Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 12 B T'---------- Sovétríkin: Sjónvarp á tímum umbóta Vald sjónvarpsins í Sov- étríkjum Gorbatsjovs er næst- um algert, skrifar Ellen Micki- ewicz nýlega í „The New York Times", en hún er fjölmiðla- fræðingur sem sérhæft hefur sig í sjónvarpsmálum Sov- étríkjanna. Hún nefnir dæmi um það þegar hún fór síðasta vetur með stórum hópi á veit- ingahús í Moskvu og þegar með ólíkindum hár reikningur- inn var settur á borðið hafði einhver orð á því að réttast væri að benda sjónvarpsþætt- inum „Kastljós umbótanna“, sem þekktur er fyrir rannsókn- arblaðamennsku, á himinháa álagninguna. Brosin frusu á þjónunum, upphæðin var lækkuð og enginn tók við svo miklu sem kópek í þjórfé. Guðaðá skjáinn Sjónvarpið gegnir líka lykil- hlutverki í skilgreiningu og mótun stjórnmálaforystunnar. Margt hefur verið rætt og ritað um notkun Gorbatsjovs á sjón- varpi — skilning hans á mögu- leikum fjölmiðilsins og leikninni sem hann beitir þegar hann ávarpar sovéska sjónvarps- áhorfendur, venjulega um 150 'til 200 milljón manns. Einstakur atburður gerðist 5. ágúst sl. þegar Yegor K. Ligasjev, annar valdamesti maðurinn í Kreml, notaði sjón- varpið til að sýna fram á eigið leiðtogahlutverk. . Tuttugu mínútur af fréttatímanum þetta kvöld fóru í ræðu Lig- asjevs og segir Mickiewicz að hún hafi aldrei vitað til þess að nokkur ræðumaður nema aðalritarinn fengi eins mikinn tíma í fréttum. Sjónvarpið hefur einnig orð- ið einn mikilvægasti liðurinn í stöðu og einkennum hinna mismunandi þjóða og þjóðar- brota sem byggja Sovétríkin. Landsstöðvarnar tvær, Fyrsta og Önnur rásin, eru á rússn- esku en í lýðveldunum hverju fyrir sig er talsverður hluti dag- skrárinnar sendur út á tilheyr- andi tungumáli. í Nagorno- Karabakh, hinu umdeilda hér- aði Armena i Azerbaijanlýð- veldinu, hafa menn löngum gert kröfu um að fá aðgang að sjónvarpssendingum Arm- eníu. Þegar sameiningu hér- aðsins við Armeníu var hafnað í Moskvu hélt leiðtogi Azerbaij- an ræðu þar sem hann sagði að ýmsar umbætur skyldu gerðar í héraðinu. Það fyrsta sem hann nefndi var stofnun héraðssjónvarps á armensku í Nagorno-Karabakh og aðgang að sjónarpssendingum frá Armeníu. í Moldavíulýðveldinu krafðist rithöfundafélagið þess fyrir ári að útsendingum á rússnesku yrði hætt en allt efni yrði^ent út á moldavísku. Unglingaþátturinn Tólfta hæðin er ágætt dæmi um þró- un sovésks sjónvarps. Hann byggðist í fyrstu á því að hóp- ar unglinga staðsettir í stiga- göngum — unglingunum fannst þeir afslappaðri á heimavelli — gagnrýndu og hæddust að kerfiskörlum í upptökusal í Moskvu. Þættirnir vöktu mikla athygli en voru svo teknir af dagskrá. Höfundur þeirra er Eduard Sagalaev, yfirmaður æskulýðs- deildar sovéska sjónvarpsins (skrifstofa hans er á tólftu hæð og þaðan er nafn þáttanna dregið). Eftir því sem hann segir var vandamálið með þættina það að þeir voru farn- ir að auka mjög óánægju ungra áhorfenda og vekja vonir sem með engu móti var hægt að uppfylla. Það hafði verið kom- inn tími til að hætta að „rífa skyrturnar og hella salti í sár- in“. 25. maí sl. byrjaði Tólfta hæðin aftur í sjónvarpinu. Umræðuefnið var karlmennsk- an og formið var það sama; unglingarnir sátu f stiga- göngum og valdamenn í upp- tökusal í Moskvu. Talið barst að efnishyggju, tregðu til að þjóna í hernum og hörmungum Stalínstímans. Grundvallar- breytingin sem orðin var á þættinum snérist um jákvæðar fyrirmyndir eins og stærð- fræðinginn Vavilov. Faðir hans, erfðafræðingurinn N.l. Vavilov, hafði látist í fangeisi á Stalínstímanum. Vavilov yngri sagði ungu áhorfendunum að slíkt gæti ekki gerst aftur, þjóðfélagið leyfði það ekki. —ai. MYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Lífshættulegt símaat spennumynd Egr sá hvað þú g-erðir ... - I Saw What You Did ...★>/2 Leikstjóri: Fred Walton. Handrit: Cynthia Cidre, byggt á skáldsögu Ursulu Curtiss. Aðalleikendur: Shawnee Smith, Tammy Lauren, Candace Cameron, Robert og David Carradine. Bandarísk sjónvarpsmynd. Universal 1987. Hi-Fi. 90 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. >Þróttlítil spennumynd, byggð á kunnuglegu efni, sem reynst hefur meiri spámönnum ágætt viðfangs- efni. Tvær stelputátur láta sér leið- ast í bamapíustússi í úthverfí í Pasadena. Til að stytta stundimar yfír krakkaborunni hringja þær eitt- hvert útí loftið og atast í viðmæl- endum. En þá fer í verra er þær slá á þráðinn hjá Robert Carradine og segjast hafa séð hvað hann gerði og viti hver hann er. Kauði var nefnilega nýbúinn að murka líftór- una úr kærustunni og var komið að honum þar sem hann var að husla náinn. En tátumar vita náttúrlega ekk- ert um það, líst vel á röddina í Robba og fara í heimsókn. Og svo framvegis ... Þetta sígilda efni fær heldur slaka meðhöndlun hér hjá öllum viðkomandi. Það vantar broddinn í myndmálið, möguleikar klippi- borðsins sérstaklega vannýttir. Sögur af þessu tagi era harla ólfk- legar, því þarf að keyra þær áfram af dómsdagsspennu, svo áhorfand- inn gleymi stund og stað, ef vel á að vera. Þessi mallar í hlutlausum, lengst af. Meira að segja þeir Carradine-bræður, sem era til alls vísir, fá ekkert að gert til að hressa uppá andrúmsloftið. En þá vitið þið, bömin góð, að það er ekki að- eins ægilega ljótt, heldur einnig lífshættulegt að gera símaat... Áflótta drama Kangaroo ★ ★ l/2 Leiksljóri: Tim Burstall. Handrit: Evan Jones, eftir skáldsögu D.H. Lawrence. Kvikmyndatökustjóri: Dan Burstall. Aðalleikendur: Col- in Friels, Judy Davis, John Wal- ton, Julie Nihill, Peter Hehir, Peter Cummins, Hugh Keays- Byrne. Áströlsk. Vestron Video Int., 1987. Myndform 1988. 100 mín. Myndin dregur nafn sitt af sam- nefndri bók Lawrence, er hann samdi um reynslu sína af Ástralíu og íbúum hennar í upphafi þriðja áratugsins. Hjónin Friels og Davis fíýja eymdina og ofsóknimar á hendur þeim í Evrópu eftirstríðsár- anna fyrri. Hann er gagnrýnið skád og dálkahöfundur og heldur bersög- ull að flestra dómi. Hennar þýska ættemi illa séð af breskum, svo þau söðla um og velja Ástralíu sem sitt nýja heimaland. En það líður ekki á löngu uns Friels verður bitbein neikvæðra þjóðfélagsafla á nýjan leik. Hann kynnist manni sem er formaður fasistasamtaka og vill ólmur fá skáldið í félagsskapinn. Þegar það neitar era Astralíudagar þeirra hjóna á enda. Óneitanlega forvitnileg mynd, einkum fyrir þá sem áhuga hafa á lífshlaupi listamannsins, sem hlaut litla náð í augum samtímafólks en er hinsvegar í dag talinn með merk- (,’OI.IN Uytf.S JUDllMVJS ISLENSKUR TEXTI ustu rithöfundum aldarinnar. Myndin fer grannt ofaní hið sjálfs- ævisögulega verk Lawrence og er því orðmörg og bókmenntaleg. Hinsvegar er leikur Friels traustur og trúverðugur og Davis skilar jafn- vel enn mótaðri persónu, enda hlaut hún verðlaun ástralska kvikmynda- iðnaðarins fyrir hlut slnn á síðasta ári. Og þess má svo til gamans geta, að þau Davis og Friejs era víst ektapar í raunveraleikanum. Það hefur öragglega ekki sakað því samleikur þeirra er besti þáttur Kangaroo. B»in í borainni BÍÓBORGIN Foxtrot^ ★ ★ Foxtrot brýtur ekki blað í sögu felenskrar kvikmyndagerðar, held- ur hefur þaö tekist skínandi vel sem til stóö; að gera nútímalega spennumynd með lævi blöndnu andrúmslofti. Það er óhætt að taka ofan fyrir öllum hennar aðstand- endum. - sv. örvænting ★ ★ ★ Beinskeytt leikstjórn Polanskis og leikandi létt sögumennska hans gerir myndina að einstakri, slípaðri afþreyingu við allra hæfi. Hér upp- lifum við Bíó með stórum staf í þess orðs bestu merkingu. -sv. Rambo III ★ ★ 1/2 Aldrei hefur karl verið jafn ábúðar- mikill, markviss og háleitur og aldrei hafa óvinirnir verið jafn ósjá- legir og illmannlegir. Söguþráður- inn einfaldur að venju. Andi og boðskapur myndarinnar minna á íslensku þjóðsögurnar um nátt- tröllin, þó hefur tæknin aldrei veið betri og sjálfsagt er Rambo III hin ákjósanlegasta afþreying aðdá- endum garpsins. -sv. Beetlejuice ★ ★ ★ Þessi draugagamanmynd býður uppá gersamlega ómótstæðilegan hræring af vinalegum draugum og vondum, heilu partýi af sérstökum tæknibrellum og Michael Keaton óborganlegum í hlutverki Bjöllu- djússins. -ai. STJÖRNUBÍÓ Breti í Bandaríkjunum ★ ★ ★ Daniel Day Lewis fer á kostum í þessari bráðskemmtilegu banda- rísku aldafarslýsingu í hlutverki hins háttprúða Breta í kolrugluðum Nýja heiminum. Ekki láta hana framhjá ykkur fara. -ai. Von og vegsemd ★ ★ ★ 1/2 Geta stríð veriö skemmtileg? Breska leikstjóranum John Boor- man þótti seinni heimsstyrjöldin einhver skemmtilegasti tími lífsins og hefur endurskapaö þá upplifun sem stríðið var fyrir hann sem krakka í Bretlandi í þessari frá- bæru, einstaklega skemmtilegu gamanmynd studdur úrvalsleikur- um og dásamlegum minningum. -ai. BÍÓHÖLLIN Góðann daginn, Vfetnam ★ ★ ★ ★ Meira en skemmtileg heldur líka mannleg og skynsamleg, drifin áfram af ofurkrafti Robin Williams og Barry Levinsons og matarmiklu handriti. Besta mynd ársins til þessa. -sv. Örvænting. Sjá Bfóborgin. í fullu fjöri ★ V2 Þetta er aðeins „rokk og ról“ sungu garparnir í den, sama gildir um þetta þunnildi sem sjálfsagt átti að grassera á unglingamynda- markaðinum. En þrátt fyrir nota- lega tónlist er heildin meðal- mennska í slappari kantinum. -sv. Skær Ijós stórborgarinnar ★ ★ Michael J. Fox rífur sig úr fjöl- skylduböndum til að leika Man- hattan-uppa og kókaínætu sem hefur enga stjórn á lífi sínu, Mynd- in veröur aldrei meira en lítil og sæt, eins og stjarnan. -ai. Rambó III. Sjá Bíóborgin. Beetlejuice. Sjá Bfóborgin. Lögregluskólinn 5 ★ Lögregluskólamyndirnar eru fyrir krakka sem finnst það fyndið ef einhver missir niður um sig bræk- urnar. Húmorinn er ræfilslegur og leikurinn skrípalegur en vinsæld- irnar ótrúlegar. -ai. Hættuförin ★ ★ ★ Poitier snýr aftur í einstaklega spennandi afþreyingarmynd þar sem ekki er eitt einasta dautt augnablik að finna. Smellur sum- arsins. -sv. REGNBOGINN Hamagangur á heimavist ★ ★ Bara enn ein unglingamynd meöal- mennskunnar -ai. Helsinki - Napoli^ ★ Það er óhætt að fullyrða að sá einstaki kvikmyndargerðarmaður, Mika Kaurismaki fer ósmeykur eig- in leiðir, kærir sig kollóttan um vörður og vegvísa. H-N er engin undantekning, glórulaus en gam- ansöm. -sv. Leiðsögumaðurinn ★ ★ ★ Leiðsögumaðurinn er á margan hátt velheppnuð mynd, hröð og spennandi, segir sterka sögu sem getur höfðað til allra og gerist í hrjóstugu og snjóhvítu umhverfi Sama. Helgi Skúlason er frábær í óþokkahlutverkinu. -ai. Krókódíla-Dundee II ★ ★ ★ Dundee er ein jákvæðasta og geð- þekkasta hetja hvíta tjafdsins um árabil og nær til allra aldurshópa. Heilbrigður, hrekklaus og um- gengst glæpalýð stórborganna líkt og eiturkvikindi merkurinnar og afgreiðir hann af eðlishvöt náttúru- barnsins. Enda alinn upp af dul- úðugum frumbyggjum. -sv. HÁSKÓLABÍÓ Á ferö og flugi ★ ★ ★ Steve Martin og John Candy fara á kostum í þessari ágætu John Hughes-gamanmynd um tvo ferðafélaga á leið í helgarfrí og þeirra mjög svo skemmtilegu erfið- leika og óyndislegu samverustund- ir. -ai. LAUGARÁSBÍÓ Stefnumót á Two Moon Junc- tion^ Enn ein útgáfan af brennheitu Suðurríkjaástunum milli herra- garðsstelpunnar og bringubera vinnumannsins. Ekkert „ótrúlega djörf" miðað við landlæknisauglýs- inguna. -ai Sá illgjarni ★★1/2 Sem fyrr, ágætt handbragö hjá Craven en máttlítið handrit. Uppá- komurnar á Haiti, þessari paradís kuklara, heldur óyndislegar og vel útfærðar og nú hlýtur að styttast í sannkallaða gegnumbrotsmynd frá hendi leikstjórans. SV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.