Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Rætt við Katrínu Hall ballettdansara sem boðist hefur árssamningur hjá dansflokki Kölnaróperunnar Víða erlendis er ballett afar virt listgrein. Hér á landi hefur hon- um aftur á móti aldrei verið g'ert ngög hátt undir höfði hver svo sem skýringin á því lcnnn að vera. Það undrar því ef til vill engan hve illa okkur hefur haldist á okkar listdönsur- um, sér í lagi karldönsurum, sem bera fyrir sig verkefnaskort og léleg laun. Af þeim sökum hafa margir af fremstu ballettdöns- urum okkar íslendinga haldið utan og starfað með erlendum dansflokkum, sumir hverjir nm margra ára skeið. Og nú er einn af meðlimum íslenska dans- flokksins Katrín Hall á förum til Þýskalands þar sem henni hefur boðist samningur sem að- aldansari hjá dansflokki Köln- aróperunnar. Hún kveðst reynd- ar ekki hafa i hyggju að Qengj- ast þar ytra, segist reikna með að ganga á ný tU iiðs við ís- lenska dansflokkinn að ári. Og þá vonandi reynslunni ríkari. Stjómandi Tanz-Forum dans- flokksins í Köln, Jochen Ulrich er íslenskum ballettunnendum að góðu kunnur en hann hefur sett upp tvö dansverk með íslenska dansflokknum, „Blindisleik" 1980 og á síðasta ári verkið „Ég dansa við þig...“, eina vinsælustu dans- sýningu flokksins frá upphafi. Katrín er innt eftir tildrögum þess að henni var boðinn samningur hjá Tanz-Forum flokknum. „Ég kynnt- ist Jochen Ulrich ágætlega þegar hann setti hér upp f fyrra verkið Ég dansa við þig...,“ segir hún. „Ég tók reyndar þátt í sýningunni Blindisleik fyrir átta ámm en þá var ég svo ung og óreynd að það tók held ég enginn eftir mér. Ég hafði ekki heyrt orð frá Jochen Ulrich í heilt ár þegar hann hringdi til mín einn góðan veðurdag sl. vor og viðraði við mig þá hugmynd að ég kæmi til liðs við flokkinn í Köln í eitt ár og hugsanlega lengur ef mér líkaði vel. Jochen kvaðst hafa fengið þessa hugmynd fyrir all- löngu síðan en hinsvegar hefði ekki losnað samningur hjá flokknum fyrr en nú. Tilboð Jochens kom nokkuð flatt upp á mig og því fékk ég dálítinn umhugsunarfrest. Svo velti ég þessu fyrir mér fram og aftur. Miklaði það fyrir mér að fara ein út og efaðist um að ég væri starfinu vaxin. Á hinn bóginn vissi ég að þama væri tækifæri sem mér byðist ef til vill aldrei aftur og líkast til myndi ég sjá eftir því alla ævi ef ég færi ekki. Svo ég hringdi út og sagðist vera á leið- inni.“ Á vissan hátt kvíðin Tanz-Forum flokkurinn í Köln er nútímadansflokkur, einn af mörgum í Þýskalandi og hefur Sveinbjörg Alexanders starfað við flokkinn um árabil, fyrst sem dans- ari en síðar sem dansþjálfari. Flokkurinn sem var settur á stofn fyrir 15 árum telur um 22 dansara og er því ekki stór á þýskum mæli- kvarða. Engu að síður er hann einn þekktasti nútímadansflokkurinn þar í landi og nýtur virðingar með- al dansara og dansunnenda jafnt innan sem utan Þýskalands. Katrínu hefur sem fyrr segir verið boðinn samningur sem einn af að- aldönsurum flokksins og kom það henni að eigin sögn mjög á óvart. „Ég varð auðvitað hissa þegar mér var boðið starf hjá flokknum en ég varð enn meira undrandi þegar ég heyrði að um aðaldansarasamn- ing væri að ræða. Á vissan hátt kvíði ég fyrir því að byija. Fór tvisvar til Kölnar í sumar sem ge- stadansari og jafnframt til að kynna mér aðstæður. Jochen Ulrich sem einnig er aðaldanshöfundur flokksins er harður stíómandi og gerir miklar kröfur. Eg vona þó að hann ætlist ekki til of mikils af mér. Ég hef aldrei starfað með erlendum dansflokki, hef ekki hlot- ið sömu þjálfun og hinir dansaram- ir og er skiljanlega ekki eins sviðs- vön og þeir. Annars hef ég ekki trú á öðru en að þetti eigi allt eft- ir að ganga vel, ég ætla að minnsta kosti að gera mitt besta." Katrín hefur starfað með ís- lenska dansflokknum í sex ár. Seg- ir hún starfsandann i flokknum einstaklega góðan þó að oft hafi ýmislegt bjátað á. „Við stelpumar í flokknum emm mjög góðar vin- konur og hittumst oft utan vinn- utíma. Eg veit því að ég á eftir að sakna þeirra mikið. Að sjálf- sögðu emm við allar mjög metnað- arfullar en í flokknum er þó ekki sama samkeppnin og harkan og hjá dansflokkum erlendis. Enda kannski skiljanlegt þar sem við emm svo fáar. Samt sem áður hlakka ég mjög til að vinna með nýju fólki þar sem samkeppnin er meiri og allt lagt í sölumar til að fá sem best hlutverk. Ég veit að dvölin úti á eftir að verða mjög lærdómsrfk og ég lít svo á að það eigi ekki eingöngu eftir að koma mér til góða síðar heldur einnig Íslenska dansflokknum því vonandi get ég miðlað þeirri reynslu sem ég öðlast I Þýskalandi." Þreytandi að vinna mest fyrir framan spegilinn œti þurft aÖ lœra á viku og því gera dansaramir aðeins léttar æfingar á daginn til að eiga einhverja orku eftir í sýn- ingar. Þegar ég var í Köln í vor var ég því litin homauga í tímum þar sem ég púlaði eins og ég var vön hér heima á meðan að allir aðrir tóku því rólega! Þetta á auð- vitað eftir að breytast þegar ég er komin inn í hlutína og þann starf- sanda sem ríkir hjá flokknum." Hún segist óhrædd við að fara að dansa nútímaballett þó að hér hafi öll áhersla verið lögð á klassískan dans. „í íslenska dans- flokknum er öll þjálfunin klassísk og flest verkin sem við höfum sýnt hafa verið byggð á klassískum grunni þó sum hafí verið með nút- ímalegu ívafí. Ég er hrifnust af því þegar nútímaballett og klassískur eru látnir mætast f einu og sama verki eins og Jochen Ulrich hefur t.d. einbeitt sér að. Mér fannst ég reyndar ógurleg „ballerína" þegar ég sá hina dansarana í Köln og þarf einbeita mér vel að nútíma- dansinum þegar ég byija að æfa f haust." Katrín er hrifin af því hve Jochen Ulrich leggur mikla áherslu á leikræna tjáningu dansaranna, sem ballettinn kreQist en oft sé of lítil áhersla lögð á. „Jochen er mjög skapandi og hugmyndaríkur og fái hann einhveija hugdettu varðandi dansinn þá framkvæmir hann hana, sama þó að hún sé óvenjuleg og oft illframkvæmanleg. Hann beitir líka öðrum aðferðum við val á dönsurum en tíðkast í öðrum flokkum. Einblfnir ekki aðeins á danstækni heldur leggur jafnframt mikla áherslu á rétta manngerð og góða sviðsframkomu. Ég gæti þurft að læra ýmislegt meira en dans hjá honum, dansaramir í flokknum hafa tekið tíma í söng, hnefaleikum og ýmsu öðru. Svo ég verð við öllu búin!“ , Vandi íslenska dansflokksins íslenski dansflokkurinn hefur átt við ýmis vandamál að etja frá því að hann var stofnaður fyrir 15 árum. Má þar helst nefna flárs- kort, húsnæðiseklu og þörf á karld- önsurum. Sfðastliðið haust var Hlíf Svavarsdóttir ráðin listdansstjóri við Þjóðleikhúsið í stað Nönnu Ól- afsdóttur og gengu þær manna- breytingar ekki átakalaust fyrir sig. í sumar kom svo upp það mál að segja átti nokkrum dönsurum upp störfum án lítíls fyrirvara en síðar kom í ljós að fyrirhugaðar uppsagnir voru ólögmætar og mál- ið því látið niður falla. Katrín er innt eftir þeim vanda sem íslenski dansflokkurinn virðist nú eiga við að etja. „Vandi flokksins er margþætt- ur,“ segir hún. „Húsnæðisskortur- inn hefiir hijáð okkur lengi en ekki hefur fengist bót á því máli. Þá vantar okkur tilfinnanlega karl- dansara og það háir okkur held ég meira en nokkuð annað. Síðastliðið haust kom svo nýr listdansstjóri Hlíf Svavarsdóttir til starfa. Vildi hún hleypa nýju blóði í flokkinn og fá nýja og yngri dansara til liðs við hann. Við það er ekkert að at- huga enda nauðsynlegt frá list- rænu sjónarmiði að endumýja í dansflokkum, annars hættir þeim til að staðna. Hins vegar var að mínum dómi ekki farin rétta leiðin í þessu máli þegar tilkynnt var ætlunin væri að segja upp þrem til flóram dönsuram í flokknum án nokkurra skýringa og með litlum fyrirvara. Starfsaldur ballettdans- ara er sem kunnugt er mjög stutt- ur. Þegar við látum af störfiim era okkur ekki tryggðar neinar „eftir- launagreiðslur" og skiljanlega get- um við ekki lifað á loftinu frekar en aðrir. Þessi mál viljum við fá leiðrétt þannig að afkoma okkar sé tiyggð eftir að við hættum dans- inum.“ „Að sjálfsögðu þarf að end- umýja í dansflokknum,“ heldur Katrín áfram, „það vitum við allar. Hins yegar finnst mér ekki rétt að segja nokkram dönsuram með 15 ára reynslu að baki upp störfum og ráða unga óreynda dansara úr ballettskólanum í þeirra stað. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stelpumar geti stokkið beint inn í floldcinn og upp á svið. Að mínu mati væri miklu nær að bæta nýj- um dönsuram við sem gætu lært af þeim eldri. Þeir myndu svo láta af störfum þegar rétti tíminn væri kominn. Þannig væri hægt að við- halda eðlilegri þróun innan flokks- ins og janframt stækka hann sem er bráðnauðsynlegt. Uppsagnimar innan íslenska dansflokksins reyndust ekki vera lögmætar þegar betur var að gáð eins og okkur i flokknum hafði reyndar granað og þvi vora þær dregnar til baka. Þetta vakti skilj- anlega óánægju í dansflokknum { fyrstu en ég vona heilshugar að málið sé nú úr sögunni. Eg hef mikla trú á Hlíf Svavarsdóttur, finnst hún mikill listamaður og hún getur gert mikið fyrir íslenska dansflokkinn svo og listdansskól- ann sem hún hefur í hyggju að byggja upp frá granni. En hún getur litiu áorkað ein, Þjóðleik- húsið og ríkisvaldið verða að koma til móts við hana svo hægt verði að koma á einhveijum breytingum. Ég vona að hún fái tækifæri til að koma sínum hugmyndum í fram- kvæmd áður en langt um líður." Verð vonandi alltaf viðloðandi leikhús Katrín hefur sem fyrr segir ver- ið ráðin til eins árs hjá Tanz-Foram flokknum en fær samninginn hugs- anlega framlengdan ef henni likar vei og allt fer að óskum. Skyldi hún geta hugsað sér að flengjast í Köln? „Veistu það ég ætla alveg að láta það ráðast,“ segir hún án nokkurrar umhugsunar. „Ég fékk ársleyfi frá íslenska dansflokknum og því er ég nokkuð bundin hér heima. Annars er aldrei að vita hvemig ég myndi bregðast við ef mér byðist gull og grænir skógar í útlöndum." Nú hlær hún dátt. „Nei svona í alvöra talað, ég tek mig ekkert óskaplega hátiðlega og hef ekkert gffurlegt sjálfstraust. Þvi fer ég ekki út með því hugar- fari að verða eitthvað númer. Ég er fyrst og fremst að láta gamlan draum um að vinna með erlendum dansflokki rætast. Ég veit að það verður erfítt en ég vona að ég eigi eftir að öðlast reynslu í Þýskalandi sem ég á eftír að búa að ævilangt. Og vonandi á hún eftir að koma fleirum til góða en mér. Leikhús- störf hafa alltaf heillað mig og þó að ég hætti að sjálfsögðu að dansa þegar fram líða stundir þá vona ég að ég eigi eftir að verða viðloð- andi leikhús á einn eða annan hátt í framtíðinni. Ég held að ég gæti ekki hugsað mér að starfa við ann- að.“ Viðtal: Bergijót Friðriksdóttir. Katrín segist hlakka til þess að koma reglulega fram í sýningum en þær verði mun tíðari í Köln en hún hafi átt að venjast í íslenska dansflokknum. „í flokknum hér heima snýst allt um æfingar, sýn- ingar era svo örfáar á ári að þær verða hálfgert aukaatriði í hugum okkar. Maður verður skiljanlega leiður á því að vinna mest fyrir fram spegilinn í æfingasalnum og fá aðeins örsjaldan að sýna afrakst- ur æfinganna. Úti er þessu öfugt farið. Þar era oft nokkar sýningar „Tek mig ekkert óskaplega hátíðlega." Morgunblaðið/KGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.