Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 8
o cr CTf7rrr»jrr»TTVTf^O or <TTTr> rrTTT/TT>rTTCl TT,fTTOfTA> 8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 F E R Ð T I L POLLANDS Samkomutjaldið stóð á íþróttavelli og tók 2.500 manns í sæti. Auk þess voru bekkir fyrir utan tjaldið. Þegar flest var sóttu samkomurnar 6.000 manns. Texti ogmyndir: Örn Bárður Jónsson í boði lúthersku kirkjunnar í Póllandi í júlímánuði sl. þáði ég boð lút hersku kirkjunnar í Póllandi um að vera einn þriggja ræðumanna á stóru, kristilegu móti í Suður-Pól- landi. Þetta var freistandi boð sem ég þáði með þökkum enda hafði ég aldrei komið til Austur-Evrópu en heyrt mikið um baráttu kirkjunnar í þessum löndum fyrir frelsi. Um- rætt mót var haldið í þorpinu Dzi- egielow sem er sunnan við Katowice, nærri tékknesku landa- mærunum. Lútherskir menn búa flestir í suðurhluta landsins. Hérað- ið tilheyrði Þýskalandi um tíma og þar gætir þýskra áhrifa. Margt eldra fólk talar þýsku en fátt ensku. Unga fólkið tekur hinsvegar ensk- una framyfir þýskuna en þó hitti ég fáa sem gátu talað hana að ein- hveiju gagni. „Jarðtengdar“ skoðanir á umbótastefnu Gorbatsjovs Ég kom til Varsjár á laugardegi með SAS frá Kaupmannahöfn. í vélinni hitti ég ungan Pólveija sem búsettur er á Vesturlöndum. Hann hafði verið á Vesturlöndum um það leyti sem herlögin voru sett í Pól- landi og vildi ekki snúa aftur þá. Hann er doktor í stjameðlisfræði og var nú að fara í heimsókn til móður sinnar og ættingja eftir margra ára fjarveru. Konan hans, sem er pólsk, varð eftir vestra ásamt bami þeirra. Ég spurði hann hvort hann hlakkaði ekki til að koma „heim" og þá kom í ljós að tilfinningar hans vom blendnar. Hann hafði farið í pólskt sendiráð vestra til að fá upplýsingar um ástandið í Póllandi og verið fullviss- aður um að honum yrði ekki haldið í landinu. En samt var í honum kvíði og óvissa. Mér lék hugur á að tala við hann um land og þjóð. En þar sem merk ráðstefna stóð yfir í Moskvu á sama tíma, þar sem umbótastefna Gorb- atsjovs var mikið rædd, varð hún efst á baugi í samtali okkar. Ég var eins og margir aðrir vestur- landabúar mjög jákvæður gagnvart þróun mála í ríkjum kommúnismans en um sessunaut minn gegndi öðm máli. Taldi hann þetta vera sjónar- spil og lagði áherslu á að alls ekki stæði til að breyta gmndvelli kommúnismans og því stjómkerfi sem hneppti fólk i allskyns íjötra. Breytingamar væm aðeins smá- vægilegar lagfæringar á annars ómögulegu kerfi og gjaldþrota hug- myndafræði. Svörin sem þessi ungi Pólveiji gaf í háloftunum færðu skoðanir mínar og væntingar nær Tvær systur og ein prestsfrú virða fyrir sér kú á beit. f PóUandi var allt svo friðsælt og hraðinn minni en á Vesturlöndum. Fólk streymdi út úr kirkjunni í Chestochowa þar sem hin fræga mynd, Svarta-Madonna, er geymd. Yfir hliðinu má sjá eftirmynd. Frelsið. Séð út um glugga í fangabúðunum. Útsýnið einkennist af gaddavír og rafmögnuðum girðingum. jörðinni um leið og við lækkuðum flugið. Aðspurður kvaðst þessi ungi Pól- veiji ekki eiga í neinum vandræðum með að vera í senn vísindamaður og trúaður á Guð, skapara himins ogjarðar, stjameðlisfræðin afsann- aði hvorki né sannaði tilvist Guðs. Aftur á móti hafði hann orðið fyrir vonbrigðum með kaþólsku kirkjuna sem hann var alinn upp í vegna þess að honum fannst hún of þröng- sýn og ekki taka á málum líðandi stundar á sannfærandi hátt. Af þeim sökum hafði hann hætt að sækja kirkju en sagðist trúaður á sinn hátt. Rök hans minntu mig mjög á rök margra íslendinga sem eru á kafi í „einkavæðingunni" hvarð varðar trúna (!) og skilja ekki gildi sameiginlegrar tilbeiðslu safnaðar og trúariðkun í samfélagi trúsystkina. Hagkerfið Við nálguðumst Varsjá og fyllt- um út skýrslu um fjármál þar sem spurt var um upphæð erlends gjald- eyris. Pólsk stjómvöld vilja vita hvað maður hefur með sér og þau gera kröfu um að maður skipti ákveðinni upphæð fyrir hvem dag sem maður dvelur í landinu. Gengið á flugvellinum er mun lægra en annars staðar. Hver bandaríkjadoll- ar gengur á um 360 zlotys á vellin- um en almenningur kaupir hann á a.m.k. 1.000—1.500 zlotys. Og það sem undarlegra er, er að stjómvöld greiða Pólveijum sem koma með dollara í bankann um 1.300 zlotys. í raun er því tvennskonar hagkerfí í gangi. Pólveijar hafa leyft einka- rekstur að vissu marki. Og njóta þeir sem hann stunda mun betri lífskjara en aðrir. Í Varsjá mátti sjá marga Mercedes Benz-bíla í eigu einkaaðila. Kerfíð gerir þó ekki ráð fyrir slíkum munaði og einkarekstri er sniðinn svo þröngur stakkur að hann þrífst ekki nema með klókind- um sem stjómvöld líta framhjá því að endingu vita þau að tekjur þessa fólks og erlendur gjaldeyrir rennur saman við hagkerfíð og skilar þjóð- inni auði. Svarta-Madonna Brátt vorum við lentir í Varsjá. Veðrið var heitt og rakt. Þar tóku á móti mér vinur minn, Kalevi Leht- inen, sem er lútherskur prestur frá Finnlandi, ungur Pólveiji sem er leigubílstjóri og dóttir hans. Faðir leigubílstjórans er yfirmaður (bisk- up) reformertu kirkjunnar í Pól- landi. Unga Pólveijanum var falið að aka okkur gestunum suður til Dziegielow. Við ókum sem leið lá eftir hraðbrautinni í suðurátt. Hrað- brautin var tvær akreinar í hvora átt en ójöfn og var ekki laust við að ég væri hálf bílveikur í fyrsta skipti síðan ég var bam á vestfirsk- um malarvegum. Umferð var lítil enda er bensín skammtað. Hver bíleigandi getur fengið 27 lítra á mánuði en þeir sem eiga díselbif- reiðir geta fengið ótakmarkað elds- neyti. Vinur okkar var á Benz með díselvél og sem leigubílstjóri fær hann nóg eldsneyti. Eftir um þriggja tíma akstur komum við til Czestochowa og fengum að borða þar á Orbis-veitingahúsi rétt fyrir utan borgina sem tilheyrir veitinga- húsakeðju sem ríkið rekur. Ég vildi gjaman komast í kirkj una þar sem myndin af Maríu og Jesúbaminu er geymd, þessi fræga mynd sem er helgur dómur Pól- veija og kölluð Svarta-Madonna. Fólk streymdi út og inn til að rækja trú sína í hinum mörgu kapellum kirkjunnar. Aðalkirkjuskipið var íburðarmikið og þar sá ég til vinstri handar kapellu með mynd af Maxi- millian Kolbe, kaþólska prestinum sem fómaði sér fyrir samfanga í útrýmingarbúðum nasista og var tekinn í dýrlingatölu nýlega. Fólk kraup og sat við altarið undjr mynd- inni, grét og baðst fyrir. í kapell- unni hjá madonnumyndinni var fjöldi fólks sem tók þátt í víxllestri miklum og það leyndi sér ekki að allir kunnu ritúalið utanbókar. Myndin var innst í kapellunni á bak við rimlaverk og sá ég hana illa en auðsætt var að madonnumyndin gegnir miklu hlutverki í trú kaþ- ólskra Pólveija. Hvað sem líður af- q. 2 liivj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.