Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 B 7 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson WXRNER HOME VfDEO Innrás utanúr geimnum VÍsindaskíaldsaga Innrás líkamsræningjanna ★ ★ ★ Leikstjóri Philip Kaufman. Handrit W.D. Richter, byggt á skáldsögunni The Body Snatch- ers eftir Jack Finney. Kvik- myndataka Michael Chapman. Tónlist Denny Zeitlin. Aðalleik- endur Donald Sutherland, Brooke Adams, Leonard Nimoy, Jeff Goldblum, Veronica Cart- wright. Bandarisk. United Art- ists 1978. Steinar 1988. Stereo. 114 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Sem kunnugt er þá er Inrrás líkamsræningjanna endurgerð, undir sama nafni, á einni frægustu v-s mynd kvikmyndasögunnar. Sú fyrri, sem er með ónotalegri mynd- um, var gerð 1956 af Don Siegel, með Kevin McCarthy í aðalhlut- verki, og bregður þeim köppum báðum fyrir hér. Sögusviðið er San Fransisco, heilbrigðisfulltrúinn Sutherland fer að taka eftir óþægi- legum breytingum í fari fólks, það verður allt ómanneskjulegra og kaldara. Smám saman kemur sann- leikurinn í Ijós; lífverur utan úr geimnum hafa gert innrás í líkama jarðarbúa og er fátt til vamar. Vönduð mynd í flesta staði, en vantar mikið uppá að skapa þann hroll sem setti að manni undir fyrri myndinni og framvindan óljós á köflum. Taka og tónlist eru til bóta, eins leikstjóm Kaufmans ef undan er skilin tök hans á nokkuð forvitni- legum leikhóp þar sem enginn rís uppúr meðalmennskunni nema Sutherland. DliKAM LOVKIl No* l ley mc tíown to skep Ul sfroddkHl bchxel Draumarutl spennumynd Dream Lover ★ ★ Leikstjóri Alan J. Pakula. Hand- rit Jon Boorstin. Tónlist Michael Small. Kvikmyndatökustjóri Sven Nykvist. Aðalleikendur Kristy McNichol, Ben Masters, Paul Shenar, Gayle Hunnicutt. Bandarísk. MGM 1986. 98 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Rómuð var samvinna þeirra leik- stjórans Roberts Mulligan og fram- leiðandans Pakula, á sjötta og sjö- unda áratugnum. Hún skóp m.a. ágætismyndimar Fear Stikes Out, To Kill A Mockingbird, The Stalk- ing Moon, o.fl. Að því kom að Pak- ula vildi einnig fá að leikstýra og leiðir skildu. Til að byija með leit þessi ákvörðun vel út því eftir hor- tittinn The Sterile Cuckoo leikstýrði Pakula afbragðsmyndinni Klute og nokkrum árum síðar All The Presid- ent’s Men. Síðan ekki söguna meir, ef undan er skilin Sophie’s Choice, og Dream Lover er vissulega ein af hans slakari myndum. Aðalpersónan, McNichol, er ung tónlistarkona, sem hverfur á vald martraðar á hverri nóttu eftir að ráðist var inná heimili hennar. Eft- ir að hún fer að sækja hjálp sálfræð- ings (Masters) versna draumfarim- ar frekar en hitt. Það tekst ekki að byggja upp sálfræðilega spennumynd úr þessu kunnuglega efni, og ástæðumar margar. I það fyrsta er efnisþráður- inn mglingslegur og lausu endamir útum allt, Pakula tekst ekki að ná áhorfendum á sitt vald, heldur gösl- ast áfram í slakri meðalmennsku, en verst af öllu er afleitur leikur McNichol, sem hvorki ræður við né passar í hlutverkið. Hinsvegar stormar af Shenar, líkt og fyrri daginn og kvikmyndataka Nykvist hugmyndaauðug og listræn að venju. Flughetjur Hollywoodborgar gamanmynd Hollywood Air Force A1/2 Leikstjóri Bert Convy. Handrit Bruce Belland og Roy O. Rogos- in. Aðalleikendur Chris Lemmon, Lloyd Bridges, Vic Taybac. Bandarísk. New Dimension 1987. Myndbox 1988. 93 min. Öllum leyfð. Fima bragðdauf, í anda glæfra- gamanmynd á borð við Airplane. Myndin á að gerast við upphaf sjö- unda áratugsins og fjallar um valt veraldargengi hóps, að því er virð- ist fæðingarhálfvita, sem reynt hef- ur að komast hjá herkvaðningu með því að skrá sig í heimavamarliðið. I þessu tilfelli varaflugher Holly- woodborgar. Þegar svo kemur að liðskönnun undir amfráu augliti þingmanna og sendiherra frá Aust- antjaldsríki, eru góð ráð dýr. Grípa slöttólfamir þá til allra tiltækra ráða til að standast þolraunina, svosem kúgana, lyga, gleðikvenna o.s.frv. Þær gerast fjandakornið ekki þynnri en þetta hvað efnivið og uppbyggingu snertir. Því koma á óvart örfá, brosleg atriði, en ógnar- langt er á milli þeirra. Leikarahóp- urinn er svo hæfileikalaus að það er viss lífsreynsla að fylgjast með honum. Ekki bætir Chris Jacks Lemmonssonur uppá sakimar, kemst ekki með tæmar þar sem gamli maðurinn hefur hælana. aroi matii c FORD' I FRÁMT4Ð ,VIÐ SKEIFÚrÍÁ S1MAR;"6896'33'& 685'í‘ifo Bronco - betur byggður en gengur og gerist. Bíll sem hefur sýnt og sannað að hann stenst öðrum fremur íslenskar aðstæður. Jafnt á Staðgreiðsluverð vegi sem í vegleysum geturðu gengið að gæðunum vísum. Ford Afborgunarverð Bronco, búnaður og þægindi af bestu gerð. Við lánum allt að 700 þús. til 12 mánaða. 1.348.000 kr. 1.409.000 kr. MfflH nmrm§m esset

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.