Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 263. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Veiðar EB á NV-Atlantshafí: Vilja 110 þúsund tonna þorskkvóta Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fróttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins leggur til að veiði- heimildir fiskiskipaflota banda- lagsins á þorski á Norðvestur- Atlantshafi verði 110.000 tonn á næsta ári. Það er 85.000 tonnum meira en Norðvestur-Atlantshafs- nefiidin (NAFO) gerir ráð fyrir i tilllögum sínum. í tillögum framkvæmdastjórnar- innar er gert ráð fyrir óbreyttum veiðiheimildum á Norðvestur-Atl- antshafi og við Grænland. Hins veg- ar vantar í tillögumar allt sem varð- ar samninga við Svía, Norðmenn og Bandaríkin: Brady áfi’am fjármála- ráðherra Washington. Reuter. GEORGE Bush, verðandi for- seti Banda- rikjanna, skýrði frá því í gær að hann hygðist fá Nic- [■k?'' , ' jgl holas Brady, [ Sfe-. vjijl sem nú gegnir ÍHJLAI stöðu flármála- Nicholas ráðherra, til að Brady gegna þeirri stöðu áfram eftir að Bush tekur við völdum i jan- úar næstkomandi. Brady er 58 ára að aldri og tók við embættinu af James Baker í ágúst síðastliðnum en Baker verður utanríkisráðherra í stjóm Bush. Brady hefur verið fylgjandi sam- ræmdum aðgerðum á alþjóðavett- vangi til að koma í veg fyrir frek- ara fall dollarans. Færeyinga vegna þess að samráðs- fundum þessara aðila er ekki lokið. Tillögumar em því lagðar fram hálfkaraðar til að þær nái tilskildum fyrirvömm fyrir ráðherrafund sem haldinn verður 28. þ.m. Evrópubandalagið hefur undan- farin ár ákveðið einhliða veiðiheim- ildir sínar í Norðvestur-Atlantshafi fyrst og fremst vegna ágreinings við Kanadamenn um niðurstöður fiski- fræðinga. Kanadamenn em sakaðir um að leggja undantekningarlaust til lægstu heimildir án þess að skoð- aðir séu aðrir möguleikar eða tekið tillit til efnahags- eða félagslegra aðstæðna. Evrópubandalagið hefur og lagt áherslu á að það geti ekki fallist á yfirráðarétt einstakra þjóða á alþjóðlegum hafsvæðum utan 200 mílna lögsögu. í Kanada hefur því verið haldið fram að veiðar EB á þessu svæði stefni þorskstofninum í Norður-Atlantshafí í umtalsverða hættu og í rauninni séu aðferðir þeirra óþolandi. Reuter Yasser Arafat (t.h.) og Georges Habash (t.v.) sjást hér fagna því að Arafat hefur lýst yfir stofiiun sjálf- stæðs rikis Palestínumanna á fundi Þjóðarráðs Palestínu í Algeirsborg. Habash er í hópi róttækra skæru- liðaleiðtoga sem voru andvigir þeirri stefiiu Arafats að samþykkja ályktun SÞ frá 1967 en i sam- þykktinni felst óbein viðurkenning á ísrael. Sjálfstæðisyfírlýsing Þjóðarráðsins í Algeirsborg: Mikill fögriuður meðal Pal- estínumanna um allan heim Arafat hvetur Israela og Bandaríkjamenn til að koma til móts við Þjóðarráðið og semja um frið Algeirsborg, Jerúsalem, Washinpton, Amman. Reuter. Daily Telegraph. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- hreyfingar Palestínumanna, PLO, lýsti yfir stofiiun sjálfstæðs rikis Palestínumanna á fiindi Þjóðarráðs Palestinumanna sem lauk í Algeirsborg í gær. ísraelar Kosið íPakistan Reuter Lýðræðislegar þingkosningar fara fram í Pakistan í dag í fyrsta sinn eftir 11 ára herstjórn. Flestir stjórnmálaskýrendur búast við því að lítill munur verði á fylgi tveggja helstu stjórnmálafylking- anna, Þjóðarflokks Benazirs Bhuttos og íslömsku lýðræðisfylking- arinnar. Á myndinni sést Bhutto (t.h. með gleraugu) taka við ör úr hendi fylgismanna sinna en örin er kosningatákn flokks henn- ar. Sigri Bhutto verður hún fyrst kvenna til að ná völdum í múslimariki á síðari timum. lýstu þegar andstöðu sinni við yfirlýsinguna og sögðu að Frels- issamtök Palestínumanna, PLO, væru enn sem fyrr hryðjuverka- samtök. Fjölmörg ríki múslima um víða veröld hafa þegar viður- kennt hið nýja ríki. I sjálfstæðis- yfirlýsingunni er ekki tilgreint nákvæmlega hvaða landsvæði hej^ri undir ríkið og ekki hefiir verið sett á- laggirnar formleg ríkistjórn. Palestínumenn á her- numdu svæðunum í ísrael fogn- uðu rikisstofiuminni ákaft þrátt fyrir ógnanir israelskra yfir- valda. „í nafni guðs og þjóðar palest- ínskra araba lýsir Þjóðarráð Pal- estínu yfir stofnun ríkisins Palestínu á landsvæði okkar, höfuðborg þess verður Jerúsalem," sagði Arafat frammi fyrir fundargestum er fögn- uðu innilega orðum hans. Einn þjóð- arráðsmanna sagði að þetta væri vissulega aðeins byijunin; enn væru Palestínumenn í útlegð, þjóðin liði þjáningar en sjálfstæðisyfirlýsingin yrði til þess að leiðin að lokatak- markinu virtist styttri. „Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt í 50 ár,“ sagði aldraður Palestínumaður í flóttamannabúð- um í Jórdaníu og gleðitárin streymdu niður kinnar hans. Landar hans í Jórdaníu og öðrum araba- löndum dönsuðu og sungu á götum úti er þeir heyrðu fréttimar um yfir- lýsingu Arafats. Sumir voru þó varkárir og töldu yfirlýsinguna fyrst og fremst hafa táknrænt gildi. „Er þetta ríkið sem okkur dreymdi um? Smáatriðin eru enn óljós og það eru fyrir hendi erfiðleikar en ég vona að við getum yfirunnið þá,“ sagði palestínskur læknir í Kúvæt. Nokkrum stundum eftir sjálf- stæðisyfirlýsinguna höfðu fjölmörg ríki múslima þegar viðurkennt Pal- estínu, þ.á m. Alsír, írak og Jórd- anía. Oljóst var hvort Egyptar myndu veita fulla viðurkenningu en þeir fóru fögrum orðum um yfirlýs- ingu Þjóðarráðsins. íranar sögðu samþykktimar í Algeirsborg aftur á móti vera undanhald og Sýrlend- ingar, sem lengi hafa verið andvígir Arafat, hafa ekkert sagt um yfirlýs- inguna. Bandaríkjastjórn sagði PLO ekki geta lýst yfir ríkisstofnun einhliða; deiluaðilar yrðu að semja um framtíð hemumdu svæðanna í ísra- el. Stjómin hrósaði fundarmönnum í Algeirsborg fyrir óbeina viður- kenningu á tilvistarrétti ísraels en tók fram að afstaða hennar til PLO yrði óbreytt þar til samtökin viður- kenndu ísrael vafningalaust og vísuðu allri hryðjuverkastarfsemi á bug. Sjá ennfremur á bls. 24: „Þjóð- arráð Palestínu ...“ Genfarviðræður um frið í Angólu: Samið um brottflutning kúbverska herliðsins Genf, Lissabon. Reuter. FULLTRÚAR Kúbveija, Angólumanna og Suður-Afríkumanna náðu í gær samkomulagi um tímaáætlun fyrir brottflutning 50.000 manna kúbversks herliðs frá Angólu. Ríkisstjórnir landanna eiga eftir að staðfesta samninginn. Viðræðulotan var framlengd á mánudag en upphaflega átti hún aðeins að standa í þijá daga. Suð- ur-Afríka hefur sett það sem skil- yrði fyrir sjálfstæði Namibíu að Kúbveijamir hafi sig á brott. Fulltrúar UNITA-skæruliða- hreyfingarinnar í Angólu, sem barist hefur árum saman gegn marxistastjórn landsins, fögnuðu samkomulaginu. Þeir hafa ekki tekið þátt í viðræðunum en segja að stuðningsmenn þeirra, Banda- ríkjamenn, er áttu frumkvæði að viðræðunum, og Suður-Afríku- menn, hafi gætt hagsmuna þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.