Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 B 5 Stöð 2: Bamaefni ■i í dag byijar bama- 00 efni Stöðvar 2 klukk- “’ an 8.00 á því að sýnd verður teiknimynd um Þrumu- fuglana, síðan eru teiknimynd- imar Paw Paws, Valdi köttur, Alli og íkomamir og Perla. Ný teiknimynd byrjar í dag en hún er um dverginn Davíð en Davíð er 15 sm hár og vegur hálft kíló. Hann er 399 ára gamall og hefur aflað sér mikillar visku á sviði lækninga og er því oft kallaður langar leiðir til þess að vitja sjúklinga. Kona hans heitir Lása og er ákaflega hjartahlý og skynsöm og fýlgir hún manni sínum á ferðum hans. Ýmsir aðrir koma við sögu svo sem refurinn Frár, tröllið Holli, Pati, Pilli og Posi og fleiri. Albert feiti er síðan á dagskrá og þá þátturinn um unglingana í skól- anum og loks Klementína. Dvergurinn Davíð er ekki nema 15 sm hár. Rás 1: Kurt Tucholsky ■Hi í dag verður flutt -| Q 30 dagskrá á Rás 1 sem ö nefnist Brosið hennar Mónu Lísu en hún fjallar um þýska rithöfundinn og háðfugl- inn Kurt Tucholsky. Arthúr Björgvin Bollason hefur tekið saman. Kurt Tucholsky var einn af þekktustu háðsádeiluhöfund- um Þjóðveija á þriðja tug aldar- innar, fæddist árið 1890 og réð sér bana árið 1935. Hann var róttækur jafnaðarmaður og frið- arsinni, skopaðist í verkum sínum að þjóðrembu, hemaðar- brölti og öðrum pólitískum kvill- um samtíðar sinnar. Þegar nas- istar komust til valda árið 1933 var hann sviptur þýskum ríkis- borgararétti og bækur hans gerðar upptækar. í þættinum verður sagt frá ævi og ritferli Tucholsky og fluttir kaflar úr verkum hans auk þess sem vísnasöngvarinn Lutz Gömer syngur nokkur ljóð eftir skáldið. Brosið hennar Mónu Lísu. Rás 2; Tónlistarkrossgátan % ■i Tónlistar- 00 krossgáta númer 113 verður lög fyrir hlust- endur í dag. Það er enn sem fyrr Jón Gröndal sem sér um þáttinn og skal senda lausnir til Ríkisút- varpsins, Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík, merktar Tónlistarkrossgátan. Rás 1: Bamaútvarpið ^■■■1 í Bamaútvarpinu í dag verða flutt ævintýri og kímnisögur 1 £20 úr fómm Brynjólfs frá Minna-Núpi. Ævintýrin nefnast Sagan af keisarasyninum kvensama, Sagan af karlsdóttur og kóngsdóttur og Sigurðarsaga og Margvíss. Þar lenda sögupersón- umar í margvíslegum mannraunum, yngissveinum er breytt {ófreskj- ur og er þá ekkert til bjargar nema kossar hinna fegurstu meyja. Forynjur og óvættir gera mönnum lífið leitt, en allt fer vel að lok- um. Vemharður Linnet hefur búið efnið til útvarpsflutnings og flyt- ur ásamt Gunnvöm Braga, Jakobi S. Jónssyni, Kristlnu Helgadótt- ur, Sigríði Amardóttur og Sigrúnu Sigurðardóttur. HVAÐ ER AÐ0 GERAST í málverk, akrilmyndir og skúlptúra. Sara Pucci er á 85. aldursári og sýnir hún persluskreytta og skrautlega hlutl sem hún býrtil handa dóttursinni, listakon- unni Dorothy lannone. Sýningarnar standa til 18. september og er opiö dag- lega frá kl. Í6—29 og kl. 14—20 um helgar. Undir piisfaldinum Samsýning fjögurra myndlistarmanna hefst á laugardaginn i gallerfinu Undir pilsfaldinum, Vesturgötu 3b. Listamenn- imireru Ámi Ingólfsson, Hrafnkell Sig- urösson, Kristján Steingrimur og Ómar Stefánsson og sýna þeir olíumálverk og verk unnin með blandaðri tækni. Sýning- in er opin alla daga kl. 15—21 og stend- uryfirtil 25. september. Hafnarborg Hafnarfirði j Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði stenduryfir sumarsýning á verkum úr safni stofnunarinnar. Sýningin er opin daglegakl. 14—19. Vinnustofa og sýningarsalur Ríkey Ingimundardóttir hefur opnað vinnustofu og sýningarsal að Hverfisgötu 59. Þareru til sölu verk hennar; málverk, postulínslágmyndir, stytturog minni hlut- ir úr leir og postulini. Ríkey málar og mótar verk eftir óskum hvers og eins. Opiö er á verslunartíma. Hótel Selfoss Ólafur Th. Ólafsson sýnir vatnslitamyndir og teikningar (anddyri Hótels Selfoss í september. Stillhott Akranesi Bjami Jónsson listmálari og Astrid Ell- ingsen prjónahönnuðuropna sýningu í veitingahúsinu Stillholt á Akranesi á laug- ardag. Astrid sýnir handprjónaða kjóla og peysurog Bjamisýnirolíumálverk, akrýlmyndir og vatnslitamyndir. Sýningin verður opin daglega til 18. september og verða þau Bjami og Astrid við þar kl. 14—22 um helgar. Hótel Blönduós Rúna Gísladóttir sýnir á Hótel Blönduósi verkfrá siöastliðnum 2—3 árum, bæði málverk og collage — eða samfellumynd- ir. Rúna nam við Myndlista- og handíða- skóla Islands í 4 ár, einnig stundaði hún myndlistarnám í Noregi um tíma. Hún hefur starfað við myndlist á eigin vinnu- stofu á Seltjamarnesi og stundað mynd- listarkennslu. Þetta erönnureinkasýning Rúnu, þá fyrri hélt hún á Kjarvalsstööum i nóvember siðastliðnum. Sýningin er sölusýning og stendurtil 1. október. Opið er alla daga á opnunartíma hótels- ins. Gallerí Allrahanda Akureyri Gallerí Allrahanda er til húsa að Brekku- götu 5 á Akureyri. Opnunartimi er fimmtudaga kl. 16—19, föstudaga kl. 13—18 og laugardaga kl. 10—12. Aðrir timar eftir samkomulagi. Galleríiö er á efri hæð og eru þar til sýnis og sölu leir- munir, grafík, textíl-verk, silfurmunir, myndvefnaöur og fleira. Alþýðubankinn Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga og Al- þýðubankinn hf. á Akureyri kynna mynd- listakonuna Dröfn Friðfinnsdóttur. Á list- kynningunni eru 12 verk unnin méð akrýl- litum á strika. Dröfn stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri og þaðan útskrifaðist hún úr málaradeild 1986. Árið 1987 var hún við nám i Lahti lista- skólanum i Finnlandi. Kynningin er í úti- búi Alþýðubankans hf., Skipagötu 14, og lýkur henni 4. nóvember. Leiklist Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsiö sýnir leikritið Elskhuginn eftir enska rithöfundinn Harold Pinter. Sýningarnareru í Ásmundarsal við Freyjugötu föstudaga kl. 20.30 og laug- ardaga kl. 20.30 og sunnudaga kl. 16.00. Leikendur eru Viðar Eggertsson, Erla B. Skúladóttirog Kjartan Bjargmundsson. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir. Ljóðalestur Undir pilsfaldinum Ásunnudaginn kl. 21 munu fimm skáld lesa upp úr verkum sínum i galleríinu Undir pilsfaldinum, Vesturgötu 3. Á und- an upplestrinum heldurGeirViðar Vil- hjálmsson sálfræðingurfyrirlestur. Skáld- in eru: Bjarni Bemharður Bjamason, Þorri Jóhannsson, Sigurberg Bragi, Sigurður Jóhannsson og Pálmi öm Guðmunds- son. Aðgangur er 200 krónur. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöð ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á (slandi. Opiö er mánu- daga til föstudaga kl. 8.30—19.00, laug ardaga kl. 8.30—16.00 og sunnudaga kl. 10.00-14.00. Síminn er 623045, Fundir Kristilegt félag heilbrigðisstétta Mánudaginn 19. septemberkl. 20.30 verður f undur hjá Kristilegu félagi heil- brigðisstétta í Safnaöarheimili Laugar- neskirkju. Fundarefni: Sagtfrá Norður- landaráðstefnu KFH í Danmörkuu í ágúst sl. og sýndar myndir. Söngur. Kaffiveit- ingar. TÍonleikar Norræna húsið Barokkkvartettinn Fontana Musicale heldurtónleika í Norræna húsinu á sunnudag kl. 17. Kvartettinn leikur verk eftirCastello, Turini, Fontana.-Purcell og fleiri. Kvartettinn skipa þau Ulli Mauer- hofer, Gerd Lunenburger, MarcyJean Bölli og Wolfgang Zerer. Fontana Music- ale var stofnaður fyrir sex árum með það markmið að flytja barokktónlist sem sam- in hefur fyrir tvær blokkflautur og undir- leik. Kvartettinn hefur haldið tónleika og spilað í útvarpi víða um Evrópu og árið 1984 unnu þau önnurverðlaun ialþjóða- keppninni Musica Antiqua i Brugge í Belgíu. Víðistaðakirkja Á laugardaginn kl. 20.30 syngur Karlakór Kaupmannahafnarháskóla undirstjóm Niels Muus í Viðistaðakirkju i Hafnar- firði. Á efnisskrá eru dönsk sönglög, m.a. eftir Niels W. Gade, Carl Nielsen, Peter Heise, I.P.E. Hartmann, Jan Mae- gaard og P.E. Lange-Múller. Kórinn, sem heldur upp á 150 ára afmæli sitt á næsta ári, er skipaður 40 söngmönnum. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Fristunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 17. september. Lagt verðuraf staðfrá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Mark- miðgöngunnarersamvera, súrefni og hreyfing. Nýlagað molakaffi. Allir, ungir og aldnir, eru velkomnir. Ferðafélag íslands Laugardaginn 17. september kl. 8 verður farin helgarferð til Þórsmerkur (tveggja daga). Á sunnudaginn verður dagsferð til Þórsmerkur kl. 8. Kl. 10 veröur ekið til Þingvalla og gengið á Hrafnabjörg og kl. 13 verður haustlitaferð til Þingvalla. Gengið um svæðið að Hrauntúni og viðar. Útivist Útivist fer um helgina i sina árlegu haust- lita- og grillveisluferð í Þórsmörk. Brottför er föstudagskvöldið kl. 20. Gist veröur í svefnpokaplássi i skálum Útivistar í Bás- um. Skipulagðar verða gönguferðir um Merkursvæðiö og á laugardagskvöldinu verðurgrillveisla og kvöldvaka. Heim- koma er um sjöleytið á sunnudagskvöld. Farmiöarfást á skrifstofunni, Grófinni 1. Ásunnudagsmorguninn kl. 8 verður haustlitaferð í Þórsmörk. Stansað i um 3 klst. í Mörkinni. Kl. 9 á sunnudaginn verður lagt af stað í ferð á Skarösheiði. Gengið verðurfrá bænum Efraskari á hæsta tind fjallsins Heiðarhorn. Á sunnu- dag kl. 13 verður ekiö i Botnsdal og boðið upp á að ganga að Glym, hæsta fossi landsins eða að ganga úr Botns- dalnum um gamla leið, Hrisháls yfir í Brynjudal. Þetta er haustlitaferð. Brottför erfrá BSÍ, bensinsölu. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út í Viðey. Fyrsta ferð erfarið kl. 13.00 og er farið á heila timanum frá Reykjavík og á hálfa timanum frá Viðey. Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga fer síðasta ferð frá Viðey kl. 18.30 en aðra daga kl. 23.30. Aukaferöir eru fam- ar með hópar sem panta sérstaklega. Kirkjan í Viðey er opin og veitingar fást i Viðeyjamausti. Bátsferðin kostar 300 krónurfyrirfullorðna, 100 krónurfyrir börn að 14 ára aldri en frítt er fyrir börn 5 ára og yngri. Hreyfing Keila [ Keilusalnum i Öskjuhliö eru 18 brautir undir keilu, á sama stað er hægt að spila billjarö og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf i svokölluðum golfhermi. Sund í Reykjavik eru útisundlaugar i Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann i Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut i Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæöinu eru við Barónsstig og við Herjólfsgötu í Hafnar- firði. Opnunartima þeirra má sjá i dag- bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.