Morgunblaðið - 15.02.1989, Page 25

Morgunblaðið - 15.02.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 25 Tlvolí í ReiðhöUinní yfír sumartímann? STJÓRN Reiðhallarinnar hf. hefur að undanfbrnu átt viðræður við eigendur leiktækja úr Tívolíinu í Hveragerði um rekstur tívolís í Reiðhöllinni yfir sumartímann þegar hestamennska er ekki stunduð þar. Viðræður liggja nú niðri en búist er við að þær heQist aftur að loknum aðalfundi Reiðhallarinnar. Sigurður Líndal stjómarformaður Reiðhallarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið að honum litist vel á þessa hugmynd. Ekki sist vegna þess að svo virtist sem enginn áhugi væri á sýningahaldi í Reiðhöllinni eins og gert hafði verið ráð fyrir. Viðræður eru nú einnig í gangi við ríkisstjómina um hugsanlega stækkun Reiðhallarinnar með það fyrir augum að halda þar Heims- meistaramótið í handknattleik árið 1995. Að sögn Sigurðar kemur þó ekki til greina að Reiðhöllin rúmi nema um 4000 manns, en ekki 8000 eins og lofað hefur verið. Búist er við að fulltrúar frá Alþjóða hand- knattleikssambandinu komi hingað til lands fljótlega til að kanna að- stæður. myndinni ”Tucker“. Jeff Bridges í Bíóborginni BÍÓBORGIN hefur tekið tíl sýn- inga kvikmynd með Jeff Bridges, Joan Allen og Martin Landau í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Francis Ford Coppola. Eftir síðari heimsstyijöld leiddi könnun í Bandaríkjunum í ljós, að það sem mikill meirihluti þjóðarinnar óskaði sér að hildarleiknum loknum, var að eignast nýjan bíl. En vildu menn gömlu tegundimar aftur eða stóð hugur þeirra til bíls, sem væri nýr í orðsins fyllstu merkingu, segir í fréttatilkynningu frá Bíóborginni. Regnbogiim sýnir „I innsta hring“ REGNBOGINN hefur tekið tíl sýninga myndina „í innsta hring“. Með aðalhlutverk fara: Donovan Leitch, Joe Pantoliano og Jenni- fer Runyon. Leikstjóri er Mark Rosenthal. Del Green er einn í hópi fjöl- margra unglinga sem dreymir um að komast í dansflokk Perry Perk- ins, segir í frétt um efni myndarinn- ar. Þessi dansflokkur kemur reglu- lega fram í sjónvarpinu og mesta athygli vekja aðaldansaramir, þau Vicky og Dugan. Donovan Leitch og Jennifer Runyon í hlutverkum sinum i myndinni „í innsta hring'1. Mývatnssveit: Fjölmenni við útfor Helgu Stefánsdóttur ^ Björk, Mývatnssveit. ÚTFÖR Helgu Stefánsdóttur var gerð frá Skútustaðakirkju síðast- liðinn laugardag að viðstöddu Qölmenni. Séra Orn Friðriksson prófastur á Skútustað flutti út- fararræðu og jarðsöng. Helga var fædd 14. apríl 1922. Foreldrar hennar voru Stefán Sig- urðsson og Kristbjörg Jónsdóttir. Þau bjuggu alla sfna búskapartfð á Geirastöðum. Böm þeirra voru sex og var Helga elst. Fyrr á árum vann Helga á ýms- um stöðum utan heimilis, bæði hér í sveitinni, f Reykjavík og á Akur- eyri. Hún var prýðilega greind, las mikkið og fróð um marga Hluti. Þá var hún vel hagmælt þó hún flíkaði því lítt. Síðustu ár átti Helga við mikla vanheilsu að stríða og andað- ist á sjúkrahúsinu á Húsavfk 1. febrúar. Kristján Fiskverð á uppboðsmörkuAum u. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hassta Laagsta Meðal- Magn Halldar- varð varð varð (lestir) verð (kr.) Þorskur 71,00 69,00 • 69,60 10,000 696.000 Ýsa 90,00 90,00 90,00 0,403 36.316 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,005 68 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,116 1.748 Langa 15,00 15,00 15,00 0,003 46 Samtals 69,75 10,627 734.176 Selt var úr Bjarna Glslasyni SF. I dag verða meöal annars seld 25 tonn af blönduöum afla úr Núpi ÞH, 2,2 tonn af ýsu, 0,5 tonn af steinbft og 0,2 tonn af lúöu frá Stakkholti hf. I Ólafsvlk. FAXAMARKAÐUR hf. f Reykjavík Þorskur 64,00 64,00 64,00 0,658 42.112 Ýsa 103,00 103,00 103,00 0,322 33.166 Ýsa(smá) 96,00 95,00 95,00 0,616 58.520 Steinbítur 42,00 36,00 38,86 0,084 3.264 Lýsa 22,00 22,00 22,00 0,016 352 Samtals 81,02 1,696 137.414 Seldur var afli úr Ifnubáti. I dag veröa meöal annars seld 8 tonn af steinbít og 1,5 tonn af kola úr Krossnesi SH og 6 tonn af þorski úr Farsæli SH og netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(ósl.) 48,50 48,50 48,50 2,000 97.000 Ýsa 36,00 26,00 25,83 0,987 25.495 Ýsa(óst) 102,50 95,00 95,98 2,300 220.760 Ufsi 5,00 6,00 5,00 0,017 85 Karfi 37,50 5,00 9,49 2,032 19.274 Hlýri+steinb. 9,00 9,00 9,00 0,189 1.701 Grólúða 40,00 40,00 40,00 0,396 15.840 Samtals 47,99 7,921 380.145 Selt var aðallega úr Jóhannesi Jóhannessyni GK, Gnúpi GK og Reyni GK. i dag veröa meöal annars seldir 332 kassar af þorski, 23 kassar af ýsu, steinbitur, karfi og fleiri tegundir úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK og óákveðið magn úr öörum bátum. Fundur um mennt- unarmál fóstra Fóstrufélag íslands stendur fyrir opnum fiindi um mennt- unarmál fóstra fimmtudaginn 16. febrúar nk. klukkan 16.00 til 18.00 í húsi BSRB á Grettis- götu 89. Tilefni fundarins er nefndarálit Fósturskólanefndar menntamála- ráðuneytisins, sem út kom í des- ember 1988. Framsögu flytja Selma Dóra Þrosteinsdóttir, form- aður Fóstrufélags íslands og full- trúi FÍ í fósturskólanefndinni, og Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskóla íslands og fulltrúi skólanefndar í nefndinni. Eftir framsögu verða pallborðs- umræður þar sem félagsmenn geta borið fram fyrirspumir um menntunarmál fóstra í nútíð og framtíð. Á pallborði sitja Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskóla íslands, Óttar Proppéj fulltrúi frá Kennarahá- skóla Islands, Bima Siguijóns- dóttir, fulltrúi frá skólamálaráði Kennarasambands íslands, Selma Dóra Þorsteinsdóttir, formaður Fóstmfelags íslands og fulltrúi frá fræðslu- og menntaráði Fós- trufélags íslands, Margrét Vallý Jóhannsdóttir. Thorvald Nilsson. Sænskur gítar- kennarí með námskeið Gítamámskeið verður haldið dagana 18. og 19. febrúar næst- komandi í samvinnu við Féiag tónlistarkennara. Leiðbeinandi verður sænski gitarleikarinn Thorvald Nilsson. Námskeiðið verður haldið í Hraunbergi 2, í húsnæði Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og hefst kl. 13. Námskeið er öllum opið og geta þátttakendur verið virkir, þ.e. spilað, eða verið áheyr- endur. Nánari upplýsingar veitir Símon ívarsson. Thorvald mun einnig spila á tónleikum ásamt Símoni laugar- daginn 25. febrúar kl. 16 í Krists- kirkju. Arshátíð Snæfellinga FÉLAG Snæfellinga og Hnapp- dæla I Reykjavík er 50 ára á þessu ári. Af þvi tilefiii verður efiit til árshátíðar í Sigtúni 3, laugardaginn 18. febrúar næst- komandi. í frétt frá félaginu segir að boðið verði upp á skemmtiatriði, söng og grín en heiðursgestir á árshátfðinni verður Sturla Böð- varsson bæjarstjóri í Stykkishólmi og kona hans. Þá er áformað að halda sér- stakan hátíðarfund í tilefni af- mælisins í desember næstkom- andi. (Úr fréttatilkynningu.) Ferðafélagið skipuleggur yfir 200 ferðir FERÐAÁÆTLUN FÍ fyrir árið 1989 er nýlega komin út og í henni er að finna upplýsingar um ferðir Ferðafélags Islands, Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Ferðafélags Akureyrar og Ferðafélags Skagfirðinga. Ferðafélag íslands skipuleggur yfir 200 ferðir fyrir árið 1989, sem skiptast í dagsferðir, helgarferð- ðir og sumarleyfísferðir. Fjöl- breytnin er mest í dagsferðunum, þar er ýmissa kosta völ og hægt að velja um gönguferð á láglendi, fiöll eða í fjöru. Skíðagönguferðir verða alla sunnudaga þann tíma sem nægur snjór er til slíkra gönguferða. Helgarferðir verða með nokkuð hefðbundnu sniði og oftast miðað við að nota sæluhús félagsins í óbyggðum til gistingar. Regluleg- ar helgarferðir til Þórsmerkur, Landmannalauga og á Hveravelli heflast um leið og fjallavegir opn- ast. Ellefu aðrar sumarleyfisferðir er um að velja. Lengd þeirra er frá 4 dögum upp ( 10 daga og eru þetta ýmist öku- og göngu- ferðir eða gönguferðir með við- leguútbúnað. (Úr fréttatilkynningu) Bókagerðar- menn mót- mæla málsókn Trúnaðarmannaráð Félags bókagerðarmanna hefur sam- þykkt ályktun þar sem lýst er yfir andstöðu við lögsókn Flug- leiða á hendur Verslunar- mannafélagi Suðumesja. f ályktuninni segir að Flugleið- ir ætli að fara sömu leið og aftur- haldið í Englandi gagnvart verka- lýðshreyfingunni þar, og ætli að fá viðurkenningum á verkfalls- brotum í gegnum Félagsdóm. Telur Félag bókagerðarmanna brýnt að verkalýðshreyfingin standi saman gegn Flugleiðum í þessu máli, og skorar trúnaðar- mannaráðið á verkalýðsfélög og allan almenning að beina viðskipt- um sfnum annað á meðan þessi deila stendur. Athugasemd Vegna fréttar í blaðinu á föstu- dag af gjaldþroti Fógetans h/f, sem rak samnefnt veitingahús í Aðalstræti til 1. maí 1986, skal tekið fram að gjaldþrotið tengist ekki hlutafélaginu Tropis, sem rak þetta veitingahús frá 1. maí 1986 til 1. desember 1988, og ítrekað að það tengist heldur ekki þeim aðila sem nú rekur veitingahúsið. Arnessýsla: Mótmæla kjaraskerðingu Á félagsfimdi t\já Félagi byggingariðnaðarmanna í Ar- nessýslu sem nýlega var hald- inn, var meðal annars rætt um kjaramál og málsókn Flugleiða á hendur Verslunarmannafé- Suðurnesja. umræðum um lgaramál á fundinum var gerð samþykkt, þar sem mótmælt er harðlega þeirri kjaraskerðingu sem lögð er á launþega með hækkun vöruverðs á sama tíma og bannaðar eru kauphækkanir og samningsréttur verkalýðsfélaga er verulega skert- ur. Þá mótmælir fundur Félags byggingariðnaðarmanna I Ámes- sýslu harðlega „síendurteknum árásum ráðamanna Flugleiða á hendur íslenskum launamönnum, nú síðast með málsókn á hendur Verslunarmannafélagi Suður- nesja.“ Doktor í stýrikerfiim RÉTT þykir að bæta við þær upplýsingar, sem fram komu um menntun dr. Önnu Soffiu Hauksdóttur i Svipmynd i Morgunblaðinu fyrir skömmu. Dr. Anna lauk Ph.d.-gráðu frá Ohio State University í Banda- ríkjunum og Qallaði doktorsrit- gerð hennar um sjálfvirk stýri- kerfi. Dr. Anna hefur áður lokið verk- fræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1981 og M.Sc.-prófi frá Ohio State University 1983, eins og fram kom I sunnudagsblaðinu. Ljóðakvöld á Café Hressó STJÓRN Útgáfiifélags fram- haldsskólanna mun standa fyr- ir ljóðakvöldi í kvöld klukkan 20.30 í tilefiii af nýútkominni Ijóðabók félagsins, en í henni má einnig finna fiöldann nllnn af smásögum. Bók þessi nefnist: „Flogið stjómlaust upp úr sandkassanum" og er afrakstur af ljóða- og smá- sagnakeppni sem Útgáfufélagið stóð fyrir ásamt Ríkisútvarpinu sl. vor. Þátttakendur vom úr öll- um framhaldsskólum á landinu. Sérstök dómnefnd sá um að velja efiii í bókina. Nefitd um starf í fram- haldsskólum Menntamálaráðherra hefiir skipað nefiid sem Qalla á um innra starf framhaldsskóla og taka viðfangsefni hennar til flestra þátta þess. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum fyrir lö.júní nk. 10 áraafinæli Atthagafé- lagsins Höfða Átthagafélagið Höfði heldur upp á 10 ára afinæli sitt með þorrablóti í Félagsheimili Sel- tjamarness, laugardaginn 18. febrúar nk. og hefet það með borðhaldi klnkkan 20.00. Heiðursgestir að norðan verða séra Bolli Gústafsson, prestur í Laufási og kona hans, ftú Matt- hildur Jónsdóttir. Flytur séra Bolli félagsmönnum fréttapistil úr átt- högunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.