Morgunblaðið - 16.11.1988, Page 18

Morgunblaðið - 16.11.1988, Page 18
18___________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988__ Byggðastofnun svarar eftir Guðmund Malmquist Undanfama daga hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum um ákvörðun stjómar Byggðastofnunar hinn 8. nóvember að veita forstjóra stofnun- arinnar heimild til að veita 35 m.kr. lán til að gera Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. kleift að skipta á togurum sínum og einum af togur- um Útgerðarfélags Skagfirðinga hf. í þessari umræðu hafa mörg þung orð verið látin falla í hita leiksins og sum þeirra eru þess eðlis að Byggðastofnun sér sig tilneydda til að koma á framfæri leiðréttingum. Gerir Byggðastofaun ekkert fyrir Suðurnesjamenn? Eitt af því sem sagt hefur verið í umræðum undanfarinna daga er að Byggðastofnun vilji ekkert fyrir Suðumesjamenn gera. Því hefur jafnvel verið haldið fram að stofnun- in sé beiniínis andsnúin þessum landshluta. Þetta er alrangt. Að vísu mælir ýmislegt með því að stofnunin ætti að skilja Suður- nesin utan við verksvið sitt. Þróun byggðar hefur verið mjög hagstæð á undanfömum ámm í flestum byggðarlögum á Suðumesjum. Þau em svo nálægt höfuðborgarsvæðinu að þeir sem þar reka fyrirtæki em lausir við ýmislegt óhagræði sem fyrirtæki annars staðar á lands- byggðinni búa við. Á Suðumesjum hefur verið mikil uppbygging í ýmiss konar þjónustu og iðnaði auk geysi- mikillar uppbyggingar í fiskeldi. Á svæðinu em flestar stærstu fískeld- isstöðvar landsins. Ef svo fer sem horfír verður fískvinnsla eldisfisks orðin umfangsmikil atvinnugrein á Suðumesjum innan tíðar. Þessi og önnur nýting jarðhitans er og verður Suðumesjamönnum mikil auðlind enda verður Hitaveita Suðumesja eitt öflugasta fyrirtæki landsins áður en langt um líður. Þá skulu menn ekki gleyma þeirri þjónustu sem alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík þarf á að halda með sína dýra og fallegu flugstöð. Sjávarútvegur er mjög mikilvæg atvinnugrein á þessu svæði og svo sannarlega langt í frá að hann sé að hverfa enda þótt hlutur hans hafi farið minnkandi í atvinnulífí. Miklir erfíðleikar em í flestum út- flutningsgreinum og Suðumesja- menn hafa ekki farið varhluta af þeim. Allmargir útgerðarmenn á Suðumesjum hafa rejmt að bregðast við erfíðleikunum með því að selja skip sín. Það em skiljanleg viðbrögð ef þau bæta skuldastöðu viðkom- andi miðað við tekjur þótt ljóst sé að þetta er ekki lausn sem getur gengið fyrir alla. Sumir þessara aðila hafa getað haldið fiskverkun áfram með því að kaupa á mörkuð- unum. Hér verður ekki fyallað um rekstrarskilyrði sjávarútvegs al- mennt enda þótt vissulega væri til- efni til þess vegna þess hversu alvar- lega horfír í þessari mikilvægustu atvinnugrein okkar. Sjávarútvegur- inn er að ganga í gegn um mjög örar breytingar og að mörgu leyti em þær auðveldari á Suðumesjum en annars staðar. Spilar þar ekki síst inn í nálægðin við höfuðborgar- svæðið og skipaflutningamöguleika þaðan en ekki síður flugvöllurinn og þeir möguleikar sem á því em að nýta sér hann til að koma físki á markað. Þrátt fyrir þessar góðu aðstæður og hagstæðu þróun öfugt við Iands- byggðina að öðra leyti hefur Byggðastofnun svo sannarlega sinnt Suðumesjum í lánveitingum sínum. Frá stofndegi 1. október 1985 hafa lánveitingar til Suður- nesja numið alls 547 m.kr. á verð- lagi í nóvember. Þetta em 10% allra veittra lána stofnunarinnar á sama tíma. Það er ef til vill áhugavert að Byggðastofnun hefur frá upp- hafí stutt framkvæmdir í ferða- mannaiðnaði á Suðumesjum og reri í fyrstu ein á báti í þeim efnum. Þess ber að geta að stofnunin sinnir ekki lánveitingum til fískeldis á Suðumesjum, eins og hún gerir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- flörðum. Það gera aðrir sjóðir og félög. Framkvæmdasjóður Islands hef- ur lánað um 260 m.kr. til fískeldis á Suðumesjum á sama tímabili. Þá er ótalin fyrirgreiðsla Þróunarfé- lagsins og Iðnþróunarsjóðs. Auk lánveitinga til Suðumesja tók Byggðastofnun að sér að gera athugun á möguleikum til að stofna þar fríiðnaðarsvæði og styrkti átaksverkefni þótt í litlum mæli hafí verið. Fullyrðingar um að stofnunin hafí ekki sinnt þessu landsvæði em því ekki sannleikanum samkvæmt. Stofnunin hefur hins vegar orðið að synja ýmsum lánsbeiðnum frá Suðumesjum, eins og raunar frá landinu öllu, vegna þess að þær hafa verið óraunsæjar. Á Byggðastofiiun að stjórna fiskveiðunum? Eitt af því sem Byggðastofnun er gagnrýnd fyrir er að með þessari ákvörðun hafí hún haft að engu það byggðasjónarmið að fiskveiðikvót- inn haldist þar sem hann er nú. Um þessa fullyrðingu mætti hafa mörg orð. Byggðastofnun hefur hvað eftir annað bent stjómvöldum á það að það sé óheppilegt fyrir byggðaþró- unina af fiskveiðikvótinn sé alger- lega bundinn við skip. I greinargerð sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið og skilað í sept- ember 1987 var á það bent að fijáls sala skipa milli staða og það að skipum er heimilt að leggja upp afla sinn hvar sem er hafí meiri áhrif á möguleika einstakra staða til að afla sér hráefnis ti vinnslu en sala á kvóta milli skipa sem menn höfðu miklar áhyggjur af þá. Þegar þessari skýrslu var skilað stóð yfír endurskoðun á fiskveiðistjómuninni og stofnunin benti á þær staðreynd- ir sem hún hafði aflað af því til- efni. Þegar svo ný lög höfðu verið samþykkt um þetta mál á Alþingi benti stofnunin á að ekki hefði ver- ið tekið tillit til byggðasjónarmiða í lagasetningunni (Ársskýrsla 1987). Stofnunin telur að hún verði að meta hvert mál sem til hennar berst með tilliti til þess markmiðs sem henni em sett að lögum og þeirra laga sem í gildi em. Möguleikar umsækjandans til að endurgreiða lánið, þau veð sem hann býður og ýmis önnur atriði koma að sjálf- sögðu einnig til skoðunar. Þegar til hennar berast beiðnir um lán sem augljóslega auka hagkvæmni í rekstri þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga skoðar hún þau án þess að láta það hafa áhrif á afstöðu sína hvem- ig hún telur að fiskveiðistjómunin ætti að vera heldur eins og hún er. Á það skal minnt að í umsögn um þetta sérstaka mál var á það bent að stofnunin teldi það neikvætt fyrir þjóðfélagið að þessi sala eykur fiskveiðikvóta skipanna. Alþingi hefur hins vegar ákveðið að svona skuli reglumar vera og það tvisvar. Það er vandséð hvaða hagsmun- um það þjónar að halda áfram að reka með óbreyttu sniði fyrirtæki eins og Hraðfrystihús Keflavíkur hf. sem í gegnum árin hefur þurft hveija skuldbreytinguna á fætur annarri. Nú síðast var um að ræða vemlega aukningu á eigin fé fyrir- tækisins. Byggðastofnun flármagn- aði hlut Keflavíkur í hlutafláraukn- ingunni með 20 m.kr. lánveitingu. Þær milljónir em nú bmnnar upp í taprekstri, sem meðal annars stafar af því að fyrirtækið hefur ekki feng- ið nægilegt starfsfólk. Þegar upp kom sú hugmynd að stokka skipulag rekstrarins upp til hagræðingar og á sama tíma bæta aðstöðu frystihú- sanna í Skagafirði til að afla sér hráefnis var ekki nema von að at- hugað yrði hvort skynsamlegt væri að leggja því máli lið. Eftir skipa- skiptin verða öll þau fyrirtæki sem í hlut eiga betur fær um að standa í skilum með áhvílandi lán en þau em nú, bæði við Byggðastofnun, sjóði og banka. Þetta skiptir a.m.k. Byggðastofnun vemlegu máli enda munu þau fyrirtæki sem skiptunum tengjast skulda stofnuninni um 230 m.kr. þegar þau verða afstaðin. Fram hefur komið að kvóti Suður- nesjamanna hafí minnkað mjög mikið á undanfömum ámm. Vom þar í upphafí nefndar háar tölur sem síðar hefur orðið að draga í land með. Hér verður ekki gerð grein fyrir þeirri þróun sem orðið hefur. Hún á sér ýmsar orsakir. Suðumes hafa þá sérstöðu að þar hefur alltaf verið landað töluverðu fiskmagni af bátum sem ekki em að öðm jöfnu gerðir út frá höfnum þar. Bátar af Suðumesjum leggja líka upp afla utan svæðisins en staðimir fá meira en þeir senda frá sér. Með tilkomu fískmarkaða, bæði á höfuðborgar- svæðinu og á Suðumesjum verður auðveldara fyrir fiskvinnslufyrir- tæki að afla hráefnis án þess að hafa eigin báta. Á Suðurnesjum gildir því ekki að horfa einungis á úthlutaðan kvóta þegar meta skal mögulegt hráefni í vinnslu. Stofnunin verður algerlega að vísa frá sér ábyrgð á því að með þessari breytingu aukist kvóti skip- anna og að hugsanlega verði fleiri þorskar í hveiju veiddu tonni. Hinar almennu leikreglur um aðgang að fiskimiðunum hafa verið settar og ég tel að innan þeirra hafi fyrirtæk- in fullan rétt til að haga fjárfestingu sinni til að hámarka hagnað sinn. Þótt ég sé ekki fiskifræðingur leyfí ég mér samt að efast um að ein- hver sérstök breyting verði á stærð- 1 Guðmundur Malmquist „Það er vandséð hvaða hagsmunum það þjónar að halda áfram að reka með óbreyttu sniði fyr- irtæki eins og Hrað- frystihús Keflavíkur hf. sem í gegnum árin hefur þurft hverja skuldbreytinguna á fætur annarri. “ ardreifíngu aflans við eigendaskipt- in enda munu skipin væntanlega sækja þorskinn að mestu á sömu slóð og þau gerðu meðan þau vom gerð út frá Keflavík. Hafa fjölmiðlarnir staðið sig? Það hefur verið áberandi í fjöl- miðlum um þetta mál hvernig ýmsir sem rætt hefur verið við hafa byggt málflutning sinn á upplýsingum sem þeir hafa „heyrt“ eða einhveiju sem „sagt er“. Fjölmiðlamir hafa tekið við þessu að mestu leyti gagnrýnis- Iaust. Þetta er þeim til vansæmdar og rýrir þá trausti sem hlýtur að vera þeim mikilvægt. Það skal tekið fram að ekki em allir íjölmiðlar undir þessa sök seldir. í máli eins og þessu skiptir miklu að íjölmiðla- menn vandi allan undirbúning og afli sér staðfestra gagna því það getur almenningur ekki gert. Eftir hina umdeildu ákvörðun sendi Byggðastofnun frá sér fréttatil- kynningu þar sem fram komu rök Þorvaldur Garðar Krístjánsson, alþingismaður: Hlutur Islands í stofnun Israelsríkis Hjáseta íslands við einhliða fordæmingu sjálfsögð Hér fer á efltir rseða Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, alþingis- manns, sem hann flutti í utandag- skrárumræðu á Alþingi. Umræð- an snerist um hjásetu Islands við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum um tillögu til einhliða fordæmingar á Israel vegna átakanna fyrír botni Miðjarðar- hafsins. Skelfilegasti harmleikurinn Hér er rætt um afstöðu íslands til tillögu á allsheijarþingi Samein- uðu þjóðanna um einhliða fordæm- ingu á ísrael. Háttvirtur annar þingmaður Austurlands [Hjörleifur Guttormsson] fór hörðum orðum um ákvörðun utanríkisráðherra um að ísland sæti hjá við atkvæða- greiðslu um tillögu þessa. Ég ætla að gagnrýni þessi sé sett fram frá nokkuð þröngu sjónarhomi og ber þess vegna vott um takmarkað hugaijafnvægi og yfírsýn sem þarf að vera til staðar þegar rætt er um samband ísraels og Islands. Þetta era viðkvæm mál. Það skyldu menn hafa í huga. í gær var minningarathöfn á þinginu í Bonn í tilefni þess að fímmtíu ár em liðin frá Kristalsnóttinni svo- kölluðu sem markaði þáttaskil í ofsóknum nasista á hendur gyðing- um. Forseti þingsins, Philipp Jenn- inger, flutti minningarræðuna í gær. í dag sagði hann af sér for- setaembættinu. Ræðan hafði þótt, að því er virðist fyrir klaufaskap, nálgast að geta skoðast ótilhlýðileg réttlæting á framferði nasista. Þegar minnst er á ísrael kemur fyrst í huga manns sá harmleikur sem er skelfílegastur í sögu mann- kyns. Ofsóknir, útiýming og þjóðar- morð nasista á gyðingum rennur hveijum heilbrigðum manni til riíja. Á því landsvæði sem þýsku nas- istamir komu til að ráða í fáein ár bjuggu um 9 milljónir gyðinga. Það var útrýmt að minnsta kosti 6 millj- ónum,- Hinn svokallaði siðmenntaði heimur lokaði augunum að meira eða minna leyti fyrir voðaverkun- um. Og það sem enn verra var, hinu dauðadæmda fólki var vamað að forða sér og flytja til Gyðinga- landsins og ekki veitt landvist ann- ars staðar þar sem það gat verið óhult og bjargað lífinu. Þannig var heiminum að því er varðar þessar sex milljónir fómarlamba skipt í staði þar sem þau gátu ekki haldið lífinu og staði sem þau máttu ekki fara til. Sex milljónir. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Eitt fyrsta verkefiii Sameinuðu þjóðanna Þegar heimsstyijöldinni lýkur og tekur að rofa til er hafist handa við að reisa úr rústum og byggja upp betri heim. Sameinuðu þjóðim- ar era settar á fót og taka til starfa. Eitt af því fyrsta sem Sameinuðu þjóðimar tókust á hendur var að fínna lausn á gyðingavandamálinu. Á hinum mörgu öldum herleiðingar og útlegðar hafði vonin um aftur- komu til heimalandsins aldrei slokknað. Samtök gyðinga höfðu um langan aldur barist fyrir stofnun ríkis. Þeir gyðingar sem lifðu af útrýmingarherferð nasistanna gátu ekki búið í þeim heimkynnum þar sem blóðbaðið hafði átt sér stað. Þeirra eina von var að fá að fara til fyrirheitna landsins. Hinn sið- menntaði heimur fann til sektar- kenndar fyrir það sem gerst hafði og gagnvart þeim sem eftir lifðu. Menn vildu úrlausnir á miklum vanda og koma á skipan til fram- búðar. En lengi vel gekk hvorki né rak hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar vora margvíslegar og flóknar deilur um málið. Sum ríkin vildu að stofnað yrði sjálfstætt ríki í Palestínu fyrir gyðinga. Onnur ríki snemst hat- rammt á móti. Svo Ieit út að erfítt yrði að fínna lausn sem aðildarríkin gætu almennt sameinast um. Það var þá sem hlutur íslands varð mikilvægur. Þegar allt um þraut var tekið til þess ráðs að stjórnmálanefnd Sam- einuðu þjóðanna skipaði 3ja manna undirnefnd til að gera tillögur í málinu sem allsheijarþingið tæki síðan til afgreiðslu. Einn þessara nefndarmanna var fulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Thor Thors. Hinir tveir nefndarmennirnir gufuðu upp þegar á hólminn var komið, veigmðu sér við að taka þátt í störfum nefndarinnar vegna þrýstings frá ríkjum sem vora and- stæð stofnun ríkis fyrir gyðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.