Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 5
-MOBQPySI^eiÐ, iFÖSXUDAGWB A988 3B *5 Sjónvarpið: Sígaunabavóninn ■■Bi Sjónvarpið sýnir í dag óperettuna Sígaunabaróninn eftir -j r» 05 Johann Strauss. Óperettan er í þremur þáttum og gerist “ á miðri 18 öld á sveitasetri sem áður fyrr hafði verið í eigu Barinkay-fjölskyldunnar en er nú í höndum sígauna. Ríki svína- bóndinn, Zsupan, lítur á sjálfan sig sem valdsmann yfír allri landar- eigninni. Dag einn gefur Camero landstjóri Barinkay aflausn og lætur hann fá yfírráð yfír setrinu sem áður fyrr hafði verið í eigu föður hans. Barinkay biður um hönd Arsenu, dóttur svínabóndans, en Arsena er ástfangin af Ottokar, son kennslukonu sinnar, Mira- bellu. Er Camero landstjóri sér Mirabellu þekkir hann hana sem hina týndu eiginkonu sína og Ottokar sem son sinn. Barinkay dreg- ur sig til baka til sveitasetursins og hittir þar Saffi sem hann verð- ur ástfanginn af. Það er Útvarpshljómsveitin í Stuttgart sem flytur ásamt kór. Stjómandi er Kurt Eichhom. Rás 2: Tónlistarkrossgátan 16— í dag verður lögð fyrir hlustendur Rásar 2 tónlistarkrossgáta númer 118. Það er Jón Gröndal sem sér um þáttinn að venju og skal senda lausnir til Ríkisútvarpsins, Rás 2, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merktar Tónlistar- krossgátan. Útvarp Róti Keflavík, Njarðvík ■■■■ Á Útvarpi Rót í dag verður farið með hljóðnemann til ■| K 00 Keflavíkur og Njarðvíkur. Rætt verður við bæjarbúa um -tO “ sögu bæjarfélagsins, félagslíf, menningu, atvinnulíf o.fl. Sérstaklega verður fyallað um nábýlið við herstöðina og áhrif hennar á lífíð og tilveruna. Á síðustu mánuðum hefur slæmt atvinnuástand á svæðinu mjög verið til umræðu, sérstaklega það að fískvinnsla sé mjög á undanhaldi í þessri sögufrægu verstöð. Rás 1: Góðvmatfúndtir Wrfll”™ Ólafur Þórðarson 1 K 00 hefur ekki alveg -"■« ”'’ sleppt hendinni af Fóstbræðrum sem voru gestir hans á Góðvinafundi í Duus- húsi um síðustu helgi og taka þeir aftur lagið á Góðvinafundi á Rás 1 í dag. Harmoníkuunn- endur ættu ekki að láta þennan Góðvinafund fram hjá sér fara þvf meðal gesta Ólafs eru Högni Jónsson sem séð hefur um harmoníkuþátt í Útvarpinu um árabil og Reynir Jónasson sem þenur nikkuna í fjórum fjörug- Gestgjafi á Góðvinafundi, Ólaf- ur Þórðarson, ásamt tveimur gestum, látúnsbörkunum Arn- ari Frey Guðmundssyni og Bjarna Arasyni. um lögum. Auk þess býður ólafur velkomna látúnsbarkana Bjama Arason og Amar Frey Guðmundsson sem syngja þijú lög, þar af eitt saman. Góðvinafundur verður endurtekinn aðfaranótt þriðjudags. Muff Porter bjargað ^^■■1 Þriðji þáttur framhaldsleikrits- 1Í»20 ins um Tuma Sawyer verður AO ~~ fluttur á Rás 1 í dag og nefnist hann Muff Porter bjargað. í öðmm þætti, þegar þeir Tumi og Stikilsbeija-Finnur voru staddir úti í kirkjugarði um miðnætur- skeið í einkaerindum, sáu þeir hvar Róbin- son læknir, Indíána-Jói og Muff Porter, gamall fylliraftur, voru að grafa upp lík Hrossa-Villa. Skömmu seinna urðu þeir vitni að því er Indíána-Jói drap lækninn í æðisasti. Þeir heyrðu hann síðar koma sök- inni á Muff Porter. Af ótta við hefndir Jóa ákváðu þeir að þegja yfir vitneskju sinni. Skömmu seinna ákváðu þeir að gera alvöru úr fyrirætlun sinni um að gerast sjóræn- ingjar. Þriðji þáttur leikritsins verður endurtekinn nk. fimmtudags- kvöld í Útvarpi unga fólksins á Rás 2. ívar Örn Sverrisson leikur Tuma. HVAÐ ERAÐ GERAST? Samhjálparsamkoma Samhjálp verður moð samkomu { Hvítasunnukirkjunni, Fíladelfíu, Hátúnl 2, á sunnudag kl. 20. M.a. syngur Samhjálparkórinn og Quðbjörg Óladóttlr syngur oln- söng. Rœðumaður ar Óll Ágústsson. ur yfir sýning Kristínar Schmidhauser Jónsdóttur sem hún nefnir Flíkur og form. Sýningin er opin alla daga, nema mánu- daga, frákl. 14—18og stendurtil 11. desember. Tunglið i Tunglinu, Lækjargötu 2, stendur nú yfir sýning á verkum eftir Sigþrúði Páls- dóttur (Sissú). Verkin eru flest unnin á þessu ári. Sýningin er sölusýning og stendur út desember. Undir pilsfaldinum ÁsgeirSmári Einarsson heldursína 6. einkasýningu hérlendis í galleríinu Undir pilsfaldinum, Hlaðvarpanum. Þarsýnir hann myndverk sín unnin á þessu og síðasta ári. Myndirnar eru olíumálverk og vatnslitamyndir og eru þær allar til sölu. Ásgeir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og Den Freie í Stuttgart. Sýningin er opin frá kl. 14—20 virka daga og um helgarfrákl. 14—18. Henni lýkur 18. desember. Vinnustofa og sýningarsalur I vinnustofu og sýningarsal Ríkeyjar Ingi- mundardóttiraö Hverfisgötu 59 eru til sölu verk hennar; málverk, postullnslág- myndir, styttur og minni hlutir úr leir og postulini. Ríkey málar og mótar verk eft- ir óskum hvers og eins. Opið er á verslun- artima. Bókasafn Kópavogs 1 Bókasafni Kópavogs sýnir Þóra Jóns- dóttir 4 vatnslitamyndirog 7 olíumyndir. Þóra er Ijóðskáld og hefur gefið út fjórar Ijóðabækur en sú fimmta er væntanleg á nnæstunni. Þóra hefur jafnframt feng- ist við myndlist i seinni tíð. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafniö, mánu- daga til föstudaga kl. 9—21 og laugar- daga kl. 11 —14. Hafnarborg (Litla sal Hafnarborgar, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, stendur yfir sýning á verkum frú Hönnu Davíðsson. Sýningunni lýkur á sunnudag og er opin kl. 14—19. í Aðalsal Hafnarborgar hanga nú uppi málverk í eigu stofnunarinnar. Verkin eru hluti af málverkagjöf Sverris Magnússon- arog konu hans IngibjargarSigurjóns- dóttur. Hótel Selfoss Hans Christiansen myndlistarmaður heldur sýningu á vatnslita- og pastel- myndum á Hótel Selfossi. Þetta ersaut- jánda einkasýning listamannsins og verð- ur hún opin daglega í anddyri hótelsins. Sýningunni lýkur 18. desember. Gallerí Allrahanda Akureyri Galleri Allrahanda er til húsa að Brekku- götu 5 á Akureyri. Opnunartími er fimmtudaga kl. 16—19,föstudaga kl. 13—18og laugardaga kl. 10—12.Aðrir timar eftir samkomulagi. Galleríiö er á efri hæð og eru þar til sýnis og sölu leir- munir, grafík, textil-verk, silfurmunir, myndvefnaður og fleira. Listkynning Alþýðubankans á Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga (Menor) og Alþýðubankinn á Akureyri kynna að þessu sinni áhugaljósmyndarann Hörð Geirsson. HörðurerAkureyringur, 28 ára, rafvirki að mennt. Hann hefur haldið 2 einkasýningar á Ijósmyndum, auk þess sem hann hefur unnið að ýmsum Ijós- myndaverkefnum. Hörður starfar nú við Ijósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri. Á kynningunni eru 13 litljósmyndir sem Hörður hefur tekið síðustu 4 árin og er myndefnið sótt i islenska náttúru og evr- óþska menningu. Kynningin er í af- greiðslusal Alþýðubankans á Akureyri, Skipagötu 14, og lýkur henni 6. janúar 1989. Leiklist Alþýðuleikhúsið Alþýöuleikhúsið sýnir Koss kóngulóar- konunnareftirargentínska skáldið Manu- el Puig á laugardag kl. 20.30. Sýnt eri kjailara Hlaövarpans, Vesturgötu 3. Miðapantanirisíma 15185 allan sólar- hringinn. Miðasala i Hlaðvarpanum kl. 14— 16 virka daga og 2 tímum fyrir sýn- ingu. Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur sýnir gamanleikritið Sveitasinfónía eftir Ragnar Arnalds i Iðnó. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Sýnt verður á laugardag kl. 20.30. Miöasala er opin alla daga frá kl. 14— 19. Sími 16620. Þjóðleikhúsið ‘Þjóðleikhúsiö sýnir leikritið Stór og smár (Gross und klein) eftir þýska leikskáldið Botho Strauss á sunnudag kl. 20. Síðasta sýning. Óperan Ævintýri Hoffmanns eftir Offen- bach verðursýnd á laugardag kl. 20.00. Siöasta sýningarhelgi fyrir jól. Miöasala Þjóðleikhússins eropin alla daga kl. 13—20. Simapantanir einnig virkadaga kl. 10—12,simi 11200. Tónlist Hafnarborg, Hafnarfirði Álaugardag kl. 16 verðurefnttiltónlistar- dagskrár í Hafnarborg. Þar koma fram Gunnar Gunnarsson flautuleikari, Helgi Bragason orgelleikari, Blásarasveit Hafn- arfjarðar, Kór Þjóðkirkjunnar og Karlakór- inn Þrestir. Hallgrímskirkja Náttsöngur verður í Hallgrímskirkju á miðvikudag kl. 21. Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonarsyngur. Heiti potturinn, Duus-húsi Á sunnudag kl. 21.30 verður leikinn jóla- jazz í Heita pottinum í Duus-húsi af Friö- riki Theódórssyni og félögum. Sveiflan kemur til með að ráða þar ríkjum og verða leikin og sungi sígræn swinglög svona til að ylja mönnum i skammdeg- inu. Til að koma gestum i enn betra skap verður jólaglögg selt ásamt öðrum Ijúfum veitingum. Eftirfarandi hljóðfæraleikarar munu leika: FriðrikTheódórsson bás- úna/söngur, Tómas R. Einarsson bassa, Guðmundur R. Einarsson trommur/bás- úna, Egill B. Hreinsson píanó, Hans Jens- son tenór/sax og Davíð Guðmundsson gítar. Kristskirkja Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar leika i Kristskirkju á laugardag kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Fiala, Haydn, Mozart, Beethoven, Bach og Haydn. Langholtskirkja Dagana. 10 og 11. desember mun Kór Langholtskirkju, ásamt blásarasveit, flytja kón/erk ftir austurriska tónskáldiö Anton BruckneríLangholtskirkju. Fluttar verða 5 motettur og messa í e-moll. Þetta er i fyrsta sinn sem messan er flutt hér á landi. Æfingar hafa staðið yfir frá þvi í byrjun september. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Félagar í kórnum eru nú 75. Brucner-tónleikarnir eru fyrsta stórverk- efni vetrarins. Kór Langholtskirkju minnirá árlega Jóla- söngva kórsins. Jólasöngvarnir eru ávallt haldnir síðasta föstudag fyrir jól og eru að þessu sinni 16. desember. Efnisskrá tónleikanna inniheldur innlend og erlend jólalög, svo og jólasálma. Og eins og oftast áður gefst tónleikagestum tæki- færi til að taka undir í almennum söng. Átónleikunum kemurfram, auk Kórs Langholtskirkju, barnakórÁrbæjarskóla. Verður kirkjan upplýst með kertum með- an á tónleikunum stendur. I hléi verður tónleikagestum boðið upp á heitt kakó. Þetta verða þriðju tónleikar kórsins á þessu hausti. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Uwe Eschner gítarleikari verður með tón- leika i Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á sunnudag kl. 20.30. 1 Norræna húsið Háskólatónleikar verða í Norræna húsinu á miðvikudag kl. 12.30. Einar Jóhannes- son klarinettleikari og David Knowles píanóleikari leika verk eftir Huristone og Mendelsohn. Tónlistarskóli Kópavogs Jólatónleikar T ónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í sal skólans, Hamraborg 11,3. hæð, laugardaginn 10. desember kl. 14. Fjölbreytt efnisskrá. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. RokkaðíQ-inu Strax, Síöan skein sól, Bjartmar og fleiri hyggjast breyta Borgartúni i Bourbon Street á föstudag og laugardag. Ýmsar breytingar hafa nú átt sér stað i hinu gamalgróna skemmtihúsi við Borgartúni 32, þarsem Klúbburinnog Evrópavoru áður til húsa. I kjallara og á fyrstu hæð hefur nýstárlegur og framsækinn skemmtistaöur hafið göngu sína og heit- ir þar Q eða Q-ið eins og hann er oftast nefndur. Þar eru veitingar bomar fram af mjaltakonum og auk heföbundinna veiga eru á boðstólum ýmsar óvenjuleg- ar nýjungar svo sem Bourbon Q-amjólk, Sherry Q-menostur og Q-rennudjús svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar er boðið upp á lifandi tónlist og nú um helgina munu tvær af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram í Q-inu auk plötu- sölukóngsins Bjartmars Guðlaugssonar sem mætir með unglingabólu á nefinu og kyrjar sín hressustu lög. Hljómsveitin Strax hefur verið á mikilli yfirreið um láridsbyggðiina og kemur nú fram í fyrsta skipti í Q-inu skipuð Ragnhildi Gísladótt- ur, Jakobi Magnússyni, Sigurði Gröndal, Sigfúsi Óttarssyni og Baldvini Sigurðs- syni. Þetta verður í siðasta skipti sem Strax koma fram áður en hljómsveitin heldur til Bretlands þar sem hún leikur i næstu viku. Siðan skein sól með söngvarann og leikarann Helga Björns- son i fararbroddi kemur einnig fram á föstudags- og laugardagskvöld. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöð ferðamála er með aösetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á íslandi. Opiö er mánu- daga til föstudaga kl. 10— 16, laugardaga kl. 10—14. Lokaö á sunnudögum. Síminn er 623045. Félagslíf BasaríMÍR Sunnudagssýningar MlR á sovéskum kvikmyndum í biósalnum, Vatnsstig 10, falla nlður i desembermánuöi. Basar verður í húsakynnum félagsins nk. laug- ardag, lO.desember, kl. 14. Til sölu verða ýmsir minjagripir, bækur o.fl. frá Sovétríkjunum. Félagsvist SGT heldur á hverju föstudagskvöldi fé- lagsvist iTemplarahöllinni, Eiríksgötu 5. Hljómsveitin Tíglar spila fyrir dansi til kl. 1.30. Jólabasar Safnaðarfélags Fríkirkjunnar Safnaðarfélag Frikirkjunnar í Reykjavik gengst fyrir jólabasar í Hljómskálanum við Sóleyjargötu á laugardaginn. Efnt veröur til skyndihappdrættis og eru vinn- ingar málverk ftir þekkta listmálara. Á boðstólum er óvenju vönduð handa- vinna, heimabakaðar kökur auk margs annars eigulegs. Allt er þetta selt á vægu verði. Þá áritar sr. Gunnar Björnsson nýja hljómplötu sína með einleiksverkum fyrir selló eftir Jóhann Sebastían Bach. Basarinnverðuropinnfrákl. 14. Jólagleði í safnahúsunum á Seffossi Um helgina verður í safnahúsunum á Selfossi mikill jólaglaðningur. Að honum standa Bókasafnið, Byggða- og listasaf- nið og Skjalasafnið. Dagskráin hefst með upplestri i Bókasafninu báða dagana kl. 14. Á laugardaginn verður lesið úr Sögu Þorlákshafnar eftir Skúla Helgason og Guðmundur Daníelsson les úr bók sinni Á miðjum vegi i mannsaldur. Á sunnudag verður lesið úr bókunum Lífssaga Bryndísar Schram, Hrafninn flýgur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.