Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988
Haust á Stöð 2
Haustdagskrá Stöðvar 2 hófst mánudaginn 12. september
síðastliðinn. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á dagskránni
og verður hún lengd í tæpar 90 klukkustundir á viku. Barna-
efnið um helgar verður flutt fram um eina klukkustund og
byrjar klukkan 8.00 og er fyrsta klukkustundin órugluð. Afi
er kominn úr sumarleyfi og á laugardagsmorgnum sýnir hann
myndir með fslensku tali, en auk þess er talsett barnaefni
sýnt alla daga vikunnar.
Framhaldsþættir
Stöð 2 hefur hafið sýningar á
ný á nokkrum framhaldsþáttum
sem voru m.a. á dagskrá síöast-
Moonlighting.
liðinn vetur og má þar t.d. nefna
Ættarveldiö eða Dynasty; breska
gamanmyndaflokkinn Séstvalla-
gata 20 (All at No 20); Hasarleik-
ur (Moonlighting); Sherlock Hol-
mes snýr aftur ásamt vini sínum
Watson; Stríðsvindar II svo eitt-
hvað sé nefnt. Haustið 1986 voru
sýndir þættir sem nefnast
Þrumufuglinn (Airwolf) og verður
byrjað aftur á þeim þáttum þar
sem frá var horfið.
Af nýjum framhaldsþáttum má
nefna Pulaskí; Frá degi til dags
(Day by Day); breska gaman-
myndaþáttinn Eins konar líf (A
Kind of Living); bandaríska þátt-
inn Herskyldan (NAM, Tour of
Duty) sem segir frá hermönnum
sem börðust í Víetnamstríðinu. í
október hefjast sýning á nýjum
þáttum sem nefnast Stræti San
Fransiskó (Streets of San Fran-
cisco) sem eru lögregluþættir
með Michael Douglas í aðalhlut-
verki. Þáttaröðin Fortunes of War
Sherlock Holmes.
Chelmsford.
Ruby Wax.
gerist í byrjun síðari heimsstyrj-
aldarinnar og segir frá ástum og
örlögum ungs pars í Suður- og
Austur-Evrópu. Breskir gaman-
þættir hefja einnig göngu sína í
haust en þeir heita Kálfsvað
(Chelmsford).
íþróttir
í vetur verður fylgst með
ameríska fótboltanum og er
þetta annað keppnistímabil
NLF-deildarinnar sem Stöð 2
fylgist með. Einnig verður fylgst
með spánska fótboltanum og um
íslenska handboltann verður fjall-
að í þætti sem verður á dagskrá
á undan 19:19. Auk þess verða
íþróttaþættirnir á þriðjudögum
og laugardögum áfram á sama
tíma.
Matreiðslu-,
fræðslu- og
skemmtiþættir
Nýir þættir um matreiöslu
hefja göngu sína sunnudaginn
18. september. Þeir eru franskir
og nefnast France 'a la carte.
Kynnir þáttanna er Pierre Saling-
er, fyrrum blaðafulltrúi Kenned-
ys, og fjallar hann um franska
matreiðslumeistara, veitingahús
og fleira. Skúli Hansen kemur
einnig aftur með þættina sína A
la carte sem hann var með
síðastliðinn vetur.
Fræðsluþættirnir Smithsonian
fjalla um tækni og vísindi og lífið
og tilveruna, en þeir eru gerðir í
samvinnu við Smithsonian-stofn-
unina í Bandaríkjunum. Veröld —
Saga í sjónvarpi (The World — A
Television History) eru þættir þar
sem fjallað er um mannkynssög-
una í máli og myndum og eru
þættirnir byggðir á Times Atlas-
mannkynssögunni. Þáttunum
hafa veriö gefnar íslenskar fyrir-
sagnir og er Júlíus Brjánsson
þulur.
Af íslenskum þáttum má nefna
skemmtiþáttinn Þurrt kvöld, þar
sem blandað er saman skemmt-
iatriðum, viðtölum og bingói.
Stuttir þættir um íslenska nátt-
úru og íslenskt þjóðlíf verða á
dagskrá í haust og vetur og nefn-
ast þeir Áfangar. Hannes Hólm-
steinn Gissurarson sér um þrjá
þætti um þjóðmál og var fyrsti
þátturinn, Með lögum skal land
byggja, á dagskrá í síðustu viku.
í október byrjar nýr skemmtiþátt-
ur sem fer fram á Hótel (slandi.
Þátturinn heitir I góðu skapi og
verður á dagskrá á fimmtudags-
kvöldum. Kynnir verður Jónas R.
Jónsson. Stöð 2 stendur fyrir
heimsbikarmóti f skák dagana
3.-27. október. Páll Magnússon
og Helgi Ólafsson fylgjast með
og útskýra stöðuna fyrir áhorf-
endum alla mótsdagana. Heil og
sæl eru fræðsluþættir um heil-
brigðismál sem verða á dagskrá
í október og verður Salvör Nord-
al kynnir. (slenskur bílaþáttur
verður á dagskrá mánaðarlega
og viðskiptaþáttur hálfsmánaö-
arlega.
Rödd fólksins nefnast þættir
sem hefjast í október og fara
fram í beinni útsendingu frá Hót-
el íslandi annað hvert mánudags-
kvöld. Umsjónarmaður þáttanna
er Jón Óttar Ragnarsson og er
þetta nokkurs konar borgara-
fundur í formi réttarhalda. Valdir
verða verjandi og sækjandi úr
hópi manna sem eru vanir að
komá fram eins og lögmenn,
blaðamenn, fréttamenn og sjón-
varpsmenn og 12 borgarar verða
kallaðir til af handahófi í kviðdóm.
Síðan fara fram réttarhöld í
klukkutíma þar sem tekin verða
fyrir ýmis ágreinings- og deilumál
sem hafa verið ofarlega á baugi,
t.d. hvalveiðimálið, herstöövar-
málið eða einkavæðing ríkisfyrir-
tækja. ( framhaldi af þáttunum
fer svo fram skoðanakönnun um
málefni þáttanna.
Bíómyndir
Meðal bíómynda og fram-
haldsmynda sem sýndar verða í
haust og vetur má nefna Þeir
bestu (Top Gun), Þögul kvikmynd
(Silent Movie), Konungur
Ólympíuleikanna (King of the
Olympics), Anastasia, barna-
myndina Annie og spennumynd-
ina Gluggagægir (Windows), Pix-
ote sem fjallar um lítil börn sem
hafa fariö út á glæpabrautina í
Brasilíu, Christine sem gerð eftir
sögu Stephens Kings, Suðurfar-
arnir(A Harp in the South), Noble
House sem byggð er á sam-
nefndri sögu James Clavells,
Skörðótta hnífsblaðið (Jagged
Edge) og Lagarefir (Legal Eag-
les).
Christine.
Silent Movie.
Pixote.
Annie.
Legal Eagles.
Menning og listir
Top Gun.
Bandaríska gamanleikkonan
og rithöfundurinn Ruby Vax tekur
á móti gestum og ræðir ýmis
hversdagsleg málefni í þáttum
sem verða á dagskrá á laugar-
dögum. ( hverjum mánuði tekur
Stöð 2 fyrir óperu mánaðarins
og í Listamannaskálanum koma
fram ýmsir listamenn en sá þátt-
ur er á dagskrá á laugardögum.
Helgarspjall nefnist spjallþáttur
sem Jón Óttar Ragnarsson verð-
ur með á sunnudagskvöldum og
verður fyrsti þátturinn sýndur
sunnudagskvöldiö 25. septem-
ber. Nýr íslenskur tónlistarþáttur
hefur göngu sína fljótlega en
hann er framleiddur af Stöð 2 í
samvinnu við Sanitas.
Meðal fréttatengdra þátta má
nefna Heimssýn, en í honum er
sýnt fréttatengt efni frá alþjóö-
legu sjónvarpsstöðinni CNN, og
þáttinn Um víða veröld frá fyrir-
tækinu Granada sem verður
óreglulega á dagskrá fram á vet-
ur.