Morgunblaðið - 02.10.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 02.10.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 I Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Andleg vinna Það eru sjálfsagt flestir sam- mála því að öllum sé hollt að rækta eigin sálargarð, hvort sem um líkamlega, sálfræði- lega eða andlega vinnu er að ræða. Þar sem stjömuspeki er hluti af sálræna þætti heilsu- byltingarinnar svokölluðu er undirritaður ákafur fylgismað- ur sálrænnar vinnu en einnig áhugamaður um aðra þætti þessarar byltingar. Þrátt fyrir það eru nokkur atriði varasöm og kalla á umhugsun. Bœkur og leiÖbeinendur Þegar áhuginn á því að bæta líf sitt vaknar er algengt að fólk taki að leita sér þekkingar víða. Pyrstu kynni margra af hinum andlegu eða heilsufars- legu málum eru í gegnum bækur og þau næstu oft að farið er á námskeið eða að leit- að er til þeirra sem þegar hafa tekið nokkur skref á braut heilsufarslegrar og andlegrar byltingar. Eftiröpun Það sem gerist hins vegar oft og er varasamt er að leitandinn tekur fyrirmyndina of bókstaf- lega. I stuttu máli þá reynir fólk of oft að lifa eftir kerfi sem er sniðið að þörfum ann- arra persónuleika eða hafa mótast af aðstæðum annars lands. Andlegur sérfræÖingur Nýlega hitti ég mann sem sagði mér að hann hefði lagt stund á hugleiðslu í mörg ár og hefði lesið hundmð bóka og sótt ótal námskeið. Hann sagðist vera sérfræðingur í andlegum fræðum. Hann var hins vegar óhamingjusamur og viðurkenndi að sér liði ekkert sérlega vel. A ndleg óhamingja? Þetta vakti rhig til umhugsun- ar. „Af hveiju er maður sem hefur lagt á sig mikla vinnu til að leita hamingjunnar óhamingjusamur?" Ástæðuna tel ég vera þá að hann hefur Sól í Nautsmerkinu sem er lífsnautnamerki, en hefur tekið sér til fyrirmyndar erlendar heimspekistefnur sem byggja á sjálfsafneitun. Ástæðan fyrir því að hann gerir slíkt er sú að hann hefi^r sterkan Satúm- us. Óhamingja mannsins er hins vegar fólgin í því að hugsa ekki nógu mikið um eigið sjálf og sínar persónulegu þarfir. Hann er orðinn það „andlegur" að hann skammast sín fyrír hið jarðbundna Naut og reynir að uppræta það. Gagnslaus þekking Þetta tel ég vera mikilvægt. Öll heimsins þekking gagnar okkur lítið ef hún er ekki sönn fyrir okkur sjálf, ef hún á ekki hljómgrunn í hjarta okkar. Ég er sérstakur Mín persónulega skoðun er sú að stefnur séu varasamar ef fylgja á þeim of bókstaflega eftir. Andlegir leiðtogar eiga að vera okkur til hvatningar en eiga ekki að yfirtaka líf okkar. Hamingja er að mínu mati fólgin í því að þekkja sjálfan sig og vera trúr sínu eðli, hvort sem það eðli kallar á efnishyggju eða andlega leit. í andlegri vinnu sem annarri er einnig mikilvægt að gleði sé ríkjandi. Við eigum því að gera það sem vekur með okkur ánægju. Ég vil því biðja alla sem hafa áhuga á andlegum málum að hafa eftirfarandi í huga. Ekki gleyma sjálfum ykkur, eða því sem hentar ykkur persónulega. Kenningar eru ágætar, en menn eru mis- jafnir. Það er því ekki til neinn einn algildur sannleikur, hvorki „hið eina og rétta" í mataræði eða hin eina og sanna heimspeki. Öfgar geta verið hættulegar og sérstak- lega ef ást og gleði er fjarri. GARPUR Þu STENDUH FRA/VWU F/RlfL eeiRR.1 VÖL5EM BeiNI HAF3/ FYRUZ LAhlGALÖhjGU. er KRAFTUR Þ/mn fvrh? SJÁlFAN p/e-.EÐA FyRH? AÐRA? KRAFTUK MINN EF? OTAKMARK- AOUR.-HVERNIG GETÉGAFSALAD /HEgHONUM- TAFNVEL FyRlRVINt AA'NA ? GRETTIR Þu HEFUÍÉVEieiPSvO P06LESUR I > KUCNU/VI AÐ ÉSÆTIA/IDVERÐLAUNA. t>lG b, /VWVWA AIÍA.'ÉG ER8Ö-, £3?M DAWS S-ZI BRENDA STARR UOSKA FERDINAND SMAFOLK MAV I A5K VOU A 5IMPLE QUE5TI0N? -rc OKAV, 5ARAH..PLEA5E TELL ME HOW I CAN 5END YOU A CHRI5TMA5 CARP IF VOU 6IVE ME THE WR0N6 APPRE5S... LA5T VEAR U)E HAP ALL BLUE LI6HT5 ON OUR TREE.. -----? ■ II II' fwm I spyija einfaldrar í dag heiti ég Sara. •ar? _________________ /2-22 Þá það, Sara ... gerðu svo vel að segja mér hvernig ég á að senda þér jólakort ef þú lætur mig hafa rangt heimilisfang? í fyrra vorum við með öll ljósin blá á trénu okkar ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Paul Lavings, þekktur ástr- alskur spilari, vann þijú grönd á spil NS með því að nýta mögu- leikana í réttri röð. Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ 92 ♦ 65 ♦ KD1084 ♦ KD82 Vestur ♦ 654 ♦ KD102 ♦ 73 ♦ 9643 Austur ♦ KD1083 ♦ 73 ♦ G652 ♦ ÁG Suður ♦ ÁG7 ♦ ÁG984 ♦ Á9 ♦ 1075 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 spaði 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: spaðasexa. Lavings leyfði austri að eiga fyrsta slaginn á spaðadrottn- ingu. Austur sótti spaðann áfram og gosi suðurs átti slag- inn. Nú var laufí spilað á kóng og ás, og enn hélt austur spaða- sókninni áfram. Þegar laufgosinn kom í drottninguna voru slagimir orðnir átta. Lavings tók á lauf- tíuna og fór þá loks í tígulinn. Hann lá til §andans, svo fyrir- hyggjusemin í laufínu hafði borgað sig. Eftir að hafa tekið þijá slagi á tígul spilaði Lavings vestri inn á laufníu. Vestur fékk að eiga næsta slag á hjarta- kóng, en varð svo að gefa níunda slaginn á hjartagosa. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Tilburg í Hol- landi, sem nú er nýlokið, kom þessi staða upp í skák Jans Timmans, Hollandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Roberts HUbners, V-Þýzkalandi. Svartur lék síðast 21. — Bb7-c8. 22. Rxg7! - Kxg7, 23. Dg5+ - Kh8, 24. D16+ - Kg8, 25. Hb3 - He8, 26. Hg3+ - Kf8, 27. Hg7 - He7 (Eða 27. -De7, 28. Dh6) 28. e6! (Eftir 28. Hxh7 - Ke8 á svartur möguleika á að bjarga kónginum á flótta) 28. — Bxe6, 29. Hxh7 og svartur gafst upp. Eftir 29. — Ke8 30. Hh8+ tapar hann hrók. Úrslit í Tilburg urðu þessi: 1. Karpov 1002 v. af 14 mögulegum. 2. Short 8V2 v. 3.-5. Jóhann Hjartarson, Tim- man og Nikolic 6V2 v. 6.-7. Hiibner og Van der Wiel 5V2 v. 8. Portisch 5 v.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.