Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 B 15 ) leikstjóri, Helgi Skúlason leikari og Hendrik prins. Ljósmynd/Nordfoto nyti sín í myndinni, ekki síst þar sem bjöminn er veginn og í sam- tali Reste og drengsins Aigin um samhygðina. Þetta er síðasta frumsýning myndarinnar á Norðurlöndum og er hún nú líjca sýnd í London við frábæra aðsókn og hefur verið seld til tuga þjóðlanda. Helgi Skúlason gladdist yfir þeirri miklu athygli, sem myndin hefur vakið og kvað við hæfi að stuðla að störfum Verd- ensnaturfonden með sýningu henn- ar. Minnti hann á boðskap kvik- myndarinnar um samaþjóðina, sem lifir í friði við land sitt og umhverfi og á menningu, sem er lofsöngur til náttúrunnar. Margt í sögninni, sem að baki myndarinnar býr, gæti átt sér samsvömn í íslenskri þjóðlífsmynd fyrri tíðar. Verdensnaturfonden er þekktari heima undir nafninu World Wildlife Fond, en nú hefur hinu enska heiti hans verið breytt í World Wide Fond for Nature. Starf hans skipt- ist einkum í 3 verndarverkefni, þ.e. í regnskógum, á vatnasvæðum og við varðveislu dýrategunda. Fjár- framlög til starfsins hér í Danmörku koma frá stuðningsmönnum, félög- um, auk arfahluta, minningargjafa og minjagripasölu. Henrik prins var því mjög samþykkur að sýna Leið- sögumanninn fyrir hina fjölmörgu velunnara sjóðsins. Náttúran er sterk og mikilvæg í myndinni, sagði hann. Sendiherra Noregs í Danmörku, Ole Aagaard, kvað þetta fyrstu norsku kvikmyndina, sem hlýtur alþjóðlega athygli og viðurkenningu og því bæri að fagna, að hún skyldi vera á máli Sama. — Sýningar á Leiðsögumanninum hefjast hér í Kaupmannahöfn 4. nóv. nk._ G.L.Ásg. Þrjár barnabæk- ur frá Björk Bókaútgáfan Björk hefúr sent frá sér þijár barnabækur. „Nýju fötin keisarans og aðrar gamansögur" hefur að geyma hið þekkta ævintýri H.C.Andersens og tvær enskar þjóðsögur: „Óskirnar þrjár“ og „Meistari meistaranna“. Bókin er skreytt nýjum myndum eftir Karen Milone. Þá hefur Björk endurútgefið tvær myndskreyttar bækur í bóka- flokknum „Skemmtilegu smá- barnabækurnar": „Láka“ eftir Grete Janus í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar, fyrrverandi skóla- stjóra og „Stúf" eftir Harald Öglænd í þýðingu ísaks Jónssonar, kennara. Mjólkerauðug afB vítamínum sem eru mikilvæg til þess aö t.d. húö, hár, neglur, taugakerfi og sjón séu í góðu lagi. Góð töká málunum Til þess að ná góðum tökum á líkamsþyngd og ummáli er ein leið best: Að tileinka sér rétt mataræði og losna við ómæld óþægindi og jafnvel heilsubrest af völdum megrunarkúra. Mjólk og mjólkurvörur eru mikilvægur hlekkur í fæðuhringnum. Konur ættu að gæta þess sérstaklega, að það er erfitt að fullnægja kalkþörfinni án mjólkur eða mjólkurmatar, auk þess sem þar er á ferð einn fjölhæfasti bætiefnagjafi sem völ er á. Auðvelt er að velja mjólk og mjólkurvörur með mismunandi fitumagni og fá þannig bæði hollustuna og hitaeiningasnautt fæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.