Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 B 5 Byggiogar sovéska sendiráðsins í Tókýó þar sem Levtsjenko starfaði sem „blaðamaður“. Blaðamennska Levtsjenkos i Tókýó fólst aðallega í því að vera í sambandi við menn sem gáfu KGB leynilegar upplýs- ingar auk þess að reyna að koma á nýjum samböndum. Sumir voru tseidir í net KGB með peningum aðrir komu sjálfviyugir vegna hugsjóna. Gorbatsjov að reyna að sníða mein- semdir af kerfinu svo að það skili loksins árangri. Hann gerir það á mjög athyglisverðan hátt og allt ann- an en fyrri leiðtogar Sovétríkjanna. Sovétmenn eiga ekki annarra kosta völ en að reyna að draga úr hemaðarútgjöldum. Til þess að stuðla að því held ég að Sovétmenn muni fara fyrir fullt og allt frá Afg- anistan, reyna að sannfæra Víet- nama innan fárra mánaða um að draga sig út úr Kambódíu og loks má nefna að viðræður um að Kúb- veijar fari frá Angóla eru komnar á alvarlegt stig. Hermennimir í Angóla og Kambódíu em ekki sovéskir en Sovétríkinn borga stríðsreksturinn. Ég tel einnig líklegt að þeir muni skrúfa fyrir aðstoðina til Nicaragúa einhvem tímann á næsta ári. Stjóm Manúels Ortega hefur reynst Sovét- mönnum dýr í rekstri og erfitt hefur verið fyrir þá að hafa hemil á henni. Líkt og í styijöldum þá verða menn stundum að hörfa af herfræði- legum ástæðum til að endurskipu- leggja liðið. Það er Gorbatsjov að gera núna. Hann gerir sér ljóst að án þess að draga saman seglin nú hefur hann ekki möguleika á að ná heimsyfirráðum í framtíðinni. Það sé ekki nóg að hafa hemaðaryfír- burði heldur þurfi Sovétríkin einnig að verða efnahagslegt risaveldi. í stuttu máli þá eru margar já- kvæðar breytingar að verða á ut- anríkisstefnunni. Samningurinn um útrýmingu meðaldrægra eldflauga er að mínu mati mjög merkilegur þar sem Sovétmenn féllust í fyrsta sinn á eftirlit á eigin grund. Þetta er góður samningur og það kæmi mér ekki á óvart að Gorbatsjov myndi brátt vilja undirrita samning um 50% fækkun langdrægra flauga. Hins vegar stendur eftir ein stór spuming. Hvað verður um alla þessa samninga ef Gorbatsjov missir allt í einu vinn- una? Saga sovéskra leiðtoga er sú, ef Lenín er undanskilinn, að nýr leið- togi reynir að afmá það sem fyrri leiðtogar hafa gert. Nýr leiðtogi gæti komið og sagt: „Eg vil ekki þennan samning." í þessu felst hætta sem nauðsynlegt er að hafa í huga. Ekki síst hennar vegna þurfa ríki að fara varlega í samskiptum við Gorbatsjov." Staða Gorbatsjovs Levtsjenko sagði stöðu Gor- batsjovs ekki vera eins trausta og almennt væri talið. „Hann á ekki einungis í vandræðum með gamlingj- ana, spillinguna, skrifræðið og Lig- atsjov, sem er helsti andstæðingur hans innan kerfisins. 80% kerfískall- anna reyna líka leynt og ljóst að skemma fyrir stefnu hans. Þetta eru 'þó vandamál sem hann ræður við. Helsta vandamál hans er verkalýður- inn. í þau þijú ár sem Gorbatsjov hef- ur verið aðalritari hafa lífskjör versn- að í Sovétríkjunum. Þeir sem ég hef talað við, og em nýkomnir frá Sov- étríkjunum, segja mér að jafnvel í borgum á borð við Odessu sé skortur á matvælum. Það ríkir vissulega engin hungursneyð en úrvalið af matvælum er takmarkað og fá- breytt. Það er þó bamalegt að álykta sem svo að stór hluti íbúa Sovétríkj- anna sé að fara að snúast gegn kerf- inu. Það er enginn félagslegur óstöð- ugleiki til staðar, einungis félagsleg óánægja. Sovétmenn eru flestir mjög íhaldssamir og vilja föðurlegan og sterkan leiðtoga, sem vissulega getur stungið þeim inn en sér líka til þess að skriffinnamir séu ekki afætur á kerfinu. Af þeim ástæðum sakna furðulega margir Stalíns. í þeirra augum er Gorbatsjov bara enn eitt fiflið sem lofar gulli og grænum skógum líkt og Khrústsjov og Brez- hnev." Levtsjenko sagði að menntamenn væm helsti stuðningshópur Gor- batsjovs. Meðal þeirra væri að finna mikla grósku sem sæist til dæmis á útgáfu tímarita. Þær umræður sem nú ættu sér stað væm mun opnari heldur en á „þíðutímabilinu" undir stjóm Khrústsjovs. Menntamenn væm nauðsynlegur stuðningshópur í stöðnuðu samfélagi á borð við Sov- étríkin, þar sem mikil þörf væri á nýjum hugmyndum, en þeir væm iítið hlutfall af íbúatölu Sovétríkj- anna og yrðu aldrei drifkrafturinn í þjóðfélagsþróuninni. „Sú mynd sem við fáum af glas- nost í vestrænum fjölmiðlum er mjög jákvæð fyrst og fremst vegna þess að flestir blaðamennimir em búsettir í Moskvu. Þeir geta ferðast til nokk- urra annarra borga en ekki allra. Glasnost er bara að finna í Moskvu, Leníngrad, Kiev og örfáum öðmm borgum. Énginn ætti að vera of bjartsýnn á breytingamar í Sov- étríkjunum því að glasnost á sín tak- mörk og Gorbatsjov hefur sýnt hvar þau liggja, t.d. með því að siga óeirðalögreglu á mótmælendur. Gorbatsjov hefur sýnt að mörkin em mjög skýr en við viljum ekki alltaf horfast í augu við það.“ Levtsjenko sagðist vera mjög hrif- inn af mörgu því sem nú mætti lesa í sovéskum tímaritum en. taldi það ekki vera nóg. „Skrifin nú um spill- ingu og annað þess háttar er það sama og gerðist á Khrústsjov-tíman- um. Það er verið að nota Stalín sem blóraböggul. Það er mjög einfalt ekki síst þar sem nokkrir áratugir em síðan hann lést. Það hefur verið Kremlveijum vandamál að orðrómurinn sem hefur umleikið spillinguna í kringum Brez- hnev og fjölskyldu hans í mörg ár hefur verið svo langt frá raunvem- leikanum að þeir þurfa að hafa rétt- arhöldin, sem nýlega hófust yfir tengdasyni Brezhnevs, opinber til að koma hömlum á orðróminn. Brez- hnev er látinn en hann var aðalritari Kommúnistaflokksins og fólk fer að æsa sig gegn flokknum í staðinn. Hvað er að gerast ef félagar í komm- únistaflokknum geta st'olið demönt- um, milljónum rúblna og þegið mút- ur? Gorbatsjov er að þvo á sér hend- umar og reyna að sýna fram á að nú sé allt í lagi. Nú viðurkenna Sovétmenn einung- is að það hafi verið fólkið sem stjóm- aði kerfinu sem eitthvað var bogið við. Ef Gorbatsjov fer að tala um að það sé hið kommúníska kerfi sem Lenín skapaði sem sé gallað þá trúi ég því að hann vilji ganga nógu langt til að uppræta meinsemdir kerfisins. Hann'hefur þó ekki minnst á það orði síðastliðinn þijú ár. Lenín er eins konar goð þessara mjög sérstöku trúarbragða sem kommúnisminn er.“ KGB og Gíorbatsjov Þegar Levtsjenko var spurður um hver væri afstaða KGB gagnvart Gorbatsjov sagði hann að án stuðn- ings KGB hefði orðið erfitt fyrir hann að komast til valda. „Með stuðningi við glasnost er KGB að reyna að bjarga kerfinu. Lögreglan getur ekki barist gegn spillingu því að hún er á kafi í henni sjálf. Gorbatsjov notar því KGB til þess að rannsaka öll spillingarmálin. KGB framkvæmir sem sagt mikið af hugmyndum hans. Spumingin er hve langt KGB leyfír honum að fara. KGB getur ekki steypt honum af stóli en ef þeir snúa við honum baki verður erfítt fyrir hann að framkvæma stefnu sína og þá er hann búinn að vera hvort sem er.“ Óróleiki í Sovétlýðveldunum Levtsjenko taldi þær þjóðemis- deilur sem hefðu átt sér stað t.d. í Armeníu og Úzbekistan einungis vera upphafið að því sem koma skyldi. Búast mætti við samskonar vandræðum í Eystrasaltslöndunum og múslimsku Sovétlýðveldunum. „Það eru mörg vandamál sem hafa safnast upp í 70 ára sögu Sovétríkj- anna, þar á meðal þjóðemisvanda- mál. Það var hægt að bæla þau nið- ur í sjö áratugi en þar sem vandamál- in vom aldrei leyst þá springa þau núna. Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að Gorbatsjov á í vandræðum þessa stundina. Ég held að hann geti ekki stöðvað þessar þjóðemis- deilur án þess að nota ofbeldi. Núna er hann að reyna að hleypa gufunni út en eftir því sem hann gengur lengra því minni verður stöðugleik- inn. Pyrir þremur árum hefðu menn í Eystrasaltslöndunum verið hand- teknir fyrir að flagga gamla þjóð- fánanum. Nú lejrfír hann þeim það óáreittum. Hann hugsar sem svo: „Ef þeir hafa gaman af því að leika sér svona þá er það í lagi mín vegna." Þetta fullnægir líka þjóðemisvitund margra því að þjóðfáni er tákn. Ég held þó að eftir 20, 30 eða 40 ár muni Sovétríkin fara að leysast upp í frumeiningar sínar. Leiðtogar Sov- étríkjanna em famir að trúa sínum eigin áróðri og vilja ekki horfast í augu við þá staðreynd að Sovéríkin hafa verið að framkvæma nýlendu- stefnu. Þeir vilja ekki skilja hversu djúpt vandinn ristir. Á meðan heldur hann áfram að hlaðast upp.“ I hin fomu menningarsetur landsins þar á meðal gömlu dómkirkjumar. Smám saman fóra þessar heimsóknir að hafa dýpri áhrif á hann en starf síns vegna gat hann ekki opinberað tilfinningar sínar. Hann var þvi kristinn á laun og las bækur trúarlegs eðlis í Moskvubókasafni sem hann heimsótti und- ir dulnefni. Það sem háði honum mest seg- ir hann hafa verið að hann hafi aldrei feng- ið trúarlega kennslu og ekki einu sinni kunn- að að biðja. í staðinn samdi hann í huga sér viðskiptabréf til Guðs, ávarpaði hann „Kæri herra", og baðst afsökunar á því að hann vissi ekki hvemig ætti að standa að málum. Ein af fyrstu óskum hans eftir að hann kom Iandflótta til Bandaríkjanna var að hitta prest. Þegar hann skýrði honum frá viðskiptabréfunum sínum fylltust augu prestsins af támm og hann sagði: „Blessað- ur drengurinn minn, leyfðu mér að kynna þig fyrir þeim Guði sem ég þekki. Hann vill ekki formleg viðskiptabréf. Hann vill að þú talir við hann.“ Sumarið 1969 var Levtsjenko tilkynnt um fyrsta „blaðamannastarf" sitt og var hann sendur á vegum alþjóðadeildarinnar og APN, Novosti, sem kynningarfulltrúi í sýningarbás Sovétríkjanna á sýninguna Expo 70 í Osaka í Japan. Dag einn eftir að hann kom heim var honum boðið að gerast leyniþjónustumaður á vegum KGB og flytjast til Japans. Eftir langa og stranga þjálfun og störf í Kápa bókarinnar „Röngu megin“. Japansdeild KGB vann Levtsjenko í eitt ár hjá tímaritinu New Times til þess að ávinna sér orð sem blaðamaður áður en hann var sendur til Tókýó í febrúar 1975. Blaðamennska Levtsjenkos í Tókýó fólst aðallega í að vera í sambandi við menn sem gáfu KGB leynilegar upplýsingar auk þess að reyna að koma á nýjum samböndum. Sumir voru tældir i net KGB með peningum aðrir komu sjálfviljugir vegna hugsjóna. Levtsjenko vann sig hratt upp innan leyni- þjónustunnar og varð Sovétríkjunum úti um ómetanlegar upplýsingar. En samviskan nagaði hann og efasemdimar um starfið fóm vaxandi, lygamar og hræsnin vom að verða honum um megn. Smám saman þróað- ist sú ákvörðun innra með honum að sækja um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Eftir að sú ákvörðun hafði verið tekin var eins og þungu fargi hefði verið af honum létt og þá var bara að bíða eftir rétta augnablik- inu. Levtsjenko sagði ekki konu sinni frá þessum áformum sannfærður um að hún myndi ekki fallast á þau og myndi KGB þá ekki níðast á henni og bami þeirra þó að hann flýði. Hann átti eftir að komast að raun um annað síðar. Þann 24. október 1979 kl. 20.00 gekk Stanislav Levtsjenko upp tröppumar að Hótel Samó, þar sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins em tíðir gestir, gekk að af- greiðslunni og spurði: „Hvar er móttakan," í þeirri von að einhver slík væri í gangi. Heppnin var með Levtsjenko. Hann vatt sér að yfirmanni í hemum sem var í móttök- unni, kynnti sig og sagðist vilja tala við bandariskan leyniþjónustumann. Levtsjenko neitaði fyrst um sinn að gefa Bandaríkjamönnum upp nokkrar upplýsing- ar um þá leyniþjónustumenn sem hann hafði starfað með og krafðist þess að þær upplýs- ingar sem hann léti af hendi yrðu ekki notað- ar gegn neinum einstaklingi. Pljótlega eftir komuna til Bandaríkjanna afhentu starfsmenn sovéska sendiráðsins honum bréf frá Natölju, sem greinilega vom skrifuð undir umsjón KGB, þar sem hann var grátbeðinn um að snúa til baka til Sov- étríkjanna. Skömmu eftir fundinn með sendiráðsmönnunum fékk hann tvö bréf sem greinilega höfðu smogið í gegnum net KGB. Innihald þeirra fékk mjög á Levtsjenko. KGB hafði skipað kennumnum í skólan- um þar sem Alexander, sonur hans, var við nám, að gera honum lífið óbærilegt. Natölju var fylgt eftir af KGB hvert sem hún fór og tvisvar í viku var hún kölluð í yfírheyrsl- ur. í báðum bréfunum sagðist hún vilja sameinast Stanislav í Bandaríkjunum. Árið 1980 tókst Levtsjenko einstöku sinnum að ná í gegn simtali til Moskvu snemma morg- uns þegar KGB var ekki eins vel á verði. Þá fékk hann þær fréttir að Alexander hefði verið rekinn úr skóla og væri með of háan blóðþrýsting. Natalja hafði lést um tuttugu kíló frá því þau bjuggu í Japan og var orð- in einungis 45 kíló að þyngd. Dag einn hafði hópur manna ráðist á hana á götu og misþyrmt henni illilega. „Hvemig gat ég haft svo rangt fyrir mér. Hvemig gat ég ímyndað mér að það væri snefill af mannlegum tilfínningum til staðar innan KGB,“ sagði Levtsjenko. Á þessari stundu ákvað hann að hefja stríð gegn KGB og sovéska kerfinu. Að beijast, til æviloka ef á þyrfti, fyrir frelsi Natölju, Alexanders og allrar sovésku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.