Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 BLAÐ Er hœtt aÖ fara til fógeta meÖ prófarkir? — spyr Gunnar Stefánsson, sem vann við útkomu fyrsta Morgunblaðsins Viðtal: Elín Pálmadóttir „Ég man vel þegar fyrsta Morgfunblaðið var í prentun og kom út 2. nóvember 1913. Haldið var áfram alla nóttina í prentsmiðjunni. Þarna var mikið Qör og jafhvel tekið lagið. Var verið að safna auglýsingum fram eftir öllu kvöldi, unnið alla nóttina og þegar fyrstu blöðin komu úr prentun kl. 8 um morguninn voru strákarnir mættir til að selja þau. Ég fékk að fara út og seldi 70 blöð á horninu við Ausfurstræti 14. Það var mikil ös í kringum ísafoldarhúsið. En svo fékk ég ekki að fara út meira, því ég var sendill í ísafoldarprentsmiðju og þar var nóg að gera fyrir mig.“ Það er Gunnar Stefánsson, nú 89 ára gamall, sem þannig minnist þessa dags þegar Morgunblaðið hóf göngu sína fyrir 75 árum. Eða réttara sagt sólarhrings, því enginn fór að sofa í prentsmiðjunni nóttina þá. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Gunnar Stefánsson fyrir framan ísafoldarhúsið, þar sem hann sá fyrsta Morgunblaðið verða til. Á þeim árum var setjarasalurinn á neðstu hæðinni, en vélasalur í útbyggingunni þar sem seinna varð afgreiðsla Morgunblaðsins, en nú er kvenfataverslun. Blaðið var afgreitt í vélasalnum. unnar var þá 13 ára gamall, fæddur í Vor- húsum í Vestur- bænum. Faðir hans, • Stefán Daníelsson skipstjóri, hafði farist 1907 frá 4 bömum með Kutter Georg í fyrsta túr skipsins, sem þeir höfðu keypt þrír saman. Móðir hans Anna Gunnarsdóttir stóð því uppi ein með börnin. Svo ekki veitti af að hann færi að vinna strax eft- ir ferminguna og fékk þá vinnu sem sendill í Isafoldarprentsmiðju. Þar sem Guðni Símonarson í Breiðholti og Sólveig Sigurðardóttir kona hans höfðu drenginn fyrsta árið eftir að hann missti föður sinn og hann var svo hjá þeim öll sumur fram að fermingarárinu, hafði hann haft kynni af Birni Jónssyni, ritstjóra Isafoldar. Björn hafði eins og fleiri bæjarbúar hesta sína á beit í Breið- holti og kom oft til að fara á bak. En þegar Gunnar fór að vinna í ísafoldarprentsmiðju var Bjöm hættur ritstjórn ísafoldar og stjóm prentsmiðjunnar. Ólafur sonur hans Bjömsson tekinn við. Ólafi Björns- syni man hann vel eftir, segir hann hafa verið alveg einstakan mann. Þau hjónin bjuggu uppi í prent- smiðjuhúsinu í Austurstræti og samgangur mikill þangað af skrif- stofunum og í prentsmiðjuna. Hann minnist þess að nóttina sem nýja blaðið, Morgunblaðið, kom út drakk hann kaffi uppi í eldhúsinu hjá Borghildi Bjömsson og stúlkum hennar. „Hún var líka gull af manni. Ertu ekki svangur, spurði hún mig og maður fékk góðgerðir í eldhúsinu hjá henni. Það var nóg að gera í prentsmiðj- unni, ég var eini sendisveinninn. Eg þurfti að fara með námsbækum- ar sem prentaðar voru hjá Ísafold í skólana. Og þegar verið var að prenta þingtíðindin yfir þingtímann þurfti að fara með prófarkir um allar trissur. Sveinn Bjömsson, bróðir Ólafs og síðar forseti ís- lands, var lögfræðingur fyrirtækis- ins. Hann hafði lögfræðiskrifstofu með Eggert Claessen í húsi bak við Dómkirkjuna og ég þurfti oft að sendast með pappíra þangað og heim til Sveins á Staðarstað í Skeijafirði. Hann var líka svona ljúfur maður eins og Ólafur. Fyrst fór ég gangandi, en fékk hjólbömur til að aka bókunum í. Svo fékk ég reiðhjól. Fyrir þetta hafði ég í laun 15 krónur á mánuði." Þegar svo . kyndarinn veiktist bauðst Gunnar til að taka hans starf að sér og koma klukkan sex á morgnana til að sækja kol og leggja í ofnana þrjá, í pressusalnum, vélasalnum og bókabúðinni og fékk fyrir það aðrar 15 krónur. Sigríður Bjöms- dóttir handavinnukennari, systir Ólafs, rak bókabúð ísafoldar, en Sjánæstusíðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.