Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 B 15 Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Foxtrot ★ ★ ★ Foxtrot brýtur ekki blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar, held- ur hefur það tekist skínandi vel sem til stóð; að gera nútímalega spennumynd með lævi blöndnu andrúmslofti. Það er óhætt að taka ofan fyrir öllum hennar aðstand- endum. -sv. Örvænting ★ ★ ★ Beinskeytt leikstjórn Polanskis og leikandi létt sögumennska hans gerir myndina að einstakri, slípaöri afþreyingu við allra hæfi. Hér upp- lifum við Bíó með stórum staf í þess orðs bestu merkingu. -sv. Rambo III ★ ★1/2 Leiðsögumaðurinn ★ ★ ★ Leiðsögumaðurinn er á margan hátt velheppnuð mynd, hröð og spennandi, segir sterka sögu sem getur höfðað til allra og gerist í hrjóstrugu og snjóhvítu umhverfi Sama. Heigi Skúlason er frábær í óþokkahlutverkinu. -ai. Á ferð og flugi ★ ★ ★ Steve Martin og John Candy fara á kostum í þessari ágætu John Hughes-gamanmynd um tvo ferðafélaga á leið í helgarfrí og þeirra mjög svo skemmtilegu erfið- leika og óyndislegu samverustund- ir. -ai. Krókódfla-Dundee II ★ ★ ★ Dundee er ein jákvæðasta og geð- þekkasta hetja hvíta tjaldsins um árabil og nær til allra aldurshópa. Heilbrigður, hrekklaus og um- gengst glæpalýð stórborganna líkt og eiturkvikindi merkurinnar og afgreiðir hann af eðlishvöt náttúru- barnsins. Enda alinn upp af dul- úðugum frumbyggjum. -sv. HÁSKÓLABÍÓ Klíkurnar ★ ★ ★ lllúðleg, athyglisverð og hreinskilin mynd um baráttu löggunnar við ofbeldisfullar götuklíkurnar í Los Angeles. Hopper hefur engu gleymt og Sean Penn og Robert Duvall eru góðir saman. -sv.EP LAUGARÁSBÍÓ Vitni að morði ★ ★ ★ Góð spennumynd sem blandar á velheppnaðan hátt raunverulegu morðmáli við gamaldags drauga- gang sem fær stundum hárin til að rísa. Lucas Haas er afbragðs- gott vitni. Stefnumót á Two Moon Junction ★ Enn ein útgáfan af brennheitu Suð- umkjaástunum milli herragarðs- stelpunnar og bringubera vinnu- mannsins. Ekkert „ótrúlega djörf" miðað við landlæknisauglýsinguna. -ai. LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF Aldrei hefur karl verið jafn ábúðar- mikill, markviss og háleiturog aldr- ei hafa óvinirnir veriðjafn óásjáleg- ir og illmannlegir. Söguþráðurinn einfaldur að venju. Andi og boð- skapur myndarinnar minna á íslensku þjóðsögurnar um nátt- tröllin, þó hefur tæknin aldrei verið betri og sjálfsagt er Rambo III hin ákjósanlegasta afþreying aðdá- endum garpsins. -sv. Beetlejuice ★ ★ ★ Þessi draugagamanmynd býður uppá gersamlega ómótstæðilegan hræring af vinalegum draugum og vondum, heilu partýi af sérstökum tæknibrellum og Michael Keaton óborganlegum í hlutverki Bjöllu- djússins. -ai. STJÖRNUBÍÓ Sjöunda innsiglið ★ *1/2 Reiði guðs ógnar mannkyninu hvers eina von er Demi Moore sem sýnir að hún hefur fleira til að bera en fallegt andlit. Langdregin, dul- arfull og fagmannleg. -sv. Breti í Bandaríkjunum ★ ★ ★ Daniel Day Lewis fer á kostum í þessari bráðskemmtilegu banda- rísku aldarfarslýsingu í hlutverki hins háttprúða Breta í kolrugluðum Nýja heiminum. Ekki láta hana framhjá ykkur fara. -ai. Von og vegsemd ★ ★ ★1/2 Geta stríð verið skemmtileg? Breska leikstjóranum John Boor- man þótti seinni heimsstyrjöldin einhver skemmtilegasti tími lífsins og hefur endurskapað þá upplifun sem stríðið var fyrir hann sem krakka í Bretlandi í þessari frá- bæru, einstaklega skemmtilegu gamanmynd studdur úrvalsleikur- um og dásamlegum minningum. -ai. BÍÓHÖLLIN Góðann daginn, Víetnam ★ ★ ★ ★ Meira en skemmtileg heldur líka mannleg og skynsamleg, drifin áfram af ofurkrafti Robins Williams og Barry Levinsons og matarmiklu handriti. Besta mynd ársins til þessa. -sv. Örvænting. Sjá Bíóborgln. Skær Ijós stórborgarinnar ★ ★ Michael J. Fox rífur sig úr fjöl- skylduböndum til að leika Man- hattan-uppa og kókaínætu sem hefur enga stjórn á lífi sínu. Mynd- in verður aldrei meira en lítil og sæt, elns og stjarnan. -al. Rambó III. Sjá Bfóborgin. Beetlejuice. Sjá Bíóborgin. Lögregluskólinn 5 ★ Lögregluskólamyndirnar eru fyrir krakka sem finnst það fyndið ef einhver missir niður um sig bræk- urnar. Húmorinn er ræfilslegur og leikurinn skrípalegur en vinsæld- irnar ótrúlegar. -ai. Hættuförin ★ ★ ★ Poitier snýr aftur í einstaklega spennandi afþreyingarmynd þar sem ekki er eitt einasta dautt augnablik að finna. Smellur sum- arsins. -sv. REGNBOGINN Sér grefur gröf ... ★ ★ Ung kona reynir að koma sjúkum manni sínum fyrir kattanef en gref- ur sér gröf í leiðinni. Sálfræðilegur þriller sem rennur áreynslulaust niður með poppinu. -ai. Hamagangur á heimavist ★ ★ Bara enn ein unglingamynd meðal- mennskunnar -ai. STYRKTARFÉLAG Bílaþrenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.