Morgunblaðið - 19.02.1989, Side 2

Morgunblaðið - 19.02.1989, Side 2
2 C >r gATTímr>Tr»T Pr HTIDAGTTWÍTJ8 fTTCfA.TflíVITTOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 TJmreeban um kreppu í íslenskuþjóbfélagi á þessum vetri hefur ekki náð tilþeirra afleibinga sem slíkt ástandgetur haftfyrir sálarheill fólks. Morgunblabib bab tvo starfandi sálfrcebinga, Gubfinnu Eydal og Alfheibi Steinþórsdóttur, sem reka Sálfrcebistöbina í Reykjavík, um ab skrifa grein um reynsluþeirra afhinni sálrcenu hlib kreppunnar dóttir Þegar umræða og tal manna berst að atvinnu- ástandi þjóðarinnar ber einkum tvennt hæst. Annars vegar veltá menn því fyrir sér að hve miklu leyti lýsingar á slæmu ástandi eigi rætur að rekja til blákaldra staðreynda eins og t.d. verðhruns á erlendum mörk- uðum og slæmri samkeppnisstöðu íslenskra afurða. Þetta eru þættir sem kalla mætti ytri áhrif kreppu, þar sem utanaðkomandi aðstæður ráða, óháð okkar vilja og stjómun. Hins vegar snýst spumingin gjarnan um að hve miklu leyti hér eru á ferðinni mannleg mistök, ór- áðsía og skipulagsleysi hjá þjóð- inni. Það em þættir sem byggjast fremur á sálfræðilegum en efna- hagslegum granni. Vantar ef til vill þor og vilja tii að taka ákvarðan- ir og axla ábyrgð, vegna þess að þörf fyrir persónulega athygli og hræðsla við atkvæðamissi tekur yfírhöndina hjá þeim sem stjóma? Að sjálfsögðu er hér um flókið samhengi að ræða sem enginn get- ur gefíð tæmandi skýringu á. Vangaveltur um orsakasamhengi koma oft upp þegar óvissa snertir fólk persónulega. Þá verða kröfur háværari um að ráðamenn hafí yfír- sýn og miðli almenningi skiljanleg- um og haldbæram útskýringum á ríkjandi ástandi. Innri staðfesta - agaleysi Maðurinn er sjaldnast óvirkur viðtakandi sem hegðar sér á fyrir- fram ákveðinn hátt heldur er hann ætíð í virku sambandi við umhverfí sitt, túlkar það sem gerist og bregst við. Hversu heilsteyptur maðurinn verður er einkum háð tvennu; ytri lífsskilyrðum og traustum fyrir- myndum. Þau lífsskilyrði sem hafa þróast hér era að mörgu leyti frábrugðin þróun flestra annarra þjóða. Borg- arasamfélagið er ungt að áram hér á landi. ísland hefur þróaast úr hefðbundnu bændasamfélagi yfir í nútíma borgarsamfélag á nokkram áratugum. Því má segja að við höf- um stokkið yfír marga þætti í þróun annarra landa og breyttir lifnaðar- hættir hafa fengið mun skemmri aðlögunartíma hér á landi en í ná- grannalöndununum. Slíkt hlýtur að hafa haft í för með sér ákveðinn óstöðugleika í samfélaginu. Þetta hefur bein áhrif á þá menningu sem hér ríkir, samkeppnishætti manna á milli, uppeldi óg uppeldisaðferðir. Ef til vill hefur þróunin hér á landi verið örari en aðlögunarhæfni mannsins nemur, hraðinn of mikill, breytingar of örar og skortur á þekkingu til að rækta mannlegar þarfir. Margt rennir því stoðum undir að ytri skilyrði hafí ekki ver- ið vel til þess fallin að menn öðluð- ust innri staðfestu. Ef ytri skilyrði era óöragg er þeim mun mikilvægara að fyrir- myndimar séu sterkar og traustar. Aðeins þá geta þær kennt öðram að öðlast innri stjórn og aga. Það er vel þekkt staðreynd í sálarfræði að innra öryggi mannsins — stöðug- ur innri kjami hans og sjálfsstjóm er háð uppeldisskilyrðum. Ef fyrir- myndirnar era traustar ogjákvæðar og geta gefíð skýr fyrirmæli um boð og bönn era þær betri en fyrir- myndir sem hafa ekki slíka eigin- leika til að bera. Agaleysi fyrirmynda endurspegl- ast í viðbrögðum lærisveinanna. Þeir sem hafa ekki fengið nægjan- leg mörk eiga yfírleitt sjálfír erfítt með að setja öðram mörk. Afleið- ingarnar geta orðið tilviljunarkennd hegðun, tillitsleysi, ágengni og til- hneiging til að missa stjóm. Spyija má hvort skortur á aga og marka- leysi gegnumsýri íslenskt samfélag og sé að verða því dýrkeypt? Hvemig skyldi þá einstaklingur- inn vera í stakk búinn til að mæta breyttri stöðu á vinnumarkaði og hvaða viðbrögð era líkleg í kjölfar efnahagskreppunnar? Starfsvitund Það er manninum eðlilegt að starfa og vera virkur. Starf hans er gjaman nátengt þeirri sjálfsí- mynd sem hann hefur. „Ég er. .., hvað gerir þú ...“ er oft spurt við fyrstu kynni í þeim tilgangi að fá upplýsingar og komast í samband við þann sem talað er við. Það skipt- ir máli hvaða álit er á starfínu og flestir era viðkvæmir fyrir starfi sínu. Starf utan heimilis er flestum nauðsynlegt, bæði til að geta séð sér og sínum farborða en einnig til að geta uppfyllt aðrar þarfir. Það er mikilvægt að geta notað hug- vitið, leysa verkefni og sjá árangur. Einnig að taka þátt í samstarfi og vera í góðum tengslum við vinnufé- laga. Vinnusemi hefur ætíð verið talin dyggð á íslandi. Hún hefur einnig verið nauðsynleg í harðbýlu landi þar sem allir hafa þurft að leggja sitt af mörkum til að hafa nóg að bíta og brenna. Mikilvægi vinnunn- ar hefur augljós áhrif á uppeldi bama og öll samskipti innan ijöl- skyldunnar. Að geta, kunna og standa sig vel í starfi og námi er undirstaða þess að uppskera hrós, vera viðurkenndur í samfélaginu. Þeir sem era latir til vinnu og verka era lítils virði. Flestir fullorðnir eyða miklum tíma ævinnar við störf sín, ekki síst á það við á íslandi þar sem vinnu- dagurinn er langur og mikill fjöldi fólks er næstum allan sinn vöku- tíma við störf utan heimilis. Margir benda á að starfíð hafi hér of mik- inn forgang í lífi fólks á kostnað annarra þátta, sem kemur fyrst og fremst niður á einkalífí og persónu- þroska í víðari skilningi. . . Tilfinningin fyrir sjálfum sér sem vinnandi og starfsömum einstakl- ingi er því ef til vill sterkasti þáttur- inn í sjálfsmynd flestra fullorðinna karlmanna í dag, og æ fleirri kvenna. Það gefur augaleið að sá sem byggir sjálfsmynd sína að miklu leyti á starfinu er viðkvæmur gagnvart öllu því sem getur ógnað stöðu hans. Atvinnukreppa - eðlileg viðbrögð fólks Það er vel þekkt fyrirbæri að maðurinn bregst á ákveðinn hátt við ógnun eða hættu í umhverfi sínu. Hann snýst til vamar, og reyn- ir að fínna leiðir til að bjargá sér. Það gerir hann með því að fara í sókn, jafnvel árás eða hann flýr undan og forðar sér. Það fer eftir hættunni, persónuleika mannsins og lærðum viðbrögðum hans hvaða aðferðum hann beitir hvequ sinni. Birtingarformin era mörg og flókin. Sérfræðingar sem sinna vanda fólks í starfi og einkalífí sjá nú margvísleg sálræn áhrif þess óör- yggis sem gætir á íslenskum vinnu- markaði. Slík áhrif koma fram í samskiptum starfsmanna á vinnu- stöðunum sjálfum en ekki síst hjá þeim sem era eða eiga í vændum að verða atvinnulausir. Lítum nánar á þessa þætti: Andrúmsloft á vinnustað Hræringar í þjóðfélaginu ná gjarnan inn á vinnustaði. Áhrifa þeirra gætir á framleiðslu og þjón- ustu, þegar starfsmenn fínna að eftirspurn eykst eða minnkar og þær era einnig algengust umræðu- efni manna á milli. Fréttir um kreppu og óvissa um eigið vinnu- öryggi veldur spennu og vanlíðan á vinnustöðum, ekki síst í samskipt- um vinnufélaga innbyrðis. Sam- keppni getur aukist á þann nei- kvæða hátt að hver og einn haldi aðferðum og lausnum fyrir sig, en deili þeim ekki með félögum sínum. Óþolinmæði og gagnrýni á vinnu- brögð hvers annars' verða algeng- ari, margir fá óheftari útrás fyrir reiði og óánægju en áður. Nýráðnir starfsmenn fá e.t.v. sendan tóninn um að þeir verði fyrstir til að fara ef störfum fækkar. Yfírmenn geta fundið þörf til að sýna vald sitt við þessar aðstæður. Þannig má sjá dæmi þess að þeir láti undir höfuð leggjast að uppfylla loforð um menntun eða kauphækkun, borgi ekki út á umsömdum tíma og láti starfsfólk vita að það geti verið ánægt með að halda vinnunni á þessum samdráttartímum. Þegar reiði og togstreita magn- ast upp í starfshóp en fær ekki eðlilegar útrásarleiðir era mörg dæmi þess að hópurinn gerir ein- hvern að blóraböggli fyrir árásar- hvatir sínar og beiti viðkomandi persónu mikilli grimmd og jafnvel útskúfun úr yinnusamfélagiriu. Sumir einstaklingar verða kvíðnir og innhverfír við þessar aðstæður. Þeir tala ekki um líðan sína en bæla niður óróleika, og fá þess í stað ýmis líkamleg einkenni streitu, t.d. magabólgur, höfuðverk og svefntraflanir. Streita á vinnu- stöðum, sem lýsir sér eins og að ofan greinir, hefur sjaldnast þau áhrif að starfið skili meiri árangri, — þvert á móti fjölgar gjaman mis- tökum, deilum um smáatriði, og uppgjafar gætir í ríkari mæli gagn- vart verkefnum. Þar sem starfsfólk er undir langvarandi álagi og óvissu nýtast sköpunargleði og starfsgeta illa. Atvinnumissir Sérstök ástæða er til að fyalla um áhrif atvinnumissis á fólk, þar sem sálræn viðbrögð geta haft djúp- ar og langvarandi afleiðingar, ekki bara fyrir viðkomandi mann heldur nánustu fjölskyldu og umhverfi. Sá sem ráðinn er í starf hefur gert samning við vinnuveitanda sinn. Samningurinn er um að vinna tilskilið verk á ákveðinn hátt. Mað- urinn sem uppfyllir sinn hluta samningsins skynjar uppsögn sem svik; það er brotið á honum. Upp- sögn úr starfi er oft áfall, einkum ef miklar vonir hafa verið bundnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.