Morgunblaðið - 08.11.1988, Qupperneq 12
TENNIS
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Spurs kaupir enn
einn miðvörðinn
Verður Pétur úti í kuldanum? Spurs sigraði Lakers
SAN Antonio Spurs bœtti enn
einum miðverði í hópinn á
fimmtudag þegar liðið keypti
Mike Smrek frá Los Angeles
Lakers. Smrek, sem er 2.13
metrar á hæð, kom til Lakers
þegar Pétur spilaði þar, en
var síðan lítið notaður eftir
að Mychal Thompson byrjaði
að spila hjá Lakers. Pétur var
í byrjunarliði Spurs á laugar-
dag gegn Lakers, en óljóst
er hvort hann mun verða það
ívetur. Frank Brickowski,
sem var aðal miðvörður liðs-
ins í fyrra, hefur enn ekki
samið við Spurs um laun. Ef
hann kemur aftur inn í liðið
er ekki víst að Pétur spili
meira en á sl. keppnistíma-
bili. Ef Pétur leikur vel nú í
upphafi keppnistímabilsins er
þó líklegt að hann fái að leika
meira með liðinu.
San Antonio Spurs lék sinn
fyrsta leik á keppnistímabil-
inu gegn Los Angeles Lakers á
laugardag á heimavelli. Spurs
gerði sér lítið fyrir
Gunnar og sigraði nokkuð
Valgeirsson örugglega
skrífar 122:107. Stiga-
hæstir leikmanna
Spurs voru bakvörðurinn Alvin
Robinson og Greg „Cadillac“ And-
erson með 30 stig, en hjá Lakers
var „Magic" Johnson stigahæstur
með 23 stig. Pétur gerði sjö stig
í leiknum.
Góður slgur Lakers
NBA-deildin hófst á föstudags-
kvöld. Fyrsti stórleikurinn var
milli Dallas og Los Angeles La-
kers í Reunion Arena í Dallas.
Undirritaður fylgdist með þessum
leik í sjónvarpi og ljóst að leik-
menn Lakers koma sterkir til leiks
í vetur. Leikurinn var jafn og
skemmtilegur allan tímann og
mjög vel leikinn miðað við leik í
fyrstu umferð. Það var „Magic“
Johnson sem tryggði Lakers sigur
í þessum leik, 116:113, með tveim-
ur vítaskotum þegar örfáar sek-
úndur voru eftir. Besti maður
vallarins var Rolando Blackman
hjá Dallas. Hann skoraði 28 stig
og var stigahæstur Dallas, en hjá
Lakers byijaði James Worthy þar
sem hann endaði síðasta keppn-
istímabili, átti stórleik og var
stigahæstur hjá Lakers með 24
stig. Orlando Woolridge lék vel í
liði Lakers, en hann kom frá New
Jersey í sumar.
Annars var lítið um óvænt úr-
slit í tveimur fyrstur umferðunum.
Boston átti í miklum erfiðleikum
með New York, en knúði fram
sigur í framleingingu. Þá töpuðu
nýju liðin frá Charlotte og Miami
stórt eins og við var búist.
Ursllt/B11
Reuter
Boris Becker sigraði á opna Stokk-
hólsmótinu.
AuðveK
hjá Becker
„MEIÐSLIN háðu mértil að
byrja með og ég átti í erfiðleik-
um, en fljótlega birti til. Leikur
minn var fjölbreyttur og því
vonast ég til að þurfa ekki að
hvíla of lengi vegna ökklans,"
sagði Boris Becker eftir sigur-
inn á opna Stokkhólmsmótinu
um helgina.
Becker, sem meiddist í undanúr-
slitum, sigraði Peter Lundgren
frá Svíþjóð í úrslitaleik 6-4, 6-1 og
6-1. Viðureignin stóð aðeins yfir í
97 mínútur og voru yfirburðir
Beckers miklir. „Ég byijaði ágæt-
lega, en síðan gekk allt á afturfót-
unum,“ sagði Lundgren, sem fór
hindrunarlaust í úrslitin.
Becker er fyrsti Vestur-Þjóðveij-
inn, sem sigrar á opna Stokkhólms-
mótinu. Þetta var 18. sigur hans á
ferlinum og sá sjötti á árinu. Sigur-
launin voru um 650 þúsund
íslenskra króna.
ÍÞRÚMR
FOLK
■ STEVE Butler frá Bretlandi
sigraði í einliðaleik karla á opna
kanadíska meistaramótinu í bad-
minton sem fram fór í Calgary um
helgina. Hann sigraði Sze Yu frá
Ástralíu, 7:15, 15:10 og 15:5 í
úrslitaleik og vann þar með fyrsta
stórmót sitt í badminton. Li Dienu
frá Kina sigraði í einliðaleik
kvenna. Hú sigraði í löndu sína,
Zheng Baojun, 11:5 og 11:6.
■ ICUK Sugiarto frá Indonesíu
er efstur á heimslistanum í badmin-
ton karla með 1.465 stig. Morten
Frost frá Danmörku er í öðru
sæti með 1.185 stig og Jens Peter
Nierhoff frá Danmörku er þriðji
með 1.060 stig. Li Lingwei frá
Kína er efst í kvennaflokki með
1.320 stig. Han Aiping frá Kína
er í öðru sæti með 1.180 stig og
Young Suk Lee frá Suður-Kóreu
með 875 stig. Kristin Larsen frá
Danmörku er efst norðurlandabúa
í 5. sæti með 815 stig.
■ MARK Hateley, enski lands-
liðsmaðurinn hjá Mónakó, mun
leika fyrsta leik sinn á tímabilinu
með Mónakó gegn belgíska liðinu
Brugge í Evrópukeppni meistara-
liða á morgun, miðvikudag. Hate-
ley hefur verið meiddur í tvo á
hálfan mánuð en er nú loks búinn
að ná sér. Hann verður líklega í
byijunarliðinu gegn Brugge, sem
vann fyrri leikinn, 1:0, í Belgiu.
■ TERRYButcher, enski lands-
liðsmaðurinn sem leikur með Glas-
gow Rangers í Skotlandi, hefur
verið sektaður um 500 pund
(42.000 þúsund íslenskar krónur)
af skoska kanttspymusambandinu
fyrir að sparka í hurð í búnings-
klefa dómarans eftir leik Rangers
og Aberdeen í síðasta mánuði.
Pétur Guðmundsson gerði sjö stig er San Antonio Spurs sigraði La-
kers. Lið hans hefur nú keypt enn einn miðvörðinn og því er mikil pressa
á Pétri.
Reuter
Kurt Rambls sem lék lengi með Lakers er nú kominn til nýliðanna Char-
lotte Homets. Hér á hann í baráttu við Bill Laimbeer hjá Detroit Pistons.
GETRAUNIR: X 1 X 1 1 X 122 X21
LOTTO: 21 25 29 32 33 + 28