Morgunblaðið - 15.02.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.02.1989, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 Furðufataverur á hverju horni SELFOSS Krakkamir á Selfossi gerðu sér dagamun á öskudaginn eins og svo fjölmargir aðrir krakkar víða um land. Kötturinn var sleginn úr tunnunni framan við Hótel Selfoss þar sem safnaðist stór hópur barna og fullorðinna. Tvær tunnur voru barðar í mél. og strax og síðasta höggið hafði riðið af gæddi smáfólkið sér á inni- haldi tunnunnar. Víða um bæinn mátti sjá krakka » í furðufötum með hin ýmsu munst- ur máluð í andlitið. Þeim var hvar- vetna vel tekið því fullorðnir kunnu vel að meta þessa tilbreytingu. Síðdegis var svo slegið upp balli í félagsmiðstöðinni fyrir yngstu kyn- slóðina þar sem ýmislegt var sér til gamans gert, meðal annars keppt í dansi. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Krakkamir klæddust furðufotum af ýmsum gerðum. FYRIR VORUGJALDSHÆKKUN V örugjaldshækkunin er að skella á. Nú er rétti tíminn til að festa kaup á baðinnréttingu,eld- húsinnréttingu eða fataskápum. Verðið hjá okkur hefur ekki hækkað síðan í júní 1988 — það eitt tryggir þér hagstætt verð. Hjá okkur í IB-búðinni fara verð og gæði svo sannarlega saman. Ivomdu og skoðaðu úrvalið og fáðu nánari upplýsingar. # INNRETTINGAR GÆÐAVARA A GÓÐU VERÐI ©BÚÐIN ÁRMÚLA 17a BYGGINGAWÓNUSTA SÍMAR 84585-84461 l Morgunblaðið/Emilía Þröstur Magnússon, hönnuður, og Jóhann Hjálmarsson, blaðafulftrúi Pósts og síma. FRÍMERKI Náttúrulífsmyndir eru alltaf vinsælar - segir Þröstur Magnússon, frímerkjahönnuður essa dagana stendur yfir all nýstárleg sýning í anddyri Landssímahússins. Þar getur að líta röð af fuglafrímerkjum, sem komið hafa út á síðustu þremur árum. Eru þau öll teiknuð af Þresti Magnú- syni, myndlistarmanni. Þröstur er hinn eini hér á landi sem starfar eingöngu við hönnun íslenskra frímerkja. „Eg teikna að meðaltali um 12-14 frímerki á ári og þessu fylg- ir gífurlega mikil undirbúnings- vinna, forteikningar og skissur í tugatali. Ég vissi til dæmis ekkert meira um fugla en gengur og ger- ist áður en ég réðst í að teikna þá. Fuglinn þarf að virka lifandi og vera gallalaus, og það er erfiðara en ég hélt í upphafi. Tæknin er flók- in og gengur út á einföldun. Maður þarf að vita miklu meira en það sem kemst til skila. Smæðin gerir manni erfitt fyrir, frummyndin er aðeins 7-8 sinnum stærri en frímerkið sjálft." — Þarftu að ljósmynda fuglana áður en þú hefst handa við teikning- una? „Það geri ég ef tök eru á. Síðan er ég úti í náttúrunni og skoða fugl- ana. Það getur kostað margra klukkutíma yfirlegu með sjónauka. Aðalatriðið er að ná stellingum og átta sig á hreyfíngum fuglsins. Þá koma fuglafræðingar einnig við sögu. Ég sæki ráðleggingar til þeirra og þeir hafa verið mjög hjálpsamir. Hvort sem viðfangsef- nið er fuglar eða eitthvað annað þarf að kanna það til hlítar. Vinsæl frímerki? Náttúrulífsmyndir höfða til fólks og eru alltaf vinsælar." — Að lokum, ert þú frímerkja- safnari? „Ég safna miklu af frímerkjum, bæði þeim sem mér fínnst falleg og einnig í þeim tilgangi að fylgj- ast með þróun frímerkjahönnunar í heiminum. Ég stunda þó ekki söfn- un á fræðilegum grunni og safna ekki sjaldgæfum frímerkjum." Nú eru sýnd 12 fuglafrímerki í Landssímahúsinu, eða þau sem út hafa verið gefin. Áætlað er að alls verði fuglafrímerkin 20 til 25 tals- ins. Að sögn Rafns Júlíussonar, póstmálafulltrúa, gætu sýningar á frímerlqum orðið árlegur viðburður og jafnvel kæmi til greina að halda þær oftar og kynna þá einnig eldri íslensk frímerki svo og Norður- landafrímerki. Hjá Sigurþóri Ellertssyni, yfír- deildarstjóra Frímerkjasölunnar, fengust þær upplýsingar að 70% af framleiddum frímerkjum færu til útlanda. Þeir aðilar sem fá til- kynningu um nýútkomin frímerki eru um 27 þúsund talsins. Fimmtán þúsund aðilar, frímerkjakaupmenn og einstaklingar, hafa fasta áskrift að íslenskum frímerkjum og eru flestir þeirra á Norðurlöndunum, í Vestur-Þýskalandi og Bandaríkjun- um. Frímerkjasöfnun er kapítuli út af fyrir sig, þeir eru margir sem stunda, eða hafa einhvem tfma stundað söfnun og skipti. Sumum er þetta hrein ástríða. Saga er til um mann sem átti annað eintakið af sjaldgæfasta frímerki í heimi og síðan keypti hann hitt. Það brenndi hann og margfaldaðist þar með verðgildi þess sem eftir var! Án þess að nefna tölur er kannski ekki of djúpt í árinni tekið að kalla frímerkjasöfnun næstvinsælasta innanhússáhugamál manna... á eftir sjónvarpsglápi. COSPER —Hvort mig vanti pils ? Hvemig datt þér það í hug. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.