Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 27 Margir inúítar, m.a. á Grænlandi, hafa átt í erfiðleikum með að aðlagast nýrri menningu og hefur það valdið mikilli fjölgun sjálfs- morða meðal þessara frumbyggjaþjóða. Myndin er tekin við Qölbýlis- hús í grænlenskum bæ. „Það er ekki beinlínis ástarsorg- in, sem veldur því, að maðurinn tekur þann kost að skjóta sig, held- ur er höfnunin kornið, sem fyllir mælinn.“ Við sjálfsmorð ungu mannanna vekur athygli, að annar hver þeirra sviptir sig lífi frammi fyrir öðru fólki og það oft á hrottalegan hátt. Þegar karlar stytta sér aldur, beita þeir oftast skotvopni. Konum- ar hyllast fremur til að taka of stóra lyfjaskammta. Þetta skýrir ef til viil, hvers vegna flestir karlanna láta lífið við sjálfsmorðstilraunir — aðferðir þeirra eru „árangursrík- ari“. Ástandið verst í A-Grænlandi Rannsóknarstarf Thorslunds nýtur styrkja frá Norðurlandaráði, heilbrigðisyfirvöldum á Grænlandi og grænlenskum bönkum. Það hef- ur þegar leitt í ljós, að vandamál þetta er mjög útbreitt á Græn- landi, þó að ástandið sé sýnu verst í austurhluta landsins. Og þar slær Scoresbysund öll met. Það, sem kemur ef til vill mest á óvart í þessu sambandi, er, að enginn marktækur munur er á sjálfsmorðatíðni í þétt- býli og strjálbýli. Sjálfsmorð eru algengust í hópi atvinnulausra Grænlendinga. Þar á eftir koma veiðimenn og sjómenn. Fátítt er hins vegar, að heimavinn- andi húsmæður og eftirlaunafólk svipti sig lífi. Venjan hefur hins vegar lengi verið sú á Grænlandi, að sjálfsmorð hafi fyrst og fremst verið sett í samband við gamalt fólk, sem kosið hefur að hverfa úr þessum heimi, þegar því hefur fund- ist sem það gæti ekki lengur orðið að liði í daglegu lífi. Reuter Sovézka geimfeijan Bylur svífur inn til lendingar í Baikonur-geim- ferðamiðstöðinni í gær eftir velheppnaða jómfrúrferð. fjögurra manna áhöfn. Til styttri ferða geta átta menn aðrir verið um borð auk áhfanarinnar. Sagði í fréttum TASS að áhafnarklefí ferjunnar væri 70 kvaðratmetrar en það þýðir að áhöfn Byls hefur mun meira olnbogarými en margar álíka stórar sovézkar fjölskyldur. Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleið- togi, sagði í gær að geimferð Byls væri meiriháttar sigur fyrir sovézka vísinda- og tæknimenn. Steudhal Snyrtivörukynning ámorgunfrákl. 14-18. Snyrtistofan DANA , Keflavík V_________________H_________________) Sovétríkin: Gorbatsjov hvetur til að- gerða gegn matarskorti Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleiðtogi hvatti til viðtækra umbóta í landbúnaði á fundi nokkurra leiðtoga kommúnistaflokksins á mánudag. Fundurinn, sem var haldinn i Oryol-héraði, var helgað- ur umræðum um viðvarandi matvælaskort í Sovétríkjunum. Er litið á hann sem helstu ógnun við perestrojku Gorbatsjovs. Moskvu- útvarpið hafði það eftir Gorbatsjov að mikilvægasta verkefiiið í innanríkismálum Sovétríkjanna væri að auka framboð á land- búnaðarafurðum. „Gorbatsjov lagði áherslu á nauðsyn breyttrar efnahagsstjóm- ar á landsbyggðinni sem og nýjar reglur um ábúðartíma jarða og leigusamninga fjölskyldna," sagði Moskvuútvarpið. Stjórnvöld í Kreml hafa nýlega leyft bændum að leigja jarðir til allt að 50 ára í senn í þeim tilgangi að auka framleiðslu á landbúnaðarafurð- um. „Það skiptir engu máli hvað þeir í efstu þjóðfélagsstigunum gera. Það gerist ekkert nema vinnubrögðin breytist hjá þeim sem undirstöðurnar hvíla á,“ sagði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi í setningarræðunni. Auk Gorbatsjovs sátu fjórir aðr- ir fastafulltrúar í stjórnmálaráðinu fundinn auk þriggja félaga þar sem ekki hafa atkvæðisrétt. Að sögn Tass-fréttastofunnar, var Jegor Lígatsjov, sem nýlega var skipaður formaður nýrrar land- búnaðamefndar, meðal þeirra sem sátu fundinn. HEKIAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Hér erum við Þegar þú kemur meö bílinn í smurningu til okkar, færöu aö sjálf- sögðu fyrsta flokks alhliða smurningu. En þaö eru tvö atriði sem viö- skiptavinum okkar hafa líkað sérstaklega vel og viö viljum vekja athygli þína á. Þessi tvö atriði framkvæmum við án sérstaks auka- gjalds á öllum bllum, sem viö smyrjum. í fyrsta lagi smyrjum viö huröalamir og læs- ingar á bílnum. Þetta tryggir aö hurðir og læs- ingar verða liðugar og auöopnaðar, jafnvel I mestu frostum. Tryggöu þér fyrsta flokks smurningu með því aö panta I síma 695670 eöa renna við á smurstöö Heklu hf. Laugavegi 172. í öðru lagi tjöruhreinsum viö framrúöuna, framljósin og þurrkublööin. Þetta lengir end- ingu þurrkublaðanna og eykur útsýni og öryggi I vetrarumferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.