Morgunblaðið - 15.02.1989, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
* Álafoss gerir 200 milljóna kr. samning;
Sannfeerður um aukna
sölu til Sovétmanna
— segir Jón Sigurðarson forsljóri
ÁLAFOSS hf. hefur gengið frá tveimur samningum um kaup Sovét-
manna á nálægt 220 þúsimd ullarpeysum. Verðmæti samningsins er
um 200 milþ'ónir i islenskum krónum. Til samanburðar má geta þess
að Alafoss seldi á siðasta án 160
#. '
Samningamir voru gerðir við ríkis-
fyrirtækið Razno og Sovéska sam-
vinnusambandið og að _sögn Jóns
Sigurðarsonar, forstjóra Álafoss hf.,
liggja nokkuð sterk loforð um það
frá samningsaðilunum að magn þetta
eigi eftir að aukast enn frekar. Auk
þeirra hafa forráðamenn Álafoss hf.
verið í viðræðum við nýlegt fyrirtæki
í Sovétríkjunum, Rosvenshtorg, og
er ástæða til að ætla að það fyrir-
tæki muni jafnframt kaupa ullar-
peysur af Álafossi. Rosvenshtorg var
sérstaklega sett á laggimar til að
annast utanríkisverslun fyrir rússn-
eska alþýðulýðveldið. Það var stofti-
að þann 1. desember 1987 og er því
jafngamait Álafossi. Samningagerð
við þetta nýja fyrirtæki er óviðkom-
andi rammasamningi þjóðanna.
Jón sagði að treflasamningar
hefðu ekki tekist að þessu sinni, en
þeir Jón og Kolbeinn Sigurbjömsson,
markaðsstjóri, hafa undanfaraa daga
setið við samningaborðin í Moskvu.
„Við höldum áfram að ræða um
trefla með hjálp flarskiptatækni og
ég vil ekkert mat á það leggja nú
hvort samningar nást um þá eða
ekki," sagði Jón. Sovétmenn keyptu
peysur til Sovétríkjanna.
í fyrra 800 þúsund trefla fyrir um
það bil þrjár milljónir dollara. „Heild-
arviðskipti við Sovétmenn í fyrra
námu 250 milljónum króna. Við erum
orðnir sannfærðir um að heildarvið-
skipti þessa árs verði mun meiri þó
að ekki hafi verið samið um nema
fyrir 200 milljónir nú. Þær viðbætur,
sem við reiknum með í peysunum
eingöngu, duga til þess.“
Jón sagði að í samningaferðinni
hefðu jafnframt farið af stað viðræð-
ur um sölu Álafoss á öðrum vam-
ingi, þar á meðal handpijónagami
og teppum. „Þær viðræður era
komnar töluvert áleiðis og eigum við
von á því að við náum að selja það
einnig til Sovétríkjanna. Með allt
þetta að leiðarljósi er ég bjartsýnn á
að Sovét-viðskipti okkar munu auk-
ast töluvert á árinu 1989 frá því sem
þau vora á árinu 1988. Lítil hækkun
fékkst á verði frá því í fyrra og hefði
hún gjaman mátt vera meiri," sagði
Jón. Þess má geta að Álafoss náði
30% verðhækkun á Sovétmarkaðin-
um í fyrra og vora sovésku samn-
ingamennimir mjög harðir gagnvart
hækkunum að þessu sinni, að sögn
Jóns.
Styrktarsjóður Krist-
nesspítala stofnaður
STOFNAÐUR hefur verið styrktarsjóður við Kristnesspítala. Hlutverk
hans er að styrkja hvers kyns starfsemi við spítalann og bæta aðstöðu
sjúklinga með því að leggja fram fé til kaupa á tækjum og öðrum
búnaði fyrir spftalann.
Velunnarar Kristnesspítala hafa
að undanfömu mikið spurt um sjóð
á vegum hans til að gefa í og ánafna,
en slfkan sjóð héfur spítalinn hingað
til ekki haft á sínum vegum. Ekki
verður þó heimilt að leggja fram fé
l^eða lána spítalanum til að standa
straum af venjulegum rekstrarút-
gjöldum hans. Tekjur sjóðsins era
gjafir og áheit, einnig ágóði af flár-
öflun til spítalans í heild eða ein-
stakra deilda sem þá njóta þess fjár
sem þær afla eða er ánafnað. Einnig
verða seld minningarkort til fjáröfl-
unar fyrir sjóðinn. Minningarkortin
verða til sölu í Bókval og á skrif-
stofu Kristnesspítala.
T...
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fyrstu nemendurnir sem ljúka munu námi frá Háskólanum á Akureyri. Efi-i röð frá vinstri: Ög-
mundur Knútsson, Elfn H. Gísladóttir, Höskuldur Jónsson, Haraldur Haraldsson, Steingrímur Hann-
esson, Þorbjörn Jónsson og Sigmundur Ófeigsson. Neðri röð frá vinstri: Friðný B. Sigurðardóttir,
Tómas F. Guðmundsson, Benedikt Barðason, Jörundur Traustason og Frímann Guðmundsson.
Háskólinn á Akureyri:
Fyrstu nemendurnir ljúka námi
TÓLF nemendur á iðnrekstrarbraut Háskólans á Akureyri vörðu
lokaverkefni sín fyrir skömmu og eru þeir þar með fyrstu nem-
endumir sem ljúka námi frá skólanum.
Nemendumir hófu allir nám
fyrir hálfu öðru ári þegar skólinn
tók fyrst til starfa. Iðnrekstrar-
fræðinámið sem skólinn býður
upp á er 60 einingar, og taka
það flestir hverjir á tveimur vetr-
um. Nokkrir hafa lokið öllum
prófum, en aðrir munu ljúka þeim
í síðasta lagi í vor. Stefán Jóns-
son brautarstjóri sagði árangur-
inn vera all þokkalegan, hátt í
þijátíu manns hefðu byijað í iðn-
rekstrarfræði í fyrstunni, en nú
væru tólf nemendur eftir sem
myndu útskrifast í vor.
Lokaverkefnin voru öll unnin
úti í fyrirtælqum á Akureyri, svo
sem hjá Álafossi, Sjöfn, DNG og
ístess. Samvinna var höfð við
starfsmenn og stjómendur fyrir-
tækjanna. Stefán sagði það
vissulega vera vilja háskóla-
manna að hægt yrði að bjóða upp
á framhaldsnám til BS prófs, en
til þess þyrfti bæði aukið fjár-
magn og aukið rými, og því væri
óvíst hvenær að því gæti orðið.
Til BS prófs þarf nemandi að
ljúka 120 einingum sem þýðir
tveggja vetra nám til viðbótar.
Nú er unnið af fullum krafti að
undirbúningi kennslu í sjávarút-
vegsfræði, sem kemur til með
að verða burðarásinn í starfí skól-
ans. Stefnt er að því að sjávarút-
vegsfræðinám geti hafíst um
næstu áramót, að sögn þeirra
háskólamanna nyrðra.
Síðasti fundur sýslunefiidar SkagaQarðarsýslu:
Lögð fram gjafeibréf
vegna tveggja húsa
SÝSLUNEFND S kagafí arðarsýslu hélt sfðasta fund sinn fyrir nokkru
en héraðsnefhd tók við störfum hennar nú um áramót en aðild að
héraðsnefiidinni eiga öll sveitarfélög f SkagaQarðarsýslu og Sauðár-
krókskaupstaður. Á sýslunefiidarfundinum voru m.a lögð fram tvö
gjafabréf fyrir húsum, sem sýslunni voru gefin á árinu, og samþykkti
sýslunefiidin þakkir til gefenda fyrir þessar höfðinglegu gjafir.
Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson
Hjónin Magnús Jónsson og
Dagný Stefánsdóttir ásamt
yngsta syni sfnum Jóhanni Vífli,
sem er 6 ára.
Reykhóla-
skóla gefið
hljóðfæri
Miðhúsum, Reykhólasveit.
NÝLEGA gáfii þjónin Dagný Stef-
ánsdóttir og Magnús Jónsson,
Seljanesi f Reykhólasveit, Reyk-
hólaskóla Y amaha-rafinagnsorgel.
Þau hjón hafa bæði ánægju af
tónlist og spilar Dagný bæði á orgel
og harmoniku og oft má heyra Magn-
ús taka lagið á skemmtunum.
- Sveinn
Hjónin Sigurður Hansen og María
Guðmundsdóttir í Kringlumýri í
Akrahreppi, gáfu svonefnda „Gils-
stofu" eða sýslumannsstofu og er
endurbygging hennar þegar hafín í
Glaumbæ í tenglsum við Byggðasafn
Skagfirðinga þar. Hús þetta lét Egg-
ert Briem, sýslumaður, reisa á Espi-
hóli í Eyjafírði, þegar hann var sýslu-
maður þar og flutti það síðan með
sér þegar hann gerðist sýslumaður
Skagfirðinga. Magnús Jónsson,
bóndi í Ási, gaf gamla íbúðarhúsið
í Ási í Hegranesi, til minningar um
langafa sinn og langömmu, Ólaf Sig-
urðsson alþingismann, frá Ási og
Sigurlaugu Gunnarsdóttur frá Skef-
ilsstöðum, en hús þetta létu þau
byggja á áranum 1883—1885. Þjóð-
minjavörður telur húsið f Ási nánast
einstakt um hús í sveit á þessum
tíma og hafi menn yfírleitt ekki reist
svo stór hús í kaupstöðum þá. Undir-
búningur er þegar hafinn að flutn-
ingi hússins að Glaumbæ.
Þessi tvö hús, sem reist verða í
næsta nágrenni við gamla bæinn í
Glaumbæ, munu bæta mjög alla að-
stöðu safnsins. Sýslunefnd fékk
Kristmund Bjamason, fræðimann á
Sjávarborg, til að rita sýslunefndar-
sögu Skagfírðinga frá upphafi til
loka og er því verki nú að ljúka.
Oddviti héraðsnefndarinnar er Jón
Guðmundsson, Óslandi f Hofshreppi
og formaður héraðsráðs er Þorsteinn
Asgrímsson, Varmalandi í Staðar-
hreppi, en auk þeirra era í héraðs-
ráði Magnús Siguijónsson, Knútur
Aadnegard og Bjöm Sigurbjömsson,
allir á Sauðárkróki.
(Úr fréttatilkynningu)
«>SK0TAN»
1 f T' : r—r
1 1 . < -i
Morgunblaðið/Ingimar Sveinsson
Verslunin Hin búðin og söluskálinn Skútan á Djúpavogi hafa nú
sameinast í eina verslun.
Skútan og Hin búðin
á Djúpavogi sameinast
Djúpavogi.
VERSLUNIN Hin búðin og sölu-
skálinn Skútan á Djúpavogi hafa
sameinast f eina verslun.
Var verslunin opnuð laugardag-
inn 14. janúar í húsnæði Skútunnar
eftir talsverðar breytingar. Þama
verður verslað með margar algeng-
ar nauðsynjavörur. Einnig verður
opinn grillskáli. Verður fyrst um
sinn opið alla daga til kl. 22.00 á
kvöldin.
Eigendur eru fimm einstaklingar
á Djúpavogi.
- Ingimar