Morgunblaðið - 15.02.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 15.02.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 31 Dragnótaveiðarnar eru óhæía við suðurströndina eftir Svein Valgeirsson Fyrir mörgum árum lauk drag- nótaveiðum við ísland. Það var á þeim tíma talið mjög skynsamlegt, vegna þess að dragnótin var talin algjört rányrkjuveiðarfæri. Arið 1979 fór sjávarútvegsráðu- neytið illu heilli að veita dragnóta- veiðileyfi. Árið 1980 stunduðu 40 bátar dragnótaveiðar, árið 1983 56 bátar og árið 1988 144 bátar. Þann- ig hefur fjöldi dragnótabáta þre- faldast frá árinu 1980 til dagsins í dag. Og ekki nóg með það, því í upphafi stunduðu þessar veiðar ein- göngu smærri bátar, sem veiddu mest kola. En í dag eru skip sem veiða með dragnót orðin miklu stærri og öflugri og þar með veiðar- færin. Þannig hefur veiðigeta drag- nótaflotans eflaust vaxið mörgum sinnum meira heldur en fjölgun skipanna segir til um. Og nú veiða þessi skip mun meiri bolfisk en kola í dragnótina. Endalausar tilraunaveiðar Við höldum að fjölgun dragnóta- báta sé mest hér við suðurströnd- ina, og teljum óhæfu hvernig þessar veiðar eru stundaðar. Til dæmis eru svokallaðar tilraunaveiðar á lang- lúru í dragnót með 120 mm möskvastærð leyfðar frá Garðskaga austur um að Eystrahomi, frá §öru- borði og út, án nokkurra takmark- ana. Þetta kalla þeir í ráðuneytinu tilraunaveiðar. En það skrýtna við þær er, að hver sem er virðist geta fengið leyfi og stundað slíkar til- raunaveiðar eftirlitslaust, að því undanskildu, að leyfíshafa er skylt að taka með veiðieftirlitsmann í veiðiferð, sé þess óskað af hálfu ráðuneytisins. Slíkt er reyndar mjög sjaldgæft og í fullu samræmi við aðrar gjörðir ráðuneytisins í þessu máli. Þá hefur sárasjaldan á síðustu árum verið leitað álits Hafrann- sóknastofnunar varðandi leyfisveit- ingar fyrir dragnót, og ekki heldur varðandi smækkun möskva í veiðar- færinu. Vitleysan heldur áfram Og vitleysan heldur áfram. Bátar við suðurströndina fá leyfi til drag- nótaveiða með 135 mm möskva alls staðar við landið alveg upp í fjöru, að undanskildum fjórum (4) til- teknum svæðum. Á sama tíma fá aðrir afmörkuð svæði til að vera á og takmarkanir á afla vissra veiði- tegunda. Til dæmis má ekki vera meira en 15% af þorski í afla drag- nótabáta í Faxaflóa. Hér við suður- ströndina er aflasamsetning frjáls að því er best verður séð, að því undanskildu, að á langlúruveiðum verði annar afli en langlúra ekki óeðlilega mikill, enda um hávísinda- legar veiðar að ræða. Misræmi og mismunun milli veiðarfæra Við bendum ráðherra á að við suðurströndina er engin landhelgi í raun fyrir þá báta sem stunda dragnót. Menn á togskipum eru hirtir af Landhelgisgæslunni sem ótíndir glæpamenn með of smáan riðil í togveiðarfærum. Á sama tíma geta önnur skip verið á dragnóta- veiðum innan og utan við togveiði- skipin með miklu smærri möskva og allt löglegt. Við suðurströndina má t.d. vera með 120 mm eða 135 mm möskva við dragnótaveiðar alveg upp í fjöru og út. Við spærlingsveiðar má nota nótariðil upp á 60 faðma. En ef menn stunda togveiðar þá gildir 155 mm riðill inn að 3 sjómílum (land- helgi þar fyrir innan) og 135 mm riðill utan við pokalínu. Fyrir utan þetta eru í gildi landhelgislínur fyr- ir togskip miðað við stærð þeirra. Misræmið og mismunun milli veiðarfæra er því mikið og í raun óviðunandi, þar sem dragnótabátar eru oftar en ekki á bolfískveiðum. Þetta verður að lagfæra. Menn eru mjög uggandi yfir rán- yrkju þeirri á bolfiski, sem stunduð er af dragnótaveiðibátum við suður- ströndina, eftirlitslítið og undir yfírskini tilraunaveiða. Má í því sambandi benda á að mikið af smá- ýsu er að alast upp á grunnslóðinni frá Vestmannaeyjum að Homafirði. Dragnótaveiðibátar virðast hafa frjálsan aðgang að þessum fiski árið um kring án nokkurra tak- markana. Það er því hætt við að afli úr þessum árgöngum verði minni en efni standa til þegar fram í sækir. Það er því sanngirnismál að bátar sitji við sama borð hvað bolfískveiðar varðar, hvort sem um er að ræða svæðatakmarkanir eða möskvastærð gagnvart tog- og dragnótaveiðum. Að eyðileggja meira en aflað er En miðin við Vestmannaeyjar og suðurströndina eru einnig notuð í öðrum tilraunum. Benda má á spærlingsveiðar við Vestmannaeyj- Sveinn Valgeirsson „Menn eru mjög ugg- andi yfir rányrkju þeirri á bolfíski, sem stunduð er af dragnóta- veiðibátum við suður- ströndina, efltirlitslítið og undir yfirskini til- ráunaveiða.“ ar, sem alltaf skjóta upp kollinum öðru hvoru. Fyrir þeim er áralöng reynsla kringum Eyjar. Menn eru langt frá því sáttir við útkomu og afleiðingar þeirra veiða á aðrar verðmætari tegundir en spærling. Síðastliðið haust var tveim bátum veitt leyfi til spærlingsveiða án nokkurs samráðs við Hafrann- sóknastofnun eða hagsmunaaðila í Vestmannaeyjum. Þó er vitað að sjómenn og útgerðarmenn í Eyjum hafa mjög illan bifur á spærlings- veiðum. Þeir telja raunar að þær eyðileggi meiri verðmæti en aflað er (t.d. vegna dráps humars og seiða nytjafíska). Þannig virðast leyfi til tilraunaveiða nú til dags miklu fremur vera geðþóttaákvarðanir ráðuneytisins hveiju sinni, frémgr- en að rök eða álit sérfræðinga Haf- rannsóknastofnunar og hagsmuna- aðila heima í héraði liggi að baki leyfisveitingum eins og eðlilegt mætti teljast. Ráðherrann hundsar hagsmunaaðila og vísindamenn Okkur langar að lokum að benda á eftirfarandi: Ráðuneytið fer ekki að tillögum Hafrannsóknastofnun- ar, og leitar jafnvel ekki eftir tillög- um sbr. dragnótaveiðileyfí og- spærlingsveiðileyfí. Ennfremur er allt samráð við hagsmunaaðila heima í héraði í lágmarki svo ekki sé meira sagt þó vitnað sé til þess við hátíðleg tækifæri. Við getum ekki látið hjá líða að benda ráðherra á, að skynsamlegra er að halda hans fyrri stefnu, en hún var að hafa samráð við „hags- munaaðila" og vísindamenn Haf- rannsóknastofnunar þegar um ákvarðanir er að ræða sem vitað er að eru umdeildar. Við bendum á að það eru ekki mörg ár síðan íslenska ríkið eyddi stórfé í að kaupa upp allar dragnæt- ur vegna rányrkju þess veiðarfæris. Þá er einnig tiltölulega stutt síðan’”' útgerðarmenn og sjómenn hættu að nota þorskanætur. Ráðherra ætti að kynna sér af hveiju það var gert. Það er skýlaus krafa til ráðherra sjávarútvegsmála að hann leiti álits hagsmunaaðila á viðkomandi svæð- um, áður en ráðist er í leyfisveiting- ar fyrir ný veiðarfæri, en fari ekki með þessi mál eins og sín einkamál. Höfandur er formaður Skipstjórn og-stýrimannafélagsins Verðandi i Vestmannaeyjum. . 'gsw*** tilboð ofan! N\V AAVi- ,60C"> . oA0 6^20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.