Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 B 11 varðarson var kokkur um borð og í einum túmum tók hann kærustuna með sér, núverandi eiginkonu. Himmi hafði klefa frammí, glugga- lausan, og því var þar algjört myrk- ur nema að ljós væru kveikt. Einn daginn fer Himmi frá kærustunni snemma dags aftur í til þess að hugsa um matinn. í sama mund og Himmi skellir eggjunum á pönnuna er Jón Berg að semja við kærustuna um að víkja úr klefanum um stund- arsakir og gefa sér færi á ákveð- inni hugmynd. Um semst og Jón Berg klæðir sig úr öllu nema nær- brókunum. Þegar Himmi er búinn með eld- húsverkin hugsar hann sér gott til glóðarinnar eftir matseldina og ætlar að skreppa upp í til kær- ustunnar. Það er myrkur þegar hann opnar klefadymar og hann vildi ekkert vera að raska ró kær- ustunnar strax, snakar sér úr fötun- um og skríður undir sæng hjá sinni heittelskuðu. En heldur betur brá honum í brún þegar hann fór að faðma meyna, því hann fann fljótt að þetta var ekki eins og það átti að vera, einhveijar ójöfnur miðað við fyrri kynni. Kokkurinn var fljót- ur til eldhúsverkanna aftur.“ ÁTTU EKKISTRAUJÁRN? Jón Berg notaði ósjaldan símann í uppátektum sínum og var frægur fyrir símaplötin sem bitnuðu oft á nágrönnum hans því hann leitaði aldrei langt yfir skammt ef hug- myndin var komin upp á borð. Einu sinni tóku nágrannar hans sig sam- an ,um að gera honum ærlegan grikk og það var Addi Baid sem tók að sér að vera talsmaður. Hann hringdi í Jón Berg, sagðist vera frá Pósti og síma og spurði mjög inn- virðulega hvort það gæti verið að eitthvert heimilistækjanna hjá hon- um væri í ólagi, því það hefði kom- ið í ljós að svo virtist sem tæki frá hans húsi truflaði útvarp í húsum nágrannanna. Jón Berg var alveg grandalaus og taldi þetta ólíklegt, en Addi spurði þá með mikilli var- færni hvort hann ætti ekki strau- jám. Þvf var játað og þá spurði Addi hvort hann vildi ekki vera svo góður að setja straujámið og prófa bylgjumar á útvarpstækinu sínu á meðan jámið væri í notkun. Það vom kampakátir nágrannar sem fylgdust með á gluggum húss Jóns Bergs þegar hann djöflaðist með straujámið á straubrettinu og skipti í gríð og erg milli bylgja á útvarpinu sínu. Gildran hafði smoll- ið. ÞÚ SKALT BARA HÆTTA ÞESSU, NONNIMINN Það var á Kristbjörginni einu sinni sem oftar að bmgðið var á leik. Jón Berg hafði kastað litlum kínveija inn í brúna hjá Sveini Hjör- leifs og gert.vininum talsvert bylt við, en nú hafði Sveini dottið í hug að prófa reyksprengjur sem hann hafði fengið um borð og rétt i þann mund sem Jón Berg er að kasta stórþorski þar sem hann stóð í miðri kösinni þá kastar Sveinn bombunni að hlið hans og það verður þessi dúndur hvellur. Jón Berg fellur á sama augnabliki kylliflatur í miðja fiskkösina og liggur þar hreyfíngar- laus. Óskaplegar hláturrokur heyrð- ust úr brúarglugganum, en smá saman fjaraði hláturinn út hjá Sveini, því Jón Berg bærði ekki á sér. „Nonni minn, þetta er allt í lagi, þetta er alveg orðið nóg,“ kall- ar Svenni, en maðurinn lá sem dauður væri. „Þú skalt bara hætta þessu, Nonni minn, þetta er alveg nóg,“ kallar Svenni aftur,- en ekkert skeð- ur. „Strákar, er ekki allt í lagi með hann Jón Berg,“ kallar skipstjórinn þá og er nú bmgðið. Verður nú uppi fótur og fít og það er ákveðið að bera Jón Berg inn í borðsal. „Berið þið hann varlega strákar mínir, farið þið varlega með hann,“ kallar Sveinn og líst ekkert á blik- una. Sagan segir að það hafí verið skorið á veiðarfærin og siglt fulla ferð í land. En þegar báturinn lagð- ist að bryggju spratt Jón Berg á fætur, stökk upp með spottann, batt, og veifaði með langvarandi glotti til Sveins sem stóð agndofa Við brúargluggann. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem gerÖu mér 70 ára afmcelisdaginn ógleymanlegan meÖ árnaðaróskum, heimsóknum og gjöfum. Eg óska ykkur öllum velfarnaöar. Kœr kveðja. Bergþóra Guömundsdóttir, Sléttuvegi 7, Selfossi. HORNMARKAÐURINN á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis Mikið úrval af fatnaði og skóm frá þekktum merkjum á lækkuðu verði. OPIÐ10-18 VIRKA DAGA OG10-16 ÁLAUGARDÖGUM. B M HORNMARKAÐURINN Bankastræti 7a, sími 19530 (þar sem Herrahúsið var áður). Vestur-þýsk hágæðavara. Topphönnun. Eina kerfið hér á landi með stiglausri hraðastillingu Ótvíræður kostur! Styrkirvöðva. Minnkarummál. ÞOLIR SAMANBURÐ! Umboð: Valeik hf., sími 91-16982. Væntanlegt á ísafirði. Heilsu Sport, Furugrund 3, Kóp., sími 46055. NÝ YERSLIJN ÖÐRUVlSl HÚSGÖGN /. viúseaenaverslun að Bi opnum nyia Saeftftlitinu). fvið hliðina a Bifteioaei Falleg húsgogn - vonduo Utið inn og skoðið úrvaUð^ ^ Opið hús í dag klukkan búsgögtt BUdsh5ða8Súni67 40 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.