Morgunblaðið - 02.10.1988, Page 2

Morgunblaðið - 02.10.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 Islendingur í björgunarflugi eftir fellibyl: Erfítt flug en engin hetjudáð — segir Brynjar Þórðarson, flugvélstjóri ÍSLENSKUR flugvélstjóri, Bryiýar Þórðarson, var ásamt félögum sínum hylltur á síðum breskra blaða eftir þeir flugu með nœrri 500 breska ferðalanga frá Jamaica til Manchester-borgar i Eng- landi eftir að fellibylurinn Gilbert hafði gengið yfir eyjuna og valdið gífurlegum usla. Brynjar, sem býr I Lúxembúrg, sagði f samtali við Morgunblaðið að flugið hefði ekki þurft á miklum hetju- skap að halda, þó að aðstæður hefðu vissulega ekki verið eins og best væri á kosið og farþegamir fagnað mikið að komast heim eftir hamfarimar. Það hefði verið ógnvænleg lífsreynsla að dvefj- ast á Jamaica á meðan Gilbert gekk yfir, en breskir Qölmiðlar hefði faert söguna í stílinn. „Hetjur í fellibyl! Fífldjarfír flug- Þannig var sagt frá flugafrekinu í brezkum blöðum. menn feqa 470 manns frá ham- faraeyjunni" sagði Manchester Evening News í fyrirsögn um flug Boeing 747 risaþotunnar sem þeir Eddie Klein, Frank Morran og „Binni Thordarson" stjómuðu. Blaðið segir þá hafa lent risa- þotunni og síðan flogið burt með farþegana á flugvelli þar sem eng- in flugumferðarstjóm var vegna þess að fellibylurinn hafði stór- skemmt flugtuminn. Haft er eftir yfirmanni ferðaskrifstofunnar Airtours: „Áhafnir okkar hafa gert kraftaverk með því að fljúga til og frá Jamaicu við ótrúlega erfiðar aðstæður." Brynjar segist hafa verið ný- kominn til Montego Bay á Jamaica þegar GUbert gekk yfir, en hann átti að fljúga með farþegana heim til Bretlands. Hann segir að það hafi orðið litlar skemmdir á hverf- inu þar sem hótelið hans var og það hefði ekki verið fyrr en hann fór að kanna aðstæður daginn eft- ir að hann gerði sér ljóst hve hrika- legur eyðileggingarmáttur felli- bylsins var. Hann hefði lent í óveðri í flestum heimshomum en aldrei séð neitt í likingu við Gilbert. Hann sagði að flugstjórinn, Eddie Klein, hefði sýnt áræði og dugnað þegar hann fór að reyna að ná sambandi við umheiminn eftir að mesta veðurofsanum slot- aði, en Montego Bay var þá algjör- lega sambandslaus við umheiminn. Hann hefði farið á bát og loksins fundið skip með Qarskiptatæki og þannig getað látið vita að allir væm heilir á húfí og óhætt væri að koma og sækja ferðamennina 500. Brynjar sagði að flugvöllurinn sem notaður var væri n\jög lélegur og Gilbert hefði ekki bætt þar um. Eftir fellibylinn hefði verið 30 cm vatnslag yfir vellinum og flugtum- inn óvirkur, en aðstæður hefðu verið heldur skárri þegar þotunni var lent. Flugtuminn hefði þá ver- ið kominn í lag að hluta og þó að ekki hefði verið hægt að nýta öll sigiingatæki Boeing-vélarinnar væri slíkt vandalaust þegar veðrið væri þokkalegt og ósköpin gengin yfir. Það væri því vafasamt að kalla flug þetta hetjudáð, en far- þegamir hefðu verið geysilega fegnir að sleppa burt og hefðu klappað við hvert einasta orð sem heyrðist úr flugstjómarklefanum. Brynjar Þórðarson hefur búið í Lúxembúrg i 18 ár, þar sem hann flýgur á vegum Cargolux og Lion- Air, en hann segist alltaf koma til íslands tvisvar á ári. Hann segist hins vegar ekki munu bjóða sig aftur fram að fara til staðar þar sem von er á fellibyl. „Á íslandi fáum við stundum lárétta rigningu en það er ekkert til móts við þessi ósköp." Ávöxtun: 40% krafiia hafa boríst SKILANEFND Ávöxtunar- sjóða hafá nú borist kröfúr í um 40% af útgefnum bréfúm úr sjóðum Ávöxtunar hf., mið- að við nafnvirði, sem er um 210 mifíjónir. Innköllunarfrestur er til 16. desember og að sögn Sighvats Halldórssonar starfsmanns skila- nefiidar berst nefndinni fjöldi fyr- irspuma daglega frá kröfuhöfum. S-Þingeyjasýsla: Arekstur á Laxárbrú FÓLKSBÍLL lenti á milli hjóla malarflutningabíls með tengivagni á brúnni yfir Laxá í Suður-Þingeyj arsýslu um klukkan 14 á föstudaginn og keyrði hann með fólksbflinn á undan sér um 100 metra vegalengd þar sem bflarnir fóru út af veginum. Farþegi í fólksbílnum handar- brotnaði við áreksturinn en öku- maður hans slapp hins vegar með skrámur. Svo virðist sem eitthvað hafi verið að bremsum flutn- ingabflsins, að sögn lögreglunnar á Húsavík. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skrifetofubygging Sambandsins á Kirkjusandi hefúr reynst allmiklu dýrari en ráð var fyrir gert í upphafi. Ríkið viðurkennir bótaskyldu vegna mistaka við þurrmjólkurgjöf: Fræðsla um notkun mjólkurdufts aukin RÍKISSJÓÐUR hefúr viðurkennt bótaskyldu vegna mistaka við með- ferð þurrmjólkur á Sængurkvennadeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum. Þrir nýburar veiktust alvarlega vegna bakteríusýking- ar og er talið hugsanlegt að hitunartími nýólkurblöndunnar hafi verið lengri en fyrirmæli framleiðanda kveða á um og af þeim sök- um hafi bakteríur, skaðlegar nýburum en ekki öðru fólki, náð að fiölga sér. Sambandið selur hlut sinn í 2 fyrírtækjum Kostnaðaráætlun við skrifstofubyggingu á Kirkjusandi komin í 300-350 milljónir „VIÐ SELJIJM þessa eign vegna þess, að við erum með efnahags- stöðu Sambandsins í stöðugri endurskoðun," sagði Guðjón B. Ólafeson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, að- spurður um hvers vegna eignar- hlutur Sambandsins i Hval hf. hefði verið seldur. Hann sagði söluna ekki standa I sambandi við aðgerðir hvalfriðunarmanna. SÍS hefur selt 3% eignarhluta sinn í Hval hf., ásamt eignarhluta í Marel hf. og í undirbúningi er að selja frekar frá Sambandinu eignir og rekstur sem ekki falla beint inn í starfsemi Sambandsins, að sögn Guðjóns. Hanri sagði rekstrarstöð- una vera erfiða, rekstrartap Sam- bandsins fyrstu sex mánuði ársins hefði verið nálægt 480 milljónum króna. Þar í vegur gengistap þjmgst, en það var á þessum tíma um 500 milljónir króna að sö.'gn Guðjóns. Nýbygging Sambandsins við Kirkjusand gengur samkvæmt áætlun, en kostnaður hefur farið fram úr áætlunum. Upphaflega var gert ráð fyrir að það kostaði 220 milljónir króna að breyta húsinu sem keypt var og byggja við það. Uppreiknuð til verðlags í dag er sú upphæð um 280 miHjónir. Hins veg- ar er endurskoðuð áætlun hærri, á bilinu 300 til 350 milljónir, og sagði Guðjón margvíslegar skýringar á þessari hækkun, ýmislegt hefði bæst við, sem ekki var haft með í upphaflegum áætlunum. Gert er ráð fyrir að SÍS flytji í nýjar aðalstöðvar við Kirkjusand í mars eða apríl á næsta ári. Gunnar Biering yfirlæknir Vöku- deildar Barnaspítala Hringsins, þar sem bömin fengu meðferð eftir að sýkingin kom upp, segir að þurr- mjólkurduft, sem sæti réttri með- ferð, sé bömum hættulaust Hann sagði að í kjölfar þessa máls yrði fræðsla til kvenna á Sængur- kvennadeild um mjólkurduft aukin. „Þetta mál má ekki leiða til þess að fólk veigri sér við að nota þurr- mjólkurduft. Það er langbesti kost- ur sem völ er á handa þeim bömum sem ekki fá næga móðurmjólk," sagði hann. Bætur ríkisins til bamanna sem sýktust og foreldra þeirra verða ákveðnar að nokkrum árum liðnum, en vegna aldurs bamanna er enn ekki unnt að meta það tjón sem þau hafa beðið á heilsu sinni. Gunnar Biering vildi engar upplýsingar gefa um heilsufar bamanna. Hann sagði, að auk trúnaðarskyldu kæmi þar til eindregin ósk foreldranna að um það mál yrði ekki fjallað opinber- lega. KosiðíÁlfta- mýrarskóla Atkvæðagreiðsla um brott- vikningu séra Gunnars Björnssonar, fríkirkjuprests, er í Álftamýrarskóla um helg- ina en ekki í Betaníu eins og sagt var í Morgunblaðinu í gær. Kosið er frá klukkan 10-19. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. INNLENT Búvöruverð: Niðurgreiðslur ákveðnar um helgina BÚVÖRUVERÐ átti að hækka í gær, 1. október. Að sögn Ól- afe Ragnars Grímssonar, Qár- málaráðherra, verður ákvörð- un um niðurgreiðslur búvara tekin nú um helgina, en hann vildi ekki segja hve miklar þær niðurgreiðslur yrðu. „Það hefur verið áformað að þessar hækkanir verði niður- greiddar. Ákvörðun um það verð- ur tekin í ráðuneytinu nú um helgina og sú ákvörðun mun verða tekin í samræmi við verð- stöðvunarmarkmið ríkisstjómar- innar," sagði Ólafur Ragnar. Hann var spurður hvort það þýddi að verð á landbúnaðarvör- um yrði óbreytt. Hann sagðist ekki svara því áður en ákvörðun yrði tekin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.