Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 SJónvarpiA sýnir á föstu- dagskvöldlð nýjan mynda- flokk úr leiksmiðju Jim Hen- sons sem ber heitið Sagna- þulurinn. Sagnaþulurinn er leikinn af John Hurt og situr hann ásamt hundinum sín- um við arineld í fomfálegum kastala og segir evrópskar þjóðsögur. Blandað er sam- an leikbrúðum og leikurum til að gæða frásagnirnar lífi. Fyrsta sagan heitir Hans broddgöltur og segir frá bóndakonu sem þráir svo heitt að eignast barn að henni er sama þóttt það sé eins Ijótt og broddgöltur, að því er hún segir. Ópera mánaðarins verður sýnd á sunnudaglnn á Stöö 2. Að þessu sinni er það upp- færsla japanska leikstjórans Keita Asari á Madam Butt- erfly eftir Qlacomo Pucclnl í La Scala. Japanska söng- konan Yasuko Hayashl þreytir hér frumraun sína á vestrænu leiksviði í titilhlut- verkinu.og sama má segja um Hak-Nam sem leikur þjónustu- stúlku hennar, Suzuki. Óperan á sér stað í Nagasakí í upp- hafi tuttugustu aldarinnar. Bandarískur sjóliðsforingi og lávarður að nafni Plnkerton er staddur í Japan þar sem hann kynnist japanskri stúlku, Cio-Cio-San, öðru nafni Butt- orfly, og kvænist henni. Stúlk- an afneitar forfeðrum sínum til að sýna Pinkerton trúlyndi sitt og er hann fer aftur til Banda- ríkjanna ber Butterfly barn hans undir belti. Er Pinkerton snýr aftur til Japans, fáeinum árum síðar, hefur hann með sér nýtt kvonfang sem fer þess á leit að fá að ættleiöa barnið. Butterfly gefur samþykki sitt og afhendir þeim barnið en fyrirfer sér síðan. John Hurt sem sagnaþulurinn. I Litla barnatímanum sem er á V dagskrá Rásar 1 á mánudag / verður byrjað að lesa söguna / Alís f Undralandl eftir / / LewisCarroll. íbókinni / komafyrirmargarfurðu- i / legarpersónur. Má þar j nefna hvítu kanínuna, her- togaynjuna, bláa kálorminn, \ \ vitlausa hattarann og hina \ \ skapríku hjartadrottningu. Sag- \ \ an segir frá Alís sem sér hvíta \ kanínu og eltir hana niður holu í tré. \ Ýmislegt furðulegt fer að gerast og Alís \ ýmist minnkareða stækkar. Þorsteinn Thorarensen les söguna sem móðir hans, Ingunn, þýddi. Þetta ereina óstytta þýðing á bókinni þar sem öll hin skrítnu Ijóð eru tekin með. . StöA 2 sýnir á fimmtu- dagskvöldlA breska gam- anþáttinn Einskonar líff eða „A Kind of Living" eins og hann heitir á ensku. Þáttur- inn fjallar um Beasley- hjónln og sjö mánaða gaml- an son þeirra sem enn hefur ekki fengið nafn. Þrátt fyrir nýtt hús, nýja vinnu og litla barnið er Trevor Beasley fastur fyrir í fortíðinni og er hann hittir gamlan vin sinn, Brian, kemur á daginn að þeir hafa ólíkar skoðanir á því hvernig hlutirnir voru í gamla daga. Eiginkonan hugsar um heimilið og talar án afláts við litla son- inn sem þau eignuðust er þau voru komin á efri ár. Hjónin eru leikin af Richard Griffiths og Frances de la Tour en hlutverk litla drengsins er í höndum Christophers Rothwells. Richard Griffiths og Frances de la Tour. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-12 Útvarpsdagskrá bls. 2-12 Myndbönd bls. 9/12 Bfóin í borginni bls. 12 Guðað á skjáinn bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.