Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÖKTÓBER 1988
B 9
landsheimen, hæli fyrir vangefna,
í Bergen í Noregi. Þar lenti hann
í nokkru sem hlýtur að teljast nokk-
uð óvanalegt: „Forstöðukonan á
hælinu var eldri kona sem skrapp
árlega til eyju nokkurrar til þess
að kaupa nærföt á vistfólkið. Hún
var vön að taka einn vistmann með
sér í þessar ferðir en nú brá svo
við að ég fylgdi henni. Þegar þang-
að kom var tékið vel á móti okkur.
Reyndar talaði ég norskuna ekki
vel f upphafi og má vera að það
hafi gert útslagið því mér fannst
einstaklega kumpánlega komið
fram við mig. Mér var klappað á
kollinn og spurður að því hvort ég
vildi sælgæti, vinurinn, og þar fram
eftir götunum. Ég fattaði strax
hvað um var að vera og lék mitt
hlutverk. Ég fór að skoða nærfötin
í verksmiðjunni og gerði mig líkleg-
an til að kaupa bæði fyrir mig og
son minn heima á íslandi. Konan
sagði nei, bíddu þangað til forstöðu-
konan kemur, vinur minn. Þegar
upp komst að ég var starfsmaður
fölnaðí frúin og baðst afsökunar."
Hefurðu orðið fyrir þessu oftar?
„Þetta kom stundum fyrir á hælinu
sjálfu. Gestir og aðrir utanaðkom-
andi sem áttu erindi þangað áttu
það til að halda mig einn af vist-
fólkinu. En ég hef orðið fyrir ann-
ars konar reynslu sem er þessu al-
veg óviðkomandi. Eitt sinn var ég
á sjúkrahúsi og var vakinn upp á
skurðborðinu og spurður að því
hvers vegna ég hefði komið í skoð-
un. Ég sagði læknunum að ég hefði
farið á miðilsfund og miðillinn hefði
beðið mig að láta rannsaka skjald-
kirtilinn. Það kom á daginn að ég
var með illkynja krabbameinsæxli
í skjaldkirtlinum sem var þá fjar-
lægður og ég hef ekki kennt mér
meins síðan."
Þegar Eggert var nýkominn til
Noregs var hann einmana og ákall-
aði guð um áþreifanlega hjálp.
Hann hafði Biblíuna meðferðis og
fletti upp í henni og kom að kafla
sem hann staðnæmdist við: Reynið
allt. Haldið ykkur við hið góða og
forðist sérhveija mynd hins illa.
Eggert þótti þetta mikið og gott
svar fyrir sig. Hann ákvað að prófa
allt, með réttum formerkjum að
sjálfsögðu: „Ásamt þessari tilvitnun
í Biblíuna hef ég haft að leiðarljósi
þijú atriði sem ég las um í erlendu
tímariti. Þessi atriði voru um hvað
það væri sem maðurinn vildi helst
fá út úr lífinu. í fyrsta lagi vill
hann vera andlega og líkamlega
heilbrigður, í öðru lagi óskar hann
sér maka og nóg af peningum og
í þriðja lagi vill hann/hún ævintýri.
Ég er ævintýramaður sjálfur," seg-
ir Eggert kinnroðalaust.
Jæja, ertu má henda kominn af
Agli Skallagrímssyni? „Mamma
hringdi til mín um daginn og sagði:
„Eggert minn, það er verið að gera
bók um niðja Hallgríms Péturssonar
...“ og bað mig að senda mynd
af mér og aðra af syni mínum.
Meira veit ég ekki.“
Þegar snjór var yfir öllu
Sagt er að fátækt sé skortur á
hugmyndaflugi og má vel vera að
svo sé. Skyldi ekki vera öllu nærri
sanni að láta ekki hugmyndina
fljúga framhjá heldur grípa hana á
lofti og moða eitthvað úr henni?
Heftur ekki hvarflað að mörgum
að hægt væri að lifa góðu lífi af
því að bjóða fólki þjónustu í gegnum
smáauglýsingamar? Rétta því
bæklinga og fá borgað fyrir? Jú
þetta flaug Eggert Guðmundssyni
í hug og eflaust mörgum öðrum,
en Eggert framkvæmdi þetta: „I
tómarúminu sem kom þegar tökum
á kvikmyndinni Skyttunum lauk
byijaði ég að auglýsa. Þá vann ég
við húsaviðgerðir og mín verkefni
hafa einkennst af því að vera alltaf
uppi á húsþökum, eða á hliðum
húsa. En þegar Skyttunum lauk var
snjór yfir öllu. Ég lá á bakinu í
hálfan mánuð og vissi ekkert hvað
ég ætti að taka inér fyrir hendur.“
Fyrsta auglýsingin var á þessa leið:
Viltu smíða þína eigin þyrlu? „Ég
seldi þama teikningar að svona
smíði og allar tæknilegar upplýsing-
ar. Margir urðu til þess að panta
og ég held þetta hafi gert hörku-
gagn. Seinna auglýsti ég teikningar
að svifnökkva, eimingargræjum og
lét þýða og semja megrunarbækl-
ing. Ennfremur hef ég komið á fót
bréfaklúbbi," segir Eggert og er
mikið í mun að leiðrétta þann út-
breidda misskilning að þama hafí
verið á ferðinni sala á kvenfólki frá
Filippseyjum. 1.000 fílippeyskar
konur óska eftir að kynnast og gift-
ast. Þetta var fyrst og fremst spum-
ing um bréfaskipti milli þessara
kvenna og íslenskra karlmanna.
Þetta var ekkert plat og margir
fundu hamingju með þessu móti.
Ég var lengi á báðum áttum með
þetta framtak mitt. Það var hrópað
á eftir mér á götum úti og ég fékk
fáeinar hótunarsímhringingar. Þó
komst ég fljótlega að því að margir
em einmana á Islandi og ákvað því
að búa til lista yfir konur og karla
sem vildu koma á sambandi sín á
milli. Auglýsingamar Ertu ein-
mana? og Islenski listinn er kominn
út; litu dagsins ljós. Þetta hefur
farið þannig fram að ýmsar upplýs-
ingar varðandi búsetu, menntun,
aldur, atvinnu, hæð, áhugamál og
óskir em sendar mér í lokuðu um-
slagi. Síðan sendi ég þetta áleiðis.
Ég sé aldrei fólkið, ræði aðeins við •
það í sírna," segir Eggert en neitar
því ekki að sumt af þessu fólki
hafí hann hitt. Ertu orðinn þreyttur
á ruglinu héma heima? er nýjasta
og ef til vill forvitnilegasta auglýs-
ingin frá Eggert.
Ætlarðu hér með að ráða bót á
ævintýragimi landans? „Þama
bendi ég á leið til þess að þéna
mikla peninga á stuttum tíma og
jafnframt vissa hvfld frá amstrinu
héma heima fyrir þá sem orðnir em
vonlitlir um að geta borgað af öllum
skuldabagganum. Á þessum norsku
olíuborpöllum geta menn unnið sér
inn á þriðja hundrað þúsund fyrir
eitt úthald, sem er hálfur mánuður
í senn og svo frí í þijár vikur. Ég
veit til þess að ólærðir menn hafa
■fengið þetta. Faglærðir eða
menntamenn fá jafnvel hærra kaup.
Olíuborpallar em eins og litlar borg-
ir úti í hafí.“
En hvað með þig sjálfan, Egg-
ert, ert þú orðinn þreyttur á ...
þú veist? „Þegar ég horfí upp á
lánið mitt upp á þrettánhundmð-
þúsund hækka um 150.000 krónur
á einum degi þá þykir mér eitthvað
vera mglað í kerfinu. Þetta gerðist
um daginn þegar 8-10% gengis-
felling varð. Ér þetta nokkur hemja?
Er þetta ekki mgl? Að teyma fólk
svona á asnaeyrunum. Ég reyndi
lengi að vinna sólarhringanna á
milli í tvö ár. Að lokum sá ég að
ég var að henda peningunum í botn-
lausa tunnu."
Eigum við ekki að slá botninn í
þetta með því að fræða okkur sem
heima sitjum svolítið um (hm ...)
eftir hveiju fólkið á íslenska listan-
um var nú helst að sækjast? Hveij-
ar vom óskir þess? „Karlmenn vom
gegnumsneitt með þær kröfur að
æskilegt væri að konan ætti flbúð
en mætti eiga eitt bam. Hún átti
helst að vera grönn, há og ljóshærð
og með stjór bijóst." Er það? En
kvenfólkið, hvað vildi það? „Þær
vom (og em væntanlega) ekki síður
með óskimar á hreinu. Karlmaður-
inn á að vera fjárhagslega sjálf-
stæður, vel stæður og mátti gjaman
eiga íbúð eða einbýlishús. Hann
mátti ekki eiga mörg böm en vera
menntamaður, hár og grannur og
dökkhærður. Örsjaldan var óskað
eftir bamgóðum manni, skapgóðum
eða áreiðanlegum," segir Eggert
aðspurður og er með skýringu á
þessu á takteinunum. „íslendingar
lifa með draumsýnir. Öll eigum við
okkar draumalíf, draumahús,
draumamaka, drauma þetta,
drauma hitt. Við erum alltaf að flýja
raunvemleikann. Hjá okkur íslend-
ingum eru vandamálin svo víða og
skuldirnar alls staðar miklar og
ruglið allt í kringum okkur... að
við látum okkur bara dreyma," seg-
ir Eggert Guðmundsson og deplar
augunum rósemdarlega.
Höfiwdur vinnur við ritstörf.
SINGER
SAUMAVÉLAR
SPARA ÞÉR SPORIN
SAMBA EXCLUSIVE
Saumavél með 11 mismunandi
nytja-, skraut- og teygjusaumum
fy Beinn saumur
☆ Zig-zag
fy Styrktur zig-zag
fy Blindfalds saumur
■fy Opinn loksaumur
☆ Þriggjaspora
zig-zag
fy Tíglasaumur
fy M-saumur
it Loksaumur
Einnig hefur vélin sjálfvirkan
hnappagatasaum, frjálsan arm
og þægilega yfirbreiðslu.
LADY STAR
Saumavél með 6
mismunandi saumum.
■fy Beinn saumur
☆ Zig-zag
☆ Blindfalds saumur
☆ Þriggjaspora
zig-zag
fy M-saumur
Vélin er með frjálsum armi og
sjálfvirkum hnappagatasaum.
Það er auðvelt að þræða hana og
létt að spóla.
kr. 18.915 stgr.
kr. 15.820 stgr.
Við kaup á einni af neðangreindum saumavélum fylgir Magic
Taylor tölufestingavél eða viðgerðavél í bónus.
SINGER tölvuvél mód. 6268 kr. 54.500 stgr.
SINGER Serenade 30 mód. 6235 kr. 42.720 stgr.
SINGER Serenade 10 mód. 6233 kr. 30.780 stgr.
Tölufestingavél
MAGIC
Viðgerðavél
I II Ú ÍM
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910-68 1266
OG KAUPFÉLÖGIN
GREIÐSLUKORT
OG GÓÐIR
GREIÐSLU-
SKILMÁLAR.