Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 9. DESEMBER- 1988 -H- j t J3 / : "i / ima/iu 2: Bamaefni ■■^H Barnaefnið á Stöð 2 no 00 hefst í dag með sýn-. yfO ~~ ingu á teiknimyndun- um Kum, Kum, Hetjur himin- geimsins og Kaspar. Þá kemur Afí og skemmtir krökkunum og sýnir stuttar myndir með íslensku tali. Myndirnar sem hann sýnir í dag eru Emma litla, Selurinn Snorri, Óskaskóg- ur, Tuni og Tella, Feldur, Skó- fólkið o.fl. Síðan kl. 10.30 verð- ur sýndur tíundi hluti af Jóla- sveinasögunni. Þá verður sýnd teiknimyndin Einfarinn og loks lokaþátturinn um ævisögu rit- höfundinn Allan Marshall sem veiktist af lömunarveiki í æsku. IJtvarp R6t: Baráttan fyrir samningsréttinum ■■■■ í þættinum Af vettvangi baráttunnar verður að þessu sinni M00 fjallað um baráttu verkalýðshreyfíngarinnar fyrir rétti “ sínum til að semja um kaup og kjör, fyrir samnings- og verkfallsrétti. Á síðasta áratug hafa stjómvöld æ ofan í æ riftað gerðum samningum með lagaboði eða jafnvel svipt verkalýðshreyfing- una rétti sínum til að gera kjarasamning við atvinnurekendur og yfírleitt til að heyja kjarabaráttu. Slík lög eru í gildi núna. Rætt verður við forystumenn í verkalýðshreyfíngunni um stöðuna núna, en einnig rifíaðir upp sögulegir atburðir á árum áður þegar tekist var á við stjómvöld um þennan rétt. KVIKMYNDIR Georg C. Scott. KÍNAROSIN wmmm SJÓNVARPIÐ - Kína- Q1 40 rósin (China Rose — "-*■ “’ 1983). Bandaríski kaup- sýslumaðurinn Burton Allen heldur að sonur sinn, Daníel, hafi látist í kínversku menningarbyltingunni sem átti sér stað sextán ámm áð- ur. Hann fer til Kantón undir því yfírskyni að vera í verslunarferð en ákveðinn í því að heimsækja gröf sonar síns og flytja lík hans heim. Hann fær hjálp frá ungri stúlku við leitina, Rose Árrow, sem leiðir þau til Hong Kong til grafar sem sögð er vera Daníels. Allen er sannfærð- ur en Rose fínnst eitthvað grunsam- legt við hve auðveldlega allt gekk fyrir sig. Aðalhlutverk: George C. Scott og Ali McGraw. Leikstjóri: Robert Day. Scheuers gefur ★ ★ ★. SILKWOOD ■■■■ STÖÐ 2 - Silk- 0-1 40 wood (1983). Fmm- “ sýning. Myndin er byggð á sannsögulegum at- burðum í lífí Karen Silkwood sem lést á dularfullan hátt í bílslysi árið 1974. Karen hafði háð baráttu upp á eigin spýtur til að svipta hulunni ofan af hættuástandi sem ríkti í kjam- orkuveri í Oklahoma þar sem hún vann. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Kurt Russell og Cher. Leikstjóri: Mike Nichols. Kvik- myndahandbók Scheuers gefur ★ ★★. Á SÍÐASTA SNÚNING ■■■■ STÖÐ 2 — Á síðasta QQ 45 snúning (Running “ö Scared — 1986). Fmm- sýning. Ray og Danny em tveir af bestu lögregluþjónum Chicago- borgar. Þeir elska það að eltast við glæpalýð og halda óþjóðalýð frá götunum en það er sama hversu mikið msl þeir hirða upp af götun- um í dag — það verður alltaf meira á morgun. Þeir sniðganga oft lögin , til að halda borginni hreinni en dag Ur myndinni A síðasta snúning. einn ganga þeir of Iangt og verða að segja starfi sínu lausu. Aðal- hlutverk: Gregory Hines, Billy Crystal og Steven Bauer. Leikstjóri: Peter Hyams. FORDÓIVIAR STÖÐ 2 — Fordómar (Alamo Bay — 1985). Endursýn- 30 ing. Mynd um ofbeldisfull viðbrögð Texasbúa við innflytj- “ endum frá Austur-Asíu sem leituðu til Bandaríkjanna við lok Víetnamsstríðsins. Aðalhlutverk: Amy Madigan, Ed Harris og Ho Nguyen. Leikstjóri: Louis Malle. Scheuers gefur ★★. Meryl Streep. HVAÐ ER AÐO GERASTÍ 01 Söfn Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opið eftir samkomulagi. Hægterað panta tima isima 84412. Ámagarður I Árnagarði er handritasýning þar sem má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj- arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásmundarsafn I Ásmundarsafni er sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndirog 10 vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaðurinn vann að óhlutlægri mynd- gerð. í Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypurafverkum listamannsins. Safniö er opið daglega frá kl. 10 til 16. Hópar geta fengið að skoða safniö eftir umtali. Listasafn ASÍ i Listasafni AS( stendur yfir sýning á verkum Jóns Engilberts. Sýningin er í til- efni af útkomu listaverkabókar um Lista- safn ASf og Lögberg bókaforlag gefur út. Á sýningunni eru um 50 myndir, flest olíumálverk, en einnig nokkrargrafik- myndir og krítarteikningar og spanna þær allan listferil Jóns Engilberts. Flest lista- verkanna eru úr bókinni. Sýningin verður opinallavirkadaga kl. 16—20 og um helgar kl. 14—20. Henni lýkur 18. desem- ber. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er lokað í desember og janúar. Höggmyndagarður- inneropinn daglegafrákl. 11.00—17.00. Listasafn íslands Vegna mikillaraösóknarhefurverið ákveðið að framlengja sýningu Kristínar Jónsdóttur listmálara, í Listasafni íslands, fram til 15. desember. Ásýningunni eru 25 verk og er þema hennar blóm og uppstilling. Nú stendur einnig yfir sýning á íslenskum verkum í eigu safnsins. Þar hanga nú uppi verk eftirÁsgrím Jónsson, Gunnlaug Ó. Scheving, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. Á efri hæð hússins eru nú sýnd ný aðföng, skúlptúrareftir islenska listamenn. I veitingastofunni eru sýnd verk eftir Leif Breiðfjörð og eru þau öll til sölu. Á sunnudag fer fram í fylgd sérfræðings leiösögn um sýningar í húsinu og hefst hún kl. 15.00. Leiösögnin Mynd mánaðarins fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13.30. Mynd mánaðarins er eftir Kristínu Jónsdóttur: Uppstilling, olíumálverk, mál- að um 1950. Myndbandasýningarverða í fyrirlestrar- sal þá daga sem hérsegir. Laugardag: Syrpa. 11 íslenskir myndlistarmenn: Sjónvarpiö 1986. Sunnudag: Galdurinn og leikurinn. Fjórir ungir myndlistamenn. Sjónvarpið 1988. Þriðjudag: Skáld hlut- anna, málari minninganna. Louisa Matt- híasdóttir. Listmunahúsiðog (sfilm 1985. Miðvikudagur: Erró engum likur. Sjón- varpið 1988. Fimmtudagur: Aðdragand- inn að stofnun Nýlistasafnsins. Syrpa gerð undir stjórn Gylfa Gíslasonar. Sjón- varpið. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga.kl. 11—17. Aðgangur aö sýn- ingum er ókeypis, svo og auglýstar leið- sagnir. Veitingastofa safnsins er opin á samatíma. Safn Ásgríms Jónssonar Safn Ásgríms Jónssonar við Bergstaða- stræti er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30— 16.00. Nústenduryfirsýningáþjóð- sagna- og ævintýramyndum eftirÁsgrím og stendur hún til febrúarloka. Ustasafn Háskóla íslands í Listasafni Háskóla (slands í Odda eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins. Lista- safniðeropiðdaglega kl. 13.30—17 og er aðgangur ókeypis. Minjasafnið Akureyri Minjasafnið á Akureyri er til húsa við Aðalstræti 58. Safniö eropið á sunnu- dögumfrákl. 14—16.ÁMinjasafninu má sjá ýmis konarverkfæri og áhöld sem tengjast daglegu lífi fólks áðurfyrrtil sjáv- ar og sveita. Einnig er margt muna sem sýna vel menningu og listiönað íslenska sveitasamfélagsins s.s. tréútskurður, silf- urmunir, vefnaður og útsaumur. Einnig er á safninu úrsmíða-, skósmiða- og trésmíðaverkstæði frá fyrri tíð. Þá má nefna gamla kirkjumuni s.s. bænhús- klukku frá því um 1200. Á minjasafninu er einnig hægt að skoða gamlar Ijós- myndir og á lóð safnsins stendur gömul timburkirkja fráárinu 1876. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í tilefni af opnun safnsins og 80 ára af- mæli listamannsins er haldin yfirlitssýn- ing á 50 verkum Sigurjóns, þar á meðal eru myndirsem hafa aldrei áðurverið sýndar á islandi. Safnið og kaffistofan eru opin laugardaga og sunnudaga kl. 14—17. Tekiðerá móti hópum eftir sam- komulagi. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er i Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauö- peningar frá síðustu öld eru sýndir þar svo og orður og heiðurspeningar. Líka er þarýmis forn mynt, bæði grísk og rómversk. Safnið ér opiö á sunnudögum milli kl. 14og 16. Póst-og símaminjasafnið I gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst- og símstöðvum og gömul simtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriöjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt eraö skoða safnið á öðrum timum en þá þarf að hafa samband við safnvörð ísíma 54321. Þjóðminjasafnið Þjóðminjasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11.00—16.00. Aðgangur erókeypis. Myndlist FÍM-salurinn Félag íslenskra myndlistamanna hefur nýjan rekstur í galleríi sínu, F(M-salnum, að Garðastræti 6. Salurinn verðurfram- vegis annars vegar sölugallerí, þar sem fólk getur keypt verk því sem næst beint af listamanninum, en hins vegar verður haldið áfram með sýningarsalinn þar sem stööugar sýningar verða. (desember og janúar verður galieríið eingöngu starfrækt sem sölugalleri og verðurskipt um upp- hengi viku- til hálfsmánaðarlega. Opnun- artimi verður i desemberfrá kl. 12 virka daga þar til verslanir loka og á laugardög- um frá kl. 14. Lokað á sunnudögum. Gallerí Borg I Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, stendur nú yfir hið árlega jólaupphengi. Þar eru til sölu og sýnis verk gömlu meistar- anna, einnig teikningar, vatnslita- og pastelmyndir eftir hina ýmsu höfunda, auk þess úrval gler- og leirmuna, bæði i Pósthússtræti og Grafík-Gallerí Borg, Austurstræti 10. Þar eru einnig grafík- myndir og málverk yngri málara í stærra og betra húsnæði en áður var. (Kringlunni hefur Galleri Borg opnað jóla- sölusýningu á þriðju hæð, frá 5. desem- bertil 5. janúar. Þareru til sölu grafík- myndir, teikningar, vatnslita-, pastel- og oliumyndir, auk leirmuna. (Galleri Borg, Pósthússtræti, Austurstræti og Kringl- unni er opið á venjulegum opnunartima verslana í desember. GalleríEva Eva Benjamínsdóttir sýnir vatnslitamynd- ir og myndir unnar með blandaöri tækni i Galerí Evu, nýju galleríi á Miklubraut 50, gegnt Kjarvalsstööum. Sýningin er opindaglegafrákl. 15—21 oglýkur12. desember. Gallerí Gangskör Gangskörungar opna árlega jólasýningu á laugardag kl. 14. Á sýningunni eru m.a. skúlptúrar, keramík og grafík. Sýn- ingin er opin alla virka daga kl. 12—18 og um helgarkl. 14—18. Gallerí Grjót (Galleri Grjóti stenduryfir jólasýning á verkkum þeirra níu listamanna sem standa að galleríinu. Listaverkin eru margvisleg og má þarnefna málverk, grafík, skúlptúr, teikningar, skartgripi, leirmuni, steinmyndirog postulinsmynd- ir. Öll verkin eru til sölu. Galleri Grjót er opiö virka daga kl. 12— 18 og á laugar- daginn kl. 10—17 en kl. 17 hefst uppá- koma, tískusýning Ingibjargar Þóru Gestsdóttur, sem er nýútskrifaður fata- hönnuðurfrá Kaupmannahöfn. Sýndur verðurfatnaðurá börn, unglinga og full- orðna. Gallerí Guðmundar frá Miðdal I GalleríGuðmundarfrá Miðdal, Skóla- vörðustíg 43, erú til sýnis og sölu mál- verkeftirGuðmund Einarsson, Svövu Sigríði, Guðmund Karl, Hauk Clausen o.fl. Galleri Guömundar er opið alla daga nema sunnudaga kl. 14—18. Gallerí Kirkjumunir Galleri Kirkjumunum, Kirkjustræti 10, er opið kl. 9 til 18 alla virka daga. Þá'r sýn- ir Sigrún Jónsdóttir listaverk sin. GalleríList I Gallerí List, Skipholti 50b, er komið nýtt og mikið úrval af listaverkum fyrir jólamarkaðinn. Nýjargrafík-myndireftir Helgu Ármann, Ingunni Eydal, Rut Re- bekku og Margréti Birgisdóttur. Einnig nýjar vatnslitamyndir eftir Hjördísi Frímann, Elinu Magnúsdóttur, Gest Guð- mundsson, Elínu Rós Eyjólfsdóttur, Guð- rúnu A. Magnúsdótturog Braga Hannes- son. Nýkomið er Rakú-keramik eftir Margréti Jónsdóttur frá Akureyri. Opið erfrá kl. 10.30—18 virka daga og kl. 10.30—14.00 um helgar. Gallerí Svart á hvrtu í Listaverkasölu gallerísins við Laufás- veg, á efri hæð, eru til sölu verk ýmissa myndlistarmanna og má m.a. nefna: Karl Kvaran, Georg Guðna, Huldu Hákon, Helga Þorgils Friðjónsson, Halldór Björn Runólfsson, Jón Óskar, Jón Axel, Guð- mund Thoroddsen, Brynhildi Þorgeirs- dóttur, PéturMagnússon, KeesVisser, Ólaf Lárusson, Svanborgu Matthíasdótt- ur, Sigurö Guðmundsson, Sigurð örlygs- son, Pieter-Holstein ogTuma Magnús- son. Listaverkasalan er opin á sama tíma og sýningasalur gallerísins. íslenska óperan Um þessar mundireru til sýnis og sölu í íslensku óperunni, Gamla bíói, Ingólfs- stræti, 16 málverk eftir Þorlák Kristins- son, Tolla. Tolli stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla (slands árin , 1977—1983 og við Myndlistarháskólann í V-Berlin 1983—84. Hann hefur haldið fjöida einka- og samsýninga hér á landi sem erlendis og einnig sýnt m.a. á vinnu- stöðum víða á landsbyggöinni. Sýningin í Óperunni er opin til 18. desember kl. 15—19alla daga. Gullni haninn Áveitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Katel í sal Verslunarinnar Katel er sölusýningu á plakötum og eftirprentunum eftir Chagall. Salurinn ertil húsa að Lauga- vegi 29 (Brynju-portið). Sýningin er opin virkadagakl. 10—18. Kjarvalsstaðir (Vestursal Kjarvalsstaða opnar á laugar- dag sýning á verkum sem Reykjavíkur- borg hefur keypt undanfarin 5 ár. Sýning- in er opin daglega kl. 14—22 og stendur fram í desember. Krókur (Galleri Krók sýnir Daníel Þorkell Magn- ússon myndverk. Krókurerað Laugavegi 37 og er opinn á verslunartíma. Leirmunasala Kolbrúnar Kolbrún S. Kjarval, leirlistakona, hefur fengið hluta af hannyrðaversluninni Hofi við Ingólfsstræti 1 og mun verða þar með ún/al af leirmunum sínum til sýnis og sölu. Kolbrún lærði i Danmörk, Eng- landi og Skotlandi og hefur haldiö einka- sýningar í Danmörku og á (slandi en auk þess tekið þátt i fjölda samsýninga. Leir- munasala Kolbrúnar í Ingólfsstræti 1 verður opin á almennumverslunartima. Nýhöfn Nú stenduryfirjólasýning í Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, undiryfirskrift- inni: Kátt er um jólin, koma þau sennl Á sýningunni, sem ersölusýning, verða verk eftir lifandi og látna íslenska lista- menn. Opnunartimi fram að jólum veröur frá kl. 10—18 virka daga, á opnunartíma verslana á laugardögum og frá kl. 14—18 á sunnudögum. Sparisjóður Reykjavíkur Sparisjóður Reykjavíkur stendur fyrir myndvefnaðarsýningu í útibúinu Álfa- bakka 14, Breiðholti. Sýndurveröurdam- askmyndvefnaður eftir Sigríði Jóhanns- dóttur og Leif Breiðfjörð. Sýningin, sem er sölusýning, stendur yfir til 27. janúar 1989 og er opið frá mánudegi til fimmtu- dags kl. 9.15—16 og á föstudögum kl. 9.15-18. Stöðlakot í sýningarsalnum og og listiðnaðargall- eriinu Stöðlakoti, Bókhlöðustig 6, stend-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.