Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 B 27 Rómantfskur þriller með McGillis Húsið á Carrollgötu („The House on Carroll Street"), sem sýnd verður í Háskólabíói á naest- unni, er rómantískur þriller um unga konu sem kemst að hættulegu samsæri um smygl á stríðsglæpamönnum nasista inn í Bandaríkin sex árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Með aðalhlutverkin fara Kelly McGillis, Jeff Daniels og Mandy Patinkin en leikstjóri er Bretinn Peter Yates („Suspect" var hans síðasta mynd). McGillis leikur Emily Crane, greinda og aðlað- andi unga konu sem vinnur við fjölmiðlun og segir skoðanir sínar á mannréttindum og pólitík umbúðalaust - en á röngum tíma. Það er árið 1951 og hún lendir í bragðvondu þegar hún neit- ar að svara spurningum ákveðinnar þingnefndar. Skömmu seinna missir hún vinnuna, stjórnvöld taka að fylgjast náið með henni og hún kemst óvart á snoðir um nokkuð sem virðist benda til alþjóðlegs samsæris. „Við vorum að tala um hvernig ofsóknaræði getur aukið ímyndunaraflið og við fórum að tala um McCarthy tímabilið," segja framkvæmdastjór- ar myndarinnar, Robert Benton og Arlene Dono- van sem áttu hugmyndina að „Carrollgötu". „Okk- ur þótti það mjög heillandi að lýsa fólki og tilveru þessa tímabils og blanda það þrillerforminu." Þau fengu handritshöfundinn Walter Bernstein til að skrifa handritið en hann var fullkominn í það; hann skrifaði handritið að „The Front" með Wo- ody Allen og Zero Mostel, mynd sem sagði frá raunum hans sem rithöfundar á „svarta lista" McCarthys á sjötta áratugnum. Kelly McGillis og Jeff Daniels í myndinni um húsíð við Carrollstræti, sem bráðlega verður sýnd í Háskólabíói. Jodie Foster í foríð og framtíð „The Accused") er ný mynd sem hlotið hefur talsverða at- hygli í Bandaríkjunum með Jodie Foster f aðalhlutverki, leikstýrt af Jonathan Kaplan og framleidd af Sherry Lansing og Stanley Jaffe, sem síðast gerðu Hættuleg kynni. Hinir ákærðu er saga um unga konu sem er nauðgað af þremur mönnum á bar á meðan bargestirnir fagna og iýsir réttar- höldunum sem fylgja í kjölfarið yfir bæði nauðugurunum og þeim sem stóðu hjá. Handritið byggir lauslega á at- burði sem átti sér stað á bar í New Bedford í Massachusetts árið 1983. Foster leikur fórnarlambið, Söru Tobias, en Kelly McGillis leik- ur aðstoðarsaksóknarann Kathe- ryn Murphy, sem verður skjól- stæðingur hennar. Hinir ákærðu er 26. bíómynd Jodie Fosters sem er býsna gott þegar haft er í huga að hún hefur aldrei lært leiklist („Það er orðið of seint núna hvort sem er ...“). En þegar leikstjórarnir hennar rifja upp samstarfið er eins og þeir eigi ekki nógu sterk orð. „Hún var sér- deilis frábær," segir Martin Scor- sese sem leikstýrði henni í „Alice Doesn’t Live Here Anymore" og „Taxi Driver". „Hún var mjög ná- kvæm leikkona, mjög fagmann- leg," segir Adrian Lyne sem leik- stýrði henni í „Foxes” þegar hún var 16 ára. Hún er ekki nema 25 ára og hvernig á hún að geta ver- ið búin að koma fram í 26 mynd- um? Svarið er: Hún byrjaði að leika þegar hún var þriggja ára. Vandræðin byrjuðu hins vegar þegar hún var 19 ára og John Hin- ckley yngri reyndi að ná athygli hennar, elti hana til Yale, sendi henni orðsendingar og hringdi í hana hvað eftir annað. Og þegar honum mistókst að ná athygiinni gerði hann það sem hann hélt að færi ekki framhjá neinum; hann reyndi að ráða Reagan forseta af lífi. „Þetta voru skrítnir tímar," seg- ir hún. „Ég var þá að leika í leikriti tvær helgar í röð, önnur helgin leið og svo var Reagan skotinn og næstu helgi mætti ég á sviðið, salurinn var fullur en líklega hefur enginn þeirra náð leikritinu ... fólkið kom ekki til að horfa á það." Henni hafði gengið ágætlega að blandast öðrum nemendum há- skólans en núna var hún í sviðs- Ijósinu og það fylgdu henni örygg- isverðir hvert sem hún fór. „Ég sat kannski á bókasafninu og fólk dældi yfir mig öllum mögulegum tilfinningum. Sumir voru dásam- legir og svo voru það þessi fimm prósent, þín versta martröð." Tilfinningar hennar voru í rusli. Næstu þrjá mánuði faldi hún sig á bak við þvingað bros og útbýtti eigin fréttatilkynningum til fjöl- miðla. „Ég hef mikið velt fyrir mér gagntekinni ást og hvers vegna ég þurfti að lenda í þessu. Ég veit að ég hef gert býsna skrítna hluti sem farið hafa út í öfgar. Ég hef látið mig verða fyrir hraðlest og sagt svo, gerðu það keyrðu yfir mig aftur." En hún vill sem minnst um þetta tala. Eftir að hún lauk háskólanámi Jodie Foster hefur hún leikið í fjórum myndum; „Mesmerized", „Siesta", „Five Corners" og „Stealing Home". Engin þeirra hefur náð hingað kannski vegna þess að þær liggja utan við „meginstrauminn, eru list- rænar" eins og hún segir. Hana langar að komast aftur í stóru aðsóknarmyndirnar og liður í því er að leika næstí „Backtrack" sem Dennis Hopper leikstýrir og leikur í. Myndin er um leigumorðingja mafíunnar (Hopper) sem verður ástfanginn af konunnni sem hann á að drepa (Foster). Það er tals- verður aldursmunur á þeim skötu- hjúum en það virðist virka öfugt í raunveruieikanum. „Hopper er eins og litli bróðir minn,“ segir Foster. Jonathan Kaplan, leikstjóri Hinna ákærðu, segir að Foster hafi verið eina leikkonan af mörg- um sem sóttu um hlutverkið sem ekki virtist hafa áhyggjur af hinu ofbeldisfulla nauðgunaratriði í myndinni. Kaplan hafði áhyggur af því að hún forðaðist að hugsa um það en í Ijós kom að kvikmynd- unin reyndi mjög á hana tilfinn- ingalega. Hún býr ekki yfir sömu Julliardtækninni og meðleikarinn, Kelly McGillis, („Segðu henni aö gráta og hún segir: Hvað mikið? Hvort auga? Hvenær?"). Það tók fjóra daga að mynda nauðgunarat- riðið og það reyndist öllum hið mesta sálfræðidrama. Þegar myndavélarnar stoppuðu hug- hreystu þau hvort annað Foster og árásarmennirnir. Þegar upptök- um á Hinum ákærðu lauk var Fost- er úrvinda. „Ég hugsaði með mér, ég er enginn leikari, mér var aldrei ætlað þetta. Ég flyt til Nígeríu og gerist kennari." Það verður ekki. HEILSUGARÐURINN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656970-71 SLÖKUN GEGN STREITU Nýtt námskeið hefst 2. nóvember. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Námskeið í ættfræði eru að hefjast hjá Ættfræðiskólanum. Námskeiðin eru jafnt sniðin fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Aðgangur að einu stærsta heimildasafni landsins í ættfræði. Leiðbeinandi: Þorsteinn Jónsson. Innritun og upplýsingar virka daga frá kl. 14-16 í síma 641710 og á kvöldin í síma 46831. ÆTTFRÆOISKÓLINN r Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a, auglýsir Konur og karlar athugið. 6 vikna námskeið byrjar 1. nóvember. Byrjunartímar, mjög góðar alhliða æfingar sem byggðar eru á Hatha-yoga, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Ljósalampar og gufa. Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a, sími 27710. NÁMSKEIÐ Eftirmenntunarnefnda stál- og vélsmíða Framundan eru eftirfarandi námskeið: Vökvakerfi I 35 kennslust. 25.-28. nóv. 1988 Málmsuða 25 kennslust. 15.-22. nóv. 1988 Efnisfræði I 15 kennslust. 12.-19. nóv. 1988 Enska I 36 kennslust. byrjar 3. nóv. 1988 Enska II 36 kennslust. byrjar 3. nóv. 1988 Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Fræðsluráðinu í síma 621755 og hjá MSÍ í síma 83011. -------------------------------------- Alþjóðlegur samstarfsfélagi óskast Við erum útflutningsfyrirtæki með aðsetur í Kaup- mannahöfn, Danmörku, sem flytur út allar tegundir notaðra vöruflutningabíla og langferðabíla, ásamt varahlutum. Við leitum nú að föstum samstarfsfélaga, sem hef- ur góð sambönd við flutninga- og verktakafyrirtæki á hinum íslenska markaði. Hafið samband við okkur á eftirfarandi heimilisfangi. Handelsselskab D.L.T. ApS Gáseholmvej 8 DK-2730 Herlev - Danmark Sími: 9045 2 84 06 00 Telefax: 9045 2 84 06 55 Telex: 9124836 dlt Viðskiptatungumál: Norðurlandamál, enska og þýska V____________________-_______________ r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.