Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 Frá afhendingu gjafar Lionsklúbbs Akraness. Talið frá vinstri: Clive Halliwell hjúkrunarfiræðingur, Guðjón Guðmundsson yfirlæknir, Ásthildur Einarsdóttir aðstoðarhjúkrunarforstjóri, Sigurður Ólafsson framkvæmdasíjóri Sjúkrahúss Akraness, Jón Jóhannesson læknir, Þórir Bergmundsson læknir, Svavar Óskarsson frá Lionsklúbb Akraness og Ríkharður Jónsson formaður stjórnar sjúkrahússins. Akranes: Sjúkrahúsinu gefin tæki Akranesi. SJÚKRAHÚSI Akraness var á dögunum afhentur að gjöf tækjabún- aður að verðmæti um 700 þúsund krónur. Það voru félagar í Lionsklúbbi Akraness sem enn einu sinni komu færandi hendi og afhenti fráfarandi formaður klúbbsins, Jósef H. Þor- geirsson, tækin fyrir hönd klúbb- félaga. Ríkharður Jónsson formað- ur stjómar sjúkrahússins tók við gjöfinni og færði klúbbfélögum þakkir fyrir hönd sjúkrahússins. Tækin sem hér um ræðir eru berkjusjá, kviðarholssjá og þvag- blöðrusjá. Það er áhaldasjóður Lionsklúbbs- ins sem fjármagnar þessá gjöf, en sjóðurinn var stofnaður 1958. Miklu fiármagni úr sjóðnum hefur verið varið til tækjakaupa fyrir sjúkra- húsið á þeim þijátíu árum sem hann hefur verið starfræktur. Mest af tekjum sjóðsins hefur verið aflað með árlegri ljósaperusölu á Akra- nesi og nágrenni og segja má að klúbbfélagar hafi fengið íbúa í þess- um byggðarlögum í lið með sér með þeim árangri sem hér hefur verið lýst. _ jg Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hátíðarfúndinn sátu fúlltrúar allra iðnfræðsluskóla og gestir. Samband iðnfræðslu- skóla 40 ára Samband iðnfræðsluskóla hélt nýlega hátíðarfund i tilefni 40 ára afinælis sambandsins. Fund- inn sátu fúlltrúar allra iðn- fræðsluskóla i landinu og gestir tengdir iðnfræðslunni. Gestir hátiðarfúndarins voru iðnaðar- ráðherra og ráðherra mennta- mála. Á aðalfundinum var Ingvar Ás- mundsson endurlqörinn formaður sambandsins. — Sig. Jóns. Ingvar Ásmundsson formaður Sambands iðnfræðsluskóla setur aðalfúndinn. Dúnbændur vilja hreins- un á Reykhóla Miðhúsum. AÐALFUNDUR Æðarræktarfé- lagsins Æðarvés var haldinn á Reykhólum 5. nóvember og er mæting félagsmanna nær alltaf góð. Fram kom á fúndinum að áhugi er fyrir hendi að reisa dúnhreinsunarstöð á Reykhólum og mættu á fúndinn Guðmundur Ólafsson oddviti Reykhólahrepps og sveitarstjóri Reinhard Reynis- son til þess að iræða málin. Víða var aukning á dún þó að vargur geri alltaf nokkurn usla og einkum hjá þeim dúnbændum sem ekki eru nógu harðir að verjá lönd sín. Æðarvé er deild í Æðarræktarfé- lagi íslands. Stjómina skipa Ey- steinn Gíslason í Skáleyjum formað- ur, Steinólfur Lárusson í Fagradal gjaldkeri og Þórður Jónsson í Árbæ ritari. Að venju sá Lilja Þórarins- dóttir um veitingar. Félagssvæði Æðarvés nær yfir tvær sýslur, Dalasýslu og Austur- Barðastrandarsýslu, en það má segja að þetta svæði sé eitt besta æðarræktarsvæði landsins. Bæði er að Breiðafiörður er með nær ótelj- andi eyjar sem eru kjörið varpland fyrir æðarfugl og reyndar margar aðrar fuglategundir og svo er að allar fiörur eru vaxnar þangi en þangað sækja æðarungamir æti sitt og em þangdoppumar kjörið æti fyrir þá. — Sveinn Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Ríkharður Jónsson formaður stjómar Sjúkrahúss Akraness tekur við gjöfinni úr hendi Jósefs H. Þorgeirssonar. RÝMINGARSALA tekið til í kjallaranum 30-70% AFSLÁTTUR ÚTLITSGALLAÐ EÐA HÆTT í FRAMLEIÐSLU ' borð, stólar Ijós, lampar, blómapottar leirvara, bútar-gluggatjöld bútar-áklæði værðarvoðir 16.-19. NÓVEMBER epdl FAXAFENI7-sími 687733 Stykkishólmur: Aðalfiindur Útvegs- mannafélags Snæfellsness Stykkishólmi. AÐALFUNDUR Útvegsmanna- félags Snæfellsness var haldinn í Stykkishólmi 5. nóvember sl. og voru þar rædd hin ýmsu vandamál útvegsins og framtíð- arhorfúr. Á fundinn mætti Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, og gerði hann grein fyrir stöðu sjávarútvegs í dag. Umræður urðu talsverðar um kvótamálin og hvemig bæri að haga þeim með tilliti til þess að ýmis sjáv- arpláss yrðu þar ekki útundan. Ekki vom neinar samþykktir gerð- ar. Þá var fyrri stjóm endurkjörin og eins voru kosnir fulltrúar til að mæta á aðalfund LÍÚ. Eftir aðalfund var þess minnst að Útvegsmannafélagið hefír nú starfað í 25 ár og í tilefni þess var fundarmönnum og mökum þeirrj^ boðið til kvöldverðar. — Ámi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.