Morgunblaðið - 02.10.1988, Side 38

Morgunblaðið - 02.10.1988, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 JK Útsýn frá Hesthól í Óxney ýfir bæjarhús, Úteyjar og til Qalla á Snæfellssnesi. SIGURÐUR BJARNASON FRA VIGUR Haust Straumar eru harðir í minni H vammslj arðar; hér sér milli Galtareyjar og Gagneyjar. ast á sker og hólma. Hann beygir fímlega inn Stofuvog, þar sem for- feður hans hafa lent bátum sínum við klappimar í Öxney. Þetta er hans bæjarvík. ^Hann er kominn heim með okkur, Kjartan Ragnars, fv. hæstaréttarlögmann og sendi- fulltrúa og Guðrúnu systur sína. Ferðin frá Stykkishólmi hefur tekið um 50 mínútur. Búskaparhættir í Öxney Fyrir tæpum 30 árum heimsótti ég Vestureyjar Breiðaíjarðar, sem tilheyra Flateyjarhreppi í Barðastrandarsýslu. Lagt var af stað frá Stað á Reykjanesi og stefnt út í Hvailátur. Logn var um allan sjó, svo varla örlaði á steini. Heiður himinn, §'öll vafín blámóðu, hvít jökulhetta, þúsundir eyja og hólma fljótandi á sólroðnum flóanum, eins og furðuskip í ævintýri. Fuglar og seiir sveima allt um kring. — Fjöll- in í landi lækka, eyjamar verða að veruleika. Þær svífa fram hjá eins og litkvikmynd á stórbrotnu breið- tjaldi, ólgandi af lífí og báráttu fjöl- skrúðugasta fuglalífs á íslandi. Þetta gerðist að vorlagi fyrir þrem- ur aratugum. Ég hafði aldrei heimsótt Suður- eyjar Breiðafjarðar en oft hugsað til þeirra. Um helgina 16.-20. sept- ember sl. átti sá draumur að ræt- ast. Ferðinni var heitið út í Öxney, þar sem vinur minn og skólabróðir Jóhann Jónasson, fyrrverandi for- stjóri Grænmetisverzlunar land- búnaðarins og bústjóri á Bessastöð- um í 10 ár, hefur sumarsetur. Lagt var upp frá Stykkishólmi á mánudagsmorgni á litium vélbáti Öxneyjarbóndans, eftir að hafa skoðað Hólminn undir leiðsögn míns gamla og góða fréttaritara Áma Helgasonar. Stykkishólmur, sem stendur yzt á hinu fræga Þórsnesi, er eitt fegursta og myndarlegasta kauptún landsins. Þar getur að líta nýtízku hús og gamlar byggingar, sem segja merkilega sögu frá liðn- um tíma. Öllu er vel við haldið, götumar steinsteyptar, höfnin svip- mikil og sérkennileg. Menningar- bragur er á staðnum. Breiðafjarðareyjar blasa við og setja sinn svip á umhverfið. Helga- HEIMSOKN í ÖXNEY OG GALTAREY fell rís í nágrenninu með kirkju sinni og veglegum minnisvarða um Guð- rúnu Ósvífursdóttur, ástir hennar og harma. Stefiit inn Breiðasund En nú erum við komin út á sjó og stefnum norður Breiðasund frá Stykkishólmi til eyjanna í mynni Hvammsfjarðar. Út af Stykkishólmi eru meðal annarra eyja Elliðaey, Þormóðsey, Fagurey, Bíldsey, Skor- eyjar og Skjaldarey. I Fagurey er talið að Sturla Þórðarson, sagnarit- arinn frægi, hafi búið um skeið. í Elliðaey bjó síðastur Ólafur Jónsson frá Garðsstöðum í Ögursveit. Bræð- ur hans vom þeir Jón Auðunn Jóns- son, lengi alþingismaður Norður- ísfirðinga, og Kristján Jónsson, er- indreki á ísafirði, sem nokkrum sinnum var í kjöri á móti mér í N-ís. fyrir Framsóknarflokkinn. Smágjóstur er af norðri á móti okkur inn Breiðasund. En veður er bjart og útsýn til eyjanna hið feg- ursta. Einnig upp til fjallanna á Snæfellsnesi og vestur að Klofningi milli Fellsstrandar og Skarðstrand- ar í Dalasýslu. Eftir því sem nær dregur áfangastað okkar þrengist sundið unz við erum komnir milli smáeyja og skeija á alla vegu. Hér þekkir Öxneyjarbóndinn umhverfi æsku sinnar. Hann þarf ekki að draga úr hraða af ótta við að rek- Bæjarhúsin í Öxney standa rétt. við sjóinn. Þar getur að líta reisu- legt þriggja hæða íbúðarhús úr timbri. Var það byggt árið 1883 af afa Jóhanns. Hefur því verið vel við haldið og það stækkað af föður hans, Jónasi Jóhannssyni, sem bjó í Öxney síðastur manna til ársins 1970. Síðan hefur aðeins verið búið í eynni á sumrum. Jónas Jóhannsson var myndar- bóndi, vel ritfær og fróður um bún- aðarhætti við Breiðafjörð og fleira. Segir Jóhann að faðir sinn hafi haft um 200 íjár í eynni ásamt 8 kúm og 2-3 hestum. Allmikið æðarvarp var þá í eynni. Fengust þar þá um 50 pund af dún. En frostaveturinn 1918 þvarr dúntekjan stórlega og hefur lítil verið síðan. Nú fást þar aðeins um tvö pund af dún á ári. Þegar við gengum um eyna fundum við þar eitt kolluhreiður með dún ofarlega á eynni. Síðustu ár hefur minkur verið þar og þarf þá ekki að sökum íbúðarhúsið í Öxney, byggt 1883. Skarfar á Baulu. Oxneyjarsystkini og Kjartan Ragnars á bæjarrústum Eiríks rauða. ulitliutliJiuiuiiitHiHitiiinuuHiuiiiiiumiUHUHítiuniiiiumnináMiiiiauuiMiiuuuumiiiuujmiiuuuiii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.