Morgunblaðið - 15.02.1989, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
Póstur og sími:
Jarðstöð með fáum
öryggisrásum keypt
Nýr Skyggnir kostar um 300 milljónir
PÓSTUR og sími hefur ákveðið að kaupa litla jarðstöð með fáum
öryg’gisrásum og er reiknað með að hún kosti nokkur hundruð
þúsúnd krónur. Að sögn Þorvarðar Jónssonar framkvæmdastjóra
tæknisviðs Pósts og síma, er hér fyrst og fremst um öryggisbúnað
að ræða, sem tryggja á flugmálastjórn öruggt samband á flugstjórn-
arsvæðinu. Gert er ráð fyrir að ný jarðstöð svipuð Skyggni rísi
árið 1990 og að hún kosti um 300 milljónir miðað við verðlag i dag.
„Við erum með í athugun að
setja upp stöð fyrir fáar öryggislín-
ur fyrir flugmálastjóm. Litla vara-
stöð sem yrði tengd Marintime-
gervitunglinu, sem þjónar skipum
og flugvélum. Er reiknað með að
hún verði sett upp fljótlega," sagði
Þorvarður. „Þetta yrðu eitt eða
fleiri öryggissambönd, sem sett
yrðu upp og séð til þess að flug-
málastjómin verði ekki sambands-
laus þegar svipað ástand kemur
upp og var síðastliðinn sunnudag."
Gámur fauk
yfir Súg-
andafjörð
í óveðrinu um helgina fauk.
40 feta gámur af viðlegukanti
á Suðureyri, flaut yfir Súg-
andaQörð og upp í flöru á
Norðureyri, hinu megin fjarð-
arins. Gámurinn, sem var tóm-
ur, er mikið skemmdur eða
jafnvel ónýtur, að sögn Ró-
berts Schmidt á Suðureyri. 50
metra olfuleiðsla á sama við-
legukanti fauk einnig upp.
í veðurofsanum gekk sjórinn
tugi metra inn á land og með
fylgdi gijót og þari. Vegurinn
inn í Staðardal grófst í sundur.
Stórt gat kom á gamla skreiðar-
og veiðarfæraskemmu í eigu
Fiskiðjunnar Freyju hf. og gekk
sjór þar inn.
Á Skyggni í dag eru 230 línur
tengdar en þær gætu verið þrisvar
til íjórum sinnum fleiri. „En örygg-
ið næst ekki með því að tengja
fleiri línur," sagði Þorvarður. „Það
fæst ekki nema með nýrri jarðstöð
og það yrði ekki fullkomið ef nýja
stöðin risi við hliðina á Skyggni.
Þá yrði hún til dæmis fyrir sömu
rafmagnstruflunum og sama veð-
urham. Mesta öryggið fengist með
því að nýja stöðin ætti ekkert sam-
eiginlegt með Skyggni. Þar af leið-
andi þarf að athuga vel staðsetn-
ingu hennar. Stöðin gæti verið
hvar sem er á landinu en það verð-
ur að finna stað, sem hentar skil-
yrðum fyrir loftnet með tilliti til
gervitungla og á okkar hættulega
landi, ekki á mjög miklu jarð-
skjálfta- og eldgosasvæði. Hér eru
fleiri hættur en sjórok."
Hnífsdalur:
Morgunblaðiö/Sverrir
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, leikur fyrsta leikinn í skák þeirra Þrastar Þórhallssonar
og sovéska stórmeistarans Eingorns á Fjarkaskákmótinu sem hófst í gær.
Fjarkaskákmótið:
Sigurður Daði vann Watson
SIGURÐUR Daði Sigfusson
vann enska alþjóðlega meistar-
ann Watson á Fjarkaskákmóti
Skáksambands íslands sem
hófst á Hótel Loftleiðum í gær.
Þátttakendur f mótinu eru
Qórtán talsins, þar af sex stór-
meistarar og sex alþjóðlegir
meistarar. Teflt er daglega frá
klukkan 17 til 23.
Önnur úrslit í fyrstu umferð
urðu þau að enski stórmeistarinn
Hodgson vann norska alþjóðlega
meistarann Tisdall, Helgi Ólafs-
son vann Björgvin Jónsson, jafn-
tefli gerðu Margeir Pétursson og
Jón L. Ámason, Þröstur Þórhalls-
son og sovéski stórmeistarinn
Eingom, Karl Þorsteins og sov-
éski stórmeistarinn Balasjov.
Sævar Bjamason og Hannes
Hlífar Stefánsson vom enn að
tefla klukkan 21.30 í gærkvöldi
og Hannes Hlífar var þá peði yfir.
Ibúar krefjast þess að sorp-
eyðingarstöð verði lokað
Hollustuvernd telur ösku frá stöðinni hættulegan eftiaúrgang
Fimmsóttuum
N-Múlasýslu
FIMM sóttu um embætti sýslu-
manns í Norður-Múlasýslu. Þrír
óskuðu nafnleyndar en hinir eru
Þorfinnur Egilsson lögmaður og
Jón Magnússon aðalfulltrúi
sýslumannsins í Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu.
Þá sóttu tveir um embætti bæjar-
fógeta á Neskaupstað. Annar ósk-
aði nafnleyndar en hinn er settur
bæjarfógeti á staðnum, Ólafur K.
Ólafsson.
„ÞAÐ ER mikil mengun frá sorpeyðingarstöðinni á Skarfrskeri, hún
er ólögleg þvf hún hefur ekki starfsleyfi og þess vegna höfum við íbúar
f Hnífsdal fúllan rétt á að kreQast þess að henni verði lokað,“ sagði
Anna María Antonsdóttir, fbúi f Hnífedal. Haraldur L. Haraldsson,
bæjarstjóri á ísafirði, segir að þetta mál sé f skoðun og verið sé að
kanna ákveðnar lausnir.
Samkvæmt lögum er skylt að
sækja um leyfi fyrir slíkri starfsemi.
Hollustuvemd ríkisins sendi frá sér
greinargerð vegna umsóknar eig-
enda stöðvarinnar, sem em ísafjörð-
ur, Bolungarvík og Súðavíkurhrepp-
ur. Hollustuvemd leggur til að stöðin
verði lögð niður í núverandi mynd,
vegna mengunar sem frá henni
stafar. í greinargerðinni kemur fram,
að aska frá slíkum stöðvum er víða
erlendis flokkuð sem hættulegur
eftiaúrgangur. Við sorpbrennslu
myndast til dæmis efni, sem geta
verið krabbameinsvaldandi, valdið
fósturskaða og áhrifum á ónæmis-
kerfi líkamans. Þá segir að óeðlilega
mikil og heilsuspillandi reykmengun
sé frá sorpbrennslustöðinni.
„Stærstu rykkomin falla fljótt til
jarðar, en þau smærri geta verið í
loftinu dögum og jafnvel mánuðum
saman. Mengun af þessu tagi getur
valdið ýmsum óþægindum og sjúk-
dórnurn," segir í greinargerðinni.
„Hollustuvemd hefur sagt að eng-
in ástæða sé til að gera hér mengun-
armælingar, það væri einungis tfma-
og peningaeyðsla, því þegar væri
ijóst að mengunin er mikil," sagði
Anna. „Náttúruvemdarráð og Um-
hverfis- og náttúruvemdamefnd ísa-
fjarðar hafa einnig lagst eindregið
gegn rekstri stöðvarinnar í núverandi
mynd, en þrátt fyrir það eru engar
úrbætur í sjónmáli. í bæjarstjóm Isa-
Qarðar hefur verið rætt um að hækka
skorsteininn á stöðinni, en sam-
kvæmt mínum upplýsingum kemur
það að engu gagni."
Anna sagði að íbúar í Hnífsdal
væru orðnir langþreyttir á mengun-
inni. „Það eru mjög oft sótflygsur í
loftinu. Oftar en einu sinni hef ég
þurft að þvo aftur þann þvott sem
hefur hangið á snúmnum hjá mér
eina dagsstund. Snjórinn hér er oft
svartur af sóti og lyktin í bænum
óbærileg. Það kemur einnig fram í
greinargerð Hollustuvemdar að þessi
mengun á greiða leið í vatnsból. Ég
er nú að hefja undirskriftasöfnun
meðal íbúanna, því við viljum hvetja
heilbrigðisráðherra til að láta loka
stöðinni," sagði Anna María Antons-
dóttir.
„Við emm að kanna þetta mál og
ómögulegt að segja til um það nú
hvað verður gert," sagði Haraldur
L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði,
er hann var inntur eftir því til hvaða
ráða yrði gripið þar sem sorpeyðing-
arstöðin hefur ekki starfsleyfi.
Skoðanakönnun meðal stúdenta:
Þriðjungur nemenda
Rafinagn komið á um
land allt síðdegis í gær
RAFMAGN átti að vera komið á að nýju á langflestum stöðum á landinu
um miðjan þriðjudag, að sögn Krisljáns Jónssonar forsljóra Raf-
magnsveitna rikisins. Sfðast komst á straumur á nokkrum bæjum í
Borgarfirði en þar urðu viðgerðarflokkar frá að hverfr vegna illviðr-
is aðfaranótt þriðjudagsins. Hafist var aftur handa við viðgerðir strax
um morguninn. Þá komst um hádegið á straumur í Biskupstungum,
Vestur-Landeyjum, Þorlákshöfn og á nokkrum bæjum á Suðurlandi
þar sem straumur datt út að nýju á mánudagskvöld.
Kristján Jónsson sagði að vegna
veðursins hefðu mest vandkvæði fyr-
ir viðgerðarflokka verið að komast
yfir dreifkerfið til að þrífa seltu af
einangrurum. Hann sagði að veðrátt-
an undanfarið væri óvenjuleg og
minntust menn vart jafnlangvinnrar
vestanáttar. Hann sagði að yrði
framhald á þessu tíðarfári væri ekki
hægt að útiloka að til frekari trufl-
ana kæmi. Engin skyndiúrræði
dygðu til að koma í veg fyrir slíkt.
Hann sagði að undanfarin ár hefði
einangrunargildi rafbúnaðarins verið
aukið eftir því sem tileftii hefði gef-
ist til og þörf hefði verið á en sagði
að þegar veður bæri með sér jafnsalt-
mettað loft og nú yrði ekki hægt að
koma í veg fyrir hættu af því tagi
sem menn byggju nú við.
Kristján Jónsson sagði að fjár-
hagstjón RARIK vegna straumleys-
isins lægi ekki fyrir. Hann sagði að
stærsti útgjaldaliður straumleysisins
væri vegna 60 kW aflrofa fyrir Vest-
mannaeyjalínu á Hvolsvelli sem hefði
skemmst. Nýr rofí mundi kosta ein-
hveijar milljónir króna. Þá hefðu
orðið smærri skemmdir á línubúnaði
og staurum víðs vegar. Kristján
kvaðst þó ekki telja að heildarútgjöld
mundu mælast í tugum milljóna.
Aðspurður um tjón notenda vegna
straumleysisins sagði hann að engar
tölur um slíkt væru handbærar en
sér væri ekki kunnugt um slík til-
felli. Þó mætti búast við að á heimil-
um þar sem lengst hefði verið
straumlaust hefðu til dæmis matvæli
í frystikistum spillst en hann sagði
að slíkt ætti þó að heyra undantekn-
ingum til. Kristján Jónsson sagði að
samkvæmt lögum væri RARIK ekki
bótaskylt vegna tjóns, sem notendur
yrðu fýrir ef rekja mætti straumleys-
ið til óviðráðanlegra orsaka eins og
verið hefði í þessu tilfelli.
HI býr í eigin húsnæði
ÞRIÐJUNGUR nemenda við Háskóla íslands býr I eigin húsnæði,
samkvæmt skoðanakönnun, sem SKÁÍS hefur gert fyrir Vökublað-
ið, um afetöðu stúdenta til ýmissa mála. í úrtaki voru 200 stúdent-
ar, valdir af handahófi, og svöruðu allir spurningunum.
Um fyrrgreint atriði var spurt
svo: Hvað telur þú að muni líða
langur tími þar til þú eignast eigið
húsnæði?
33,5% sögðust þegar búa í eigin
húsnæði, 8% töldu að líða muni
1-3 ár, 18,5% sögðu 4-6 ár, 9%
7-9 ár, 19% 10-15 ár, 1% meira
en 15 ár og 11% höfðu ekki skoð-
un á málinu.
Aðrar helstu niðurstöður könn-
unarinnar voru að 65,5% nemenda
vilja láta flytja haustpróf frá jan-
úar og fram í desember. 69,5%
telja að Stúdentaráð eigi að vera
vettvangur umræðu um hags-
munamál stúdenta en aðeins 1%
telur að þar eigi að ræða þjóðmál
og utanríkismál. 15% telja að ræða
eigi hvort tveggja. 39,5% voru
ánægð með starfsemi Stúdenta-
ráðs, 19% voru óánægð en 41,5%
höfðu ekki skoðun á málinu. 75%
voru andvíg því að sumartekjur
hafí aukin áhrif á ákvörðun náms-
lána en 16,5% voru því fylgjandi.
47% þátttakenda höfðu aldrei
hlustað á Útvarp Rot en 13,5%
hlustuðu oft á stöðina. Þá töldu
57% aðspurðra að Háskóli íslands
hefði uppfyllt þær væntingar sem
þeir gerðu sér til hans sem mennta-
stofiiunar. 32% voru á öndverðri
skoðun. 68,5% stúdenta stunda það
nám sem þeir eru í vegna áhuga
á faginu, 16% vegna áhuga á starfí
að námi loknu en 4,5% vegna
tekjumöguleika. 54% telja sig eiga
góða möguleika á starfí við hæfi
hérlendis að námi loknu, 25% telja
horfumar sæmilegar, 14,5% frekar
litlar og 4% telja engar horfur á
að þeim bjóðist starf við hæfi í
sínu fagi að námi loknu.