvyn Bragg. KVIKMYNDIR 21— Lee Remich og Amy Irving leika í mynd- inni Samkeppnin. SAMKEPPNIN STÖÐ 2 - Sam- keppnin (The Competition — 1980). Fmmsýning. Myndin fjallar um tvo píanóleikara sem keppa um ein stærstu tónlistarverðlaun heims og verða ást- fangin. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Lee Remick og Amy Irving. Leikstjóri: Joel Oliansky. Kvik- myndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ V2. FÁLKINN OG HKILUNN ■■■■ SJÓN- (10 15 VARPIÐ — — Fálkinn og fikillinn (The Falcon and the Snowman — 1985). Chris Boyce vinnur í vamarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann kemst af tilviljun yfir Ieynilegar upplýsing- ar og ákveður að selja Rússum þær. Vinur hans, Daulton sem er eiturlyfjaneytandi, hefur flúið til Mexíkó og notar Chris hann sem milligöngumann. Aðalhlutverk: Timothy Hutton, Sean Penn, Pat Hingle og Joyce van Patten. Leikstjóri: John Schlesinger. Scheuers gefur ★★★. KLÁRIR KÚASMALAR Úr myndinni Fálkinn og fíkillinn. ^■■■i STÖÐ 2 — Klárir kúasmalar (Rancho De Luxe — O A 05 1974). Fmmsýning. Myndin segir frá tveim félögum sem ^ ^ stunda nautgripaþjófnað og leggja sérstaka fæð á auðug- an landeiganda honum og konu hans til mikiliar armæðu sem fá leynilögreglumanninn gamla og geðstirða Henry Beige, til að ná fram réttlæti. Aðalhlutverk: Sam Waterston, Jeff Bridges og Eliza- beth Ashley. Leiksljóri: Frank Perry. Scheuers gefur ★★★1/2. SYSTURNAR ■■■ STÖÐ 2 — Systurnar (Sister, Sister — 1984). Myndin 35 segir frá þremur systram sem búa saman en hafa ólík áhugamál. Aðalhlutverk: Diahann Carrol, Rosalind Cash og Irene Cara. Leikstjóri: John Berry. Scheuers gefur ★★★. HVAÐ ER AÐO GERAST ( Söfn Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opið í september á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10—18. Veitingar í Dillonshúsi kl. 11—17.30, létt- urhádegisveröurkl. 12—14. Ámagarður f Árnagarði er handritasýning þar sem má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj- arbók og eitt áf elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrfmssafn við Bergstaðastræti er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn í Ásmundarsafni er sýningin Abstraktlist ÁsmundarSveinssonar. Þargefurað lita 26 höggmyndirog 10 vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferti Ásmundar, þann tíma sem listamaðurinn vann að óhlutlægri mynd- gerð. f Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypuraf verkum listamannsins. Safnið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Hópar geta fengið að skoða safniö eftir umtali. Listasafn ASÍ Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo verður opnuð í Ustasafni ASÍ, Grensásvegi 16, laugardaginn 10. sept- ember kl. 14.00. í ár bárust í keppnina 9.202 myndireftir 1.215 Ijósmyndara frá 64 löndum. Veitt voru verðlaun í 9 efnis- flokkum, en auk þess hlutu allmargar Ijósmyndir sérstaka viðurkenningu. Að þessu sinni eru 1594jósmyndirá sýning- unni. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 16—20 og um helgar kl. 14—20. Sýn- ingin stendurtil 25. september. Listasafn Einars Jónssonar Ustasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Höggmyndagaröurinn er opinn daglega frákl. 11.00-17.00. Listasafn íslands f Listasafni fslands stendur yfir sýning á verkum fimm ungra myndlistarmanna. Listamennirnir sem sýna málverk og skúlptúra í boði Ustasafnsins eru: Georg Guðni Hauksson, Hulda Hákon, Jón Óskar, fvar Valgarðsson og Tumi Magn- ússon. Sýningunni hefur verið komiö fyr- ir í sölum 3 og 4 og stendur hún til 2. október. f sölum 1,2 og 5 stendur nú yfir sýnin^ á íslenskum verkum í eigu safnsins. Eru þar m.a. sýnd verk eftir Ásgrim Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jóhannes S. Kjarv- al, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Nínu T ryggvadóttur, Snorra Arinbjamar og Þorvald Skúlason. Sunnudaginn 11. septemberferfram ífylgd sérfræðings, leiðsögn um sýninguna í sölum 1,2 og 5 og hefst hún kl. 13.30. Leiösögnin „Mynd mánaðarins" ferfram á fimmtudögum kl. 13.30. Mynd sept- embermánaðarer Komposition (Höfnin) eftir Þorvald Skúlason, oliumálverkfrá árinu 1938. f fyrirlestrarsal i kjallara safnsins verða eftirfarandi myndbands- sýningar: Laugardagur: Galdurinn og leikurinn. Fjórir ungir myndlistarmenn, Sjónvarpið, 1988. Sunnudagur: Galdur- inn og leikurinn. Fjórir ungir myndlistar- menn, Sjónvarpið, 1988. Þriðjudagur: Konan í list Ásmundar Sveinssonar. Ás- mundarsafn, 1986. Miðvikudagur: Ás- grímur Jónsson, listmálari. Sjónvarpið, 1984. Fimmtudagur: Erró engum Ifkur. Sjónvarpið, 1987. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11—17. Aðgangur að sýn- ingunum erókeypis, svo og auglýstar leiðsagnir. Veitingastofa hússins er opin ásamatima. Listasafn Háskóla íslands f Listasafni Háskóla fslands í Odda eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins. Lista- safniðeropiðdaglegakl. 13.30-17 og er aögangur ókeypis. Minjasafnið Akureyrí Minjasafniö á Akureyri ertil húsa við Aðalstræti 58. Safnið er opiö til 15. sept- ember kl. 13.30—17.00 alla daga, en yfir veturinn á sunnudögum frá kl. 14—16. Á Minjasafninu má sjá ýmis konar verkfæri og áhöld sem tengjast daglegu lifi fólks áður fyrr til sjávar og sveita. Einnig er margt muna sem sýna vel menningu og listiönaö íslenska sveitasamfélagsins s.s. tréútskurður, silf- urmunir, vefnaðurog útsaumur. Einnig erá safninu úrsmiða-, skósmíða- og trésmíðaverkstæði frá fyrri tið. Þá má nefna gamla kirkjumuni s.s. bænhús- klukku frá þvi um 1200. Á minjasafninu ereinnig hægt að skoða gamlar Ijós- myndir og á lóð safnsins stendur gömul timburkirkja frá árinu 1876.1 sumar er sérstök sýning á safninu á verkum lista- ' konunnar Elisabetar Geirsdóttur (1915— 1959) og er hún opin á venjulegum opn- unartíma safnsins. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlarog brauð- peningar frá síðustu öld eru sýndir þar svo og oröur og heiðurspeningar. Uka er þarýmis fom mynt, bæöi grísk og rómversk. Safniö er opið á sunnudögum millikl. 14og 16. Norræna húsið Fimm grafíklistamenn frá Norðuriöndun- um halda sýningu er nefnist Norrænt grafík-þriárísýningarsölum Norræna hússins. Ustamennirnir sem sýna eru Vignir Jóhannesson frá íslandi, Yngve Næsheim frá Noregi, Finn Richardt Jerg- ensenfrá Danmörku, Krystyna Piotrow- ska frá Sviþjóð og Tuomo Saali frá Finn- landi. Auk þess eru verk eftir Mimmo Paladino frá (talfu, sem er sérstakur gest- ursýningarinnar. Norrænt graffk-þriár (nýyrði yfir tríennal) er sýning sem Nor- ræna húsið hefur unnið í samráði við félagið íslensk grafík. Á sunnudaginn heldur Leslie Luebbers listfræöingurfyrir- lestur í tengslum við sýninguna, ííundar- sal Norræna hússins, og sýnir litskyggn- ur. Sýningin stendur til 19. september. Opið er daglega kl. 14—19. í anddyri Norræna hússins stenduryfir sýning á grafíkverkum norska lista- mannsins Rolf Nesch. Sýningin ersett upp ítilefni heimsóknarOlafs Noregskon- ungs. Það er Þjóölistasafnið i Ósló sem lánar myndimar og eru þær flestar í eigu safnsins. Rolf Nesch fæddist í Þýska- landi 1893 og lést í Ósló 1975. Hann varð norskur ríkisborgari árið 1946 og hafði þá verið búsettur í Noregi frá 1933. Sýningin verður opin daglega kl. 9—19 nema sunnudaga kl. 12—19 og lýkur 13. september. Póst-og símaminjasafnið (gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna póst- og simaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úrgömlum póst- og símstöðvum og gömul símtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriöjudögum milliklukkan 15og 18. Hægteraðskoða safnið á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð i síma 54321. Sjóminjasafnið I Sjóminjasafninu stendur yfir sýning um árabátaöldina. Hún byggir á bókum Lúðvíks Kristjánssonar „(slenskum sjáv- arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr bókinni, veiðarfæri, líkön og fleira. Sjó- minjasafnið er að Vesturgötu 6 í Hafnar- firði. Opnunartími til loka september er alladaganema mánudaga kl. 14—18. Siminner 52502. Þjóðminjasafnið Þjóðminjasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11.00—16.00. Aðgangur er ókeypis. Myndlist FÍM-salurínn (FÍM-salnum, Garðastræti 6, ersýning eftir Messinu Tómasdótturá rýmisverk- um úr málmi, tré, steini og speglum og myndir unnar meö akril í pappir. Sýning- in stendurtil 11. september. Tema sýn- ingarinnar ervatn/fjall-nálægð/fjarlægð. Messina fékk starfslaun listamanna til að vinna að þessari sýningu. Klukkan 15 og 17 þá laugardaga og sunnudaga sem sýningin stenduryfir, flyturÁsa Björk hreyfiverk við söng Ásu Hlinar Svavars- dóttur, en það verk byggist á Ijjóöum og tónlist semm urðu til samsiöa rýmisverk- unum. Gallerí Borg í Galleri Borg, Pósthússtræti 9, er sýning á verkum sem eru til sölu i gallerfinu. Meðal annars eru verk eftir Kjarval, Ásgrim Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Jón Stefánsson, Gunnlaug Blöndal, Gunn- laug Scheving, Þon/alds Skúlason, Eyjólf Eyfells, Jón Engilberts, SvavarGuðnason. Einnig eftir Alfreð Flóka, Jóhannes Geir, Ólaf Túbals, Valtý Pétursson, Louisu Matthíasdóttur og fleiri. Sýningin stendur yfir i sumar og veröur skipt um verk reglu- lega. Allar myndirnar eru til sölu. GalleríGangskör Galleri Gangskör er opiö þriðjudaga til föstudaga kl. 12.00—18.00. Verk gang- skörunga eru til sýnis og sölu i galleríinu semeríTorfunni. GalleríGrjót Eigendur Galleri Grjóts að Skólavöröustig 4a eru níu listamenn og sýna þeir verk sín (galleríinu nú i sumar. Listaverkin eru márgvísleg og má þar nefna mál- verk, grafík, skúlptúr, teikningar, skart- gripi, leirmuni, steinmyndirog postu- línsmyndir. Öll verkin erutil sölu. Galleri Grjóteropiðvirkadaga kl. 12—18. Gallerí Guðmundar frá Miðdal (Gallerí Guðmundarfrá Miðdal, Skóla- vörðustíg 43, eru til sýnis og sölu mál- verk eftir Guðmund Einarsson, Svövu Sigriði, Guðmund Karl, Hauk Clausen o.fl. Gallerí Guðmundar er opið alla daga nema sunnudaga kl. 14—18. Gallerí Holiday Inn Guðmundur Kari Ásbjörnsson heldur sýningu á teikningum, vatnslita-, pastél- og olíumyndum í Galleri Holiday Inn, Sig- túni 38 Reykjavik. Á sýningunni eru um 50 verk sem hann hefur unnið á síðustu árum. Guömundur Karl hefur haldið margar einkasýningar hér á landi og er- lendis og tekiö þátt I samsýningum. Sýn- ingin stendur til 25. september og er opin daglega frá kl. 14—22. Aðgangur er ókeypis. Gallerí Kirkjumunir i Galleri Kirkjumunum, Kirkjustræti 10, stenduryfir myndasýning. Verkin á sýn- ingunni eru eftir Sigrúnu Jónsdóttur ofl. GalleríList í Gallerí List, Skipholti 50b, verðurtil sýnis og sölu i júli og ágúst verk eftir Braga Hannesson, Hjördísi Frímann, Sig urð Þóris, Helgu Ármann, Guðrúnu E. Ólafsdóttur, Elías B. Halldórsson, Guð- mund Karl.Tolla, Svein Björnsson, Rúnu Gísladóttur, Jóhönnu Bogadóttur, Gest Guömundsson, Sigríði Gyðu, Gísla Sig- urösson, Erlu B. Axelsdóttur, Rut Reb- ekku Sigurjónsdóttur og Ingunni Eydal. Einnig verðurtil sölu raku eftir Margréti Jónsdóttur og keramik eftir Eydísi Lúðviksdóttir, Daða Harðarsson og fleiri. Gallerí Svart á hvftu Galleri Svart á hvitu byrjarhaustdagskrá sína á föstudaginn með sýningu á högg- myndum BrynhildarÞorgeirsdóttur. Bryn- hildur stundaði nám við Myndlista- og handiðaskóla (slands 1974—1979, við Gerrit Rietveld Academie í Hollandi vetur- inn 79—80 og California College of Arts andCrafts 1980—1982. Brynhildurstarf- arog býr i New York. Síöast hélt hún einkasýningu á íslandi í Nýlistasafninu árið 1983 og hefur einnig tekið þátt i fjölda samsýninga hér á landi og erlend- is. Ásýningunni eru höggmyndir unnar úr gleri, jámi og steinsteypu. Sýningin stendur til 25. september og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14—18. í Listaverkasölu gallerísins á efri hæð eru til sölu verk ýmissa myndlistarmanna og má m.a. nefna: Karl Kvaran, Georg Guöni, Hulda Hákon, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Halldór Björn Runólfsson, Guð- mundurThoroddsen, Jón Óskar, Jón Axel, BrynhildurÞorgeirsdóttir, Pétur Magnússon, Kees Visser, Ólafur Lárus- son, Svanborg Matthiasdóttir, Siguröur Guðmundsson, Sigurðurörlygsson, Pi- eter Holstein og Tumi Magnússon. Lista- verkasalan er opin á sama tima og sýn- ingasalurgallerísins. Gerðuberg Sóley Ragnarsdóttir heldur sýningu á myndverkum í Geröubergi í Breiðholti. Á sýningunni eru um 30 verk unnin með blandaðri tækni, collageverk og einþrykk, næröll gerð á þessu ári. Þetta erfyrsta einkasýning Sóleyjar í Reykjavik en hún hefur áður haldið sýningar i Vik i Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9—21 nema föstudaga til kl. 19 og um helgar er opið frá kl. 15—19. Myndirnar eru allartil sölu. Sýn- ingin stendurtil 10. september. Gullni haninn Á veitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Hafnargallerí Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guðrún Nanna Guðmundsdóttir, íris Ingvarsdóttirog Þórdis Elin Jóelsdóttir halda grafiksýn- ingu í Hafnargallerí, fyrir ofan bókabúö Snæbjarnar. Sýningin eropin á opnun- artíma verslunaiinnar og stendurtil 22. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.