Morgunblaðið - 18.09.1988, Side 25

Morgunblaðið - 18.09.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 B 25 Þessir hringdu... Það má auka sölu á kindakjöti Húsmóðir hringdi: „Ég er alveg viss um að auka megi sölu á dilkakjöti með því að auglýsa það betur og með því að bjóða upp á gott kindahakk í verslunum. Það er oft of feitt og alls ekki nýtt. Ég hvet fólk til að kaupa fremur kindakjöt en unna kjötvöru sem inniheldur alls kyns aukaefni. í Viðeyjarstofu. Þjónustan þar var til fyrirmyndar og maturinn sér- lega ljúffengur. Við hjónin höfum ferðast vítt og breitt en hvergi fengið betri þjónustu. Það er óhætt að mæla með þessum stað. 11. september. Kippunnar má vitja á Velvakanda Tryggvagötu 26. Læða týndist ftá Álfheimum Góð Viðeyjarferð Sólveig Kristjánsdóttir hringdi: „Ég fór út í Viðey 27. ágúst og borðaði þar ásamt öðru fólki Lyklar fundust Lyklakippa með tveimur lyklum og svörtu merkispjaldi sem á stendur „Skjöldur" fannst á mót- um Laufásvegar og Barónsstíg Svört og hvít læða týndist frá Álfheimum 25 13. ágúst s.l. Þeg- ar hún hvarf var hún með sár við eyru. Upplýsingar óskast í síma 36291. ErPhil Collins á leiðinni? Kæri Velvakandi. Ég er með eina stutta fyrirspum og vil ég beina henni til réttra aðila. Síðastliðið vor heyrði ég Bobby Harrison lýsa því yfir í fréttum að Phil Collins væri væntanlegur til íslands í september til tónleika- halds. Nú þegar 13. september er runninn upp sjást þess enn engin merki að Phil Collins sé á leiðinni. Því spyr ég Harrison og aðra sem eiga hlut að máli: Er Phil Collins á leiðinni? Ég vona það svo sannarlega því Phil Collins er án efa besti tónlistar- maður sem til er og skýtur hann ekki ómerkari mönnum en Bítlunum og Elvis Presley ref fyrir rass. Því til staðfestingar bendi ég á að hann á einmitt topplagið í Englandi þessa dagana. Með von um svar. Davíð. Heílræði Hestamenn: Verið vel á verði, þar seni ökutæki eru á ferð. Haldið ykkur utan fjölfarinna akstursleiða. Stuðlið þannig að auknu um- ferðaröryggi. Ökumenn: Forðist allan óþarfa hávaða, þar sem hestamenn eru á ferð. Akið aldrei svo nærri hesti að hætta sé á að hann fælist og láti ekki að stjórn knapans. Hvalreki á fjörur prests Til Velvakanda. í Morgunblaðinu þann 10. ágúst birtist í Velvakanda vísa úr gömlum vísnabálki. Vísan van Siggi, Mangi, Sveinn, Guðrún sækið þið hann Stóra Brún. Imba fínndu fötin mín flýttu þér nú stelpan þín. Fyrir mörgum árum lærði ég nokkrar af þessum vísum og langar nú til gamans að koma á framfæri tveimur vísum sem ekki birtust í umrætt skipti. Brúnn er kominn heim á hlað halda skulum við af stað. Hvað er langur hvalurinn? Hundrað álnir, prestur minn. Sigríður mín sagði það svo ég orðrétt beri það, að bamið væri veikt og rýrt hún vildi strax það yrði skýrt. Þá má alveg geta þess að ég heyrði að tilefnið fyrir vísunum hefði verið það að ung og efnalítil hjón óskuðu eftir því að prestur skírði bam þeirra en hann tók þeirri beiðni fremur dauflega. Þá hefði vinur þeirra hjóna skorist í leikinn og til að létta lund prestsins búið til þá sögu að hvalur væri rekinn á fjörur prestins og segir sagan að prestinum hafí þá snúist hugur og hann skírt bamið. Kona á Norðurlandi. ( Módel ^ Okkur vantar módel fyrir hárgreiðslusýningu, sem haldin verður sunnudaginn 25. september. Hafirðu áhuga á að láta frábært fagfólk hafa hendur í hári þínu, hafðu þá samband við okkur sem fyrst í síma 686700. _______________j VISTUNARHEIMILI - ÖSKJUHLÍÐAR- SKÓLI Okkur vantar vistunarheimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir tvo nemendur utan af landi, sem stunda nám við Oskjuhlíðarskólann nú í vetur. Nemendur fara heim í jóla- og páskafríum. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag og greiðslur veitir félagsráðgjafi við skólann í síma 689740 fyrir hádegi. á hjólurrft (4x4) Af sérstökum ástæöum er einn öflugasti ferðabíll landsins til sölu (hús og pick up). Bíllinn er Chevrolet árg. 1982, 6,2 díesel, sjálfskiptur, upphækkaður, Dana 60 framan og aftan. Húsið Coachman 10 fet, heitt og kalt vatn, sjálfvirkt hita- kerfi, ísskápur, sturta og vatnssalerni, svefnpláss fyrir 4-6. Verð kr. 1150 þús. Upplýsingar gefur *A$aC. ^ídasaioii Miklatorgi, símar 15014 -17171. íbúð □ BW 310 uppþvottavélin náði ekki bara prófinu... hún „DÚXAÐI” ! A kröfuharðasta neytendamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummæli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni Electrolux * Við bætum svo við ótrúlegu verðtilboði Núaðeinskr. 4 7•499stgr. Láttu ekki uppþvottinn angra þig lengur- „KÝLDU” Á ELECTROLUX ! Electrolux Leiöandifyrirtœki m Vörumarkaðurinn IKRINGLUNNI SlMI 685440

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.