Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 13
B 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988
MYIMDBÖIMD
Sæbjörn Valdimarsson
SHE MATES AND SHE KILLS.
Eitruð ekkja
spennumynd
Svarta ekkjan - Black Widow
★ ★ ★
Leikstjóri Bob Rafelson. Handrit
Ronald Bass. Kvikmyndatöku-
stjóri Conrad L. Hall. Tónlist
Michael Small. Aðalleikendur
Debra Winger, Theresa Russell,
Sami Frey, Nicol Williamson.
Bandarísk. 20th Century Fox
1986. CBS/Fox - Steinar 1988þ
Hi-Fi. 97 min. Bönnuð yngri en
12 ára.
Vönduð, sálræn spennumynd um
tvær konur helteknar áráttu. Russ-
ell giftist hverjum auðmanninum á
fætur öðrum og drepur þá síðan,
Winger er lögreglukona sem lætur
heillast af henni en á sér þó það
æðsta markmið að koma þessari
„svörtu ekkju" bak við lás og slá.
Það er útaf leiða á aðgerðarleys-
inu á skrifstofunni að Winger,
starfsmaður hjá Alríkislögreglunni
(FBI) í Washington, kemst á spor
hugsanlega afkastamikils dráp-
kvendis (Russell) sem — ef að líkum
lætur — hefur í sig og á með því
að giftast auðkýfíngum, veita þeim
stundargaman, og drepa síðan.
Berst nú leikurinn vítt um Banda-
ríkin, Russell drepur, breytir um
einkenni, Winger eltir og nær loks
kynnum við hina eitruðu ekkju á
Hawaiieyjum. Skyldi hún nú reyn-
ast ofjarl þeirrar morðglöðu?
Svarta ekkjan ber fagmennsku
Hollywood gott vitni. Útlit hennar
er einstaklega vandað í alla staði,
þar sem kvikmyndataka og lýsing
snillingsins Conrad Halls rís hæðst.
Leikur hinna glæsilegu Russell og
Winger er óaðfinnanlegur, kröftug-
ur og kynþokkafullur. Milli þeirra
byggist spenna, blanda vináttu,
hrifningar og kaldra kvennaráða.
Síðan springur myndin út á eld-
fjallaeyjunni Hawaii.
Tónlist Smalls á ekki lítinn þátt
í uppbyggingu spennunnar og
aukaleikarar flestir góðir. Slakir
kaflar í handriti breyta því ekki að
hér er um óvenju góða afþreying-
ar-spennumynd að ræða, sem á
sínum bestu augnablikum minnir
jafnvel á verk meistara Hitchcocks.
Lævísir laganna
verðir
gamanmynd
Dragnet ★ ★1/2
Leikstjóri Tom Mankiewicz.
Handrit Mankiewicz, Alan
Zweibel, Dan Aykroyd. Kvik-
myndatökustjóri Matthew F.
Leonetti. Tónlist Ira Newborn.
Aðalieikendur Dan Aykroyd,
Tom Hanks, Christopher Plumm-
er, Harry Morgan, Alexandra
Paul, Dabney Coleman.
Bandarísk. Universal 1987.
Laugarásbió 1988. Hi-Fi. 102
mín. Bönnuð yngri en 12 ára.
Þó svo að Dragnet teljist hrein-
ræktuð gamanmynd þá er hug-
myndin að henni fengin úr sam-
nefndum sjónvarpsþáttum sem voru
hinsvegar grafalvarlegir og að auki
fyrstu lögregluþættimir sem nutu
virkilegrar virðingar áhorfenda
vestan hafs. Blómaskeið þeirra var
á sjötta áratugnum og eru kana-
sjónvarpsneytendum eflaust minn-
isstæðir.
En hér kemur útgáfa gárungans
Aykroyd sem hér fer með hlutverk
frænda lögreglumannsins Webb,
stjömu sjónvarpsþáttanna. Það háir
honum ekki skopskynið og fylgir
eftir bókstafnum fram í rauðan
dauðann. Þetta á illa við hinn nýja
félaga hans, Hanks, sem er kæm-
leysið uppmálað og telur Aykroyd
með leiðinlegri mönnum á jarðríki.
En síðan koma til skjalanna
mörg, slæm mál sem snerta djöfla-
trúarhyski, víðfrægan prédikara,
klámkóng, fegurðardís, borgardóm-
ara Los Angelesborgar, ofl., ofl.
Og fyrr en varir vita þeir félagar
ekki hvað snýr upp né niður. En á
lævísan máta leysa þeir málin.
Hér em góðir kraftar að verki.
Mankiewicz reyndar nýliði bak við
tökuvélamar, en kominn af af-
bragðs kvikmyndagerðarfólki og
vanur handritshöfundur. Það er þó
veikasti punktur myndarinnar, sem
á hreint bráðfýndna spretti en lekur
þess á milli niður í flatneskju. En
Aykroyd hefur aldrei verið betri en
þverhausinn og leiðindaskarfurinn
Friday og Hanks gerir það sem
hægt er úr heldur slakri mllu. Köfl-
ótt en ekki leiðinleg og aukaleikar-
amir flestir stórgóðir, einkum
Plummer.
Dustað af
brimbrettunum
gamanmynd
Á ströndinni — Back to the
Beach ★*/2
Leikstjóri Lyndall Hobbs. Hand-
rit Peter Krikes, o.fl. Tónlistar-
umsjón Becky Mancuso. Aðal-
leikendur Frankie Avalon, Ann-
ette Funicello, Connie Stevens,
Lori Louglin, Tommy Hinkley.
Gestahlutverk: Edd Byrnes,
Pee-Wee Herman, Bob Denver,
ofl. Bandarísk. Paramount 1987.
Háskólabíó 1988. H-Fi. 89 mín.
Öllum leyfð.
Þeir í Hollywood hafa ömgglega
eiphvemtíma fengið betri hugmynd
í kollinn en að gera framhald af
b-myndum, gerðum af einu blank-
asta fyrirtæki kvikmyndaborgar-
innar fyrr og síðar, American-Int-
emational, og kölluðust „strand-
myndir". Og vér, táningar þess
tíma, börðum augum í Skúlagötu-
bragganum, fyrst og fremst til að
njóta hinnar eftirsóknarverðu Kali-
fomíusólar í hálfan annan tíma.
En það er ekki sama hver hugmynd-
imar fær, framleiðandi Á ströndinni
er sonur eins helsta ráðamanns
Paramount.
Nú halda þau Frankie, sem eytt
hefur síðustu áratugunum sem bfla-
söiumaður í Ohio, og Annette í frí
með viðkomu í Los Angeles, þar
sem allt grínið fór fram í gamla
daga. Eru orðin foreldrar tveggja
táninga sem eru fjarri því að vera
sömu englamir og foreldramir voru
á þeirra aldri.
Meiningin hefur bersýnilega ver-
ið að gera góðlátlegt grín að strand-
myndunum slöppu, það tekst engan
veginn nógu vel, þó svo að gömlu
biýnunum, Frankie og Annette,
farist oft ágætlega að skopast að
ímynd sinni. Það má segja að sama
vandamál plagi þessa framleiðslu
og forvera hennar á sjöunda ára-
tugnum — slakt handrit. Hinsvegar
má hafa nokkurt gaman að hug-
myndinni, nokkmm söng- og dans-
atriðum og þá era gestaleikaramir
þokkalegir, einkum og sérflagi
Pee-Wee Herman.
Samtök íslenskra myndbandaleiga:
VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN
1. ( 1) Hentu mömmu af lestlnnl ....... (Háskólabíó)
2. ( 7) Prlncess Brlde .............. (J.B. Heildsala)
3. ( 6) KaariSðll .................. (Háskólabíó)
4. ( 5) Nornlrnarfrá Eastwlck .......... (Steinar)
5. (—-) Dragnet .................... (Laugarásbíó)
6. ( 2) NoWayOut ........................ (Skífan)
7. (—-) BlackWldow ..................... (Steinar)
8. ( 4) Revenge of The Nerds 2 ......... (Steinar)
9. ( 8) SummerSchool ................ (Háskólabíó)
10. (15) EyeofTheTlger .................. (Myndbox)
11. ( 3) The Bourne Identlty ................. (Steinar)
12. ( 9) Some Kind of Wonderful ........... (Háskólabíó)
13. (14) Three For The Road .................. (Steinar)
14. (18) MaidtoOrder ......................... (Steinar)
15. (11) TheSqueeze .......................... (Steinar)
16. (16) Full Metal Jacket ................... (Steinar)
17. (12) The Plck-Up Artlst .................. (Steinar)
18. (—-) QuletCool ............................ (Skífan)
19. (-—) Amazlng Stories 5 (Laugarásbió)
20. (10) Wlndmlllsof theGods ............ (J.B. Heildsala)
í svigunum er það sæti sem myndbandið var í vikunni á undan og
(—) merkir að myndbandið er nýtt á listanum.
mwwi
Biomberq
Þurrkarar
og
þvottavélar
Þú færð ekki
glæsilegri
samstæðu.
Hagstæð kjör
Einar Farestveit & Co .hf.
■OeOARTUM M, SlMAR. (•<) IMM OO UMM - NRO RtLAST/SW
Leið 4 stoppar viö dymar
Betri
heilsa
með góöum vítamínum
I Tóró 25 eru 15 vítamín og 10
steinefni í réttum hlutföllum.
Eitt hylki gefur fullan dag-
skammt allra helstu vítamína
og"steinefna. Tóró 25 er e.t.v.
besta fáanlega fjölvítamínið,
hvað varðar verð og gæði.
TÓRÓ HF
Siöumúla 32. 108 Reykjavik o 686964
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar, sími 686988
U,
ið innleysum spariskírteini ríkissjóðs viðskiptavinum að
kostnaðarlausu. Seljum ný spariskírteini ríkissjóðs, sem bera
7-8% vexti umfram verðbólgu. Veitum alhliða sérfræðiráð-
gjöf á sviði fjármála.
>
/a V-