Morgunblaðið - 18.09.1988, Side 1

Morgunblaðið - 18.09.1988, Side 1
JMfógtmlftifrttÞ PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 BLAÐ STANISLAV LEVTSJENKO, LANDFLÓTTA KGB-MAÐUR, f SAMTALI VIÐ MORGUNBLAÐIÐ KGB / ÁRIÐ 1982 dæmdi herdómstóU í Moskvu Stanislav Levtsjenko til dauða. Levtsjenko var yf irmaður hjá KGB i Tókýó en leitaði pólitisks hælis í Bandaríkjunum árið 1979. Hann segist fara nyög varlega af þessum sökum, sérstaklega þegar hann ferðast utan Banda- ríkjanna. Til dæmis ferðaðist hann undir dulnefni þegar hann var hér á íslandi i síðustu viku. Levtsjenko segir að dauðadómurinn hafi ekki komið sér á óvart heldur hafi i raun verið óumflýjanlegur eftir að hann tók þá ákvörðun að flýja vestur. Fyrr á þessu ári kom út í Bandaríkjunum sjálfsævisaga Levtsjenkos, sem ber heitið Oa the wrongaide og var tilgangurinn með för hans tU íslands m.a. að kynna bókina þar sem hann hafði fengið þær upplýsingar hjá útgef- anda sínum að liklega væri ekki tíl eitt einasta eintak af henni á íslandi. Levtsjenko hefur ferðast um aUa Evrópu og sagðist alltaf hafa langað til að komast tU íslands þar sem hann hefði lesið sér tíl um sögu landsins og menningu. Þá hefði unnusta hans, sem er menntuð i norrænum tungumálum, ferðast um ísland fyrir nokkrum árum og hrifist nyög af landinu. Unnusta hans er sovésk og starf- aði við sovéska sendiráðið í Washington þar tíl hún leitaði pólitísks hælis i Bandaríkjunum fyrir tíu árum. Morgunblaðið náði tali af Levtsjenko meðan á dvöl hans hér stóð og ræddi við hann um starf- semi KGB og stöðu mála í Sovétríkjunum. Levtsjenko sagðist ekki vera sérfræðingur í starfsemi KGB á Norðurlöndum en vinnubrögð KGB væru í öllum grundvallaratriðum þau sömu um aUan heim. Út frá þeirri forsendu væri hægt að ræða starfsemi KGB á íslandi. Stanislav Levtsjenko var sýndur listi, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu, yfir sovéska leyniþjónustumenn sem starfað hafa á íslandi. „Nei, ég kannast ekki við þessi nöfn,“ sagði Levtsjenko, „enda ekki nema von, þetta eru menn sem störfuðu í öðrum heimshluta en ég.“ Levtsjenko sagðist hafa starfað sem KGB-maður í Japan en starfsaðferðir KGB væru þær sömu hvar sem er í heiminum. Út frá þeirri staðreynd mætti ræða starfsemi þeirra á Norðurlöndum. Morgunblaðið/RAX Munurinn á KGB og vest- rænum leyniþjónustum „Njósn er mjög fom atvinnugrein og flestar leyniþjónustur nota í grundvallaratriðum sömu aðferðir. • Munurinn á sovésku leyniþjón- ustunni og vestrænum leyniþjón- ustum er í fyrsta lagi stærðin. KGB er sú fjölmennasta af þeim öllum og hefur í öðra lagi mjög strangan aga, þar sem þetta er hemaðarleg leyniþjónusta. Allir KGB-menn era hermenn, þeir klæðast ekki herbún- ingum, en aginn er sá sami og í hemum. Þriðji munurinn er að KGB hefur mikið Qármagn til umráða. SJÁ NÁNAR Á 4-5/B styður Gorbatsjov tíl að bjarga kerfínu 35% SOVÉSKRA SENDIRAÐSMANNA STARFA SEM LEYNIÞJÓNUSTUMENN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.