Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 18

Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 18
í>f n» 18 C q!?or HAiffra'y? H'Jí'ATin-ivní niGAWvmpo/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 4 til dæmis rán þar sem ofbeldi er beitt en ekki nauðgun. Hún er talin „glæpur gegn guðhræðslu og góðum siðum“. í blöðunum er þessi nýja glæpa- mannakynslóð kölluð „barnamorð- ingjarnir" og yfirleitt er um að ræða eiturlyfjaneytendur, sem ráðast á fólk og ræna til að geta átt fyrir næsta skammti. í Róm hefur fjöldi unglinga, sem situr inni fyrir glæpi tengda eiturlyfj- um, þrefaldast á þremur árum. Nokkuð öðru og jafnvel erfiðara máli gegnir um nauðganir. Þeir, sem gerast sekir um þær, eru fæstir eiturlyfjaneytendur þótt þeir séu oftast nær undir áhrifum áfengis. Þá virðist það vera til- hneiging meðal nauðgaranna að vera nokkrir saman um verknað- inn og sveijast saman um að þegja yfír honum. Ef þeir, sem nauðguðu Mariu Cammarata, hefðu ekki ver- ið staðnir að verki, hefði málið aldrei komið fyrir rétt. Þetta samsæri þagnarinnar er sérstaklega áberandi á Suður- Ítalíu og Sikiley þar sem karlmenn bera sjaldan vitni hver gegn öðrum og síst af öllu vegna konu. Stúlku nokkurri, 21 árs gamalli, var boð- ið í gleðskap í sikileyska bænum Mazzarino og um kvöldið réðust á hana 15 unglingar, margir undir 16 ára aldri, og nauðguðu henni. Réttarhöldin yfir piltunum voru merkilega heiðarleg eftir því, sem gerist á Sikiley, og þeir voru dæmdir til þungrar refsingar. Hlutskipti stúlkunnar er þó miklu þungbærara því að hún hefur alla tíð verið hundelt með dauðahótun- um, hædd á almannafæri og sökuð um að hafa eyðilagt lífíð fyrir 15 sikileyskum drengjum. Leitaði hún loks hælis í klaustri í Palermoborg og hefur verið þar síðan. Þegar farið var að skýra frá fleiri nauðgunum töldu afbrota- fræðingar í fyrstu, að það væri bara af hinu góða. Það sýndi, að ítalskar konur þyrðu nú loks að krefjast réttar síns. Giuliana Dal Pozzo, sem rekur neyðarsímaþjón- ustu fyrir konur, sem hefur verið nauðgað, segir hins vegar, að nauðgunum hafí í raun og veru fjölgað. Hafa kvenréttindakonur nú krafist þess, að þingið afnemi það skálkaskjól, sem núgildandi lög eru nauðgurunum, og flokki afbrotið með „glæpum gegn sam- borgurunum". Svo aftur sé nú vikið að Mariu Carla Cammarata þá dó hún þriðja og hinsta sinni fyrir nokkrum vik- um. Áfrýjunarréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu, að þótt þeir, sem nauðguðu henni, væru vissu- lega sekir, væru þeir „ekki hættu- legir samfélaginu" og því væri fangelsisvist alveg út í hött. Að því búnu var þeim sleppt. Maria, sem hafði átt við þung- lyndi að stríða í marga mánuði, lést fjórum dögum síðar. í minn- ingargreinum um hana var ekki aðeins grátið yfír henni, heldur yfir sjálfri Ítalíu. Ef til vill, sagði í Osservatore Romano, blaði Páfa- garðs, „var það ekki aðeins líkam- legur sjúkdómur, sem dró þessa konu til dauða“. -ROGER BOYES LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN Hinir þrír dauðdagar Mariu Cammarata mannanna ofan á henni og hinir ennþá með buxumar á hælunum. „Hvað! Er verið að handtaka okk- ur fyrir þetta,“ varð einum þeirra að orði þegar þeir voru leiddir burt. Nokkrum mánuðum síðar var réttað í máli mannanna. Þá lést Maria Cammarata öðru sinni. Réttarhöldin vom eins og í svo mörgum öðrum nauðgunarmálum. Það er að segja, að til að sýna fram á „tiltölulegt" sakleysi sak- bominganna, reyndi veijandinn að sanna „tiltölulega" sekt konunnar. Fröken Cammarata neytti eitur- lyfja, sagði hann. Hún átti við áfengisvandamál að stríða og hafði átt þijú böm hvert með sínum manninum. „Trúir því nokk- ur maður,“ sagði veijandinn, „að hinir ákærðu hafi látið freistast af þessari líka Madonnu? Misst alla stjóm á sér frammi fyrir þess- ari ómótstæðilegu fegurð?“ Maria Cammarata, grá og guggin með óviðráðanlegan skjálfta í tóbaksgulum fingrunum, var vissulega engin^ fegurðardís. En var það málið? „Ég vildi held- ur, að mér hefði verið nauðgað sex sinnum en þurfa að ganga í gegn- um þetta,“ sagði hún seinna. Ungu mennimir voru dæmdir í fangelsi, frá átta mánuðum upp í fjögur ár, og Maria, sem sóttist þó ekki eftir því, varð að eins kon- ar baráttutákni fynr hina ungu kvennahreyfíngu á Ítalíu, sem nú hefur komið á fót athvarfi og ráð- leggingarstöð fyrir konur, sem hefur verið nauðgað. í augum flestra Rómarbúa seg- ir Cammarata-málið margt um ástandið eins og það er nú orðið á Ítalíu. Áður fyrr var þar lítið um nauðganir, í vitund almennings vom þær ekki „ítalskur glæpur“. Það þótti með öllu óhætt að ganga um hina sögufrægu staði í mið- borginni en nú hefur ofbeldið í úthverfunum lagt hana undir sig líka. Við nýlega athugun ítölsku fé- lagsfræðistofnunarinnar kom í ljós, að ítalskir æskumenn, margir undir 16 ára aldri, gerast æ oftar sekir um alvarlega glæpi. Þá er ekki átt við búðarhnupl og þess háttar, heldur „glæpi gegn sam- borgurunum". Undir það flokkast Læknarnir sögðu, að Maria Carla Cammarata hefði látist vegna lungnasýkingar en Róm- arbúar, flestir Italir raunar og jafhvel Páfagarður, sem er ann- ars mjög varkár í þessum mál- um, vita, að með því er aðeins hálf sagan sögð. Segja má, að Maria Cammar- ata, sem var 31 árs að aldri, hafí dáið þrisvar sinnum. í fyrsta sinn á kaldri nótt í marsmánuði í fyrra þegar hún var stödd á Piaz- za Navona, einu glæsilegasta torg- inu í Róm, á leið heim til sín úr gleðskap. Þá réðust á hana þrír ungir menn og nauðguðu henni. Þegar lögreglan kom að lá Maria í blóði sínu á götunni, einn Hefurþig aldrei langað tilað reyna eitthvað nýtt, kynnastöðrum heimsálfum og öðruvísi fóiki? Umpáskana liggurleiðin til Thailands, ínítján daga ógleymanlega lúxusferð. Lúxushótel -allan tímann! Flogið verður til Kaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrr en í Bangkok. Þar verður gist í fjórarnæturá fyrsta flokks hóteli, HótelAsia. Boðið verður upp á skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgarog nágrennis, t.d. á fijótandi markað, í konungshöllina og í hof Gullbúddans. Við fljúgum í skoðunarferð tilChiangMai 24. mars fljúgum við til hinnar fornu höfuðborgar Thailands, Chiang Mai, við rætur Himalayafjalla. Þarerdvaiið í þrjá daga og gist á glæsihótelinu Mea-Ping, um leið og færi gefst á að kynnastlandi ogþjóð frá gjöróiíkri hlið. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins - þar sem dvalið verður í 12 nætur á hinu spánnýja lúxushóteli Dusit Resort. Enn erboðið upp á skoðunarferðir, enda af nógu að taka. Auðvitað geturðu tekiðþað rólega á gullinni ströndinni og notið M//S4S veðursins eða nýtt hin endalausu tækifæri til vatnasports, verslunarog skemmtunar sem þér bjóðast í Pattaya. Regian er: Þú hefurþað aiveg eins og þú vilt. Veður- og verðlag: Frábært! Veður er ákjósanlegt á þessum tíma, hitastigið 23-30gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag ermeð ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kaupmenn, þannig að hægt er að gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú geturmeira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. Iþessari lúxusferð hjálpár allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú iofarþér örugglega að fara einhvern tíma afturl Verð í tvíbýli kr. 104.900,- 120.800,- Verð í einbýli kr. Innifalið í verðierflug, gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn og allur akstur í Thailandi. Brottför: 19. mars. Heimkoma: 6. apríl. Fararstjórí: Svavar Lárusson. Hægt erað framlengja dvöl I Singapore. Samvinnuferðir - Landsýn Austurstræti 12 • S 91-69-10-10 • Suöurlandsbraut 18 • S 91 -68-91 -91 Hótel Sögu viö Hagatorg • S 91 -62-22-77 • Akureyri: Skipagötu 14 • S 96-272-00 MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.