Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 B 13 ingar séu vegna erfða næmari fyrir krabbameinsvaldandi umhverfis- þáttum en aðrir. Sú tegund krabbameins sem hef- ur tekið hvað stærst stökk upp á við er brjóstakrabbamein. Þó að þekktir séu ýmsir orsakaþættir, þá skýra þeir ekki að fullu hina miklu hækkun sem orðið hefur á tíðni þess. Við vitum að líkumar á bijós- takrabbarneini ráðast einkum af þrennu. í fyrsta lagi eykst hættan á bijóstakrabbameini eftir því sem konan er eldri þegar hún eignast sitt fyrsta bam. I öðm lagi er minni hætta á meininu eftir því sem kona er lengur með bam á bijósti og í síðasta lagi er bijóstakrabbamein sjaldgæfara hjá konum sem eignast mörg böm heldur en hjá þeim sem eignast fá, Því má leiða rök að því að ein ástæðan fyrir hækkun á tíðni bijóstakrabbameins sé sú að konur vinna nú meira utan heimilis en áður. Þá fara konur oftar í lang- skólanám, þær eignast sitt fyrsta bam siðar, eignast færri böm og staða þeirra á vinnumarkaðnum gerir það að verkum að þær hafa bamið styttra á bijósti en áður. Þessir þættir skýra þó ekki að fullu hvers vegna tíðni bijósta- krabbameina hefur margfaldast á undanfömum áratugum. Aðrir þættir hljóta að koma þar við sögu sem við þekkjum ekki. Tölfræðileg- ar rannsóknir sýna að jafnvel þó tíðnin stæði í stað yrði það brátt svo að um það bil fímmtánda hver kona fengi bijóstakrabbamein ein- hvem tíma á ævinni." — Hver er munurinn á þvi sem kallast góðkyiya æxli og illkynja æxli, eða krabbamein? „Góðkynja æxli er æxli sem er staðbundið og getur ekki sáð sér til annarra líffæra. Það fellur ekki undir samheitið krabbamein og er jafnan afmarkað af eins konar hýði. Þar er frumuskipting oftast mjög hæg. Krabbamein vex hins vegar út í vefina í kring og í þeim æxlum er fmmuskipting oftast hröð. Til þess þarf súrefni og næringarefni ýmiskonar. Því vaxa æðar inn í ill- kynja æxli. Það er ein ástæða þess að krabbameinsfrumur komast oft fíjótt út í blóðrásina. Góðkynja æxli era aldrei geisluð. Áður fyrr var geislameðferð beitt gegn mörgum sjúkdómum, sem voru alls óskyldir krabbameini. Nú á tímum er geislameðferð nær ein- göngu notuð gegn krabbameini enda varasamt að geisla heilbrigðan vef að óþörfu." — Ræður línuhraðallinn við öll illkypja æxli? „Segja má að með honum sé unnt að sinna öllum tegundum krabbameina. Við leggjum þó mesta áherslu á staðbundnu æxlin, þar sem við getum þá í mörgum tilvik- um læknað viðkomandi sjúklinga." Að lokum, hver er framtíð krabbameinslækninga hér á landi? „Eins og að framan greinir eykst nýgengi krabbameina meðal íslend- inga líkt og meðal annarra þjóða. Tölfræðilegar rannsóknir benda til þess að af þeim íslendingum sem Unnið við uppsetningu á tæki til að mæla geisiun frá línuhraðlinum. lifa munu aldamótaárið, munu þriðji til §órði hver fá krabbamein á lífsferli sínum. Af þeim sem grein- ast nú læknast u.þ.b. 40% og er þá átt við að viðkomandi lifi í 5 ár frá greiningu án merkja um sjúk- dóm. Stefnt er að því að auka þetta hlutfall með samræmdum aðgerð- um í a.m.k. 50% fyrir árið 2000. Til þess þarf m.a. að bæta aðstöðu til meðferðar og umönnunar krabbameinssjúkra og er tilkoma línuhraðals og opnun þess hluta K-byggingar, þar sem sinnt verður geislameðferð, merkur áfangi á þeirri braut. Við þessi tímamót í krabbameins- meðferð hérlendis, er vert að þakka öllum þeim aðilum sem veitt hafa máli þessu brautargengi. Ber þar að neftia Pjárveitinga- nefnd Alþingis, Matthíasi Bjama- syni, fv. heilbrigðismálaráðherra svo og forvera hans og núverandi heilbrigðismálaráðherra. Síðast en ekki síst ber að þakka Lionshreyf- ingunni á íslandi fyrir að hafa lyft sannkölluðu Grettistaki við fjár- söfnunina til kaupa á línuhraðli, með sölu Rauðu fjaðrarinnar. Þátt- ur þeirra í sögu krabbameinslækn- inga hér á landi er í raun ómetan- legur. Góð þátttaka ísiendinga í þeirri söftiun sýndu og hug þjóðarinnar á að afla aukins fjármagns til krabba- meinslækninga. Þá ber einnig að nefna ágæta samvinnu við Yfirstjóm Mann- virkjagerðar á Landspítalalóð, sem er framkvæmdaraðili nýbyggingar- innar. í því sambandi ber sérlega að nefna þátt Ásgeirs Bjamasonar heitins, f.v. framkvæmdastjóra yfir- stjómar, en án vöku hans og dugn- aðar er óvíst að núverandi bygging- aráfangi hefði verið náð. Ljóst er þó að brýna nauðsyn ber til að framkvæmdir við K—bygging- una haldi áfram, þannig að húsið í heild sinni nýtist til þeirra þátta sem til er ætlast." TEXTI:JÓHANNES KÁRI KRISTINSSON Kóbalttæki Landspítalans. Tæknilegar upplýs- ingar um línuhraðalinn LínuhraðaU er geislameðferðartæki sem framleiðir rafeindir og síðan með þeim fótónur eða svonefnda háorkuröntgengeislun með mikilli orku. Hann hraðar hinum hlöðnum ögnum, þ.e. raf- eindunum, eftir beinni linu ólíkt algengum hröðlum í eðlisfræði- rannsóknum, s.s. „betat.ron“ og „cyclotron“, sem hraða hlöðnum ögnum eftir hringbrautum. Línuhraðallinn getur gefið frá sér tvenns konar geislun. Ann- ars vegar er unnt að nýta rafeindimar og hins vegar háorkurönt- gengeislunina (háorkufótónur). Ef krabbameinsæxlið liggur grunnt undir yfirborði líkamans er rafeindageislun notuð. Raf- eindimar draga stutt inn i líkamann og skaða þvi ekki undirliggj- andi vefi. Orka rafeindanna er stillanleg frá 4 til 20 milljóna eV og skammturinn getur farið upp í 400 cGy/min. Ef krabbameinsæxlið liggur djúpt i likamanum er háorkurönt- gengeislun hins vegar notuð. Orka röntgengeislans er á bilinu 6-18 miUjónir eV og nær hann mun dýpra undir yfirborð líkamans. Forsénda þess að unnt sé að nota línuhraðalinn rétt er að réttar upplýsingar fáist um stað- setningu æxlisins i líkamanum. Þessara upplýsinga er aflað með fullkomnum greiningartækjum, t.d. sneiðmyndatökutæki. Undirbúningur geislameðferðar er hafinn með því að útbúa frauð- plastmót utan um sjúklinginn. Það er gert til þess að hann liggi í sömu stellingum, bæði við undirbúninginn og síðan á meðan meðferin er gef- in. í framhaldi þessa eru teknar tölvusneiðmyndir af fyrirhuguðu meðferðarsvæði með sjúklinginn liggjandi í mótinu. Sneiðmyndatæk- ið sendir síðan upplýsingar beint inn á tölvu. Tölvan vinnur þannig úr upplýsingum að hægt er að skoða hveija sneið líkamans á skjá. Þess- ar upplýsingar eru síðan fluttar yfir í tölvubúnað geislaáætlunar- kerfis sem inniheldur upplýsingar um eðli og útlit geislaferlanna í likama sjúklingsins. Við frekari úr- vinnslu er sfðan ákveðið hvemig geislameðferðin skuli gefín, þannig Þróun krabbameinslækninga á íslandi Saga krabbameinslækninga á íslandi nær allt aftur til ársins 1919, þegar hafin var meðferð gegn krabbameini með geisla- virku radíum en í því skyni var stofnaður Radíumsjóður ís- lands. Þessi aðferð var þó takmörkuð við krabbamein sem lá grunnt undir yfirborði húðar, því geislunin var ekki orkumik- il. Meðferðin var í þvi fólgin að leggja radíumnálar á yfirborð húðar eða stinga þeim í grunntliggjandi æxli. Síðan komu hefðbundnir rönt- gengeislar til sögunnar og náðu þeir dýpra en geislunin frá radíum. Orkustig þeirra var samt svo lágt að notkunin takmarkaðist við æxli sem lágu grunnt. 1969-1970 barst Landspítalan- um kóbolttæki til geislameðferðar að gjöf frá Oddfellowreglu ís- lands. Helsti munurinn á kóbalt- tækinu og radíummeðferðinni var sá, að geislar kóbalttækisins náðu dýpra og með þeim var hægt að eyða æxlum sem lágu dýpra í líka- manum. 1978 hófst svo reglubundið eft- irlit og jafnframt lyfjameðferð krabbameinssjúklinga í kóbolthúsi Röntgendeildar Landspftalans. Á árunum 1978-1979 hófst barátta og undirbúningur að bættri aðstöðu fyrir krabbameins- sjúklinga á Landspftalanum. Árið 1982 fékkst bráðabirgðapláss á kvennadeild Landspítalans til undirbúnings geislameðferðar og fyrir göngudeildarstarfsemina, þ.e. eftirlit og lyfjagjafír. Það pláss var ætlað til þriggja ára en að þeim loknum átti húsnæði fyr- ir krabbameinslækningar að liggja fyrir. Eins og margir vita hefur það dregist úr hömlu. Sama ár var fenginn svokallað- ur röntgenhermir til að undirbúa geislameðferð auk tölvubúnaðar til að reikna út geislaskammta á æxlissvæði djúpt f lfkamanum. Krabbameinslækningadeild Landspftalans var svo stofnuð f mars 1984. Þann 12. mars næsta ár tók Matthfas Bjamason, þá heilbrigðismálaráðherra, fyrstu skóflustunguna að K-byggingu Landspftalans. Pyrsti áfangi byggingarinnar var þá ákveðinn. í næsta mánuði fór fram söfnun Lionshreyfíngarinnar á íslandi fyrir nýju geislameðferðartæki, línuhraðlinum,. Rauðar fjaðrir vora seldar og vora viðbrögð al- mennings n\jög góð. Fyrri hluta árs 1986 var ákveðið að taka til- boði fyrirtækisin8 Varian um kaup á línuhraðli. Uppsetning hraðals- ins var ákveðin á jarðhæð K- byggingarinnar, þ.e. þeim hluta sem ætlaður er geislameðferð og tengdri starfsemi fyrir krabba- meinssjúklinga. Þann 1. mars á þessu ári var opnuð 16 rúma legudeild fyrir sjúklinga Krabbameinslækninga- deildar Landspftalans. að sem jöfnust geisladreifing fáist á æxlissvæðið. Oft er geislameð- ferðin gefin undir mismunandi homum til þess að hlífa sem best eðlilegum vef er liggur í nánd við æxlið. Er geislastefnum og stærð meðferðarsvæðisins hefur þannig verið ákveðin er sjúklingurinn myndaður á svonefhdum simulator, eða röntgenhermi sem hefur sömu innstillingar og hreyfígetu og lfnu- hraðallinn, þ.e. sjálft meðferðar- tækið. Þessar myndir eru teknar til að tryggja að meðferðaráætlun geislaáætlunarkerfisins sé rétt áður en sjálf meðferðin er hafin. Til að tryggja að sjúklingurinn liggi ávallt eins í legumóti sínu eru notuð leysiljós f hnitakerfi til að ákvarða rétta legu sjúklingsins gagnvart sneiðmyndatæki, rönt- genhermi og línuhraðli. Línuhraðall er samsettur úr þremur meginhlutum, armi, standi og bekk. Hinn eiginlegi hraðall er í arminum og er rafeindunum hrað- að þar. Þær má ýmist nota beint við geislameðferðina eða nýta þær til að mynda háorkugeislun eins og að ofan greinir. Arminum má snúa í heilan hring á meðan geislað er. Jafnframt' er unnt að forrita stýrit- ölvu lfnuhraðalsins á þann hátt að armurinn snúist mishratt undir hin- um ýmsu homum. Þannig er stund- um hægt að fá sem jafnasta dreif- ingu í djúptliggjandi æxli sem hefur óreglulegar útlínur. Geislanum er ætfð beint að miðjum snúningsás tækisins. Snúningsásinn og miðlfna geislans skerast f miðpunkti. Al- gengt er að stilla sjúklingnum þann- ig upp, að æxlið eða sá hluti lfka- mans sem geisla á, er hafður sem næst miðpunktinum. Ef meðferðarsvæðið í sjúklingn- um hefur óreglulegar útlínur eru steypt sérstök blýmót fyrir hvem einstakan sjúkling. Þessum blýmót- um er komið fyrir í höfði geislameð- ferðartækisins fyrir neðan útgang- sop geislunarinnar. Tilgangur þess- ara blýmóta er sá að afmarka með- ferðarsvæðið en í mótið er útbúið gat með sömu útlfnur og sjálft æxlissvæðið. Á þennan hátt er unnt að hlffa þeim líffærum er liggja nálægt æxlinu þar sem blýið stöðv- ar þann hluta geislunarinnar sem á því lendir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.