Morgunblaðið - 15.02.1989, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
Bandarískir Grænfríðungar halda „þjóðardag“ gegn hvalveiðum 25. mars nk.:
Búast við mótmæhun
í 100-150 borgum
Grænfriðungar S Bandaríkjunum halda svokallaðan „þjóðardag“
í mótmælum sínum gegn hvalveiðum íslendinga, þann 25. mars
næstkomandi. Þá búast þeir við að skipulagðar mótmælastöður verði
f 100-150 borgum við veitingastaði sem nota íslenskan fisk. Mótmæl-
in eiga einkum að beinast gegn veitingahúsakeðjunni Burger King,
sem er einn stærsti kaupandi íslenskra fiskafurða í Bandaríkjunum.
Grænfriðungar hafa áður haldið
slíkan „þjóðardag" í Bandaríkjun-
um, síðast í ágúst í fyrra. Campell
Plowden, sem stjómar aðgerðum
Grænfriðunga í Bandaríkjunum,
sagði við Morgunblaðið að þá hefðu
verið sendir út um 200 mótmælaað-
gerðapakkar til samtaka og hópa
utan vébanda Grænfriðunga, með
leiðbeiningum um hvemig standa
ætti að mótmælaaðgerðunum. Um
það bil 40 hópar hefðu síðan staðið
fyrir mótmælum. Núna hefðu verið
sendir út yfír 800 pakkar og ef
sama hlutfall svaraði kallinu og
síðast mætti búast við að 150-200
hópar tækju þátt í mótmælunum.
Mótmælunum á aðallega að
beina gegn Burger King, en einnig
em fyrirhugaðar mótmælastöður
við veitingastaðina Wendy’s, Merri-
ott’s, Tasty Freese, Treacher’s og
Red Lobster.
Grænfriðungar í Bretlandi und-
irbúa nú endumýjaða herferð þar í
landi gegn íslenskum fískafurðum,
til að mótmæla hvalveiðum. Að
sögn Ros Reeve, sem hefur aðalum-
sjón með mótmælaaðgerðum Græn-
friðunga gegn hvalveiðum íslend-
inga, eiga mótmælin í Bretlandi
aðallega að beinast gegn fram-
leiðslufyrirtækinu Birdseye og
verslanakeðjunni Tasco. Herferð
Grænfriðunga á síðasta ári beindist
einnig gegn þessum tveimur fyrir-
tækjum.
Fréttir hafa verið um, að von
væri á fulltrúum Grænfriðunga
hingað til lands til viðræðna við
íslensk stjómvöld um hvalveiði-
stefnuna. Ros Reeve sagði að heyrst
hefði að Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra hefði sent Græn-
fríðungum skriflegt boð um viðræð-
ur, en það hefði ekki borist þeim
enn. Ef slíkt boð kæmi, yrði tekin
afstaða til þess, en engar heimsókn-
ir til íslands væm fyrirhugaðar eins
og stæði.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 15. FEBRÚAR
YFIRLIT í GÆR: Skammt suðaustur af Homafirði er 960 mb lægð
sem dýpkar enn og hreyfist austnorðaustur, en 980 mb lægð fyrir
vestan land grynnist smóm saman. Vaxandi 1.030 mb hæð yfir
Grænlandi.
SPÁ: Norðanátt um allt land, hvassviðri í fyrstu en lægir smám
saman vestantil þegar líður ó daginn. Éljagangur um norðanvert
landið en lóttskýjað sunnanlands. Frost 7-12 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG:Á fimmtudag: Fremur
hæg breytileg átt. Smóól við norðausturströndina og líklega á an-
nesjum vestanlands en annars víða bjart veður. Talsvert frost, víða
9-14 stig. Á föstudag: Vaxandi austan- og suöaustanótt og dregur
dálítið úr frosti. Snjókoma sunnanlands og vestan- en úrkomulítið
norðanlands.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Alskýjað
/ Norðan, 4 vindstig:
' Vindörín sýnir vind-
stefnu og fjaðrimar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skurir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 i gær að ísl. tíma
Akurayri Reykiavfk hrtl +7 +8 vaóur akýJaA anjókoma
BJörgvin 4 Mttakýjað
Helslnki 1 akjjað
Kaupmannah. 6 skúr
Narssaraauaq +23 heUskírt
Nuuk +18 úrkoma
Ötló 3 ak-yjað
Stokkhólmur 2 rigning
Þórahöfn vantar
Algarve 19 l’ettak’yjað
Amsterdam 8 úrkoma
Barcelona 14 mlstur
Berlln 6 rignlng
Chlcago 6 hslðskfrt
Faneyjar 9 þokumóða
Frankfurt 8 rignlng
Qlasgow 7 skýjað
Hamborg 7 hálfskýjað
Lat Palmaa 20 rykmlstur
London 8 Mttskýjað
Loa Angelee 6 halðskfrt
Lúxemborg 4 anjóél
Madrfd 14 helðskfrt
Malaga 18 Mttskýjað
Mallorca 16 skýjað
Montreal 0 súld
NewYork vantar
Oriando 17 helðskfrt
Parfa vantar
Róm 12 þokumóða
San Dlego 7 Mttskýjað
Vln 1 snjókoma
Washlngton 3 rignlng
Wlnnlpeg +18 halðskfrt
Auglýsingin sem birtist í Observer á sunnudag.
Grænfriðungar aug'lýsa í Bretlandi:
A
Island greiði hval-
veiðar dýru verði
GRÆNFRIÐUNGAR safiia nú franilögum frá almenningi I Bret-
landi, vegna fyrirhugaðrar herferðar gegn íslenskum fiski. í auglýs-
ingu sem birtist m.a. í breska blaðinu Observer fyrir nokkru, segir
að ísland verði látið greiða hvalveiðar sínar dýru verði. ísland er
eina hvalveiðiþjóðin sem nefiid er á nafn | auglýsingunni.
Auglýsingin hljóðar svo í
íslenskri þýðingu: „Síðan hvalveiðar
í atvinnuskyni voru bannaðar árið
1986, hefur 11.000 hvölum verið
slátrað, mörgum í svokölluðu
vísindaskjmi.
ísland varð fyrst hvalveiðiþjóða
tii að sniðganga hvalveiðibannið.
Til að láta ísland greiða þá hvali
sem það veiðir dýru verði, gangast
Grænfriðungar fyrir herferð gegn
íslenskum físki. Á meðan munu
Grænfriðungar vinna að því, að
sett verði endanlegt bann á hval-
veiðar í atvinnuskyni.
Þakkið guði fyrir að einhver gár-
ar öldumar."
Fyrir neðan er prentað eyðublað,
þar sem óskað er eftir framlögum
almennings. Óskað er eftir að lág-
marki 12 pundum, eða 1080 krón-
um frá einstaklingum, og 17,50
pundum, eða 1575 krónum frá fjöl-
skyldum.
Mótmæli við hvalveiðistefinunni:
Frægar hljóm-
sveitir vilja ekki
spila á í slandi
HIJÓMSVEITIR alþjóðlega umboðsfyrirtækisins Wasted Talent, sem
hefiir aðsetur í London, New York og Los Angeles, hafa ekki fengizt
til að spila á íslandi, er tíl fyrirtækisins hefiir verið leitað. Að sögn
Bobbys Harrison, eins eiganda umboðsfyrirtækisins Split Promoti-
ons, er ástæðan sú að Wasted Talent og hljómsveitir þess sætta sig
ekki við hvalveiðistefhu islenzkra
Bobby Harrison rekur Split í
samstarfi við Tony Sandy og Ró-
bert Áma Hreiðarsson og hafa þeir
meðal annars staðið fyrir hljómleik-
um rokkstjamanna Meat-Loafs,
Aha, Kiss og Europe hér á landi.
Harrison sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði nýlega reynt
að fá hingað hljómsveitimar Eur-
ythmics, Johnny Hates Jazz eða
Pretenders, sem allar era á vegum
Wasted Talent, en verið neitað af
fyrrgreindum ástæðum.
„Wasted Talent er eitt umsvifa-
ihésta úmbóðsfyrirtæki hljómsveitá
stjómvalda.
í heiminum," sagði Harrison. „Þeir
hafa á sfnum snæram hljómsveitir
á borð við U2, George Michael,
Pretenders, Johnny Hates Jazz og
UB40. Það er mjög hagstætt að
reyna að fá þessar hljómsveitir til
að koma hér við á leið milli Banda-
ríkjanna og Evrópu og halda hljóm-
leika."
Harrison sagðist áhyggjufullur
vegna þessa máls, og að hann von-
aði að önnur umboðsfyrirtæki
myndu ekki sigla f kjölfar Wasted
Tafént...............