Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
Línuhraðall og K-bygging:
Merkum áfanga náð
NÚ hillir loks undir að hægt
verði að taka fyrsta áfanga
K—byggingar Landspítalans í
notkun með tilkomu línuhrað-
alsins, en uppsetning hans hefst
seinni hluta þessa mánaðar.
Hlutverk K—byggingarinnar er
m.a. að hýsa krabbameinslækn-
ingar og er línuhraðallinn eitt
fullkomnasta tækið sem völ er
á til geislameðferðar á stað-
bundnum krabbameinsæxlum.
Árið 1985 tók Matthías Bjarna-
son, þá heUbrigðismálaráð-
herra, fyrstu skóflustunguna
að þessari nýbyggingu Lands-
pítalans. Nú er fyrsta áfanga
hennar að verða lokið og standa
vonir til að hægt verði að ljúka
hinnm áföngum hússins’ innan
fárra ára. Það veltur þó á fjár-
veitingum frá Ríkisvaldinu.
Óhætt er að fullyrða að við
komu línuhraðalsins verður
brotið blað í sögu krabbameins-
lækninga á íslandi. Rúmir tveir
áratugir eru liðnir síðan fyrstu
línuhraðlarnir voru teknir í
notkun og eru þeir nú aðal-
geislameðferðartæki allra ná-
grannaþjóða okkar. f Dan-
mörku eru t.a.m. 23 línuhraðlar
og fleiri en 2000 í heiminum
öUum. Línuhraðallinn sem kem-
ur hingað til lands mun að
nokkru leyti leysa af hólmi kób-
alttækið, sem hefur verið notað
hér við meðferð á krabbameins-
sjúklingum frá árinu 1970. Á
þessu árabili hafa verið gefnar
yfir 150.000 geislanir á kóbalt-
tæki Krabbameinslækninga-
deUdar og hefur notagildi þess
verið ómetanlegt fyrir krabba-
meinssjúklinga hérlendis.
ínuhraðallinn kostar
hingað kominn um
30 milljónir. Lions-
hreyfingin á íslandi
safnaði fé til kaupa
Já geislunartækinu
^Æog hefur samvinna
^^^"■^^"fulltrúa þeirra og
sérfræðinga Landspítalans verið
með ágætum.
Til að fá nánari upplýsingar um
línuhraðalinn og þær breytingar
sem verða á sviði krabbameins-
lækninga hér á landi í kjölfar hans
var rætt við Þórarin Sveinsson, yfír-
lækni á Krabbameinslækningadeild
Landspítalans.
— Hvemig hafa geislar áhrif
á krabbameinsæxli?
„Þegar krabbameinsæxli er
geislað gerist annað tveggja. Annað
hvort deyða geislamir frumuna
beint, eða gera hana ófæra um að
skipta sér, en helsta einkenni
krabbameinsfruma er hve ört þær
skipta sér og þá óháð þörfum þess
heilbrigða vefjar, sem þær eiga
uppruna sinn í. Þetta gerist á þann
hátt að orkunni sem fólgin er í
geislunum er breytt í efnaorku eða
beina hreyfiorku inni í frumunum
og hefur þannig einkum áhrif á
erfðaefnið sem er geymt í kjama
þeirra.
Til að ná þessum árangri þarf
orkuskammturinn að vera nokkuð
hár. Mikilvægt er að unnt sé að
stilla styrk geislunar og afmarka
meðferðarsvæðið á þann hátt að
heilbrigður vefur í kringum æxlið
verði fyrir sem minnstum áhrifum.
Hann er viðkvæmur fyrir geislum
oft ekki síður en krabbameins-
frumumar."
Hver er munur á geisluninni
og krabbameinslyfjum?
„Segja má að lokaafleiðingar
notkunar krabbameinslyfja séu hin-
ar sömu og afleiðing géislunar á
næmar krabbameinsfrumur. Lyfín
fara út í blóðrás og berast um allan
líkamann. Þau em því gefín þegar
grunur leikur á eða vissa er fyrir
Þórarinn fyrir framan K—byggingu Landspítalans, þ.e. fyrsta áfanga hennar.
Morgunblaðið/Jóhannes Kári Kristinsson
Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir
Krabbameinslækningadeildar
Landspítalans.
hendi um að krabbameinsfrumur
hafí dreift sér um líkamann. Hins
vegar er geislun einkum beitt gegn
staðbundnum krabbameinum.
Þær vonir sem menn bundu við
krabbameinslyf á sjöunda áratugn-
um hafa ekki ræst sem skyldi. Skýr-
ing þessa er m.a. sú að lyfín hafa
einkum áhrif á þær frumur sem eru
í skiptingu, en í svonefndum föstum
krabbameinsæxlum er ætíð veru-
legur hluti frumnanna í hvíld. Geisl-
unin hefur hins vegar áhrif á allar
frumur, hvort sem þær eru að skipta
sér eða í hvfld.
Einn af kostunum við háorku-
tæki eins og línuhraðal er sá, að
heilbrigði vefurinn í kringum æxlið
verður fyrir minni áhrifum geislun-
ar en við notkun eldri tækjabúnað-
ar. Geislamir skila ekki orkunni
fyrr en þeir „bremsast" í vefnum
og má líkja þeim við örsmáar djúp-
sprengjur sem springa ekki fyrr en
á ákveðnu dýpi. Ef orkan væri
t.a.m. nógu mikil kæmust geislam-
ir einfaldlega í gegnum líkamann
án þess að hafa nokkur marktæk
líffræðileg áhrif á vefí hans.
Þetta leiðir til þess að með því
að stilla orku geislunarinnar er
hægt að afmarka sjálft meðferðar-
svæðið af mun meiri nákvæmni nú
en áður var unnt.
Sérstaklega er mikilvægt að
greiningartækni og meðferðar-
tækni haldist í hendur. Staðsetja
verður æxlið nákvæmlega í líka-
manum áður en farið er að geisla
það. Það sem setur krabbameins-
lækningum í heild sinni skorður er
þó ekki fyrst og fremst afmörkun
staðbundinna æxla, heldur hitt að
oft hafa krabbameinsfrumur borist
frá æxlinu út í sogæðar eða blóð-
æðar og myndað dótturkjama um
líkamann, svonéfnd meinvörp, sem
oftast er erfitt að ráða niðurlögum
á. __
í æxli sem aðeins er sentímetri
að þvermáli em þúsundir milljóna
krabbameinsfruma. Þess vegna er
oft ekki nóg að greina krabbameins-
æxli snemma, greiningarhæfni
flestra þeirra tækja sem við höfum
yfír að ráða takmarkast við tæplega
1 sm æxli. Æxli af þeirri stærð á
sér nokkuð langa forsögu, fjölmarg-
ar frumuskiptingar þarf til að ná
þessari stærð. A því tímabili sem
æxlið er að vaxa í umrædda stærð
ná alltaf einhveijar af æxlisfrumun-
um að komast inn í blóðrásina. Á
þessu svonefnda byijunarstigi virð-
ist ónæmiskerfí líkamans oft ráða
við þessar frumur, en oft brestur
vamir og myndast þá meinvörp hér
og þar um líkamann eins og að
ofan greinir."
Hvenær má búast við að línu-
hraðallinn verði kominn i fulla
notkun?
„Uppsetningin tekur fjórar til sex
vikur en síðan hefjast nákvæmar
mælingar á sjálfu tækinu. Þá mæla
eðlisfræðingar og tæknimenn
geislaskammta við hin ýmsu orku-
gjldi. Sá ferill tekur a.m.k. sex til
átta vikur. Fyrstu sjúklingamir
verða því líklega teknir til með-
ur hærri bilanátíðni. Þess vegna
nýtist kóbalttækið einnig sem vara-
tæki fyrir línuhraðalinn.
Á undanfömum áram hefur kób-
alttæki deildarinnar vart annað
þörfínni _ fyrir geislameðferð hér-
lendis. Álagið á starfsfólk hefur
verið mikið, ekki síst á þá hjúkrana-
rfræðinga og röntgentækna sem
veita meðferðina sjálfa og hafa
þeir þurft að lengja vinnutíma sinn
úr hófi til að leysa úr bráðasta vand-
anum. Nú era úrbætur hins vegar
í sjónmáli þar sem meðferðartækin
verða tvö.“
— Hafa menn farið utan til
að læra á tæknibúnað línuhrað-
alsins?
„Já, þjálfun starfsfólks er þegar
hafín. Hjúkrunarfræðingar og rönt-
gentæknar hafa farið til Svíþjóðar
og vestur um haf til að kynna sér
hvemig staðið er að meðferð með
línuhraðli. Fyrirhuguð era þjálfun-
amámskeið og utanferðir tækni-
manna og eðlisfræðings nú á næst-
unni til þess að hægt sé að sinna
reglulegu eftirliti og nauðsynlegu
viðhaldi tækjabúnaðarins.
Tölvustýribúnaður línuhraðalsins
Línuhraðall sömu gerðar og sá sem kemur til landsins seinni hluta
þessa mánaðar.
ferðar í lok desembermánaðar.
Ljóst er að farið verður rólega af
stað, meðal annars vegna nauðsyn-
legrar þjálfunar starfsfólks á staðn-
um. Kóbalttækið verður því áfram
notað, en þegar línuhraðallinn
kemst í fulla notkun verður kóbalt-
tækið flutt yfír í K—byggingu og
notað þar samhliða línuhraðlinum.
Miðað er við að kóbalttækið verði
nýtt í 4—5 ár til viðbótar, en þá
verður að öllum líkindum fjárfest í
litlum línuhraðli, sem öðra með-
ferðartæki landsmanna. Kostur
kóbalttækisins er einkum sá að það
er mjög auðvelt í rekstri og bilanat-
íðni þess lítil. Línuhraðallinn er hins
vegar flóknari að allri gerð og hef-
er afar fullkominn. Hann stjómar
orkustigi geislunar og stýrir hreyf-
ingum tækisins. Stýribúnaður línu-
hraðalsins sem keyptur hefur verið
til landsins er nýr af nálinni og er
þetta annar hraðallinn sem settur
er upp í Evrópu af þessari gerð.
Starfsmenn Eðlisfræði—og tæk-
nideildar Landspítalans munu ann-
ast eftirlit og viðhald á línuhraðlin-
um. Það er vandasamt verk og
krefst sérstakrar starfsþjálfunar
eins og að framan greinir en hún
er veitt í verksmiðjum Varian fyrir-
tækisins í Palo Alto í Kaliforníu."
Leggjast utanfarir sjúklinga
niður í kjölfar komu línuhraðals-
ins?
„Þær hafa ekki verið algengar
undanfarið, innan við tug á ári.
Búast má við því að þeim fækki
enn frekar þegar byijað verður að
gefa geislameðferð hér með línu-
hraðlinum. Hluti sjúklinga með
hvítblæði hefur þurft að leita utan
til lækninga vegna mergskipta.
Þann hluta meðferðarinnar sem
snýr að geisluninni verður nú ger-
legt að veita hér heima. Áður en
af mergskiptum getur orðið hér-
lendis þarf hins vegar að bæta veru-
lega aðstöðu annarra sérdeilda
spítalans, ekki síst blóðmeinafræði-
deildarinnar."
Hvað um göngudeildaraðstöðu
fyrir krabbameinssjúklinga?
Göngudeild Krabbameinslækn-
ingadeildar fékk til bráðabirgða
pláss á hluta kvennadeildar Lands-
pítalans árið 1982. Þar átti hún
einungis að vera í þijú ár, eða þar
til K—byggingin yrði tilbúin. Nú,
nær sjö áram síðar er aðeins þriðj-
ungur byggingarinnar risinn og
leysir hann einungis þann vanda
sem snýr að geislameðferðinni.
Þótt hér sé um mjög merkan
áfanga að ræða, sem færir okkur
langt fram á veg hvað geislameð-
ferð varðar, þá verða vandamál
göngudeildarinnar ekki leyst fyir
en öll K—byggingin er risin. Á
göngudeildinni era nýir sjúklingar
skoðaðir, gefín lyf og sinnt reglu-
bundnu eftirliti. Einnig er þar rætt
við aðstandendur sjúklinganna og
þeim sinnt eins vel og aðstaða leyfír.
í byijun þessa árs var opnuð 16
rúma legudeild fyrir krabbameins-
sjúklinga hér á Landspítalanum.
Það bætti mjög hag þeirra krabba-
meinssjúklinga sem m.a. þurfa að
leggjast inn vegna flókinnar sér-
hæfðrar meðferðar þótt þörfin sé
meiri en rúmafjöldi segir til um.“
Hvað er áætlað að verði í þeim
hluta K—byggingarinnar sem á
eftir að reisa?
„Áætlað er m.a. að göngudeild
krabbameinssjúklinga verði á sömu
hæð og geislameðferðareiningin. Á
miðhæðinni fær röntgendeildin að-
stöðu, en það er mjög biýnt að hún
flytji þangað sem fyrst. Þar sem
ekki er unnt að flytja hana fyrr en
öll byggingin er risin verður hluti
miðhæðarinnar væntanlega nýttur
til bráðabirgða fyrir sérhæfðar
rannsóknarstofur. Efsta hæðin á
síðan að hýsa skurðstofur hand-
læknisdeildar, en það sama gildir
um efstu hæðina og miðhæðina að
hún nýtist ekki handlæknisdeildinni
fyrr en húsið er byggt að fullu.
Þegar þar að kemur verður K—
byggingin nokkurs konar hátækni-
hús landsmanna hvað greiningu
sjúkdóma og tækjavædda og sér-
hæfða læknismeðferð varðar."
— Hefur tíðni krabbameina á
íslandi breyst undanfarna ára-
tugi?
„Já, tíðnin hefur aukist. Árlega
greinast hér á landi u.þ.b. 800 ný
krabbameinstilfelli. Jafnframt er nú
áætlað að þriðjungur þeirra íslend-
inga sem fæðast árið 2000 eigi eft-
ir að fá krabbamein einhvern tíma
á ævinni. Eflaust liggja margar
ástæður að baki þessari aukningu.
Hærri meðalaldur á áreiðanlega þar
hlut að máli, fleiri era á hinum
svonefnda krabbameinsaldri. Svo
hafa ýmsir umhverfisþættir áhrif á
tíðnina. Mikið hefúr verið deilt um
hvort tilurð krabbameina sé háðara
umhverfí en erfðum. Á sínum tíma
var því haldið fram að eingöngu
erfðir réðu því hvort einstaklingur
fengi krabbamein eða ekki, en á
síðustu áratugum hefur komið í ljós
að ákveðin efni geta valdið krabba-
meini, reykingar era þar nærtæk-
asta dæmið. Asbest, tjara og sót
era allt efni sem auka hættu á
krabbameini hjá þeim sem vinna
við þau. Einnig hafa sum litar— og
rotvamarefni sem notuð hafa verið
í matvælaiðnaði verið tekin af
markaðnum vegna gransemda um
að þau væra krabbameinsvaldandi.
Eftir því sem fleiri krabbameins-
valdandi efni fundust hölluðust
menn æ meir á sveif með þeim sem
sögðu að krabbamein væri fremur
háð umhverfi en erfðum. Nú er
komið nokkurt jafnvægi á og er
talið næsta víst að þessir þættir séu
oftast samverkandi, sumir einstakl-